Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Qupperneq 1
Laugardagur 28. 4. 2007 81. árg. lesbók CASABLANCA CASABLANCA HEILLAR ENN EFTIR 65 ÁR, MEÐAL ANNARS SODERBERG Í THE GOOD GERMAN » 8-9 Ef við værum íkornar í skógi mundum við eta sveppi » 15 V E Ð R IÐ V IT N A R U M Þ IG Fyrir nokkrum árum síðan þá varð ég mjög þunglynd – ætli séu ekki þrjú eða fjögur ár síðan – og hugsaði þá oft um það, maður veit ekki hvort kemur á undan hænan eða eggið, hvort og hvernig veðrið hafi haft áhrif á þung- lyndið, til góðs eða ills. Og ég man að á þessu tímabili þá var ég mikið ein hérna heima innilokuð, ég lokaði mig af og það var ótrúlega mikið norðansaltrok. Auðar göturnar en það gengur yfir salt og sjór svo allar rúður verða gráar og malbikið al- veg svart þótt það sé eins og þurrt. Ef maður tekur sig saman í andlitinu og fer út og skefur af rúðunum saltið þá birtir aðeins til hjá manni. Ef hefði verið sól og blíða þá hefði ég ekki þurft að fara út að skafa! En ég efast þó um  2 Tómas Lemarquis Nýverið lauk leikarinn og myndlistarmaðurinn Tómas Lemarquis við að leika í kvikmyndinni Luftbusiness í Lúxemborg. Um er að ræða kvikmynd eftir svissneska leikstjórann Dominique de Rivaz. Rætt er við Tómas í Lesbók í dag um leiklistarframan. Myndin var tekin við upptökurnar á Luftbusiness. » 4-5 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ný skáldsaga enska rithöfundarinsIans McEwans, On Chesil Beach,fjallar um glatað sakleysi. Piltur og stúlka, fædd um 1940, fella hugi saman í byrjun sjöunda áratugarins sem, eins og við vitum núna, átti eftir að breyta öllu í samskiptum kynjanna. Þau tvö, Edward og Florence, eru hins vegar siðferð- islegar afurðir fyrri tíma. Hann er líklega hreinn sveinn og hún alveg örugglega hrein mey. Tilhugalífið einkennist af ákveðinni spennu sem McEwan lýsir með hárfínni ná- kvæmni. Pilturinn getur ekki hugsað um ann- að en stundina þegar þau sofa saman í fyrsta skipti en það verður ekki – og þá ekki síst fyr- ir óviðráðanlega og raunar yfirgengilega feimni Florence – fyrr en á brúðkaupsnóttina. Þangað til eru öll samskipti þeirra takmörkuð og bundin þúsundum óskráðra reglna. Allur leikur er bannaður, öll óviðeigandi snerting – og kossar þar sem tunga leitar inn fyrir varir hins vekja hreinlega viðbjóð Florence – jafn- vel ákveðin orð eru bönnuð. Sagan hefst á brúðkaupsdaginn. Eftir at- höfn og veislu eru Edward og Florence loks- ins ein á hótelherbergi sínu. Eftirvænting hans er mikil en hann er samt óviss um að allt fari eins og það á að fara, vand- ræða- og vonbrigðalaust. Hún er enn haldin ferlegri feimni og hefur andúð á kynlífi sem hún reynir samt að yfirvinna eftir því sem stundin nálgast. Spennan magnast á milli þeirra og úr verður hreint mögnuð sena þar sem McEwan slær flest annað sem hann hef- ur gert út og er þá mikið sagt. Í kjölfarið fylgir uppgjör á milli turtildúfn- anna tveggja sem gerir þessa stuttu skáld- sögu að bók um ekki bara um ástina og sam- skipti heldur einnig örlög heillar kynslóðar, kannski vestrænnar menningar sem hefur glatað sakleysi sínu og hugsanlega forsmáð eitthvað sem hún getur ekki fengið aftur svo auðveldlega. Líta mætti á þessa bók McEwans sem eins konar andbók allra þeirra bersöglisbóka sem komið hafa út undanfarin ár og áratugi. Feimni er ekki algengt þema í skáldsögum síðustu ára og ekki kynferðisleg afturhalds- semi eða siðprýði. Rithöfundar síðustu ára hafa þvert á móti rannsakað girndina og lost- ann í þaula. McEwan skoðar hvað ást er án losta og girndar, án snertingar, feimin ást sem ætlast ekki til neins, krefst einskis. Eins og bent er á í sögunni var það einmitt boð- skapur kynlífs- og blómabyltingar sjöunda áratugarins, hið fullkomna frelsi. En rættist hann? On Chesil Beach geymir eins konar svar við þeirri spurningu. MENNINGARVITINN Glatað sakleysi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.