Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 5
Nói albínói Tómas lék titilhlutverkið í kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Nói albínói. setja í samhengi við það að læra þýsku líka. Er þetta með- eða ómeðvitað? „Ég veit það ekki. Það er oft eitthvað innra með manni sem maður er að reyna að kljást við sem listamaður og snýst í kringum það sama, en þótt þetta snúist í kringum það sama þá kemur maður að þessu á mismun- andi aldri og frá ólíkum sjónarhornum og er með áhugann á öðrum hliðum á sama hlut.“ Hann bætir því svo við að eftir því sem hann vinni að fleiri kvikmyndum breytist áhuga- sviðið og fókusinn samhliða því að hann læri eitthvað nýtt. Varðandi sambúð mynd- og kvikmyndalist- arinnar segir Tómas að það hafi kallað á dá- litla togstreitu til að byrja með og tengdist það um margt umhverfinu sem átti erfitt með að kyngja því að hvort tveggja væri hægt að fást við. „En núna upp á síðkastið hef ég leyft örlögunum svolítið að ráða, ef það hefur komið upp eitthvert spennandi kvikmyndahlutverk þá er ég tilbúinn til að hella mér í það á fullu í heilt ár.“ Hann segist þó alltaf jafnframt fást við myndlist og var meira að segja með sýningu í Berlín meðan á undirbúningsferlinu fyrir Luftbusiness stóð. Núna er hann svo að vinna í hugmyndum fyrir myndlistarsýningar. Samt taka kvik- myndirnar æ meira pláss og stjórnast það bæði af því hve tímafrekt ferli þær fela í sér sem og að á því geti hann lifað. „Svo er nátt- úrlega ekki kvikmynd á hverjum degi og langar pásur á milli. Þá get ég farið aftur í myndlistina og það er bara mjög fínt.“ Annars vill hann meina að þessi svið séu frekar aðskilin hjá honum; að þær teikningar og klippiverk sem hann hefur einkum fengist við í gegnum tíðina „tengist ekkert leiklist“ og að hann sé mest fyrir að blanda háði og húmor í myndlistina ásamt teikningum, text- um og teiknimyndasögum og vill ekki endi- lega taka undir þá skoðun undirritaðs að ádeila á neyslumenninguna og gróteska sé það sem einkenni myndlist hans öðru fremur. Næst á dagskrá Næst á dagskrá er svo frí til Suður- Frakklands og Spánar en að því loknu heldur Tómas til Íslands og tekur til við að klippa heimildarmyndina um hið sérstæða skáld, leikara, myndlistarmann og líkast til eitt helsta kennileiti kaffihússins Mokka, Ketil Larsen, sem Tómas hefur verið að vinna að í rúmt ár ásamt félaga sínum, Joseph Mar- zolla. En brot úr þeirri mynd var sýnt síðast- liðinn sunnudag í Tjarnarbíói og áætlar Tóm- as að klára vinnu við myndina í september. Tekur svo við að reyna að „koma henni á festivöl og svoleiðis“, en alltént er stefnt á frumsýningu á næsta ári. Annars fer mikið af tíma hans í að horfa á kvikmyndir, enda eru kvikmyndahús Parísar ótalmörg. Horfir hann þá einkum á klass- ískar og listrænar myndir. Hvað næsta kvikmyndaverkefni varðar segir hann að það snúist um mynd sem verði vonandi af í Frakklandi, með spennandi hlut- verki, en vill ekki fara nánar út í þá sálma. Án þess svo að leggja einhvern stóradóm á það sem Tómas hefur fengist við, enda vart tímabært hjá manni sem er einungis tuttugu og níu ára, má alltént segja að það sem verk- ið undir stiganum í gallerí i8 fjallaði um hafi Tómasi tekist; að komast upp á við. Hann er á áhugaverðum stað í listrænu mótunarferl- inu og líkast til liggur leiðin héðan í frá upp, hvort sem það er upp úr norminu eða bara upp á við í praktískum skilningi. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson » … ég hef náttúrlega dálítið sérstakt útlit sem kallar þá aftur á móti á hlutverk sem eru svona út fyrir normið líka. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað þá fer þetta í þá átt. Ég er líka spenntur fyrir því sem er fyrir utan normið. Höfundur er bókmenntafræðingur, búsettur í Berlín. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.