Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is H ljóðbyltingin undir lok þriðja áratugarins reyndist stóru kvik- myndaverunum í Holly- wood mikill happafeng- ur, en þó sérstaklega Warner Brothers sem leiddi hana allt frá upp- hafi. Fyrirtæki þeirra var fjarri því að vera meðal þeirra stærstu í bransanum þegar War- ner-bræður tóku umtalsverða áhættu með því að fjárfesta í þróun Vitaphone-hljóðdisksins. Þegar Jazz Singer, fyrsta kvikmyndin með samræmdu hljóði (fyrst og fremst söng) og mynd, sló í gegn árið 1927 stóðu bræðurnir með pálmann í höndunum og á nokkrum miss- erum umbreyttu þeir fyrirtæki sínu í einn ris- anna fimm (hinir voru MGM, Paramount, 20th Century Fox og RKO). Þótt ekki liði á löngu þar til risarnar kæmu sér saman um sameig- inlegt hljóðkerfi (sem var reyndar sótt til Fox en ekki Warner), hélt Warner ákveðinni sér- stöðu, hvort sem rekja má hana til jaðarstöðu bræðranna á markaðnum framan af eður ei. Þannig var mál með vexti að í þessari fram- leiðslumiðstöð drauma og fantasía – sem Holly- wood hefur jú orðið að samnefnara fyrir – var það einna helst í myndum Warner að tekist var á við margvísleg samfélagsmein. Þótt lítt sé þekkt í dag var oft kennd við stúdíóið kvik- myndagrein sem gerði samfélagsvandamál sér- staklega að umfjöllunarefni sínu (e. social pro- blem film) og bar þar hæst I Am a Fugitive from a Chain Gang (1932) auk mafíósamynd- anna alræmdu sem voru mestmegnis bannaðar um miðjan fjórða áratuginn. Meira að segja söngva- og dansamyndir Warner gerðu stund- um kreppuna miklu að umfjöllunarefni sínu líkt og í Gold Diggers of 1933. Þá var sam- félagssýn bræðranna ekki takmörkuð við Bandaríkin og þeir höfðu sívaxandi áhyggjur af stöðu mála í Þýskalandi. Þvert á opinbera stefnu kvikmyndaiðnaðarins frumsýndi War- ner árið 1939 fyrstu andnasista myndina Con- fessions of a Nazy Spy og fleiri slíkar fylgdu í kjölfarið. Þær voru þó afar umdeildar allt þar til Japanir réðust á Pearl Harbour og Banda- ríkin hófu beina þátttöku í stríðinu. Það eru þau umskipti sem eru í brennidepli Casa- blanca. Sagan og Rick Í Casablanca mæta allir á skemmtistaðinn hans Rick (Humphrey Bogart). Auk innfæddra úir þar og grúir af flóttamönnum víða að úr Evrópu sem eiga þá ósk heitasta að komast til Bandaríkjanna. Á píanóið leikur hinn geðþekki Sam (Dooley Wilson) sem hafnar kostaboðum helsta keppinautar Rick „Signor“ Ferrari (Sydney Greenstreet) um að spila á staðnum hans Bláa páfagauknum – þetta trygglyndi er auðvitað hluti af amerískri kynþáttahyggju sem rekja má a.m.k. aftur til Tómasar frænda. Louis Renault höfuðsmaður (Claude Reins) malar gull í rúllettu á milli þess sem hann sel- ur vegabréfsáritanir fyrir peninga eða blíðu, og nasistaforinginn Strasser (Conrad Veidt) spásserar um yfirlætisfullur og illúðlegur. Yfir þessu öllu vakir Rick svellkaldur, og neitar bæði hröppum og vesalingum um aðstoð: „I stick my neck out for nobody.“ Tilfinn- ingakuldinn og yfirvegaða staðfestan hrynur til grunna þegar nýir gestir sækja staðinn hans heim: tékkóslóvakíski andófsmaðurinn Victor Laszlo (Paul Henreid) og norsk eiginkona hans Ilsa (Ingrid Bergmann). Í löngu endurliti um miðbik myndarinnar er horft aftur til ástríðu- fulls sambands Ilsu og Rick í París í aðdrag- anda stríðsins og bera minningarnar Rick of- urliði og grípur hann til flöskunnar: „Of all the gin joints, in all the towns, in all the world, she had to walk into mine.“ Victor og Ilsa þurfa bráðnauðsynlega á vegabréfi að halda svo hann geti haldið áfram starfi sínu fyrir andspyrnuna í Bandaríkjunum. Framan af neitar Rick þeim um aðstoð, þar sem hann telur sig (ranglega) illa svikinn af Ilsu. Smátt og smátt áttar hann sig á sjálfselsku sinni og fórnar á endanum eig- in hagsmunum og ást fyrir þeirra og baráttuna gegn nasistum og skýtur í lokin sjálfan Stras- ser svo að þau komist undan. Sögulokin eru opin en það er margt sem bendir til að nú muni Rick sjálfur taka virkan þátt í stríðinu líkt og komið verður að hér á eftir. Þannig er saga Rick saga bandarísku þjóðarinnar sem vaknar upp af löngum dvala og fórnar loks eig- in hagsmunum þegar hún hefur virka þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni. Bogie eða Ronnie Undir yfirborði þessarar sígildu frásagnar, sem virðist dæmigerð fyrir flæði og skipulag stúdíókerfisins, leynist framleiðslusaga uppfull af síðbúnum ákvörðunum, breytingum og al- mennri óvissu. Margir hafa fengið hroll við til- hugsunina um Ronald Reagan í hlutverki Rick líkt og til stóð um tíma. George Raft ásældist hlutverkið en Hal B. Wallis, sem sá um fram- leiðslustjórn, var gallharður á því að Hump- hrey Bogart skyldi leika Rick. Án efa hefur hann séð hér tækifæri til að gera Bogart að lykilstjörnu innan kvikmyndaversins, sem varð auðvitað raunin og túlkun Bogart á Rick löngu orðin goðsagnakennd. En fleira kemur til því CASABLANCA Nýverið var sýnd hérlendis mynd Stevens So- derbergh The Good German (2006). Er þar um að ræða æði sérstæða tilraun til að end- urskapa kvikmyndastíl 5. áratugarins í Bandaríkjunum. Þótt myndin sjálf leiti víða fanga er auglýsingaplakatið endurgerð á plakati Casablanca (1942) – mynd sem kannski öðrum fremur kristallar gullöld stúdíóanna í Hollywood. Þótt í dag séu liðin sextíu og fimm ár frá því að hún var frum- sýnd heldur þetta sígilda verk áfram að heilla. kvikmyndaunnendur víða um heim. Fyrirmyndin Auglýsingaplakat Casablanca er ljóslega fyrirmyndin að plakati The Good German. „We’ll always have Paris“ Rick (Humphrey Bogart) og Ilsa (Ingrid Bergman) kveðjast í lok Casablanca. Warner br

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.