Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Jim Smart Vladimir Ashkenazy „Vladimir Ashkenazy er hvað frægastur þeirra sem telja má til tengdabarna þjóðarinnar.“ Eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur ingibjorge@ruv.is Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við gjörbreytt heims- mynd frá því fyrir stríð. Ísland var ekki lengur fátæk smáeyja langt frá öllum mannaferðum, heldur hafði þjóðin hagnast ágætlega og var nú svo gott sem í alfaraleið. Sú sérkennilega staða var komin upp að Reykjavík var allt í einu orðin að áningarstað margra tónlistarmanna. Flug yfir Atlantshafið var nýhafið og þótt flestir vildu heldur sigla, fór hlutur flugsins vax- andi ár frá ári. Tónlistarmenn með þétt skipað dagatal höfðu ekki tíma í siglingar en flestar flugvélar þurftu að lenda á leið- inni yfir Atlantshafið til að taka eldsneyti. Hér millilentu því ýmsar frægar stjörnur og komu fram á tónleikum í stoppinu, oftast hjá Tónlistarfélaginu eða með nýstofnaðri Sinfóníuhljómsveit og spiluðu fyrir þyrsta tónleikagesti. Þannig fengu Íslendingar að heyra í stjörnum eins og Adolf Buch fiðlu- leikara, Rudolf Serkin píanóleikara, Diet- rich Fischer-Dieskau barítónsöngvara, Andrés Segovia gítarleikara, og Isaak Stern fiðluleikara svo fáeinir séu nefndir. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar árið 1950 markaði þáttaskil þótt hér hafi raunar verið starfandi hljómsveit undir ýmsum nöfnum allt frá árinu 1921, að vísu með hléum. Hér var loksins kominn fastur vettvangur fyrir flutning allra stærri tónverka og þótt hún ætti eftir að eiga í nokkrum brösum næstu árin er þetta ár talið stofnár hennar. Þegar hljómsveitin var stofnuð var ljóst að til að hægt yrði að manna allar stöður þyrfti að fá krafta að utan, jafnvel þótt stærð sveitarinnar væri haldið í lágmarki. Hún var mönnuð 40 hljóðfæraleikurum sem telst algert lágmark fyrir fullskipaða hljóm- sveit og raunar varla hægt að flytja öll sin- fónísk verk skammlaust með þessari áhöfn, að minnsta kosti ekki sinfóníur frá síðustu árum 19. aldarinnar, þegar hljómsveitir voru orðnar ákaflega útbólgnar. Fjórir blásarar voru strax ráðnir erlendis frá: Willy Bohring flautuleikari, Paul Pu- delski óbóleikari, Adolf Kern fagottleikari og Alois Spach hornleikari komu allir frá Þýskalandi. Íslendingurinn Egill Jónsson klarínettuleikari, sem var nýkominn til landsins frá námi í Manchester á Englandi, var ráðinn í stöðu fyrsta klarínettuleikara. Erwin Koeppen kontrabassaleikari var einnig ráðinn til hljómsveitarinnar þetta ár. Fyrir voru á landinu nokkrir útlendingar sem höfðu starfað hérlendis í mislangan tíma og slógust nú í hópinn. Þetta var fólk eins og Jósep Felzmann og Erika Schwie- bert, fiðluleikarar, Hans Stephanek, sem nú lék á víólu en hafði áður kennt á fiðlu í Tón- listarskólanum, Heinz Edelstein, sem leiddi sellóin, Jan Morávek, sem lék á fagott, Páll Pampichler trompetleikari, sem hafði komið hingað til lands stuttu áður til að stjórna Lúðrasveit Reykjavíkur, Wilhelm Lanzky- Otto, sem kom árið 1945 frá Danmörku og Albert Klahn pákuleikari. Í 40 manna hljómsveit voru því 13 hljóðfæraleikarar sem höfðu komið hingað sem erlent vinnu- afl, en hvílíkur liðsstyrkur! Án þessara hljóðfæraleikara hefði ekki verið hægt að koma upp Sinfóníuhljómsveit á Íslandi. Strax árið eftir bættust Hans Ploder fagott- leikari og Adolf Ferber hornleikari í hópinn og Herbert Hriberschek árið þar á eftir. Þegar horft er yfir það mannval sem fluttist til Íslands á árunum eftir stríð, undrast menn kannski hvað hafi dregið allt þetta hæfileikafólk hingað upp á klakann, þar sem ekki einu sinni var til almennileg Sin- fóníuhljómsveit, hvað þá meira. Þá er vert að minnast þess að Evrópa eftirstríðs- áranna var í rúst en hér var allt í upp- sveiflu. Saga klassískrar tónlistar á Íslandi eftir 1950 er mjög samofin sögu Sinfón- íuhljómsveitarinnar eins og vonlegt er. Hún gerir það líka að verkum að eftir stofnun hljómsveitarinnar jókst mjög straumur er- lendra tónlistarmanna til landsins, til að hægt væri að halda henni fullskipaðri. Þeir fengu samning í skamman tíma í senn en ótrúlega margir settust hér að til fram- búðar að þeim samningstíma liðnum. For- vitnilegt er að fletta félagatali hljómsveit- arinnar sem birtist í bókinni Sinfóníuhljómsveit Íslands; saga og stétta- tal eftir Bjarka Bjarnason, sem kom út árið 2000, á 50 ára afmæli hennar. Þar sést svart á hvítu hversu fjöldinn hefur verið mikill og augljóst að rekstur hljómsveit- arinnar hefði verið ógerlegur ef þessara krafta hefði ekki notið við. Margir stoppuðu stutt og hurfu héðan eftir að samningstím- anum lauk en aðrir fluttu sig yfir í þann hóp sem kalla mætti tengdabörn Íslands. Blásaraþáttur Blásarasveit hljómsveitarinnar hefur alltaf þurft á nokkrum styrk að halda erlendis frá, nema kannski nú á allra síðustu árum. Strax á árunum fyrir stofnun sveitarinnar komu hingað frábærir blásarar. Árið 1945 kom hingað maður sem síðar átti eftir að verða einn af helstu hornleikurum Norður- landanna; Wilhelm Lanzky-Otto. Hann var fæddur árið 1909 í Kaupmannahöfn, inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Hann fór ungur að læra á píanó, síðar bættist fiðla við og loks hornið að áeggjan föður hans, sem vissi sem var að góðir horneikarar eru ekki á hverju strái. Tveimur árum síðar var hann farinn að vinna fyrir sér sem hornleikari í hljómsveitum, en hélt samt áfram píanó- náminu. Í árslok árið 1945 var honum boðin staða sem píanókennari við Tónlistarskóla Íslands og sem hornleikari við Hljómsveit Reykjavíkur eins og hún hét þá. Hann var af sumum talinn hafa haft fullnáið samstarf við þýska hernámsliðið í Danmörku og þurfti því að komast í burtu. Hér var hann fram til ársins 1951, eða í sex ár, kenndi á Breytt heimsmynd í Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands markaði tímamót í íslensku tónlistarlífi og hingað kom talsverður fjöldi manna, aðallega frá Austurríki, gagngert til að hægt væri að manna hana. Á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar undir því nafni voru 13 af 40 hljóðfæraleikurum erlent fólk með mislanga dvöl að baki hér á landi. Það eru 32,5% hljómsveitarinnar og lengst af hefur það verið á svipuðu róli. Núna er það 23,5%. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – 3. grein 12 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.