Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 3 Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu D as Leben der Anderes (Líf annarra) eftir Florian Henc- kel von Donnersmarck er, að flestra mati, kraftmikil stað- festingu á endurreisn þýskr- ar kvikmyndagerðar. Þar fylgir mynd Von Donnersmarcks í kjölfar verka á borð við Der Untergang (Fallið, 2004), Sophie Scholl – Die letzten Tage (Síð- ustu dagar Sophie Scholl, 2005) og Requiem (Sálumessa, 2006), og margra annarra, sem unnið hafa mikla sigra ásamt því almennt séð að beina sjónum að þýskri kvikmyndagerð sem hefur e.t.v. ekki þótt mjög aðsópsmikil síðan Herzog, Fassbinder, Schlöndorff, Margarethe von Trotta og Wenders voru upp á sitt besta á áttunda áratugnum, en þá færðu þessir leikstjórar á eftirminnilegan hátt athygli kvikmyndaunnenda frá Frakk- landi til Þýskalands. Áður en múrinn féll Mynd von Donnersmarcks lýsir lífinu í Aust- ur-Þýskalandi um miðjan níunda áratuginn undir kommúnistastjórn Erichs Honeckers. Ólíkt myndum á borð við Goodbye Lenin (Vertu sæll, Lenín, 2003) er eitt af mark- miðum myndarinnar að lýsa lífinu undir harðstjórninni á nokkuð raunsæjan hátt og þykir hún því marka ákveðin skil frá þeirri orðræðu sem hefur verið áberandi meðal fyrrverandi íbúa austursins í sameinuðu Þýskalandi, en hún er stundum nefnd „os- talgia“, eða eins konar fortíðarþrá eftir reglubundnu austri (Ost) þar sem borgarar höfðu allir ákveðnum hlutverkum að gegna. Líf annarra segir frá leikskáldinu Georg Dreyman (Sebastian Koch) sem í upphafi er kynnt sem „eina leikskáld okkar sem fæst út- gefið í vestrinu“, og sú staðreynd að hann er þannig skilgreindur af ríkinu sem mik- ilvægur einstaklingur frá sjónarhóli al- þjóðastjórnmála og menningarlegrar sjálfs- virðingar þjóðarinnar segir sitt um tvöfeldnina sem einkennir samskiptin við vestrið. Á yfirborðinu er um algjöra höfnun á útlendum gildum að ræða en undir niðri skiptir velþóknun vestursins máli. Dreyman nýtur þannig þeirrar sérstöðu að skrifa leik- rit sem falla ritstjórnarvaldi flokksins í geð en þykja samt nógu góð til að vekja athygli handan múrsins og er því í nokkuð eftirsókn- arverðri stöðu í upphafi myndar. Án þess að takast á við pólitísk grundvallaratriði í sam- félagi sínu nær hann að skapa list sem brúar bilið milli andstæðra hugmyndakerfa og sem slíkur nýtur hann alls þess besta sem sov- éska kerfið hefur upp á að bjóða. Hann er efnaður, býr í kræsilegri íbúð og sökum þess að hann er hollur ríkinu skortir hann í raun ekkert. En þrátt fyrir þetta skapar hann list sem er að sönnu list en ekki áróðurskennd nytjahyggjuverk að hætti ríkisrekinnar listafabrikku, eða þannig er honum komið á framfæri í upphafi. Þetta þýðir að hann er óskafígúra alræðisríkisins: Dreyman mis- skilur sitt nánasta umhverfi en nær samt samkvæmt myndinni að breyta því í al- þjóðlega og varanlega list. Fljótt ber þó á flækjum. Þessi hálfgerði Birtingur alræðisríkisins neyðist að lokum til þess að horfast í augu við að Austur- Þýskaland er ekki sá „besti“ heimur sem völ er á sem hann hafði talið sér trú um. Hann gerist í kjölfarið byltingarsinnað skáld. Þroskasaga þessi er flækt með annarri sögu sem lýsir reynslu Stasi-foringjans Wieslers (Ulrich Muhe), sem fær það hlutverk að fylgjast með og hlera daglega hegðun Dreymans og kærustu hans, leikkonunnar Christa-Maria (Martina Gedeck). Það sem í upphafi er hefðbundið verkefni reynist skapa sjálfsefa hjá njósnaranum og leiðir smám saman til þess að viðhorf Wiesler í garð skipulagsins sem hann hefur ávallt þjónað dyggilega verða gagnrýnin. Wiesler sogast inn í listaheiminn sem hann kynnist, hann verður meðvitaður um spillingu eigin yf- irmanna og heillast jafnframt af Christu- Mariu. Wiesler gerist að lokum svikari með því að halda hlífiskildi yfir róttækum aðgerð- um sem fram fara í íbúð listamannanna og myndin breytist á ákveðnum tímapunkti í spennumynd þar sem fylgst er með Wiesler reyna að blekkja eftirlitsapparatið sem hann er sjálfur hluti af. Öllu þessu kemur von Donnersmarck á framfæri með umtals- verðum trúverðugleika, einkum er það sögu- sviðið sem er framreitt með útsjónarsemi. Litróf myndarinnar er grámóskulegt og inn- viði jafnt sem ytra form bygginga eru mark- visst notuð til að koma á framfæri tilfinningu um aðskilnað og firringu. Þá sýna fjölmörg atriði á eftirminnilegan hátt fjarstæðukennda rökvísi alræðisríkisins og mætti þar nefna yf- irheyrslu yfir grunuðum róttæklingi, en þeg- ar hann ber við sakleysi er honum bent á að það að gefa í skyn að ríkið myndi handtaka saklausan mann sé í sjálfu sér fullgild ástæða til handtöku. Þá hefur myndinni verið hrósað fyrir að taka til umfjöllunar málefni sem þögn hefur ríkt um og skapa þannig tækifæri fyrir úttekt á fortíðinni sem löngu sé tíma- bær. En það er einmitt þegar að þessum fleti myndarinnar kemur sem gagnrýnisraddir hafa einnig heyrst. Endursköpun á sögunni Stasi var leyniþjónusta sem starfaði bæði er- lendis og heimavið. Hún var eitt helsta verk- færi kommúnistaflokksins til að viðhalda „lögum og reglu“ í Austur-Þýskalandi og því fólst gríðarlega viðamikið eftirlit með borg- urum og „óvinum ríkisins“. Tæplega 100.000 þúsund manns störfuðu hjá leyniþjónustunni en af þeim störfuðu 13.000 einvörðungu við það að hafa umsjón með þeim 170.000 upp- ljóstrurum sem stofnunin hafði á sínum snærum (þjóðin var 17 milljónir manns). Völd Stasi voru víðtæk alla tíð en aðferðirnar sem notaðar voru til að hafa stjórn á alþýðu fólks urðu smám saman friðsamlegri – í stað mannshvarfa og morða á upphafsárum rík- isins urðu sálfræðilegar atlögur og félagsleg kúgun algengari og þegar komið var fram á áttunda og níunda áratuginn var jafnvel farið að bera á brottrekstri óæskilegra ein- staklinga vestur yfir vegginn. Þessu lýsir Anna Funder en hún skrifaði nýlega grein um Das Leben der Anderes fyrir breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound, en myndina nálgast hún á sögulegum forsendum og dæmir hana í raun mjög hart fyrir sér- kennilegar áherslur og grófar misfærslur í meðhöndlun sinni á nýliðnum veruleika. Funder hefur áður skrifað um efnið en árið 2003 kom út eftir hana bókin Stasiland. Þar var á ferðinni eins konar persónulegt ferða- lag um endurminningar ólíkra einstaklinga um tímabil sem lítið hefur verið fjallað um í Þýskalandi. En Funder hrósar einmitt von Donnersmarck fyrir að rjúfa þögnina og seg- ir mynd hans þá fyrstu sem lýsir á nokkuð raunsæjan máta lífinu í DDR. Ýmsa ann- marka má þó finna að mati Funder, en eink- um er það sú rómantíska mynd sem dregin er upp af Wiesler, Stasi-foringjanum meyra, sem Funder gagnrýnir sem allt að því smekklausan tilbúning. „Það að halda að fórnarlambi hafi verið hægt að bjarga í gegn- um sinnaskipti gerandans er að misskilja al- ræðiseðli stofnanavæddar illsku, þá stað- reynd að hægt var að valda gríðarlegum skaða með röð pínulítilla „löglegra“ skrefa,“ segir Funder, og bendir á að kerfið sjálft hafi verið þannig hannað að maður eins og Wies- ler hefði aldrei getað verið í því margfalda hlutverki sem hann gegnir í myndinni (hann hlerar, skrifar skýrslur, og sér um yf- irheyrslur). Ef eftirlit Stasi með alþýðu fólks var yfirþyrmandi þá var innra eftirlit stofn- unarinnar jafnvel enn meira þrúgandi. Allt var athugað og allir starfsmenn voru undir eftirliti. Þá var refsingin við svikum sem upp komust ekki þau að vera lækkaður í tign eins og sést í myndinni heldur líflát, og Funder bendir á að síðasti einstaklingurinn sem tek- inn var af lífi í Austur-Þýskalandi hafi einmitt verið Stasi-maður. Þá eru heldur engin dæmi um það í sögulegum veruleika að starfsmaður Stasi hafi nokkurn tíma lagt sjálfan sig í hættu til að hjálpa „óvinum ríkisins“. Þetta vissi von Donnersmarck en hann varði fjórum árum í rannsóknarvinnu fyrir myndina. Hann hefur útskýrt sögulegar mis- fellur verksins á þennan hátt: „Ég var ekki endilega að reyna að segja sanna sögu heldur sögu af því hvernig einhver gæti hugsanlega hafa hegðað sér. Myndin lýsir ákveðinni grundvallartrú á góðsemi mannkynsins frek- ar en að hún leitist við að fanga sögulegan veruleika.“ Funder svarar þessu með því að benda á að sögulegur veruleiki Stasi gefi lítið sem ekkert tilefni til að hafa „grundvallartrú á góðsemi fólks“. Funder veltir í framhaldinu fyrir sér hvert ábyrgð kvikmyndagerð- armanna sé í tilviki sem þessu en það er vit- anlega allflókin spurning enda er kvikmynda- miðillinn, a.m.k. frásagnarmyndin, ekki að jafnaði talinn ákjósanlegur vettvangur fyrir sannferðuga meðhöndlun á sögunni. En spurningin vaknar engu að síður hvenær það sé réttlætanlegt að kvikmynd hliðri grimmi- legustu hliðum sögunnar til að skapa jákvætt og upplífgandi andrúmsloft. Þá má líka spyrja hvort ekki sé um eins konar dólgshátt að ræða þegar kvikmynd, sjálfstætt listaverk, er yfirheyrð á þessum forsendum. Því verður hins vegar ekki neitað að sumar myndir umfram aðrar kalla á um- fjöllun um sögulegar forsendur þeirrar skáld- uðu frásagnar sem miðlað er og það er í þessu samhengi sem einn áhugaverðasti flöt- ur greinar Funder kemur í ljós, en hann fjallar um eftirlíf sovéska kerfisins í Þýska- landi. Eftir sameininguna misstu Stasi-menn vinnunna en þeir voru sjaldan dregnir fyrir dómstóla. Þess í stað löguðu þeir sig að dag- legu lífi í breyttum þjóðfélagslegum kring- umstæðum og gekk að jafnaði betur að fóta sig en hinum almenna borgara, svo ekki sé talað um fórnarlömb ríkisins, þar sem þeir höfðu yfir menntun og verðmætri reynslu að búa. Síðan hafa þeir barist hatrammlega gegn tilraunum fórnarlamba ríkisins til að segja sína sögu og hafa jafnvel bundist sam- tökum í þeim efnum. Eitt er það, að mati Funders, sem vakir fyrir þeim umfram ann- að, og það er að gæta orðstírs síns í sögubók- um framtíðarinnar, að koma í veg fyrir að þeir verði skráðir á spjöld sögunnar sem eins konar „önnur“ kynslóð þýskra nasista. Í þessum tilgangi eru fyrrverandi Stasi-menn óhræddir við að beita fyrir sig aðferðum allt frá lögsóknum til ofsókna. Þess eru mýmörg dæmi, bendir Funder á, að gamlir Stasi-menn ofsæki fyrrverandi fórnarlömb sín sem og þá sem reyna að segja sögu Austur-Þýskalands, og nefnir sjálfa sig sem dæmi þegar hún fór í kynningarferðalag til Þýskalands fyrir bók sína, Stasiland, en þar var bókin lögsótt af áðurnefndum samtökum auk þess sem hún fékk sjálf að kynnast fyrrverandi Stasi- mönnum á upplestri. En það er kannski helst í samhengi við þá staðreynd að enn er ekki búið að binda um sár aðskilnaðarins og fjög- urra áratuga tilvist alræðisríkisins sem kvik- mynd von Donnersmarcks telst mikilvægt innlegg í þjóðfélagsumræðuna, og því ekki nema eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða sögulega veruleika frásagnaráherslurnar draga fram. Eftirlitsapparatið í Austur-Þýskalandi „Wiesler gerist að lokum svikari með því að halda hlífiskyldi yfir róttækum aðgerðum sem fram fara í íbúð listamannanna og myndin breytist á ákveðnum tímapunkti í spennumynd þar sem fylgst er með Wiesler reyna að blekkja eftirlitsapparatið sem hann er sjálfur hluti af. “ Undir eftirliti í Austur-Þýskalandi Þýska kvikmyndin Das Leben der Anderes (Líf annarra) eftir Florian Henckel von Donnersmarck hefur notið mikillar vel- gengni á alþjóðlegum kvikmyndavettvangi undanfarin misseri. Hún var sýnd á kvik- myndahátíðum um allan heim árið 2006, enda þótt hún hafi að vísu ekki verið valin til keppni í Cannes, og hlaut m.a. Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd. Árið eftir hlaut hún Óskarsverðlaun í flokki „erlendra mynda“. Viðtökurnar í Þýskalandi voru einnig að mestu jákvæðar og þar vakti myndin allnokkurt umtal um viðfangsefnið – lífið í fyrrverandi Austur- Þýskalandi. » Þess eru mýmörg dæmi, bendir Funder á, að gamlir Stasi-menn ofsæki fyrrver- andi fórnarlömb sín sem og þá sem reyna að segja sögu Austur-Þýskalands ...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.