Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 4
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Þ að kemur einhvern veginn á óvart að sjá hversu skilin á milli innri veruleika skap- gerðar fólks og ytri veru- leika veðurfarsins úti fyrir eru lítil fyrir fótum manns í þessum sal, þótt auðvitað sé samsömun þessara tveggja heima alþekkt úr skáldskap í aldanna rás. Áhrifin eru sterk tenging við umhverfið; mynd- gerving á lýsingarorðum um skapgerð- areinkenni einstaklinga (hugsanlega manns eigin) rennur saman við gildishlaðin viðmið í lýsingum á alltumlykjandi náttúrulegu um- hverfi – því er við finnum fyrir á eigin skinni í lífinu dag hvern. Gólfið er gulgrænt eins og gróðurinn fyrir ut- an húsið þennan eftirmiðdag, sem og á hólmum og skerjum úti fyrir ströndinni. Litir sólarlags- ins verða svo ótrúlega bleikir og appelsínugulir er líður á samtalið að við getum ekki annað en undrast hversu ýkt náttúran er í sjónarspili sínu sem vissulega væri óheyrilega „kitch“ í öllu öðru samhengi. Þótt sólin sé gengin til við- ar logar allt yfir sjávarfletinum við vest- urgluggana sem eru svo margir og djúpir að engu er líkara en að náttúran úti fyrir og „nátt- úran“ inni renni saman í eitt. Saga árþúsunda í súlum Inni er náttúran geymd í tærum og stórum glersúlum, þar sem jöklar landsins hafa eignast varanlegan samastað – líkt og dýr í útrýming- arhættu. Drangajökull, Köldukvíslarjökull, Þrí- stapajökull og Sléttujökull, svo nokkrir séu nefndir, hafa allir verið sóttir heim með tölu- verðum erfiðismunum af íslenskum fjallamönn- um, og eftirlátið safninu sýnishorn af sínum aldagömlu ískjörnum er síðan voru bræddir of- an í súlurnar. Fyrir bragðið geymir hver súla sögu er telur árþúsundin í hverju augnabliki líkt og smáblómið í þjóðsöngnum. Sérkenni hvers jökuls eru greinanleg í botnfalli súln- anna; saga hvers og eins þeirra einstök og ólík hinum þótt seint verði nokkur þeirra lesin til fullnustu. Veðrið vitnar um manns innri mann Árið 1980 lýsti Roni Horn því í bókinni Making Being Here Enough hversu afstæð tengsl hennar við Ísland eru. Á sama hátt og skáldið Emily Dickinson lokaði augunum til að ferðast um lendur hugans í skáldskap sínum var Horn meðvituð um afstæð tengsl sín við Ísland, land- ið sem hún heimsótti til að rannsaka: „Dick- inson hélt sig stöðugt heima. Innilokuð í her- berginu sínu á efri hæðinni fann hún upp nýja tegund ferðalaga og sótti staði heim. […] Um stund er Dickinson hér hjá mér – á Íslandi,“ segir í textanum. Ég hef því samtalið á því að spyrja hana hvort ekki geti verið rétt að Vatnasafn sýni fram á tilfærslu úr rými þess andlega ferðalags og innra landslags er hún leitaðist eftir að finna í fyrstu heimsóknum sínum hingað fyrir rösk- um 25 árum, yfir í það sem hún nefnir „sameig- inlega sjálfsmynd“ heimsins í nýútkomnu bók- verki Veðrið vitnar um þig [Weather Reports You]. En þar er að finna safn veðurfrásagna, sem m.a. annars hafa birst á forsíðu Lesbókar undanfarið, og haldið verður áfram að safna alls staðar að úr heiminum í gegnum vefsíðu verk- efnisins. Ef sjónarhorn hennar var þess ut- anaðkomandi er horfði inn fyrir aldarfjórðungi þá er eins og það hafi snúist við á þeim tíma sem liðinn er síðan. Eins og nú horfi hún innan frá og út; ekki síst ef litið er til þess hvernig þetta safn hefur verið byggt upp sem tenging við umheiminn í sem víðustum skilningi. „Hugmyndin um sjálfsmyndina er í þessu til- felli dálítið ýkt, því „sameiginleg sjálfsmynd“ er auðvitað absúrd þversögn til að byrja með,“ svarar hún. „En auðvitað er það að biðja fólk að tala um veðrið bara ein leið til að fá það til að tala um sjálft sig – eða hafna slíku tali – í þeim tilgangi að uppgötva hvert það er í gegnum val þess á veðurlýsingum. Veðrið vitnar sem sagt um manns innri mann, eins og titillinn á verk- efninu gefur til kynna,“ segir Roni. Og heldur síðan áfram: „Veðrið vitnar í það minnsta um mig á hverjum einasta degi þegar ég er hér á landi. Það sem mér finnst vera gott veður, eða það veður sem ég laðast að vegna þess að mér Tvítyngt gólf og jöklar í Samtal okkar Roni Horn á sér stað í hjarta nýjasta sköpunarverks hennar; sal Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Á stað þar sem hún hefur tvinnað ís- lenska menningu, byggingarlist og samtíma saman við sína eigin listrænu sýn í verki sem er afar sérstakt. Við sitjum þar sem áður var Amtsbókasafn þeirra Hólmara, á mjúku, grænu og „tvítyngdu“ gúmmígólfi sem í eru greypt orð tengd veðri og skapgerð – innan um tærar og bjartar glersúlur fylltar vatni úr íslenskum jöklum. Vatnasafnið verður opnað í dag eftir undirbúningsvinnu sem spannar nokk- ur ár og fyrir tilstilli ótalmargra aðila er lagt hafa hönd á plóginn víða um veröld til að safnið mætti verða að veruleika. Vatnasafnið „... veigamikill en yfirlætislaus þáttur í því að færa Ísland nær miðju heimsins – sem eins og þeir sem þekkja Jules Verne vita að hefur verið á Snæfellsnesi um langt skeið.“ 4 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.