Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Margréti Hermanns Auðardóttur mha@akademia.is Á liðnu ári varð greinarhöf- undur við þeirri beiðni Vís- indavefs Háskóla Íslands að svara eftirfarandi spurn- ingu til vefsins: „Var Egill Skallagrímsson grafinn undir altari kirkju í Mos- fellsbæ?“ Svarið við þeirri spurningu birtist nú góðfús- lega í Lesbók Morgunblaðsins. Hjá umræddum Vísindavef fór svarið í „ritskoðun“ og var því hafnað! Sú meðhöndlun verður ekki til umfjöll- unar hér að öðru leyti en því að gefa ritstjóra Vísindavefsins orðið í svarbréfi, sem er á sinn hátt fróðleiksgefandi. En þar segir ritstjórinn, prófessor Háskóla Íslands í vísindasögu: „Það er ekki fjarri lagi að texti þinn hafi sætt rit- skoðun hjá okkur ... þetta er yfirleitt kallað rit- rýni nú á dögum ... tíðkast víðast hvar þar sem efni um vísindi er birt með skipulegum hætti, til dæmis hjá viðurkenndum vísindatímaritum.“ Það verður því erfitt að tala sig framhjá þess- um orðum þegar viðkomandi fer að átta sig, því samkvæmt orðanna hljóðan er hjá Háskóla Ís- lands „nú á dögum“ ritskoðun [censur] og vís- indaleg ritrýni [peer review] lögð að jöfnu?! Sannleikurinn er sá að umbeðið svar „féll“ á rit- skoðun, ekki á faglegum grunni eins og við rit- rýni viðurkenndra vísindarita, heldur á „óæski- legum“ boðskap að mati prófessorsins. Sem er því miður lýsandi fyrir ríkjandi afstöðu til forn- leifafræðinnar innan Háskóla Íslands þar sem fagið var sett niður í sagnfræðiskor, þegar loks var boðið upp á nám í nafni fornleifafræði í þeim ríkisskóla. Í stað þess að gefa fornleifafræðinni sem alþjóðlega viðurkenndri háskólagrein lífs- nauðsynlegt frelsi (óháð sagnfræði og öðrum óskyldum fögum) til styrktar lögboðaðri forn- leifavernd hjá okkur og „íslenskri“ fornleifa- fræði þar með. Enda reyndist ekki unnt að svara spurningunni um meinta gröf Egils án þess að skýra frá hvaða brotalöm veldur þeim atgangi í friðaðar fornleifar sem leyfist hér, og tilefni spurningarinnar er dæmi um. Tilefni spurningarinnar – Var Egill Skalla- grímsson grafinn undir altari kirkju í Mos- fellsbæ? – má augljóslega rekja til fréttaflutn- ings norrænufræðingsins Jesse Byock sem starfar við Kalíforníuháskóla í Los Angeles (UCLA). En hann hefur allt frá 1995 haft leyfi minjayfirvalda hér til að grafa upp fornleifar að Hrísbrú og víðar í Mosfellsdal með frásagnir í Egils sögu (Eglu) að leiðarljósi.1 Einkum er honum hugleikinn flutningur á meintum líkams- leifum Egils Skallagrímssonar sem sagt er frá í Eglu: Grímr [Svertingsson] at Mosfelli var skírðr, þá er kristni var í lög leidd á Íslandi; hann lét þar kirkju gera. En þat er sögn manna, at Þórdís [Þórólfs- dóttir, bróðurdóttir og stjúpdóttir Egils og kona Gríms] hafi látit flytja Egil til kirkju, ok er þat til jartegna, at síðan er kirkja var gör at Mosfelli, en ofan tekin at Hrísbrú sú kirkja, er Grímr hafði gera látit, þá var þar grafinn kirkjugarðr. En undir altaris- staðnum, þá fundusk mannabein; þau váru miklu meiri en annarra manna bein. Þykkjask menn þat vita af sögn gamalla manna, at mundi verit hafa bein Egils. Þar var þá prestur Skapti Þórarinsson, vitr maður; hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkju- garðinn; var hausinn undarlega mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hvé þungr var; hausinn var allr báróttr útan svá sem hörpuskel. Þá vildi Skapti forvitnask um þykkleik haussins; tók hann þá handöxi vel mikla ok reiddi annarri hendi sem harðast ok laust hausinn ock vildi brjóta, en þar sem á kom hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk, ok má af slíku marka, at hauss sá mundi ekki auðskaddr fyrir höggum smámennis, meðan svörðr og hold fylgði. Bein Egils voru lögð niðr í utanverðum kirkjugarði at Mosfelli. (Egils saga. Íslenzk fornrit II. 1933, bls. 298-299). Þessari frásögn líkt og mörgum öðrum í Ís- lendingasögum mætti líkja við þeirra tíma spennusagnastíl, enda mikilvægur liður í frá- sögnum „frá líkindum“ að vísa til „gamalla“ og jafnvel látinna karla og kvenna sem heimilda- manna svo þær hljómi trúverðugri en ella. En gefum Byock orðið í viðtali við Morgun- blaðið 9. ágúst 2005 undir fyrirsögninni „Gröf Egils Skallagrímssonar fundin?“ Þar greinir hann frá því að í svonefndum Kirkjuhóli í landi Hrísbrúar hafi hann og samstarfsmenn fundið „tæmda gröf“ undir altari í kórnum í fram- gröfnum kirkjugrunni þar sem líkamsleifar Egils Skallagrímssonar gátu hafa legið um tíma samkvæmt Byock. Í viðtalinu er einnig haft eftir honum að gröfin hafi verið óvenju löng því Egill hafi verið „vel í vexti og hverjum manni hærri“ samanber tilvitnunina í Eglu hér á undan að meint bein Egils „váru miklu meiri en annarra manna bein“. Enda segir Byock í viðtalinu að „Ýmislegt bendi til þess að þetta hafi verið gröf Egils, þó vitaskuld sé ekki hægt að fullyrða það“?! Samkvæmt skýrslu Byock og samstarfs- manna um rannsóknir þeirra á kirkjugrunni í Kirkjuhólnum að Hrísbrú sumarið 20052 þá komu þeir niður á „tóma gröf“ sem lá UNDIR austurgafli kórsins sé mið tekið af grunnteikn- ingu kirkjugrunnsins í skýrslu þeirra félaga (Figure 4 og 7). Samkvæmt því hafði gröfin þeg- ar verið tæmd þegar kór kirkjunnar var reistur og hér er því EKKI um meinta gröf Egils Skallagrímssonar undir „altarisstaðnum“ í kirkju Gríms Svertingssonar að Hrísbrú að ræða, „trúi“ maður á frásagnir Eglu um það. Með öðrum orðum, hefði gröfin verið tæmd þeg- ar kirkjan í Kirkjuhólnum var tekin niður, hefði þurft að raska austurgaflinum í kór kirkjunnar. Svo var greinilega EKKI , því steinundirstöður kórgaflsins voru enn á sínum stað YFIR tómu gröfinni sem þeir Byock komu niður á. Þetta má einnig ráða af ljósmynd (Figure 23 í umræddri skýrslu Byocks og félaga) sem tekin var eftir að búið var að fjarlægja þær steinundirstöður af gröfinni. Fyrirframgefnar niðurstöður í forn- leifauppgröftum samræmast ekki lögboð- aðri vernd fornleifa sem þjóðminja Þegar spyrjandinn vill vita hvort gröf Egils í fréttaflutningi Byocks sé staðreynd, er hann sennilega grunlaus um að þar snertir hann við- kvæman blett á íslenskri fornleifavernd. Skýr- um þetta nánar. Byock hefur frá upphafi haft frásagnir í Egils sögu um flutninga á meintum líkamsleifum sagnapersónunnar Egils Skalla- grímssonar að leiðarljósi í Mosfellsfornleifa- rannsóknaverkefni sínu (The Mosfell Archaeo- logical Project – MAP) líkt og um „sanna sögu“ og marktæka heimild sé að ræða. Í grein sem hann fékk birta í janúarhefti Scientific Americ- an 19953 tilgreinir hann áðurnefndan Kirkjuhól í landi Hrísbrúar sem „Beinastað Egils“ (SITE OF EGIL’S BONES) í skýringartexta við mynd af hólnum (bls. 67). Þar segir einnig að í Kirkju- hólnum SÉ að finna „rústir kirkju frá 11 öld“ og sú „torfbyggða kirkja hafi sennilega verið áþekk að gerð“ og nærliggjandi reykhús „en þó nokkru stærri“?! Það vekur athygli að þegar Byock skrifar þetta, hafði hvorki hann né aðrir grafið á þessum fornleifastað. Á þeim tíma hafði hann EKKI fengið leyfi minjayfirvalda hér til að grafa í umræddan Kirkjuhól, en ljóst er þó að hann var þá þegar búinn að GEFA SÉR að þar væri að finna kirkju Gríms Svertingssonar ásamt gröf Egils (um tíma) samkvæmt Eglu. Það er EKKI viðurkennd aðferðafræði innan fornleifafræðinnar (og á raunar við um vísinda- rannsóknir á hvaða sviði sem er) að gefa sér nið- urstöður fornleifarannsókna fyrirfram á sögu- legum grunni, og leita síðan allra ráða til stað- festingar á „trú“ sinni. En það er því miður á grundvelli fyrirfram- gefinna „niðurstaðna“ Byock sem minjayfirvöld hér veita honum leyfi til að grafa upp fornleifar í landi Hrísbrúar og víðar í Mosfellsdal – þrátt fyrir að þær minjar beri að vernda og varðveita eins og kostur er. Einnig og ekki síður með tilliti til komandi kynslóða samkvæmt áður gildandi og núgildandi þjóðminjalögum (nr. 107) frá 2001. Frekari „staðreyndir“ um Mosfells- fornleifarannsóknaverkefni Byocks? Í yfirlitsgrein Byocks og samstarfsmanna í Medieval Archaeology 69:2005 greina þeir frá helstu niðurstöðum Mosfellsfornleifarannsókna sinna fram að því.4 Samkvæmt fyrirframgefnum niðurstöðum Byocks í áðurnefndri grein í Sci- entific American 1995 um það sem Kirkjuhóllinn að Hrísbrú „hafi að geyma“, telur hann að aldur kirkjunnar í hólnum „falli vel að“ frásögnum Eglu (bls. 211) um kirkju Gríms Svertingssonar á þeirri jörð. En sú kirkja átti að hafa verið reist EFTIR að kristni var í lög leidd á Alþingi um aldamótin 1000. Þeir félagar sýna þó EKKI fram á að kirkjan hafi verið reist á 11. öld, því þeir birta engar lóðskurðarteikningar (sections) af kirkjunni svo unnt sé að átta sig á því, hvort áætlaður aldur þeirra á kirkjugrunni og gröfum standist í afstöðunni til svonefndrar landnáms- gjósku (gosösku frá því um 870) og gjósku frá öndverðri 10. öld (medieval tephra layer from the early 900s?) og fleiri jarðlaga í Kirkjuhóln- um sem þeir lýsa í lengra máli í texta (bls. 205 og 210). Enda misgömlum minjum í hólnum skellt saman á grunnteikningum í umræddri grein (bls. 206 og 209). Aftur á móti segir í grein eftir einn samstarfsmanna Byock, Per Holck, undir fyrirsögninni „Egil Skallagrimssons gård og kirke på Island – fra utgravningen 2001- 2005“ í tímariti Norska læknafélagsins, Michael 2005:2, að geislakolsaldursgreiningar bendi til að kirkjan í Kirkjuhólnum sé frá því um 960?! Samkvæmt fyrirsögninni á þeirri grein er búið að EIGNA sagnapersónunni Agli bæ og kirkju að Hrísbrú, þrátt fyrir að hann hafi EKKI átt þá jörð og auk þess verið lagður í haug í Tjaldanesi að heiðnum sið og síðar fluttur þaðan til kirkju Gríms að Hrísbrú um tíma samkvæmt Eglu. Í grein Holck segir einnig, að Mosfellsfornleifa- rannsóknaverkefnið sé „amerískt-norskt upp- graftarverkefni“ – rétt eins og Íslendingar komi þar hvergi nærri, þó svo að um túlkun á vitnis- burði og aldri fornleifa í Mosfellsdal sé að tefla?! Í greininni fjalla þeir Byock einnig um af- rakstur rannsókna sinna á gröfum við kirkjuna í Leitin að líkamsleifum E Nýlegt dæmi um fyrirframgefnar niðurstöður í fornleifauppgreftri á Íslandi Gröfin Jesse Byock stýrir uppgreftinum og er hér í kirkjustæðinu við Hrísbrú. Fremst á myndinni má sjá gröfina sem fannst sumarið 2005. Byock hefu flutninga á meintum líkamsleifum sagnapersónunnar Egils Skallagrímssonar að leiðarljósi í Mosfells-fornleifarannsóknaverkefni sínu líkt og um „sann Hér er því haldið fram að uppgröftur Jesse Byocks norrænufræðings frá Kaliforníuhá- skóla á fornleifum að Hrísbrú og víðar í Mos- fellsdal sé lítils virði enda hafi Byock gefið sér niðurstöður þeirra fyrirfram en hann hefur frásagnir í Egils sögu að leiðarljósi. Hér er einnig birt hörð gagnrýni á forgangsröðun í fornleifarannsóknum á Íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.