Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur ingibjorge@ruv.is Þ egar líða tekur á seinni hluta 20. aldarinnar og þar með nær nútímanum fer smám saman að verða erfiðara að hafa góða yfirsýn um tón- listarlandslagið hér á landi, vegna nálægðarinnar. Tón- listarmönnum hefur líka fjölgað hér jafnt og þétt, innlendum sem erlend- um, og tónleikar í háum gæðaflokki eru næstum daglegt brauð. Íslenskir tónlistarmenn eru nú orðnir mun færari í sínu fagi en áður var og út- lendingar oft frekar ráðnir hingað til að fylla þau störf þar sem ekki er mannafli en að lítil kunnátta sé til í landinu. Auðvitað koma líka áfram framúrskarandi listamenn til landsins, gjarnan með íslenskum maka eða af eintómri ævintýragirni, en standardinn í landinu hefur farið síhækkandi, ekki síst fyrir áhrif erlendra tónlistarmanna, þ.a. þegar á líður þarf meira til að menn verði mjög áberandi í tónlistarlífinu – starf flestra fer fram í rólegheitum fjarri kast- ljósi fjölmiðlanna. Það er heldur ekkert launungarmál að tón- listarkennarar eru of fáir á landinu og oft tor- velt að manna stöður á landsbyggðinni. Afleið- ingin af því er sú að víða er að finna úti um hinar dreifðu byggðir landsins frábært tónlistarfólk sem vinnur störf sín allt að því í kyrrþey og minnir kannski helst á brautryðjendur fyrr á öldinni hér í þéttbýlinu. Hér á eftir mun ég taka örfá dæmi um slíkt ræktunarfólk – nú er fjöldinn orðinn það mikill að eingöngu verður fjallað um „hluta fyrir heild“. Tónlistarkennarar Víða í sveitum landsins leynist fólk sem er snill- ingar í sínu fagi – að miðla tónlist til barna jafnt sem fullorðinna. Einn slíkur er Robert Faulk- ner. Robert Faulkner hefur verið tónlistarkennari við Hafralækjarskóla síðan árið 1986. Hann lærði fyrst söng við Guildhall í London og fór síðan í framhaldsnám í tónlistarkennslu við há- skólann í Reading. Hann lagði einnig stund á hljómsveitarstjórn og kórstjórn og tók þátt í óp- erutímum. Hann gegndi stöðu sem yfirmaður tónlistardeildar í framhaldsskóla í London í nokkur ár, en fluttist til Íslands árið 1986 og gerðist tónlistarkennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal. Hann hefur einnig nú hin seinni árin haldið fyrirlestra um tónlistarkennslu við Há- skólann á Akureyri og hefur tekið við hópum frá Listaháskóla Íslands og kennt þeim á stuttum og hnitmiðuðum námskeiðum. Hann hefur stjórnað frábærum karlakór í Aðaldalnum og hefur haft feikileg áhrif í kringum sig. Núna er hann í Ástralíu og er að aðstoða heimamenn við að setja upp tónlistarkennsluprógramm við há- skóla þar. Á fleiri stöðum hafa snillingar á borð við hann starfað, Keeth Reeves sem lengi starf- aði á Egilsstöðum var ótvírætt í þeirra hópi; hann kom meðal annars á fót óperustúdíói Aust- urlands sem starfaði af ótrúlegum krafti og gleði í nokkur ár. Sumir tónlistarmenn af erlendu bergi brotnir eru orðnir svo samsamaðir íslenskum veruleika að uppruninn vill næstum gleymast. Einn slíkur maður er Marteinn H. Friðriksson, organisti í Dómkirkjunni með meiru. Hann kom hingað frá Þýskalandi árið 1964 og starfaði fyrst í Vest- mannaeyjum en fluttist upp á fast land árið 1970. Fyrst var hann organisti í Háteigskirkju en hefur frá 1978 gegnt stöðu organista og kór- stjóra í Dómkirkjunni. Hann hefur kennt í Tón- listarskólanum í Reykjavík og í Listaháskóla Ís- lands og stendur árlega fyrir tónlistarhátíð í Dómkirkjunni. Enn um Sinfóníuhljómsveitina Í Sinfóníuhljómsveit Íslands er núna nokkur fjöldi manna sem ekki hefur verið talinn upp í fyrri greinum, en fyllir þennan flokk. Í strengja- röddunum hefur alltaf þurft að fá nokkurn lið- styrk að utan; það er ekki hlaupið að því fyrir litla þjóð að eiga alltaf hátt í fjörutíu toppfiðlu- leikara sem þar fyrir utan þurfa að búa á nokk- urn veginn sama blettinum. Núna er skylt að auglýsa allar stöður í hljómsveitinni á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að líklega mun þetta verða svona um fyrirsjáanlega framtíð. Hér er einungis hægt að nefna örfáa; til dæmis Andrzej Kleina sem hefur gegnt stöðu 3. konsertmeistara nú um árabil, en hann byrjaði að starfa með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1988. Andrzei kom hingað til lands frá Póllandi. Það gerði einnig Szymon Kuran, sem gegndi stöðu annars konsertmeistara í hljómsveitinni á árunum 1984–2000. Hann var mjög fjölhæfur tónlistarmaður, spilaði djass í sveit sinni Kuran Swing og samdi tónlist af ýmsu tagi. Þess má geta að hann spilaði fiðluröddina í tónlist Hilm- ars Arnar Hilmarssonar í kvikmyndinni Börn náttúrunnar og náði með því að snerta við mörgum hjörtum. Szymon lést langt fyrir aldur fram árið 2005. Tónlistarfólk frá Austur-Evrópu Nokkur fjöldi fólks hefur komið til Íslands frá löndunum sem fram til loka níunda áratugarins voru fyrir austan járntjald. Landamæri þessara landa voru nánast lokuð fram að þeim tíma, en menntun tónlistarmanna á mjög háu stigi. Þeg- ar kommúnisminn hrundi svo undir lok níunda áratugarins og landamærin opnuðust tóku vel menntaðir tónlistarmenn að leita til vesturhluta Evrópu. Berlínarmúrinn féll árið 1989 og sama ár varð tékkneska flauelsbyltingin. Í kjölfar þessara breytinga var mikil ólga og óvissa í löndunum og margir fluttu frá þessum áður lok- aða hluta Evrópu. Fólk leitaði að betra lífi, betri kjörum, og síðast en ekki síst meira öryggi fyrir sig og börnin sín. Hingað komu margir tónlist- armenn á þessum tíma og bar oft að landi ann- ars staðar en á höfuðborgarsvæðinu en fikruðu sig síðan suðvestur á bóginn eftir dálítinn tíma. Margir byrjuðu á Austurlandi og samkvæmt brandara sem mér var sagður var það vegna þess að þaðan var styst að synda heim. Ég ræddi stuttlega við þrjá fyrrverandi Aust- ur-Evrópubúa, sem öll hófu störf úti á landi en búa nú „hér fyrir sunnan“, reyndar býr ekkert þeirra í Reykjavík; tvö búa í Kópavogi og eitt í Hafnarfirði. Þau eru fulltrúar þriggja þjóða, einn frá Tékkóslóvakíu, sem reyndar er af ung- verskum uppruna, einn Ungverji og einn Pól- verji. Þau sögðu mér sögu sína og röktu ástæð- urnar fyrir því að þau ílentust á Íslandi. Peter Máté – kom frá Tékkóslóvakíu Árið 1987 kom Ungverjinn Ferenc Utassy til Ís- lands. Hann var ráðinn til að gegna stöðu skóla- stjóra við nýstofnaðan Tónlistarskóla á Stöðv- arfirði, en hann kom hingað til lands fyrir tilstilli Gunnsteins Ólafssonar tónlistarmanns sem hafði stundað nám í Ungverjalandi. Ferenc var á Stöðvarfirði í tvö ár, en þegar hann ákvað að færa sig um set til Reykjavíkur árið 1989 hafði hann samband við vinafólk sitt, þau hjónin Pet- er Máté og Lenku Mátéová, og fékk þau til að koma til landsins og taka að sér stöðuna og aðra kennslu við skólann. Peter og Lenka komu frá Tékkóslóvakíu og eru bæði hámenntaðir og fjöl- hæfir tónlistarmenn; Peter er þó fyrst og fremst píanóleikari og Lenka er organisti og kórstjóri. Peter varð skólastjóri skólans, og þau hjónin kenndu bæði við skólann og spiluðu í nokkrum kirkjum í nágrenninu. Á Stöðvarfirði voru þau til ársins 1993 en fluttu þá til Reykja- víkur, bjuggu reyndar á Álftanesi fyrst þar sem Peter kenndi við tónlistarskólann í hreppnum. Saga Peters og Lenku er sjálfsagt áþekk sögu margra tónlistarmanna sem komu hingað frá Austur-Evrópu á árunum í kringum 1990. Fólk leitaði að öryggi í tvennum skilningi; efna- hagslegu og pólitísku. Á þessum tíma var mikið upplausnarástand í þeim löndum sem höfðu ver- ið fyrir austan járntjald, ekki síst í Tékkóslóv- akíu. Auk þess voru kjörin mun betri á Vest- urlöndum, þannig að hámenntað tónlistarfólk eins og t.d. Peter lagði á sig að fara úr góðri stöðu – kennslu við tónlistarmenntaskóla í Sló- vakíu þar sem hann var með góða nemendur – og taka að sér kennslu við nýstofnaðan tónlist- arskóla þar sem hann kenndi lítt þjálfuðum nemendum á hvert það hljóðfæri sem þörf krafði; blokkflautu, gítar – hvað sem var. Síðan fluttu þau suður til að komast í betra samband við tónlistina í landinu og á árunum 1997–98 tóku þau meðvitaða ákvörðun um að vera áfram hér á landi; hér höfðu kjör tónlistar- Frjótt samstarf, frjótt s Morgunblaðið/Þorkell Agnieszka Malgorzata Panasiuk „Allir eru í tónlist! Og gæðin eru mikil, fólk stundar tónlist- ina af heilum hug. Þetta finnst Agnieszku sérstaklega heillandi við þjóðina, ...“ Hér verður farið vítt og breitt um sviðið; vik- ið verður að kennurum sem hafa unnið sín störf í ró og spekt í fjörðum og dölum lands- ins, rætt um hóp tónlistarmanna sem fluttist hingað frá löndum Austur-Evrópu á níunda og tíunda áratugnum og dreifðist víða um land, lauslega minnst á þá hljómsveitarstjóra sem komið hafa hingað reglulega til að vinna án þess að hafa hér fasta búsetu og síðast en ekki síst verður reynt að draga einhverjar ályktanir af þessu öllu. » Það sem er merkilegast við þessa sögu samskipta Íslendinga og erlendra tónlistarmanna sem settust hér að er hversu far- sæl þau hafa verið; það hversu móttækilegir Íslendingar voru fyrir evrópskum hákúltúr annars vegar og hins vegar hversu vel útlendingarnir aðlöguðust þessu einangraða þjóðfélagi. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – 4. grein

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.