Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 5
mig til að taka einhverja steina úr garðinum og
sýna þá en fannst það síðan ekki viðeigandi og
ákvað að kaupa frekar eitthvað húsdýr. Ég leit-
aði þá til Þórunnar Emilsdóttur, sem er miðill,
hún þekkir þetta huldufólk og hún hjálpaði mér
að kaupa af þeim veturgamla kind sem ég fékk
í skiptum fyrir brýni.
JR: Nú hljóta einhverjar hulduverur að búa í
Feneyjum rétt eins og á Ís-
landi. Hvað verður um
kindina þar? Hleypir þú
henni í ítalska hulduheima
eða tekur þú hana með þér til
Íslands að lokinni sýningu?
SE: Ég tek hana aftur til
Íslands því ég mun sýna verk-
ið hér heima. Ég hef látið út-
búa fyrir hana gerði eftir lýsingu
huldufólksins og líka sérstaka körfu til að
flytja hana í á milli landa. Annars er þetta flók-
ið þar sem kindin er í annarri vídd. Ég spurði
huldumanninn hvernig hægt væri að sjá hana
og hann svaraði, í gegn um Þórunni, að sá sem
er með opinn huga og hreint hjarta fær leyfi til
að sjá spor kindarinnar.
Það er náttúrlega staðreynd að Íslendingar
hafa lifað með huldufólki síðan á landnámsöld
og alltaf verið til mannfólk sem sér það og hef-
ur haft samskipti við það. Líkt og landnáms-
mennirnir þá var huldufólkið hrakið frá Nor-
egi. Það ferðaðist í skeljum og tók sér svo
bólfestu í steinum á Íslandi. Ég fékk einmitt
Ólöfu Arnalds til að semja texta og lag um
þessa ferð þeirra sem ég tók upp á vídeó. Þegar
ég hlustaði svo á þessa upptöku þá fannst mér
eins og hún væri líkn fyrir deyjandi þjóðarsál.
Og í raun er sýningin þannig, einskonar líkn-
ardeild til þess að hlúa að þjóðarsálinni svo hún
fái að deyja í friði.
Þjóðarsálir í sárum
JR: Þjóðarsálin deyr og við færumst endanlega
yfir á nútímalegt stig. Þú blandar oft menning-
ararfi og nútímanum saman í verkum þínum,
s.s. kókópuffs-pakkar sem þú kallar Cameru
obscura sem tengjast dularfullum nátt-
úrumyndum.
SE: Já, þessir pakkar henta vel til að búa til
myndavélar sem ég notaði til að taka myndir á
Þingvöllum, en þeir eru líka táknmynd fyrir þá
bandarísku neyslumenningu sem kemur til eft-
ir síðari heimsstyrjöldina og gerbreytir okkar
þjóðháttum.
JR: Annað verk sem tengist menningararfi
og nútímanum er „Bones in a landslide“ þar
sem þú spilar saman tröllum og umferðar-
skiltum.
SE: Tröllin og skiltin tengjast því þegar mað-
ur sér skriðu eða eitthvað jarðrask að þá finnst
manni, kannski bara í brot úr sekúndu, að ein-
hver vera eða vættur beri ábyrgð á þessu upp-
róti. Kannski er þetta í uppeldinu eða í þjóð-
arsálinni en þessi tilfinning gefur manni
ákveðna virðingu fyrir náttúrunni. Mig langaði
til að vekja athygli á þessari tilfinningu en um
leið var ég meðvitaður um vissa hefð í íslenskri
myndlist, eins og hjá Ásgrími Jónssyni o.fl. að
búa til myndir af þessum verum. Og þess
vegna, þegar ég var að gera verkið, ímyndaði
ég mér að Ásgrímur Jónsson væri með mér og
horfði yfir öxlina á mér.
Annað sem ég hefði svo áhuga á að gera í
framtíðinni er að stofna til einhvers félags-
skapar sem verndar þessa vætti fyrir fyrir-
tækjum eins og Disney sem arðræna menning-
arheima af verum sínum og vættum og skilja
þjóðarsálir eftir í sárum.
JR: Ég er sammála þér að mikil hætta stafar
af fyrirtækjum á borð við Disney sem taka
þjóðsögur og ævintýri og þurrka úr þeim alla
sálræna eða andlega merkingu og gera úr þeim
eitthvað yfirborðslegt og sölulegt. Er slíkt
kannski ástæðan fyrir því að samband á milli
hulduheima og mannheima rofnar?
SE: Já, kannski, eða það breytist þá í ein-
hverskonar neyslu. Nú er talað um Disney-
væðingu þar sem svæðum er breytt í þema-
garða eða skemmtigarða í anda Disney. Ekki
endilega eins og Disneyworld en þeir byggjast
á þessari sömu neysluhugmynd, að fá fólk til að
koma og eyða peningum. Og svoleiðis mun
örugglega gerast með arfleifðina okkar, að
huldufólk og vættir enda sem skemmtun og
neysla í álíka görðum.
Hálfgerð kaupstefna
JR: Að lokum, ef við snúum þessu yfir á Fen-
eyjatvíæringinn sem að mínu mati hefur ein-
mitt verið að þróast í þessa átt. Þ.e. að verða
stórtæk myndlistarmessa og ferðamanna-
skemmtun. Nú er það ekki bara heiðurinn að
vera valinn á tvíæringinn heldur er það hags-
munamál þar sem gallerí eru með puttana í
kynningarmálum og sýningar verða jafnvel
gallerílegar og áhættulitlar. Hvernig heldurðu
að huldukind og þessháttar íslenskur menning-
ararfur taki sig út þeim heimi?
SE: Það er ómögulegt að segja. Ég geri mér
vel grein fyrir að þetta er líka hálfgerð kaup-
stefna. Safnarar eru þarna að kaupa mikið af
verkum. En ég held að enginn af íslenskum
þátttakendum gegnum tíðina hafi verið að
hugsa út í það. Við erum ekki orðin svo þróuð í
markaðshugsuninni þannig að Ísland er ekki
ennþá með í þeim leik. En þetta á eftir að
breytast. List frá löndum eins og Indlandi og
Kína eða Mið-Austurlöndum er t.d. farin að
vekja áhuga vegna þess að þar er verið að
kaupa list og neyslumenningin hefur komist inn
fyrir menninguna þar, kannski til að hagræða
ákveðinni pólitík, ég veit það ekki, en Ísland til-
heyrir þeim hópi.
þjóðarsál
Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.
Camera obscura „Já, þessir pakkar henta vel til að búa til myndavélar sem ég notaði til að taka myndir á Þingvöllum, en þeir eru líka tákn-
mynd fyrir þá bandarísku neyslumenningu sem kemur til eftir síðari heimsstyrjöldina og gerbreytir okkar þjóðháttum.“
Bones in a landslide „... þegar maður sér skriðu eða eitthvað jarðrask að þá finnst manni,
kannski bara í brot úr sekúndu, að einhver vera eða vættur beri ábyrgð á þessu uppróti.“Álfaskór
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 5