Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 3 Eftir Helga Hálfdanarson K væði því, sem kallað hefur verið Völuspá og skráð var á skinn á sínum tíma, grátt leikið og mjög rugl- að, hef ég líkt við mölbrotna mynd af guðsmóður í gripahúsinu, svo skakkt saman setta, að í stað helgrar meyjar er kominn kvenmaður með kýrhaus. Því hefur verið haldið fram, að til- raunir til að leiðrétta brenglaðan handritatexta séu að jafnaði von- lausar, niðurstöður vilji verða jafn- margar og þeir sem reyna, og ekkert skeri úr um það, hvað sé réttara en annað. Þetta er ekki með öllu fráleitt, þó að öfgar séu, og tilraunir til að lag- færa gripahúsmyndina gætu orðið býsna margar án þess að kýrhaus- maddaman yrði á brott og hin fagra helgimynd birtist þar að nýju. Um Völuspá vill svo vel til, að þar er ofið inn í sjálfan braginn leiðarvísi um röðun brotanna, þar sem eru stef- in þrjú, sem ótvírætt benda til drápu- bragar. Í drápu ganga slík stef í gegnum kvæði eftir fastri reglu, en í Völuspá handritanna hafa þau lent í afleitum ruglingi. Þegar komið hefur verið trúlegri skipan á stef og stefjabálka Völuspár, sem samkvæmt leiðsögn drápu- formsins getur vart orðið í aðal- atriðum nema á einn veg, kemur í ljós furðu auðrakið kvæði, rétt kveðið og afar sennilegt að efni. Meira að segja koma þar fram atriði úr nor- rænni goðafræði sem saknað hefur verið og talið var að hefðu týnzt. Og annað sem reynzt hefur óskiljanlegt í handriti lifnar við og kemur eðlilega inn í framvindu kvæðisins. Annað vekur furðu, og það er tregða fræðimanna til að taka mark á þeim augljósu úrlausnum sem raktar eru í Maddömunni með kýrhausinn. Úr þeirri átt hefur aðeins borizt sá frómi þanki, að ekki sé ástæða til neinna teljandi lagfæringa á Völu- spártexta Konungsbókar. Þetta var nú svona, og bezt að hafa það eins og það hefur verið, og ekki meira um það að segja. Að öðru leyti ríkir þar nær hálfrar aldar dauðaþögn um rit þetta. Og margur spyr: Hvað veldur? Já, hvað kemur til? Er það e.t.v. aðeins kæruleysi um að kynna sér nógu vel það sem fyrir fram kann að þykja ólíklegt? Eða er það kannski sú sneypa að hafa ekki fyrir löngu komið auga á það sem betur skoðað liggur í augum uppi? Kannski mætti virða fræðimönn- um það til vorkunnar, að um leið og formi Völuspár er kippt í liðinn, verð- ur nær sjálfkrafa svo gagnger leið- rétting á sjálfri íhöfn kvæðisins, að hennar gætir út um allt í fræðunum. Og nokkuð af því sem í æsku var numið með velþóknun, skyldi nú með söknuði kvatt. Ég hef verið spurður, hvers vegna mér sé það ítrekað kappsmál að halda fram skoðunum mínum á Völu- spá. Væri mér ekki nóg að vita með sjálfum mér það sem ég tel réttast vera í því efni? Þar er því til að svara, að mér hrýs hugur við því, að áfram verði haldið í nafni íslenzkrar tungu að gefa út og gæla við umskipting þann, sem er ranglega nefndur Völuspá, og halda því að uppvaxandi Íslendingum, að svona hraklega hafi foreldrar vorir skáldað fyrr á tíð. Og mér blöskrar að íslenskir fræðimenn geri sig að viðundri í augum niðja sinna með því að þykjast ekki skilja svo augljóst mál sem endurreisn Völuspár að hætti Maddömunnar með kýrhaus- inn. Tregðan Auðrakið kvæði „Þegar komið hefur verið trúlegri skipan á stef og stefjabálka Völuspár, sem samkvæmt leiðsögn drápuformsins getur vart orðið í aðalatriðum nema á einn veg, kemur í ljós furðu auðrakið kvæði, rétt kveðið og afar sennilegt að efni.“ Í Lesbók Morgunblaðsins 24.2. sl. birtist prýðileg grein eftir ritstjór- ann, þar sem fjallað er um bók mína, Maddömuna með kýrhausinn, og viðtökur þær sem hún hlaut – eða öllu heldur hlaut ekki – meðal fræðimanna. Í næsta tölublaði Les- bókar hét ég því að grípa lítið eitt á því máli áður langt liði, og læt ég nú af því verða. Ritstjórinn ræddi jafnframt um grein dr. Vésteins Ólasonar, sem birzt hafði í TMM 2007.1. Sú grein kom mér við, og henni hef ég svar- að í TMM 2007.2. Ég reyni um vor við ritstörfin og ríma ljóð mín ungur. Innan um mig allan finn svo unaðssárar stungur. Áþekk eru einkennin við ástarskot og hungur. Vík öllu frá og vel svo gott vertshús sem ég þekki. Fæ steinbít, buff og steikarpott með sterku öli drekki. En hungurverkir hverfa ei brott svo hungur var það ekki. Diagnose Her sidder jeg i forårssol og digter ved mit pult. Det suger i mit mellemgulv så sødt og smertefuldt. De véd; det sug man føler ved forelskelse og sult. Jeg slipper alt og styrter til café Den Gyldne Krikke og ta’r en steg, en mixed grill, en bøf og lidt at drikke. Med sulten er der stadigvæk. Så sult – dét var det ikke. Piet Hein | Sigurlín Hermannsdóttir þýddi Teikning/Piet Hein Sjúkdómsgreining Piet Hein (1905-1996) var danskt ljóðskáld, vísindamaður, stærðfræðingur og uppfinningamaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.