Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Áýmsu gengur í kvikmyndagerð íMið-Austurlöndum. Fyrir rösk- um mánuði var gerð sprengjuárás á tökustað nýjustu myndar íranska leikstjórans Samira Makhmalbaf, en myndin nefnist Haltur hestur og gerð hennar fer fram í Afganist- an. Sprengjuv- argurinn þóttist vera statisti og fékk með þeim hætti aðgang að tökustað en lík- legt er talið að árásinni hafi verið beint að Mak- hmalbaf sjálfum og fjölskyldu hans. Makhmalbaf hefur áður gert nokkrar myndir í landinu. Tveir statistar slös- uðust alvarlega en annað sem vekur athygli er að myndavél leikstjórans var í gangi og festist atburðurinn því allur á filmu. Maður grunaður um verknaðinn var handtekinn af banda- ríska hernum nokkrum klukks- tundum síðar. Um 80% af myndinni hafa þegar verið kvikmynduð en hins vegar neita fjölmargir í leikara- og tökuliðinu að snúa aftur á tökustað og hefur framleiðslufyrirtæki mynd- arinnar gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að tveir möguleikar séu í stöð- unni: að færa gerð myndarinnar til nágrannalands eða hætta við hana. Enn hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um framtíð myndarinnar.    Bandaríski leikstjórinn OliverStone mun leikstýra auglýsingu sem gagnrýnir George Bush forseta Bandaríkjanna. Einkum mun aug- lýsingin snúast um Írak og sjón- um verður beint að framgangi mála þar í landi og þeirri hugsun sem liggur að baki stríðsrekstrinum. „Foringjar okkar í Washington segjast styðja við bakið á hermönn- unum, en þeir sem þjást mest út af áætlanagerð ráðamannanna eru ein- mitt sjálfir hermennirnir,“ segir Stone. „Sjálfur er ég fyrrverandi her- maður og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á þá karla og konur sem þjóna föðurlandinu,“ bætir hann við. Auglýsingin, sem verður sett inn á YouTube og aðra slíka miðla, markar því nokkurs konar endurkomu Sto- nes á vettvang pólitískrar gagnrýni á ríkjandi öfl eftir skellinn sem hann fékk með söguepíkinni Alexander og misjöfnum viðtökum við hinni upp- höfnu þjóðernismynd World Trade Center.    Síðan eru stórfréttir fyrir kvik-myndaáhugamenn. Síðasta (og í raun ókláraða) mynd meistara Or- sons Welles mun loks líta dagsins ljós. Þar er um að ræða The Other Side of the Wind, mynd sem Welles starfaði að árum saman en lést áð- ur en hún komst í endanlegt form. Nær enginn hef- ur litið mynd þessa augum þar sem filmurnar hafa setið í pen- ingahólfi í París í hartnær þrjá áratugi sökum deilna milli fjölskyldu Welles og framleið- enda myndarinnar. Nú hefur banda- ríski leikstjórinn Peter Bogdanovich greint frá því að samkomulagi hafi verið náð milli deiluaðila og hann muni sjá um að koma fyrirliggjandi efni í frambærilegt form. Hér mun Bogdanovich vera í samstarfi við bandaríska kapalsjónvarpsstöð, en það sem eykur vonir um að vit verði í starfinu er sú staðreynd að Bogd- anovich og Welles voru árum saman perluvinir og auk þess kom Bogd- anovich að gerð myndarinnar á sín- um tíma. KVIKMYNDIR Samira Makhmalbaf Orson Welles Oliver Stone Íeinhverri albestu kvikmynd leikstjórans Er-ics Rohmer, Hné Claire/Le Genou de Claire(1970), lék Jean-Claude Brialy lífskúnstner-inn Jerôme sem heillar alla í kringum sig með alúðlegri framkomu, vitsmunum og fegurð hreinlega. Í fallegu umhverfi Annecy-vatns röltir hann um, rær á vatninu, sýpur á rauðvíni og fílósó- ferar um samskipti kynjanna – þótt hann sé við það að fara að gifta sig er hann mikill talsmaður frjáls- lyndis í kynferðismálum. Undir seiðandi yfirborð- inu krauma þó annarlegheit. Það fara að renna tvær grímur á áhorfandann og hann veit ekki hvort hann á að heillast af eða fyllast heilagri vandlæt- ingu á skoðunum og framferði Jerôme. Hin sextán ára gamla Laura heillast mjög af honum og hann leikur sér að tilfinningum hennar samfara því að hann tekur að gera hosur sínar grænar fyrir átján ára gamalli stjúpsystur hennar, Claire, sem ólíkt öðrum kvenpersónum myndarinnar sýnir honum engan áhuga. Þegar útséð er með þær tilraunir snýr hann sér aftur að Lauru en reynslunni ríkari hafnar hún honum, og það er ekki laust við að hann sé orðinn hálfaumkunarverður í lok myndar – framkoma og hugmyndir hans afhjúpaðar sem innihaldslaust yfirborð. Persóna Jerôme kallar ekki bara á frábæran leik – margslungin sem hún er – heldur alveg ákveðna gerð leikhæfileika. Jerôme er heillandi og aumk- unarverður í senn, góður og slæmur, það býr ávallt eitthvað undir yfirborðinu. Þetta er leikarinn Brialy í hnotskurn. Áhorfandinn veit aldrei hvar hann hefur hann. „Alteregóið“ hans François Truf- faut, Jean-Pierre Léaud (400 högg/Les Quatre cents coups), hefði verið syndlaus, en Godard- sprellarinn Jean-Paul Belmondo (Með öndina í hálsinum/À bout de souffle) syndugur upp fyrir haus. Persónu Brialy er að finna í togstreitunni þar á milli. Við getum gert okkur leik að því að bera saman persónur þeirra Brialy og Belmondo í mynd Jean-Luc Godard, Kona er kona/Une femme est une femme (1961), en þessi léttgeggjaða söngva- og dansmynd fjallar um þrá fatafellunnar Angelu (Anna Karina) til að eignast barn. Þegar elskhugi hennar Émile (Brialy) streitist á móti leitar hún á náðir besta vinar hans Alfreds (Belmondo) sem er til í tuskið. Á meðan Émile er íhugull og leitandi er Alfred eldhress og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Ef þeir eru báðir þannig séð stefnulausir er það stefnuleysi af andstæðum toga. Persóna Brialy einkennist af togstreitu sem er ekki að finna í Belmondo. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að draga megi saman feril Brialy í þessum tveimur myndum, enda er hann með eindæmum afkasta- mikill leikari (þegar hann lést sjötíu og fjögurra ára að aldri 30. maí síðastliðinn hafði hann leikið í hátt í tvö hundruð myndum), en þær bera glöggt vitni þeirri dýpt og togstreitu sem einkennir oft og tíð- um ímynd hans á tjaldinu. Ennþá síður er ætlunin að hæla Brialy á kostnað Léaud og Belmondo eða annarra lykilleikara frönsku nýbylgjunnar. Miklu nær væri að leggja áherslu á þátt þeirra allra í ný- bylgjunni sem hefur verið undirskipaður leikstjór- unum svo um munar. Svo við höldum okkur við Brialy lék hann lykilhlutverk í kvikmyndum allra helstu leikstjóra nýbylgjunnar, auk Godard og Rohmer mætti tína til Claude Chabrol, Jacques Ri- vette, Agnes Varda, Louis Malle og Truffaut. And- lit Brialy tengir verk þessara leikstjóra saman – viðvera hans er sem stimpill og staðfesting á því að franska nýbylgjan hafi verið um margt heildstæð hreyfing. Ef Léaud kallar fram Truffaut og Bel- mondo Godard, kallar Brialy fram nýbylgjuna alla. Um Jean-Claude Brialy SJÓNARHORN » Persóna Jerôme kallar ekki bara á frábæran leik – margslungin sem hún er – heldur alveg ákveðna gerð leikhæfileika. Jerôme er heillandi og aumkunarverður í senn, góður og slæmur, það býr ávallt eitthvað undir yfirborðinu. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Í tilefni tímamótanna ætlar ítalski kvik- myndaiðnaðurinn að breyta vörn í sókn, snúa dæminu við með meiri gæði að vopni en helstu keppinautarnir geta boðið upp á. Hvernig sem það lukkast blasir við að samkeppnin verður erfið og tímarnir ekki þeir heppilegustu til að skera upp herör gegn mun ódýrari valkostum. Kvikmyndaframleiðsla hefur dregist umtals- vert saman á Ítalíu, líkt og í öðrum Evrópulönd- um, viðskiptavinir Cinecittá verða því augljóslega að koma utan frá og þar stendur hnífurinn í kúnni. Á blómatímum kvikmyndaborgarinnar héldu bandarískir framleiðendur hjólunum gang- andi með því að nýta frábæra aðstöðu Cinecittá undir tökur á fokdýrum stórmyndum og nú þurfa Ítalir að hæna að sér erlent, einkum bandarískt, fjármagn á nýjan leik. Það getur orðið þrautin þyngri, Ítalía er dýr kostur og Bandaríkjamenn óttast um öryggi sitt og hagsmuni í landi sem hef- ur fjarlægst þá á stjórnmála- og viðskiptasviðinu og stutt í ófriðarseggi og andstæðinga úr öðrum heimshlutum. Erfiðasta glíma Cinecittá verður við fyrrver- andi austantjaldslöndin, sem hafa laðað að sér kvikmyndagerðarmenn frá Vesturlöndum, ekki síst bandaríska stórmyndaframleiðendur með bólgin veski. Tékkland og Rúmenía eru atkvæða- mest, geta boðið upp á óspillta náttúru, fagrar, fornar heimsborgir, ört vaxandi hóp þaulvanra þjónustuaðila á öllum sviðum í sífellt nýtískulegri myndverum og, það sem skiptir mestu máli, miklu ódýrari aðstöðu og vinnuafl en nágrann- arnir í löndum Vestur-Evrópu. Hvað snertir kvikmyndir smærri í sniðum þarf Cinecittá m.a. að fást við ódýrt verðlag í Kanada, sem er aukinheldur næsti nágranni Bandaríkj- anna. Þar, einkum í Bresku-Kólumbíu, er tekinn bróðurpartur bandariskra mynda í dag. Hvernig sem framtíðaráætlanirnar ganga eftir mun blómatími Cinecittá um og eftir miðja síð- ustu öld eiga sinn fasta sess í sögunni. Þá kom „Hollywood við Tíberfljótið“ upp sínum 18 hljóð- verum og risastóru útitökusvæðum. Þar kom við sögu breiður hópur snillinga, heimamenn sem er- lendir, og rómaðar stórmyndir og kassastykki sem hljóðlátari meistaraverk. Allir þessi menn og myndir hafa gert kvikmyndaverið að goðsagna- kenndu fyrirbrigði sem á sér engan líka utan Hollywood. Ítölum er lítið gefið um að flagga stofnanda Cinecittá, sem var enginn annar en sjálfur ein- ræðisherrann og fasistaleiðtoginn Benito Mussol- ini. Hann kom langþráðum draumi landa sinna í framkvæmd árið 1937, um fullkomið og hátækni- vætt kvikmyndaver, sem byggt var á rústum þess elsta í landinu. Arkitektúr Ginos Peressuttis, sem teiknaði kvikmyndaverið, þykir einstakur, hag- kvæmur og svipmikill enn þann dag í dag. Framleiðslan fór frekar hægt af stað í Cine- cittá, en þrátt fyrir að síðari heimssyrjöldin brysti á voru um 50 myndir framleiddar árlega fyrstu árin. Eftir að heimsbyggðin fór að jafna sig eftir styrjaldarátökin fóru Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir að sækja í frábæra aðstöðuna sem kostaði á þeim tímum aðeins brot af hliðstæðri þjónustu í Kaliforníu. Ítalirnir Federico Fellini, Roberto Rossellini, Vittorio De Sica og Luchino Visconti, svo nokkrir séu nefndir, unnu þar margar af perl- um kvikmyndasögunnar um og eftir miðja síðustu öld. William Wyler, Joseph L. Mankiewicz, Blake Edwards og Fred Zinneman, David Lean og Carol Reed, auk fjölda annarra af fremstu leik- stjórum heims, komu við sögu, og síðar á öldinni þeir Francis Ford Coppola, Martin Scorsese, Mel Gibson og Anthony Minghella. Þrátt fyrir einar 50 Óskarsverðlaunamyndir á borð við Ben Húr, Kleópötru, Quo Vadis? og Stríð og frið var hlutur heimamanna ekki síður merki- legur. Cinecittá var t.d. heimavöllur meistara Fellinis í fjóra áratugi, þar urðu til La Dolce Vita, Satyricon, Roma, The Clowns, City of Women, Amarcord o.fl. Ítalska veislan hélt linnulítið áfram, allt fram á 9. áratuginn, með tilkomu nýrra snillinga á borð við Michelangelo Antonioni, Ettore Scola, Franco Zeffirelli, Pier Paolo Pasolini og Taviani-bræður. Um sama leyti skiptu Sergio Leone og spor- göngumenn hans um blóð í kúrekamyndinni og spaghettivestrarnir runnu á færibandi út um hlið kvikmyndaversins. Ítalir ætla sér að eyða miklum peningum í að skapa enn meiri peninga. Allsherjar endurnýjun á sér stað þessa mánuðina í hinu hálfgleymda Cine- cittá-risaveri og er hugmyndin að gera það að því best búna í Evrópu. Ítalir eiga ekki möguleika á að keppa við t.d. rúmenskt og tékklenskt verð, því á að blása til nýrrar sóknar með betri fag- mennsku, búnaði og skilvirkni – auk hinnar mik- ilfenglegu sögu sem keppinautarnir geta ekki lát- ið sig dreyma um, hvað þá meira. Á síðustu árum hefur Cinecittá verið að stækka við sig á Ítalíu og byggt nýtt tökuver í Marokkó. Það hefur nú til umráða 30 hljóðver, fimm kvikmyndatökuver og fullkomna aðstöðu til að eftirvinna myndir. Að öllu samanlögðu er það stærsta kvikmyndaver álfunnar, fært um að annast öll þrep kvikmynda- gerðar. Stjórnendurnir hafa sett sér háleit markmið hvað snertir aukið umfang og mikilvægi í náinni framtíð, en það eru ekki allir jafn bjartsýnir og telja að dýrðardagarnir séu löngu að baki. Það sé ómetanlegt að fá menn á borð við Minghella (Cold Mountain) og Martin Scorsese (The Gangs of New York) til að starfa og skapa í kvikmynda- verinu, en dagar Ben Húr hafi verið af allt ann- arri og stórfenglegri stærðargráðu. Kvikmyndaborg þráir forna frægð Cinecittá, ítalska kvikmyndaverið í úthverfi Rómar, átti sjötugsafmæli á dögunum. Miðað við glæsilega sögu og forna reisn er erfitt að halda fram að afmælisbarnið beri aldurinn vel, því þessu stærsta kvikmyndaveri Evrópu hefur farið hnignandi frá því á gullöldinni í kringum 1970. Þá voru framleiddar árlega um 230 myndir á þessum 100 ekrum sem voru kallaðar „Holly- wood við Tíberfljótið“, í dag ná þær aðeins þriðj- ungi þeirrar tölu. La Dolce Vita Þessi frægasta mynd Fellinis varð til í kvikmyndaverinu Cinecittá. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.