Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Bryndísi Schram disschram@yahoo.com H vaðan ætli hugmyndir mínar um mann- eskjulegt samfélag séu ættaðar? Ég er hvorki verkfræðingur né skipulagsarkitekt – og þakka stundum guði fyrir það! Ég nálgast því viðfangsefnið hvorki út frá bóklestri né fræðimennsku – heldur út frá persónulegri reynslu. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að reynsla mín sem leiðsögumaður ferðamanna í sex sum- ur á Ítalíu og í öðrum löndum á menningar- svæði Miðjarðarhafsins, hafði mótandi áhrif á mínar hugmyndir um það, hvernig mann- eskjulegt borgarsamfélag ætti að vera. Eilíft flakk um meginland Evrópu frá Valencia til Varsjár og frá Rigu til Rómar hefur áreið- anlega skilið eftir sín áhrif. Hvað er það sem gerir hið dæmigerða þorp gömlu Evrópu svona aðlaðandi? Aftur er ég ekki í vafa: Það er mannfélag með sögu og sál. Þorpið er til að þjóna mannlegum þörfum. Það er byggðarlag byggt fyrir fólk. Það er í mann- legum skala. Þess vegna fullnægir það fegurð- arþránni og þóknast auganu. Það á sér djúpar sögulegar rætur. Hér hafa margar kynslóðir gengið um torg og stræti. Þess vegna tilheyra íbúarnir borginni sinni og hafa náð að skjóta þar djúpum rótum. Einhvern veginn svona finnst mér, að borgin eigi að vera: Hún byggist út frá torginu. Torgið er þungamiðja mannlífsins. Allra leiðir liggja þangað. Þar er kirkjan og ráðhúsið – tákn hins geistlega og hins veraldlega. Þar eru bakarinn, sútarinn og skóarinn. Og vertshúsin standa öll- um opin. Þar er líka markaðurinn. Bændur í nærliggjandi héruðum koma þangað til að selja afurðir sínar. Og þá er nú heldur betur líf í tuskunum. Gróskumikið mannlíf og litskrúðugt – það er þetta sem gefur borginni aðdráttarafl. Iðandi mannlíf er sama sem lifandi borg. Draumaborgin En er þetta ekki bara útópía – draumur frá lið- inni tíð? Víst er eitthvað til í því. Þorpið gerði hvergi ráð fyrir bílnum í sínum microcosmos. Sums staðar er bílinn bannfærður; annars stað- ar hefur gömlu hesthúsunum verið breytt í bíl- skúra. En borgir vaxa og draga dám af breytt- um tímum. Borgir þurfa að gera ráð fyrir vaxandi íbúafjölda, breyttum atvinnuháttum og nýrri samgöngutækni. Því aðeins að þeim takist að fullnægja nýjum þörfum íbúanna með því að taka í þjónustu sína nýja tækni – án þess að tor- tíma sögu sinni og sál – því aðeins að þetta tak- ist, verður vefur mannlífsins heill og óskemmd- ur. Þetta er ögrun borgarskipulagsins. Hvernig hefur þessum dæmigerðu evrópsku borgum, með hálfa til tvær milljónir íbúa, tekist að laga sig að breyttum tímum? Það er fyrst og fremst spurning um, hvernig hin gamla og sögulega miðborg leysir samgönguþarfir ört vaxandi borgar. Ég bjó í þrjú ár í dæmigerðri borg af þessu tagi – Helsinki, höfuðborg Finnlands. Hún er byggð á nesi, sem liggur út að finnska skerja- garðinum, sem er djásn borgarinnar. Helsinki á sér sögu og sál aftan úr rússneskri fortíð, með svolitlu sænsku ívafi. Þar búa um milljón manns á svæði, sem er talsvert minna um sig en höf- uðborgarsvæðið okkar þarf fyrir sín 150 þús- und. Hver er höfuðkostur Helsinkiborgar? Ein- hverjar bestu almannasamgöngur í Evrópu. Samgöngukerfið er æðakerfi borgarinnar. Ef það stíflast, fær borgin kransæðastíflu. Helsinki hefur þrefalt kerfi almannasamgangna: Járn- brautarlestir, sporvagna og strætó. Kjarni málsins er þessi: Þú kemst allra þinna ferða um þessa höfuðborg, örugglega og á skömmum tíma, án þess að þurfa einkabíl. Borgin virkar snurðulaust. Það er ekkert umferðaröngþveiti, engin kransæðastífla. Helsinki hefur varðveitt í sér þorpið. Markaðurinn – miðborgin – iðar af lífi. Hvað þýðir þetta fyrir mannlífið? Það þýðir til dæmis, að fólk með ólíkan lífsstíl getur notið kosta borgarlífsins, þótt það geri ólíkar kröfur til tilverunnar. Þú getur verið fátækur og ham- ingjusamur stúdent, sem átt engan bíl, en samt komist leiðar þinnar. Þú getur verið einstæð móðir í leiguhúsnæði, sem átt ekki bíl, en getur samt fyrirhafnarlítið notið þeirrar þjónustu, sem borgin býður þér og börnum þínum. Þú ert ekki dæmd til að reisa þér fjárhagslegan hurð- arás um öxl með því að kaupa þér íbúð í út- hverfi og bíl upp í skuld til þess að geta komist leiðar þinnar til vinnu, með börnin í skóla o.s.frv. Þetta skiptir meira máli en margur heldur: Borgin á að bjóða fólki val um lífsstíl, og hún á að gera öllum, ríkum og fátækum, ungum og öldnum, jafnt undir höfði. Skapa þeim jöfn tækifæri til að njóta lífsins. Og borgin á ekki að dæma fólk í skuldafangelsi – né heldur að steypa alla í sama mótið. Það er hluti af hinu eiginlega íbúalýðræði. Höfuðborg Íslands: amerísk bílaborg Hvernig kemur höfuðborg Íslands út í þessum samanburði? Ég þykist vita, að það geti þótt viðkvæmt mál að svara þeirri spurningu hrein- skilnislega. Sjón er þó sögu ríkari. Um eitt get- um við væntanlega verið sammála. Sjálft borgarstæðið er frá náttúrunnar hendi undurfagurt með einstaka fjallasýn. Og við skulum játa, að við getum ekki gert ótakmark- aðar kröfur. Ég veit, að við vorum í sjö aldir ein fátækasta þjóð Evrópu og kannski heimsins. Ég veit, að það er varla nokkurt mannvirki uppistandandi til marks um mannabyggð í þessu landi fyrstu tíu aldirnar. Ég veit, að íhaldssamt landeigendasamfélag og vistarband – eins konar þrælahald fátæks fólks – útilokaði þéttbýlismyndun allt fram á seinustu öld. Saga Íslands er því varðveitt annars staðar en í borg- arskipulagi og byggingarlist. En samt. Einmitt vegna þess, að við vorum ekki bundin af fortíðinni, fengum við óvenjulegt tækifæri til að skapa nýja höfuðborg. Við hefð- um getað forðast mistök annarra og lagt metn- að okkar í að taka mið af stórbrotinni náttúru umhverfisins. Því verður ekki neitað, að við fengum óviðjafnanlegt tækifæri upp í hend- urnar. Svo getur hver og einn svarað því fyrir sig, hvernig til hefur tekist. Burtséð frá kröfum fagurfræðinnar og sökn- uði eftir sögulegum verðmætum, blasir það við öllum, að það er hlaupinn ofvöxtur í borgarlíka- mann. Höfuðborgarsvæðið hefur þanist út eins og með ósjálfráðum hætti upp um holt og hæðir og út um allar þorpagrundir. Öll er þessi ofvirkni drifin áfram af hinu vegsamaða gróðasjónar- miði fjárfesta og verktaka. Og dregur dám af því. Ég læt hverjum og einum eftir að skil- greina, hvaða kröfur gera beri til fagurfræð- innar – þess sem gleður augað. En leyfist okkur ekki alla vega að gera þá kröfu, að verkfræðin lúti lögmálum rökhugsunar? Sá bútasaumur borgarskipulags, sem við okkur blasir, bendir ekki til þess, að svo sé. Malbikunarslysið í Vatnsmýrinni, sem leysir engan umferð- arvanda, en gefur hjarta höfuðborgarinnar svip af fóðurflutningaþorpi á sléttum Ameríku, er átakanalegt dæmi um þetta. Við erum að tala um samfélag 150 þúsund sálna með yfrið nóg landrými allt um kring. Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni, hið eðlilega vaxtarsvæði í beinum tengslum við gamla mið- borgarkjarnann, er erlendum skipulagsfræð- ingum, sem skoða borgina okkar, eitt helsta öf- undarefnið. Samt er svo komið, að miðjan heldur ekki, sagan er komin á safn, og úthverfin eru lífvana svefnbæir, sem minna einna helst á flóttamannabúðir. Þetta ástand bitnar með sívaxandi þunga á íbúunum. Reykjavík er því miður orðin að am- erískri bílaborg. Einkabílinn hefur tekið völdin af mannfólkinu, og borgin stjórnast meir af þörfum hans en þeirra. Við ökum um á sífellt fleiri og stærri og eyðslusamari ökutækjum, en sitjum æ lengur föst í umferðarhnútum. Og eyðum æ meiri tíma á leið til og frá vinnu í loft- mengun og svifryksskýi, sem minnir á marg- milljónaborgir með brostið gatnakerfi. Mask- ínan hefur tekið völdin af manneskjunni. Við hljótum að spyrja okkur sjálf í forundran: Hvernig gat okkur mistekist svo hrapallega? Verktakaráðríki gegn íbúalýðræði Þótt Mosfellsbær teljist vera sjálfstætt sveitar- félag, er það í reynd eins og hvert annað út- hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir sækja Skipulag „Höfuðborgarsvæðið hefur þanist út eins og með ósjálfráðum hætti upp um holt og hæðir drifin áfram af hinu vegsamaða gróðasjónarmiði fjárfesta og verktaka. Og dregur dám af því.“ Útþensla höfuðborgarinnar upp um holt og hæðir er drifin áfram af hinu vegsamaða gróðasjón- armiði fjárfesta og verktaka, segir í þessari grein um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, en greinarhöfundur telur að vald verktaka og annarra framkvæmdaaðila sé orðið ansi mikið. Manneskjan og mas

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.