Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 13
lendingar eru allajafna af formi. Það er mikilvægt að átta sig á því að bæði Jónas og Megas eru uppi á örlagatímum í sögu íslensks kveðskapar, og gegna þar hlið- stæðu hlutverki, báðir leggja mikilvæg drög að upprisu hans. Þeir eru endurreisnarmenn í góðum skilningi þess hugtaks. Á þeim tíma sem Jónas kemur fram var íslenskur skáld- skapur um margt staðnaður og fastur í rím- nastagli. Rómantísku stefnunni fylgdi aukin áhersla á tilfinningar og innra líf, sem lítil hefð var fyrir í íslenskum skáldskap og efa- semdir voru um að íslenskan hentaði til þess að tjá og túlka skáldskap af þessu tagi. Jónas bregst við þessu með því meðal annars að innleiða nýja bragarhætti, suðræna og klass- íska, og umskapa hina gömlu íslensku, einsog dróttkvæðan hátt og fornyrðislag, og gera þá betur hæfa til þessa hlutverks. Þannig end- urnýjar hann íslenskuna sem ljóðmál og sýnir fram á að ljóðræn kvæði geti virkað á ný- íslensku. Megas stígur fram á áliðinni atómöld þar sem stemmningin var öll með óbundnum ljóð- um, þau voru framsækin en að yrkja hátt- bundið þótti gamaldags. Megas sýnir hins vegar fram á með verkum sínum að bundið form þarf ekki að vera helsi. Undir hefð- bundnum bragarháttum þenur hann sig út um allar koppagrundir og færir textagerð við tónlist á íslensku upp á miklu hærra plan og opnar þar í raun alveg nýjar víddir. Það er ekki ofmælt né á neinn hallað þegar ég full- yrði að Megas setji íslenskri dægurlaga- textagerð alveg ný viðmið. Rétt eins og á tíma Jónasar höfðu menn efasemdir um að ís- lenskan, þetta gamla mál, gæti tjáð og túlkað þann splunkunýja veruleika sem menn þótt- ust standa frammi fyrir. Í raun voru bæði svokölluð ’68-kynslóð og hinir eldri sammála um að íslenskan hentaði afar illa sem popp- mál, um það var breið og almenn samstaða eins og sagt er í stjórnmálunum, þótt þar töl- uðu menn útfrá ólíkum sjónarhornum. Það má hins vegar fullyrða að fyrir tilstilli Megas- ar verði íslensk tunga gjaldgeng í popp- textum, og það er ekki lítið framlag. Mér finnst svo ekki síður mikilvægt að hann kem- ur líka með meiri ljóðlist inn í popptextana. Myndmál skáldskapar, bókmenntalegar vís- anir, málleg umsköpun – þessi einkenni ljóð- listar komast inn í dægurmenninguna í gegn- um texta Megasar, og í þessu efni er hann hliðstæða meistara Bobs Dylan. Þeir Jónas og Megas eiga það líka sam- eiginlegt að báðir efla þeir sjálfstraust sam- tímaskálda sinna, þeir sýna fram á að hægt sé að yrkja um hvaðeina á íslensku, á tímum sem menn efuðust mjög um það, og þar að auki í bundnu formi. Og það sem mikilvægast er: um leið eru báðir að bregðast við sínum samtíma. Jónas og Megas eru tvímælalaust skáld sem yrkja um sína samtíð og fjalla um hana í kvæðum sínum, þótt báðir noti klassísk og söguleg efni til þess að dýpka erindi sitt. Hann orti um fallega hluti, það er hlálegt segir Megas í kvæðinu um Jónas, og hefur þar nokkuð til síns máls, eins og jafnan. Margir samtímamenn undruðust hversu fal- legir hlutir gætu komið út úr kjaftinum á Jónasi Hallgrímssyni, þessum drykkfellda, kjaftfora og stundum hrokafulla unga manni. Bjarni Thorarensen kallaði Jónas „dramb- samt dýr“, bæði vegna greina hans og kvæða í Fjölni, en kannski líka vegna þess að á ferð- um sínum um landið sagði Jónas virðulegum próföstum og skáldum til syndanna ef því var að skipta og lá ekki á ögrandi skoðunum sín- um. Hann hermdi líka eftir þeim og mun hafa haft á sínu prógrammi mjög sannfærandi út- gáfur af nær öllum prestum á Norðurlandi. Allt þetta má með nokkrum sanni segja um Megas. Þeir eiga sameiginlegar þessar and- stæður efnis og anda, ef svo má taka til orða, andstæður ytri framgöngu og svo boðskapar. Subbulegir drykkjumenn og ljóðræn fegurð. Og kannski eru báðir tveir bestir í ljóðrænum einfaldleika, í fallegum og tærum ástarkvæð- um ná þeir kannski bókmenntalegum hátind- um. Ég þarf væntanlega ekki að nefna nein dæmi frá Jónasi þessu til sönnunar, en um Megas má til dæmis nefna lokaversið í hinu stórkostlega lagi Odysseifur snýr aftur, þar sem sírenurnar eru hættar að syngja fyrir hann: nú dreg ég yfir mig druslurnar mínar gömlu og drottinn hann gægist hingað inn tunglskinið það heldur að okkur hita hönd læðist um kinn – við skulum fá okkur vafning vinur minn. Eða hið undurfallega Orfeus og Evridís, þar sem margt í fyrstu vísunum minnir á Jónas: einsog hamar ótt á steðja uppá þaki regnið bylur en í þínu þæga tári þar er gleði birta ylur. á þínum góðu unaðstöfrum önd mín sál og kraftur nærist þér ég æ mun fé og föggum fórna meðan að hjartað hrærist. Megas og Jónas eru því að mörgu leyti mjög skýrar hliðstæður í bókmenntasögunni, eins og hér hefur væntanlega komið fram, og eiga margt sameiginlegt. En leiðir þeirra hafa líka skarast í kveðskap, vitanlega aðeins á annan veginn – því miður. Hinn óhátíðlegi texti Megasar um Jónas á fyrstu plötunni er ekki eina hugleiðing hans um skáldið. Hann víkur t.d. að Jónasi í skemmtilegu kvæði á Sjálfsmorðsplötunni þar sem fléttast inn þriðji snillingurinn sem ekki er óskyldur þeim báðum í anda, þýska skáldið Heinrich Heine. Jónas þýddi mörg kvæði eftir Heine og af mikilli snilld. Meðal annars í kvæði sem nú er með þekktustu kvæðum tungunnar og fáir sem muna að það er upphaflega þýðing: Stóð ég úti í tunglsljósi stóð ég úti við skóg, stórir komu skarar af álfum var þar nóg. Hvað sem öllum þýðingarfræðum líður hlýtur Álfareiðin að teljast vel heppnað kvæði sem hefur hrifið lesendur svo mjög að ekki hvarfl- ar að mönnum að það sé þýðing. Kvæðið virk- ar eins og frumort á íslensku, sem var mark- mið Jónasar, eins og hlýtur alltaf að vera markmið hverrar góðrar þýðingar. Hjá Meg- asi er upphafið svona: ég stóð útí tunglsljósi ég stóð víst útí skóg af stólum var þar ekkert þó af gestum væri nóg ég spurði álfakónginn að því hvað slíkt ætti að þýða hann hvíslaði loks að mér augljóslega dottinn í það Og svo kemur viðlagið sem geymir líka tit- ilinn: Fatamorgana á flæðiskerinu og hann setur allt kvæðið í írónískt samhengi, mjög Megasarlegt, en um leið líka mjög Heine- legt. Fatamorgana á flæðiskerinu, Hillingar eða sjónhverfingar á Íslandi, er eðlilegasta túlkunin á þessari línu og um leið verður hið draumkennda dauðakvæði Heines, þar sem Jónas notar hið blæbrigðaríka orð feigð í stað dauða, nánast að hreinum órum. Og kannski ekki ósvipað meginhugsun Heines og Jónas- ar, þegar allt kemur til alls. Þannig kallast þessi þrjú skáld á í gegnum tímans þunga nið. Ég fæ heldur ekki betur séð en í kvæðinu Afmælisanþem sendi Megas skáldbróður sín- um Hallgrímssyni frekar hlýlega og mjög persónulega kveðju. Hann segist þar hafa reikað um hálfrænulaus, allt hulið móðu, nema Jónas, sem gnæfði upp úr sem „glíkur drangi“ og sig því grunað að hann lumaði á einhverju góðu og … þitt lum hefur síðan létt mér þrautaslóð um lífsins krákukviksyndi þau er krókódílar fylltu þarft eitt mælir að öðrum kosti þegir hulduljóð Og seinna í kvæðinu erum við enn og aftur lent með álfum úti í skógi í tunglsljósi og með bjölluklið í eyrum: og blésum við mjög í herlúðra enda bar þá til vor skjótt þennan bjölluklið nei þar reyndist ekki farið með neina firru en svo efnilegt sem var þó kvöldrökkrið ekki nálgaðist það svarrbláa nótt mér var nauðugur og viljugur þó kostur að halda fyrir kyrru. Hvað er það þá sem skilur á milli Megasar og Jónasar? Augljóslega dauðinn. Jónas dó ungur – og þegar persónan, sem mörgum stóð stuggur af, var horfin af sviðinu var hægt að meta kveðskap hans án þeirrar trufl- unar – og þá var ekki að sökum að spyrja. Hyllingarprósessinn hefur staðið nokkurn veginn óslitið síðan og Jónas Hallgrímsson löngu viðurkenndur sem eitt helsta íslenska skáld allra tíma. Fyrir allnokkrum árum gengu miklar sög- ur um bæinn þess efnis að Megas hefði yfir- gefið þetta jarðlíf og myndi aldrei framar ganga um götur þessa bæjar. Það hvarflaði þá að mér að nú lægi Íslendingum heldur bet- ur á að koma persónu skáldsins í gröfina, losna við hann af sviðinu – líklega til þess að hægt væri að byrja að mæra kveðskap hans og hylla. bundnu formi »Hvað er það þá sem skilur á milli Megasar og Jónasar? Augljóslega dauðinn. Jónas dó ungur – og þegar persónan, sem mörgum stóð stuggur af, var horfin af sviðinu var hægt að meta kveðskap hans án þeirrar truflunar – og þá var ekki að sökum að spyrja. Megas „Þeir Jónas og Megas eiga það líka sameiginlegt að báðir efla þeir sjálfstraust sam- tímaskálda sinna.“ Sjálfsmynd Megasar (1985). Minnir talsvert á teikninguna af Jónasi. Höfundur er rithöfundur og hefur m.a. skrifað ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Stofn þessarar greinar er afmæliserindi um Megas sextugan, haldið í apríl 2005, en endursamið í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónas- ar í ár og flutt á aðalfundi Samtaka móðurmálskenn- ara 1. júní. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 13 SEINNI dagur Jónasarstefnu fer fram á Þingvöllum í dag milli 13 og 18 þar sem gestir munu ganga um þjóðgarðinn, hlusta á skemmtilegar framsögur og njóta þjóðlegra veit- inga. Framsögur á Þingvöllum hafa Jón Karl Helgason og Sigurður G. Tómasson. Lagt verður af stað frá aðalbyggingu Háskóla Íslands klukkan 13:00 en ráðgert er að koma til baka um klukkan 18:00. Allir velkomnir. Þingvallaferð kostar 1.000 krónur. Þingvallaferð Jónasarstefnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.