Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 15 Lesarinn Nokkrum sinnum á ári hverju er hressandiog nærandi fyrir sálina að lesa ljóð Steins Steinars. Þó má segja að ein áhugaverðasta bókin, ef maður vill rannsaka persónuna Stein Stein- arr, sé bók sem kom út hjá Menningarsjóði 1961 og heitir Við opinn glugga. Bók þessa gaf Gunnar Valdimarsson mér fyrir hartnær 10 árum þegar hann rak í félagi við Snæ Jóhann- esson fornbókabúðina Bókina sem þá var við Grundarstíg. Í bókinni er m.a. Orðsending til ritstjóra Þjóðviljans, grein um Heimsmót æskunnar og Halldór Laxness og atburðina í Ungverjalandi. Skemmtilegast er þó safn greina Steins sem komu í bókinni en höfðu áð- ur birst í Alþýðublaðinu. Þar fer skáldið á mikið flug þegar hann rekur raunir sínar og konu sinnar við að halda hund í Reykjavík þess tíma. „Tær snilld“ er orðið yfir þessa bók. Ari Gísli Bragason skáld Ari Gísli Ein áhugaverðasta bókin, ef maður vill rannsaka persónuna Stein Steinarr, segir Ari Gísli að sé bók sem kom út hjá Menningarsjóði 1961 og heitir Við opin glugga. Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Aldrei hefur Íslendingum verið orða vantvið að kveða óvini sína í kútinn, biðja þeim bölbæna í bundnu máli, og jafnvel yrkja níðvísur. Skyldu margar þjóðir eiga sér sérstakan flokk ljóða um það eitt að andskotast í náunganum? Vísa dagsins er þjóðvísa, og allir þekkja fyrstu ljóðlínuna. „Meiriháttar diss,“ myndu krakkarnir í dag sennilega kalla þetta, og spurning hvort ungdómnum fari ekki bara fram í prúðmennsku frekar en hitt, öfugt við það sem oft heyrist sagt. Það var Matt- hías Eggertsson, fyrrverandi ritstjóri Freys, sem lumaði á þessari kjarnyrtu kveðju. Farðu í rass og rófu, ríddu grárri tófu, hafðu kött í keyri og komdu aldrei meiri. Ég kalla þetta endurnýttar vísur. En vilji menn heldur nota orðið útúrsnúning er mér sama, enda gamall aðdá- andi þeirrar vanmetnu, ef ekki forsmáðu bókmennta- greinar. Fyrir mér er hinsvegar sá munur á að endur- nýttur kveðskapur byggist ekki á neinum þeirra beinu parodísku tengsla við orgínalinn sem einkenna útúrsnún- inginn. Svona kveðskapur sprettur oftast upp sem ósjálf- rátt viðbragð við gömlum kveðskap sem festist í mér eins og biluð plata. Heilinn bregst sum sé við leiðanum með því að breyta efninu. Umbreytingin er sjaldan til batn- aðar vegna þess að sem betur fer fæ ég helst góðar vísur á heilann, andstætt því sem iðulega er tilfellið með dæg- urlög. En sumar bjarga þó deginum líkt og brúklegur brandari, og fáeinar hafa til að bera eitthvað sem veldur því að ég man þær enn eftir viku. Það hef ég til marks um að sú sé ef til vill á vetur setjandi. Endurnýtt vísa er sem sé eins og hver annar afkomandi. Sú fyrsta sem hér fylgir skrifast reyndar á reikning sonar míns sem er á þriðja ári. Hún datt í mig síðdegis eftir að hann hafði sungið nánast viðstöðulaust frá því snemma um morguninn „Sá ég spóa suður í flóa …“ og svo framvegis. Hann brást að sjálfsögðu hinn reiðasti við, vildi ekki heyra þessa vit- leysu. Sá ég marga sílavarga síg’ í arga þoku garga: Vík – vík – lík – rík. Vorboðinn í Reykjavík. Enginn grætur útlending í iðrum Hnjúka dáinn. En ýmsu þarf að koma í kring og kosta upp á náinn. Aldrei fæ ég nokkurn þorsk úr þessum firði. Því ég er bara ekki neins þorskígildis virði. Ljóðabækur eftir Sigfús: Út um lensportið (1979), Hlýja skugganna (1985), Án fjaðra (1989), Zombíljóðin (1992) og Andræði (2004). Ljóðskáldið | Sigfús Bjartmarsson, fæddur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 1955 Þrjár endur- nýttar vísur Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.