Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Síða 1
Laugardagur 16. 6. 2007 81. árg. SUMARBÓKIN Í ÁR! 17 skemmtilegar og spennandi sakamálaþrautir sem þú spreytir þig á. ÁGÆTU ÍSLENDINGAR! ÓBORGANLEGAR SÖGUR AF EYJAMÖNNUM ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞESSA! Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöð- um slær máli á látna – og lifandi, Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl, Ingi- björg Johnsen geymir jólaveltuna á óvenjulegum stað, Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri,, Binni í Gröf glímir við Landhelgisgæsluna og Bogi í Eyja- búð fær gos – og það stærri skammt en hann hugði. 2. sætið á Hand- og fræðibókalista Eymundsson, 30.05.07-05.06.07 lesbók LAUSN HIPPANNA Í HIPPANÝLENDUNNI Í ALPUJARRAS-HÉRAÐI Á SPÁNI TRÚIR FÓLK Á AFTURHVARF TIL EINFALDARA LÍFS >> 4-5 Milan Kundera skrifar um Dostojevskí, Marquez og Rushdie » 8-9 Chemical Brothers Ein áhrifamesta rafsveit heims sendir frá sér nýja plötu 2. júlí sem heitir We Are The Night og ber vott um breyttar áherslur. 7 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ég er yfirvofandi,“ segirdrengurinn sem kafnaðiundir kodda daginn sem 36 ár voru liðin frá því að kjarnorku- sprengjan á Nagasakí féll. „Ég er yfirvofandi. Ég er barnið sem dó. Sprengjan sem féll.“ Barnsdauði er alltaf yfirvofandi. Hvernig sem barnið deyr. Hvernig sem við myrðum það. Kæfum það. Sprengjum það. Sveltum það. Hugs- um ekki um það. Sigtryggur Magnason fjallar um dauða barns og áhrif hans á líf for- eldranna í leikritinu Yfirvofandi sem sýnt er á heimili hans, Lokastíg 5, þessa dagana. Og barnsins, því að það lifir áfram með foreldrunum, minningum þeirra og þjáningum. Í leikritinu hefur það líkamlega nærveru, er leikið af Jörundi Ragn- arssyni. Barnið er orðið 26 ára. Það á í nánu sambandi við móður sína en stríðu. Faðirinn á auðveldara með að horfast í augu við orðinn hlut. Hann getur líka grátið en er harður djöfull þess á milli. Foreldrarnir eru leiknir af hjónunum Eddu Arnljótsdóttur og Ingvari Sigurðssyni. Gott par það. Þetta er mjög óvenjuleg leik- húsreynsla, nánast eins og áhorfand- inn taki þátt í félagsfræðilegri til- raun. Nálægðin á heimilinu gerir verkið realískt, áhugavert og sterkt. En það er ekki bara umgjörðin sem gerir sýninguna sérstaka heldur líka vandaður leikur og svo einn albesti íslenski leiktexti sem fluttur hefur verið lengi, ljóðrænn og beittur. Fullur af fóðri. Ég er yfirvofandi MENNINGARVITINN Á Lokastíg Óvenjuleg leikhúss- reynsla, realísk, áhugaverð, sterk. Blandað í svarta nóttina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.