Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Síða 13
ákveðið fjall eða einhvern ákveðinn atburð. Merkingin verður til í samspili áhorfandans og verksins.“ Í verkum sínum vinnur Katrín mikið með tengsl minninga og frásagna. Á sýningunum Minni í Hafnarborg sumarið 2004 og Heimþrá í Listasafni Ísafjarðar árið 2005 mátti sjá ljós- myndir sem byggðar voru á óljósum minninga- brotum úr lífi hennar sjálfar en vöktu um leið minningar í brjósti áhorfanda. Blúndugardínur í íslenskri sveit, hlykkjóttur vegur í evrópsku landslagi, hvít blóm á sænskum skógarbotni, blaut gangstéttarhella og barnsfótur sem klýfur vatnsborð í sundlaug og afmyndast stundar- korn. Augnablik sem kallar fram stundar- hræðslu. Sá hversdagslegi háski sem einkennir ljósmyndir Katrínar kom sérlega vel fram á þessum sýningum. Ég horfi á ljósmyndir henn- ar og upplifi augnablik fegurðarinnar en skynja um leið hið framandlega. Þetta er augnablik fegurðar og háska, augnablik sem býður upp á nýja túlkun á veruleikanum. Fljótandi merking. Grenimelur Myndin er á sýningu Katrínar Af þessum heimi sem stendur yfir í Listasafni ASÍ. Höfundur er menningarfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.