Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. 6. 2007 81. árg. lesbók LISTIGARÐABÆRINN HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA Í GARÐABÆ? ER RITHÖFUNDUR OG FYRRVERANDI BÆJARLISTAMAÐUR IÐULEGA SPURÐUR >> 12–13 Ný skáldsaga Murakamis skilur mann eftir með dásamlegar hugmyndir » 10 Morgunblaðið/Kristinn Jón Kalman Stefánsson Sveitaþríleikur Jóns Kalmans er kominn út í kilju, Sumarljós, og svo kemur nóttin hefur verið seld til Danmerkur, bækur hans seljast vel í Þýskalandi og ný söguleg skáldsaga hans er væntanleg í haust. Rætt er við Jón Kalman um skáldskapinn og lífið í Lesbók í dag. 4-5 Flest ljóðin eru ort árið 2006þegar ég vissi að ég myndiekki ferðast framar.“Þessi orð standa á kápu nýrrar ljóðabókar Árna Ibsen sem kom út í liðinni viku. Bókin heitir Á stöku stað – með einnota myndavél og inniheldur meira en hundrað ljóð um staði sem skáldið hefur komið til víða um heim, aðallega bæi og borgir en líka eyðihólma og flugvöllinn í Frankfurt, svo dæmi séu tekin, en á síðarnefnda staðnum dundar skáldið sér við „að muna | eftir skáld- sögum | sem gerðust í þeim borgum | sem stóra flettiskiltið birtir“. Þetta eru stutt ljóð sem reyna að lýsa tilfinningum sem ólíkir staðir vekja en sum þeirra reyna jafnvel að ná utan um einhvern kjarna í sumum þessara staða. Það er til dæmis engu logið um Hollywood hér: „þeir sem nærast á athygli annarra | búa í Hollywood-hæðunum | bak við lás og slá“. En sum ljóðin eru eins og at- hugasemdir eða klausur skrifaðar inn í minniskompu eða á póstkort: „mikið var gott að stinga sér | inn í heilagan jökulkuldann | í sótsvartri dómkirkjunni | í Köln úr hitasvækj- unni úti“. Káputextinn sem vitnað var til hér að ofan vísar til veikinda sem Árni hefur átt við að stríða um nokkurt skeið í kjölfar heilablóðfalls. Þau hafa hamlað ferðum hans en í staðinn býð- ur hann í ferðalag sem venjulegur lesandi hefur engin tök á. Árni Ibsen Býður í ferðalag sem venjulegur lesandi hefur engin tök á. Ferða- bók Árna MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.