Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ! „Hefur Ísland einhvern tíma haldið Júróvisjón?“ spurði svarthærða stúlkan á móti mér í lestinni Bremen-Leer. Ég byrjaði að tala við hana eftir að karlinn á veitingavagninum hafði farið með kostulega sölu- ræðu um vodka á miðjum gang- inum, þannig ræðu að við stúlkan litum hvor á aðra eins og við værum saman í liði og hún gerði laumulega bendingu um að karlinn væri með lausa skrúfu. Bilaða örflögu. Hún spurði hvað ég væri að gera, ég sagðist skrifa, þá spurði hún hvort ég væri með listamannsnafn. „Svona eins og Limahl?“ spurði ég á móti. Sagðist svo bara nota nafnið mitt. Henni fannst það alltof langt, vonlaust. „Hefur Ísland einhvern tíma haldið Júróvisjón?“ spurði hún sumsé, þegar ég hafði útskýrt að nafnið væri íslenskt. Ég sagði svo ekki vera, við hefðum aldrei unnið. Hún rétti úr sér. „Ég gaf Serbíu núll stig, mér fannst þeir vonlausir.“ Mér skildist á henni að þeir hefðu samt unnið, í ár. Ég reyndi að snúa talinu að öðru, sagðist ekki hafa horft, sagðist hafa verið í landi þar sem áhugi hefði verið takmarkaður. Hún tók lítið mark á því. „Ungverjaland var best,“ sagði stúlkan galvösk og dró fram stílabókina sína til stuðnings, þar var handskrifaður listi yfir öll þátttökulöndin 2007 og stiga- gjöf stúlkunnar á hægri spássíu. Þetta var mánuði eftir að keppninni lauk. „Sko, Serbía núll, Slóvenía núll og Spánn mínus fimm. Þeir voru hrylling- ur,“ sagði stúlkan. Hún hafði gefið Sví- þjóð og Ungverjalandi flest stig. Gaman að því. „Hver keppti fyrir Þýskaland?“ spurði ég eins hressilega og ég gat, því stúlkan var þýsk. „Ég er einmitt að hlusta á hann,“ sagði hún að bragði, ræsti geislaspilarann og rétti mér leiðslu. „Þetta er svona sveifla,“ útskýrði hún og var hæstánægð með hvað ég nennti að hlusta lengi. Innan í hulstrinu var mynd af söngvaranum Cicero, sem hún hafði augljóslega klippt út úr dag- blaði. Hún lagði myndina til og lokaði. „Þekkirðu þessa?“ spurði hún og rétti mér hinn diskinn sem var með í för. Á kóverinu var mynd af einhverri Amy. Ég horfði á myndina og aftur á stúlkuna. „Nei, sagði ég,“ „hvaðan er hún?“ „Ég veit það ekki, en hún og Drew Barry- more eru vinkonur.“ Hún ljómaði. Ég ætlaði að segja eitthvað snjallt. „Nei, annars, það var Írland sem hélt Júró- visjón, ekki Ísland,“ sagði þá stúlkan. „Þið vinnið þetta aldrei. Nú er líka aust- urblokkin komin og þeir gefa bara hverj- ir öðrum stig.“ Ég hætti að vera sam- mála, ekki endilega um Ísland, heldur sagðist ég nýkomin frá landi í „austur- blokkinni“ þar sem áhugi hefði verið takmarkaður, það land hefði ekki einu sinni komist í úrslitin, hvað þá fengið hellings stig frá nágrönnum. Hún tók lít- ið mark á því. Hún vildi lítið vita um Króatíu. Hún sagðist vildu flytja til Kölnar. Það væri draumaborgin. „En ég nenni ekki alltaf að vera kennari,“ sagði hún. Ég hóstaði. Stílabókin þar sem stúlk- an gaf Júróvisjón-lögum stig er sú sama og geymir einkunnir gagnfræðanem- enda hennar. Hún kennir listasögu og þýsku. Hún er áratug eldri en Amy Winehouse og aðeins sjónarmun yngri en átrúnaðargoðið Cicero. Hún tók farangurinn sinn saman í Oldenburg, sagðist þurfa að kenna tvo tíma. Ég rifjaði upp orð vinar míns eins í Efstaleiti, um að unglingamenningin hefði tekið völdin. Alls staðar. Það var hárrétt hjá honum. Líka í lestinni Bremen-Leer. Líka á kennarastofunni í Oldenburg. Spurning um að munstra sig sem fyrst í einhverja kits-Evrópukeppni. Vera hress. Og taka upp listamannsnafn. Til að unglingarnir taki eftir manni. Haldi með manni. Gefi manni stig. Serbía, núll stig UPPHRÓPUN Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Miðað við hve ótrúleguflugi orðið „kolefn-isjöfnun“ hefur náðá stuttum tíma gæti það komið einhverjum í opna skjöldu að fyrir tveimur mánuð- um virðist það ekki hafa verið til. Um páskaleytið fréttist fyrst af Kolviðarsjóðnum sem hefur með höndum jöfnun á losun koldíox- íðs af völdum bílaumferðar landsmanna og komst stjórnar- formaður hans, alþingiskonan Guðfinna Bjarnadóttir, þannig að orði að hlutverk hans væri að „afkola“ kolefnið; „jöfnunar- hugtakið“ var enn ekki fætt. Þegar Skógræktarfélag Íslands og Landvernd í samstarfi við Kaupþing banka, Orkuveitu Reykjavíkur og sjálfa ríkisstjórn lýðveldisins hleyptu verkefninu af stokkunum í lok apríl sást kol- efnisjöfnunin fyrst. Verkefnið var reyndar ekki kynnt af fullum þrótti, nánast hikandi, því kosn- ingar voru á næsta leiti. Samt náði það fljótt ótrúlegri út- breiðslu og þegar allt var sett á fullt í kynningum um leið og birt- ingarpláss stjórnmálaflokkanna voru aftur laus gleymdust öll fyrri heiti yfir þessa starfsemi og kolefnisjöfnun varð umsvifalaust að tískuorði. Nú er enginn mað- ur með mönnum nema að hafa kolefnisjafnað sig. Sumir uppi við Heklu eins og Hekla sjálf. Aðrir suður í Afríku eins og Baugsfólkið. Kolefnisjöfnun og útreikningur hennar er orðið að dægrastyttingu og umræðan um hana þegar farin að skiptast í gamalkunnug horn. Harðir um- hverfisverndarsinnar eru á móti kolefnisjöfnun af því að hún á að vera villandi. Það er víst ekkert annað en sýndarfriðþæging að borga öðrum fyrir að planta trjám en spæna svo á Hummern- um norður til Akureyrar. Harðir frjálshyggjumenn eru farnir að amast við aðkomu hins opinbera að verkefninu og benda á að það sé betur komið í höndum er- lendra einkaaðila. Öll hringavit- leysa hinnar fyrirframgefnu hugsunar er komin á fljúgandi fullt í kolefnisjöfnuninni. Fyrir- tæki undirrita samstarfssamn- inga, almenningur reiknar út á Netinu. Í haust verður þetta annaðhvort jafn sjálfsagt og að eiga bíl eða fullkomlega gleymt og komið í skókassann þar sem orð á borð við „upplýsingahraðbrautin“, „alnetið“ og „áunnin ónæmisbæklun“ eru geymd eins og gömul ástarbréf. Kolviðarsjóðurinn er hugmyndarík og áhrifamikil leið til að fá aukið fjármagn til skógræktar og vekja í leiðinni athygli á hve mikið bílafloti landsmanna mengar í raun og veru. Kolviðarsjóðurinn fær kannski líka ein- hvern til að hugsa um skóga í hnattrænu sam- hengi. Það er skortur á viði í heiminum og það er gengið á náttúrulega skóga heimsins af æ meira offorsi. Kínverja vantar timbur í Míru- húsgögnin sín og löndin sem hýsa skógana þurfa sína lífskjarabyltingu og kaupmáttar- aukningu. Það má kannski taka undir það með umhverfisverndarsinnum að í sjálfu sér væri miklu gáfulegra fyrir umhverfið, framtíð vist- kerfis jarðarinnar og „lungu heimsins“ að vinda sér beint í að vernda skóginn sem fyrir er í stað þess að búa til excel-skjal yfir hve marga græðlinga af rússalerki maður þarf að kaupa til að geta komist frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Það breytir hins vegar ekki inntaki verkefnisins: að gera hlutverk hvers og eins í loftlagsjöfnunni sýnilegt. Kolviðarsjóðurinn, eða öllu heldur viðbrögð- in við honum, sýna að umhverfisvitundin er í stöðugri þróun. Eftir ákveðið skeið í umhverf- isbaráttunni þar sem umræðan náði að snúast um grundvöll umhverfisverndar á Íslandi hef- ur hún nú ratað inn á öllu meinlausari brautir. Þau meginrök fyrir verndun íslensks umhverf- is að auðnir landsins eigi ekki að vera vett- vangur verklegra athafna, að við eigum þora að gangast við veruleikanum eins og hann er og leggja vegagerð, stíflugerð og hverskonar umbreytingu þessa veruleika á hilluna. Þessi rök urðu skyndilega minna áberandi í fjöl- miðlum en ýmsar tæknilegar lausnir komu í staðinn. Orkuiðnaðurinn hefur nú hnattrænu hlutverki að gegna sem er ekki óáþreifanlegt eða „undarlegt“ eins og það viðhorf að ekki megi gera neitt við tugþúsundir ferkílómetra, heldur tæknilegt og útreiknanlegt og því tam- ara í munni og muna. Kolefnisbinding og jöfn- un koldíoxíðsútblásturs eru tæknilega leys- anleg verkefni sem hægt er að „vinda sér í“. Hugsjónir athafnamennsku og dugnaðar sem eru hugmyndafræði íslenskra valdastétta svo kærar ná nú einnig fram að ganga í umhverf- isbaráttunni. Og í takt við útrásarhugmynda- fræðina erum við ekki bara að kolefnisjafna hér á Geitasandi, heldur brátt út um allan heim: Í Búrúndí, Ekvador og Kenía geta ís- lensk fyrirtæki borgað fólki fyrir að kolefn- isjafna víkingseðlið. Mótsagnirnar í þessu eru himinhrópandi. Stærsti einstaki brennsluaðili jarðefnaelds- neytis á Íslandi, skipaflotinn, hefur til að mynda ekki fengið neina meldingu um að jafna út sitt vélastóð. Og í öllum þessum reiknik- únstum andrúmsloftsins gleymist mjög aug- ljós kolefnisjöfnun. Í öllum Evrópulöndum er rekinn áróður fyrir því að kaupa matvæli sem unnin eru og ræktuð á heimaslóð til að koma í veg fyrir hlýnun andrúmsloftsins af völdum flutninga á ferskum matvælum heimsálfa á milli. Hins vegar hamast hérlendir andans ves- írar enn sem fyrr við að níða skóinn af bænda- stéttinni sem hafa svikið launþega landsins um enn eina lífskjarabótina með því að voga sér að standa gegn eðlilegum stórflutningum á ókol- efnisjöfnuðum matvælum milli meginland- anna. Ég legg því til að auglýsingar garð- yrkju-, sauðfjár-, kúa-, svína- og eggjabænda beinist nú eingöngu að kolefnisjöfnun. Borðum íslenskt og björgum heiminum! Excel-skjal andrúmsloftsins Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kolefnisjöfnun „Nú er enginn maður með mönnum nema hafa kolefnisjafnað sig. Sumir uppi við Heklu eins og Hekla sjálf. Aðrir suður í Afríku eins og Baugsfólkið. Kolefnisjöfnun og útreikningur hennar er orðið að dægrastyttingu og umræðan um hana þegar farin að skiptast í gamalkunnug horn.“ » Öll hringavitleysa hinnar fyrirframgefnu hugsunar er komin á fljúgandi fullt í kolefn- isjöfnuninni. Fyrirtæki und- irrita samstarfssamninga, al- menningur reiknar út á Netinu. Í haust verður þetta annaðhvort jafn sjálfsagt og að eiga bíl eða fullkomlega gleymt og komið í skókassann þar sem orð á borð við „upplýsinga- hraðbrautin“, „alnetið“ og „áunnin ónæmisbæklun“ eru geymd eins og gömul ástar- bréf. FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.