Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þ essa dagana er svokall- aður sveitaþríleikur Jóns Kalmans Stef- ánssonar rithöfundar að koma út í kilju en hann samanstendur af sagnasafninu Skurðir í rigningu (1996) og skáldsögunum Sumarið bakvið brekkuna (1997) og Birtan á fjöllunum (1999). Jón Kalman hefur notið mikillar velgengni undanfarin ár. Hann hefur hlotið mjög góða dóma fyrir skáldsögur sínar, tvíveg- is verið tilnefndur til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs og hlot- ið íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur hans hafa og notið sér- stakrar velgengni í Þýskalandi og skáldsaga hans, Sumarljós, og svo kemur nóttin, var í vikunni seld til danska forlagsins Batzer og Co. Blaðamaður ræddi við Jón Kalman um þríleikinn og viðhorf hans til skáldskaparins en Jón hefur verið virkur þátttakandi í umræðu um bókmenntir og raunar ýmislegt ann- að, meðal annars með skrifum sínum í Lesbók. Einnig ber nýja sögulega skáldsögu Jóns á góma en hún heitir Himnaríki og helvíti og kemur út í haust. Efniviðurinn velur þig Blm.: Þú hefur kannski svarað þess- ari spurningu áður en mig minnir að þú hafir ekki verið búinn að skrifa mikinn prósa þegar þú allt í einu kemur með Skurði í rigningu. JKS: Ég hafði ekki birt neitt, nei, en gert nokkrar misheppnaðar til- raunir, það fóru tvær skáldsögur í ruslatunnuna. Þær áttu að hverfast um Reykjavík, um næturlíf, um drykkju, um 22 sem var vinsæll bar á síðustu öld. Þetta átti líklega að vera einskonar bræðingur af Hær- værk eftir Tom Kristensen og stemningum í anda Tom Waits. Þetta gekk samt brösulega hjá mér og bætti ekki úr að í miðri sögu stökk söguhetjan upp í leigubíl og fór vestur á land, inn í nóttina og landið og söguþráðurinn slitnaði í Skáldskapur er gleðin, ljótleikinn, „BÓKMENNTIRNAR þola hvað sem er og þurfa ekki á neinum sjúkraskýlum eða sáraumbúðum að halda. En ég held að athygli bæði fjölmiðla og forlaga beinist þessi árin fyrst og síðast að sölubókum, og höfundum þeirra.“ Þannig kemst Jón Kalman Stefánsson rit- höfundur að orði en hann hefur ým- islegt við íslenskan bókmenntaheim að athuga. Í vikunni kom sveitaþrí- leikur hans út í kilju og skáldsagan Sumarljós, og svo kemur nóttin var seld til Danmerkur. Morgunblaðið/Kristinn Jón Kalman „Ég sæki margt í bækur, til dæmis félagsskap, og góður félagsskapur er aldrei ofmetinn í þessu lífi. Ég sæki líka huggun í bækur, afþreyingu og sjálfsagt hugmyndir, hughrif.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.