Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Eitthvað virðist ganga erfiðlegaað koma kvikmyndinni Dallas á koppinn, en eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða kvikmynd í fullri lengd sem byggð er á sjón- varpsþáttunum sívinsælu. Nú stendur til að fá þriðja leik- stjórann til að stýra verkinu en þeir Robert Luketic og Gurinder Chadha hafa báðir þurft að taka pokann sinn við undirbúning myndarinnar. Leikarinn John Travolta greindi frá þessu í viðtali á dögunum, en hann fer með titilhlutverkið í mynd- inni, hlutverk sjálfs J.R. Ewing. Hann sagðist ekki vilja gefa upp nafn leikstjórans þriðja að svo stöddu en sagði líklegt að hann tæki til starfa á nýju ári. Ekki seinna vænna því áætlað er að frumsýna myndina á næsta ári.    Og fleiri leikstjórar hverfa frástörfum. Tim Burton er sagður hafa hætt við gerð myndarinnar Ripley’s Be- lieve It or Not! sem áætlað er að frumsýna á næsta ári. Ástæðan ku vera annríki en hann er þessa dagana að leik- stýra söng- leiknum Sweeney Todd með Johnny Depp í aðalhlutverki. Ekki er vitað hver tekur við stjórn myndarinnar um Robert Ripely en það er Jim Carrey sem fer með hlutverk hans. Ripley var kunnur safnari þess undarlega í heiminum. Hann ferðað- ist til rúmlega 200 landa og safnaði fregnum frá ýmsum fyrirbærum náttúrunnar, því stærsta, því þyngsta, því minnsta og svo fram- vegis. Fjöldi safna hefur verið opnaður um heim allan þar sem gefur að líta ljósmyndir og vaxbrúður af því sem Ripley þótti markverðast á ferðalög- um sínum.    Opnunarmynd kvikmynda-hátíðarinnar í Feneyjum hefur verið valin. Sú nefnist Atonement og er gerð eftir skáldsögu Ians Mc- Ewans. Með aðalhlutverk fara Keira Knightley, Van- essa Redgrave og James McAvoy. Myndin er ein þeirra sem keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullljónið. Talsmaður kvikmynda- hátíðarinnar, Marco Muller, sagði það einsdæmi í sögu hátíðar- innar að velja verk eftir svo ungan leikstjóra sem opnunarmynd. Leikstjóri myndarinnar nefnist Joe Wright og er 35 ára. Atonement er önnur kvikmynd hans í fullri lengd en hann hefur áð- ur unnið með Knightley við gerð Hroka og hleypidóma eftir bók Jane Austen. Wright sagði heiðurinn stórkost- legan. „Það að vera þessa heiðurs aðnjót- andi eru verðlaun útaf fyrir sig,“ bætti leikstjórinn við og var ófús að gefa nokkuð upp um hvort hann gerði sér vonir um verðlaun á hátíð- inni. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum fer fram þar í borg seinnihluta ágústmánaðar. KVIKMYNDIR John Travolta Keira Knightley Tim Burton Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Það er löng hefð fyrir því að telja leikstjórahöfund kvikmyndar á ekki ósvipaðanmáta og rithöfundur er höfundur skáld-sögu. Þessi hugmynd festist í sessi með höfundakenningunni svokölluðu sem sett var fram í Frakklandi fyrir tilstilli François Truffaut, Jean- Luc Godard, Eric Rohmer, Jacques Rivette og annarra penna tímaritsins Cahiers du cinema, auk bandaríska gagnrýnandans Andrew Sarris sem kynnti hana til sögunnar í Bandaríkjunum. Svo áhrifamikil er þessi hugmynd í dag að hún er alla- jafna samþykkt gagnrýnislaust, en sé betur að gáð leynast á henni margvíslegir vankantar. Kvik- myndin Ball of Fire (1941), sem nú er kennd við leikstjórann Howards Hawks samkvæmt höf- undakenningunni, er ekki bara stórskemmtileg mynd heldur vekur hún upp mikilvægar spurn- ingar um kenninguna sem mig langar að reifa hér eilítið. Ball of Fire segir frá átta einstæðum prófess- orum sem vinna dag og nótt að alfræðiorðabók. Langt komnir með verkið lenda þeir í vandræðum þegar sérfræðiþekking þeirra nær ekki til slang- urs. Heldur þá leiðtoginn Bertram Potts (Gary Cooper) af vernduðu heimili þeirra og tekur að viða að sér daglegu máli götunnar. Á næturklúbb nokkrum hittir hann fyrir „Sugarpuss“ O’Shea (Barbara Stanwyck) sem talar tungum og heillar Bertram upp úr skónum. Hún sest að hjá Bertram og hinum prófessorunum sjö undir því yfirskyni að hún sé að hjálpa þeim með alfræðiorðabókina, en í raun er hún í felum frá yfirvöldum sem vilja hafa hendur í hári vonbiðils hennar – mafíósans Joe Lilac (Dana Andrews). Joe þessi reynist hinn mesti hrotti en þegar hann ætlar að þvinga „Sugarpuss“ til að giftast sér koma Bertram og prófessorarnir sjö henni til bjargar. Allt er gott sem endar vel. Við fyrstu sýn virðist Ball of Fire styðja mjög við höfundakenninguna en hún býr yfir mörgum sam- eiginlegum einkennum mynda Hawks, sem alla tíð hefur verið talinn einn af helstu kvikmyndahöf- undum klassíska tímabilsins í Hollywod. Mætti þar nefna átök kynjanna, eiturhraðar og smellnar sam- ræður og árekstur nútíma og fortíðar. Ball of Fire er þó ekki upphaflega kennd við Hawks heldur framleiðandann Samuel Goldwyn – líkt og tíðkaðist á þeim tíma – sem sérhæfði sig í stórmyndum sem þessum. Ennfremur er þessi hugmyndaríka út- færsla á ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö komin frá Billy Wilder sem skrifaði handritið ásamt félaga sínum Charles Brackett – og fellur myndin ekki síður að hinni dæmigerðu Wilder- mynd. Áhugaverðast í þessu samhengi er þó fram- lag kvikmyndatökumannsins Greggs Toland. Umfram annað hefur sérstaða kvikmyndahöf- undarins Hawks þótt liggja í óaðfinnanlegri fram- vinduklippingu þar sem að frásögninni er miðlað hratt og örugglega með skipulögðum og stöðugum klippingum. Þegar árið 1953 lagði Rivette á þetta sérstaklega áherslu í umfjöllun í grein um leik- stjórann í Cahiers og í dag er Hawks oftar öðrum leikstjórum tekinn sem dæmi þegar fjallað er um framvinduklippingu í kennslubókum, t.d. myndir hans His Girl Friday (1940) og The Big Sleep (1946). Í Ball of Fire er eitthvað allt annað upp á teningunum þar sem að í stað framvinduklippingu er iðulega beitt nokkuð löngum tökum þar sem að rýmið er nýtt til hins ýtrasta, oft með úthugsuðum uppsetningum þar sem má samtímis finna persónu í nær- og fjarmynd. Hér má ljóslega sjá höfund- arverk Tolands sem kvikmyndaði einnig sama ár The Little Foxes fyrir William Wyler og Citizen Kane fyrir Orson Welles – og ritstjóri Cahiers André Bazin hrósaði svo mjög í frægri grein um þróun tungumáls kvikmyndarinnar. Með öðrum orðum, fyrir tilstilli Tolands renna saman í Ball of Fire tvær frásagnarhefðir sem allajafna eru taldar til fullkominna andstæðna í sögu Hollywood. Eitt og sér gerir það Ball of Fire að stórmerkilegri mynd. Goldwyn, Wilder, Toland – hvernig sem á málið er litið er það heldur vafasöm einföldun að útlista Hawks einan höfund Ball of Fire. Hawks, Wilder, Goldwyn eða Toland? SJÓNARHORN »Umfram annað hefur sérstaða kvikmyndahöfundarins Hawks þótt liggja í óaðfinnanlegri framvinduklippingu þar sem að frá- sögninni er miðlað hratt og örugglega með skipulögðum og stöðugum klippingum. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Þ rjú ár eru síðan haldið var upp á 100 ára fæðingarafmæli spænska lista- mannsins og súrrealistans Salvador Dali með stórum yfirlitssýningum víða um heim. Að sumu leyti var ekki vanþörf á slíku framtaki þar sem skoðanir eru skiptar um stöðu og mikilvægi Dali í listasögu 20. aldar og nokkur samhljómur er um að afköst listamannsins hafi verið æði misjöfn að gæðum í gegnum tíðina. Ýmislegt bendir þó til þess að Dali sé að rísa á nýjan leik í hugum listá- hugamanna og þar hafa áðurnefndar afmælissýn- ingar eflaust skipt umtalsverðu máli. En til við- bótar mætti nefna nýlegar viðhafnarútgáfur á DVD á kvikmyndum þeim sem Dali gerði í sam- starfi við Luis Buñuel á þriðja áratugnum, þá staðreynd að hvorki meira né minna en þrjár kvikmyndir eru í bígerð um ævi og störf lista- mannsins, og síðast en ekki síst má nefna sýningu sem stendur yfir um þessar mundir í listasafninu Tate Modern í London, Dali and Film, sem gerir einmitt tengsl Dali við kvikmyndalistina að um- fjöllunarefni. Framúrstefna og kvikmyndir Það er náttúrlega hvorki nýtt né fréttnæmt að tala um þær sérstöku kringumstæður sem kvik- myndalistinni eru búnar. Frá upphafi formsins, eða svo gott sem, hefur togstreitan milli fjárhags- legra sjónarmiða og listrænna þótt einkennandi fyrir framleiðsluferli kvikmynda og hafa raddir sem benda á ókosti fjárfrekra framleiðsluaðferða síst orðið fyrirferðarminni eftir að kvikmynda- gerð flestra landa tók á sig mynd skipulags iðn- aðar. Þannig voru listamenn áberandi strax á upp- hafsárum kvikmyndarinnar sem litu á kvikmynd- ina fyrst og fremst sem sjónrænan miðil, og (síðar) hljóðrænan líka, en alls ekki frásagnar- legan. Persónulegar áherslur voru í fyrirrúmi og leitast var við að nýta sér einstaka hæfileika kvik- myndatökuvélarinnar til að bæði líkja eftir veru- leikanum og framandgera á máta sem gróf undan hefðbundinni skynjun. Í dag er náttúrlega ekki hægt að stíga inn á listasafn eða gallerí án þess að við blasi vídeóverk af einhverju tagi en fyrsta kyn- slóð framúrstefnulistamanna sem nýttu sér kvik- myndina við sköpun verka sinna, eða bókstaflega störfuðu við kvikmyndagerð, voru í þeirri sér- stöku aðstöðu að verða svo gott sem vitni að til- komu hennar. Fyrir þeim var um nýtt form að ræða. Kvikmyndin var í þeirra augum ný á máta sem ég held að við sem ölumst upp umkringd fjöl- miðluðum ímyndum getum vart skilið. Þetta á náttúrlega við um alla sem komu nálægt kvik- myndum á árdögum listformsins, en ég held að fá- ir hafi spáð jafnmikið í möguleika og áhrifamátt formsins og einmitt framúrstefnulistamenn í Evrópu og Bandaríkjunum á þessu tímabili. Í raun mætti halda fram að það hafi einmitt verið þessi kynngimagnaði nýstárleiki sem reyndist afl- vaki áhugans og tilraunamennskunnar, og útskýri að hluta til spennuna og kraftinn sem enn skilar sér þegar horft er á verkin sem þá voru búin til. Eftir Dali og vin hans og félaga Luis Buñuel liggja tvö lykilverk kvikmyndalegrar framúr- stefnu, Un Chien andalou (Andalúsíuhundurinn, 1929) og L’Age d’or (Gullöldin, 1930), en eitt af fyrstu atriðum fyrrnefndu myndarinnar telst án efa eitt víðfrægasta myndskeið kvikmyndasögunnar, en þar er rak- hnífi beitt á galopið auga og það rist í tvennt. Mikið hefur verið skrifað um auga þetta en það er sama hversu oft horft er á atriðið, alltaf hefur það áhrif og þá ekki síst vegna tengslanna sem óhjákvæmilegt er að sjá milli þess og stöðu áhorfand- ans sem horfir á verknaðinn. Kvik- myndin ræðst á skynfæri (allra) áhorfenda og blindar þau óbeint. Hvað segir þetta atriði okkur um kvikmyndaáhorf? Eða samband list- ar og neytanda? Myndirnar tvær eru hluti af Tate-sýningunni, auk at- riða sem Dali hannaði fyrir aðrar myndir, t.d. draumaatriðið í Spell- bound eftir Hitchcock og tækifæri gefst til að kynna sér drög að mynd- skeiði sem hann gerði fyrir til- stuðlan Marx-bræðra. En ef sýning- in leitast við að varpa ljósi á eitt öðru fremur þá er það hvernig kvik- myndatæknin og myndrænar að- ferðir formsins höfðu áhrif á mynd- list Dalis út í gegnum ferilinn. Þannig má tengja hinar fjölmörgu umbreytingar og umskipti sem eiga sér stað á myndfleti ýmissa Dali- verka við ákveðna tegund af mynd- fléttu, og skugganotkun og skörun gefa vísbendingar um framrás tím- ans. Þá ber einnig fyrir augu allhroðalegt verk sem Dali málaði af stúdíómógúlnum Jack Warner, en algengt var að Dali notaði sér einnig frægar ímyndir kvikmyndaleikara á borð við Shirley Temple en setti þær í samhengi sem einmitt verð- ur að teljast ansi fjarlægt hefðbundinni ímynda- sköpun Hollywood. Það sem kannski vekur mesta athygli er heims- frumsýning 7 mínútna teiknimyndar, Destino, sem Dali hóf vinnu við fyrir sjálfan Walt Disney á fimmta áratugnum en lauk aldrei, enda þótt hann hafi varið tæpu ári við gerð teikninga og annars konar undirbúningsvinnu. Sagan segir að fundur Disneys og Dalis hafi fyrst orðið í kvöldverðarboði árið 1945 og hafi þá strax í kjölfarið verið farið að huga að samvinnu. Hins vegar leist Walt ekki meira en svo á hugmyndir Dalis þegar til kom að fallið var frá gerð myndarinnar. Nú hefur hins vegar Roy Disney, frændi Walts, ásamt John Hench, einum af upprunalegum samstarfs- mönnum Dalis við gerð myndarinnar, lokið við verkið, og segjast þeir hafa haldið sig eins nálægt upprunalegum hugmyndum Dalis og unnt var. Fullbúin, segir Roy, er myndin rós í hnappagat Disneys. Salvador Dali og kvikmyndin Um þessar mundir stendur yfir sýning í lista- safninu Tate Modern í London, Dali and Film, sem gerir tengsl Dali við kvikmyndalistina að umfjöllunarefni. Sýningin leitast við að varpa ljósi á hvernig kvikmyndatæknin og myndrænar aðferðir formsins höfðu áhrif á myndlist Dalis út í gegnum ferilinn. En þar er einnig heimsfrum- sýnd 7 mínútna teiknimynd, Destino, sem Dali hóf vinnu við fyrir sjálfan Walt Disney á fimmta áratugnum en lauk aldrei enda leist Disney ekk- ert á verkið. Disney-mynd Dalís Nú hefur Roy Disney, frændi Walts, ásamt John Hench, einum af upprunalegum samstarfsmönnum Dalis við gerð myndarinnar, lokið við Disney-mynd Dalís.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.