Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Bresku tónlistarmennirnir PaulWeller og Graham Coxon vinna þessa dagana sameiginlega að lagi sem nefnist „This Old Town“ og kemur út á smáskífu 2. júlí næst- komandi. Coxon, sem er þekktastur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Blur, segist vera mikill aðdáandi Wellers, en þeir tveir hafa aldrei unnið saman áður. „Ég hef verið aðdáandi Pauls mjög lengi og mér datt aldrei í hug að ég fengi tækifæri til þess að vinna með honum. Ég var svolítið stressaður fyrst þegar við hittumst en hann er mikill herra- maður, og auk þess ótrúlega góður söngvari og hljóðfæraleikari. Þetta hefur verið stórkostleg reynsla,“ sagði Coxon um samstarfið. Weller fór einnig fögrum orðum um Coxon. „Ég hef alltaf verið hrif- inn af Graham og tónlist hans þann- ig að það var mjög spennandi fyrir mig að vinna með honum,“ sagði Weller. Trommuleikari á smáskíf- unni er Zak Starkey, sonur Ringo Starr og trommari í Oasis og The Who.    Bandaríska rokksveitin Metallicahefur bæst í hóp þeirra sem koma fram á Live Earth-tónleik- unum í Lundúnum 7. júlí næstkom- andi. Tónleikunum er ætlað að vekja athygli á hlýnun jarðar og fara þeir fram víðs vegar um heim. Á meðal annarra listamanna sem koma fram á tónleikunum í Lundúnum eru Red Hot Chili Peppers, Beastie Boys, Foo Fighters, Snow Patrol, Ma- donna, Genesis, Black Eyed Peas, Bloc Party, Corinne Bailey Rae, Damien Rice, Duran Duran, James Blunt, John Legend og Keane.    Breska rokksveitin Oasis hefurupptökur á sinni nýjustu plötu í júlí, að því er Noel Gallagher, for- sprakki sveitarinnar, hefur greint frá. Oasis sendu síðast frá sér plötu árið 2005, en hún nefnist Don’t Be- lieve The Truth. Noel segir að stefnt sé að því að gefa nýju plötuna út næsta sumar, en bætir því þó við að það geti hæglega tafist. „Við erum búnir að semja lögin en það segir ekki alla söguna, síðasta plata var þrjú og hálft ár í smíðum,“ segir hann. „Það væri frábært að geta klárað plötuna fyrir lok þessa árs þannig að við gætum farið á tón- leikaferðalag næsta sumar, en það er rosaleg bjartsýni,“ sagði Noel í samtali við breska ríkisútvarpið BBC.    Mick Jagger talaði katalónskuþegar hann bað aðdáendur sína afsökunar á því að hafa aflýst nokkrum tónleikum í Barcelona og nágrenni í fyrra. Afsökuninni var sjónvarpað á Spáni á fimmtudaginn, en Rolling Stones hefja tónleika- ferðalag um landið innan skamms. „Okkur þótti þetta mjög leitt, en núna erum við tilbúnir,“ sagði Jag- ger á katalónsku, á meðan þeir Keith Richards og Charlie Watts hlógu að tungumálakunnáttu rokk- arans. Þulir sjónvarpsstöðvarinnar Canal 3 sögðu þó að katalónska Jag- gers væri „yfir meðallagi“. Aflýsa þurfti tónleikunum í fyrra vegna veikinda Jaggers. TÓNLIST Paul Weller Graham Coxon Oasis Ekki er langt síðan greinarhöfundur leitrokktröllið Bruce Springsteen horn-auga, taldi hann útbrunninn og óþol-andi skallapoppara með mikilmennsku- brjálæði, sællega táknmynd hins amríska draums, montrass sem kyrjaði um hungruð hjörtu og fæð- ingar í hinu fyrirheitna landi, – heiðursmeðlim fé- lags áhugamanna um hamborgara og sósu. Þessi reginvilla tók þó að rjátlast af moggaskríbent þeg- ar hann fyrir tilviljun hlýddi á vel valin tóndæmi af fyrstu plötum meistarans. Örlagalöðrungurinn reyndist loks dýrðleg hljómleikaplata sem glefsaði svo hressilega í eyru blaðamanns að hann kiknaði á hnjáliðum, fálmaði eftir stuðningi en skrikaði fót- ur, og hrapaði inní ólgandi töfraheim þessarar guðdómlegu ofurmúsíkur. Hann hefur setið þar fastur síðan. Platan heitir Hammersmith Odeon, London ’75 og kom út árið 2006, rúmlega þrjátíu árum eftir að tónleikarnir fóru fram. Á plötunni leikur áðurnefndur Bruce auk hinnar hrynheitu undrahljómsveitar The E Street Band. Tónleikar þessir voru hinir fyrstu hjá þeim fé- lögum á Bretlandseyjum. Mikil spenna var í mönn- um og kom ýmislegt til. Brúsi stóð í málaferlum við gamlan umboðsmann og fyrirhugaður konsert hafði verið blásinn upp af bresku pressunni. Band- ið skalf á beinunum en vildi þó fyrir alla muni sanna sig. Og þegar tónleikarnir loksins hófust braust streitan út einsog sprengja. Hljómsveitin spilar einsog veröldin muni farast um leið og síð- asta nótan hljóðni. Bruce kveðst ekki muna eftir einu andartaki. Hann þorði ekki einusinni að hlusta á upptökurnar, en þegar hann svo þrjátíu árum síðan gerði það voru menn fljótir að átta sig og gefa herlegheitin út. Ómögulegt er að benda á hápunkta á plötunni. Bruce hafði á þessum tíma gefið út þrjár plötur en lagavalið á tónleikunum er einkar gott, – flestir lagahöfundar myndu enda skera af sér augnhárin fyrir að hafa úr jafnsterku og fjölbreyttu efni að moða eftir einungis þrjár hljóðversplötur. Blaða- maður dansar iðulega af gleði þegar hann syngur með „Tenth Avenue Freeze-Out“, og klappar sam- an höndum þegar leikarnir æsast undir mitt lagið. Sautján mínútna útgáfa af „Kitty’s Back“ finnst honum ofsafengin þeysireið, píanó-„intróin“ á „It́s Hard to Be a Saint in the City“ og „The E Street Shuffle“ unaðsleg og útgáfan af „Rosalita (Come Out Tonight)“ algjör bomba; trommu- og bassa- leikurinn í viðlaginu hafa ósjaldan fengið grein- arhöfund til að reyta hár sitt af fögnuði. Þá eru „Lost in the Flood“ og „Jungleland“ þrælmögnuð, myrk og kraftmikil. Allur hljóðfæraleikur á plötunni er til fyrir- myndar, – gítar, bassi, orgel, píanó og trommur, – en hljómsveitin er svo þétt að áhlýðendum liggur við sturlun. Og hún er svo úthaldsmikil að dauðleg- um manni á borð moggaskríbent finnst hann hafa höndlað alvaldið eftir ítrekaða hlustun. Pásurnar á milli laga virðast svo rétt veita áhorfendum ráð- rúm til þess að klóra sér í hausnum; síðan æðir bandið aftur á stað eins og óstöðvandi hraðlest. Bossinn er í sínu besta formi á þessum tón- leikum; hann er skeggjaður, síðhærður, horaður, sveittur, fullur af metnaði; hann iðar um sviðið og dælir útúr sér endalausum götuskáldskap einsog vélbyssa, röddin ævinlega við það að bresta. Hann var ekki orðinn að risastórri rokkstjörnu þegar sveitin spilaði í Hammersmith Odeon árið 1975. Hann var hinsvegar alveg við það, og gagnrýn- endur höfðu löngum lofað plötur hans og tónleika. Já, nú hafa augu blaðamanns hafa opnast. Og Brúsarinn er jafnvel enn í fantaformi þessa dag- ana, líktog sannast á nýlegri þjóðlagaplötu hans, We Shall Overcome; The Seeger Sessions. Já! – og ekki er það oft sem greinarhöfundur fer jafnlof- samlegum orðum um hluti og hann hefur gert í þessu stutta spjalli. Og til þess að slá botninn úr mælinum mun hann nú svipta af sér hulunni og koma fram í fyrstu persónu: Hammersmith Odeon, London ’75 er sennilega besta hljómleika- plata rokkgrúppu sem ég hef heyrt. Hugnast mér hún! Á þeysireið með sæluhroll POPPKLASSÍK Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Á stundum barma tónlistarmenn sé yfir því að sífellt séu poppfræð- ingar að skipa þeim á bása, pönk- ari skuli vera pönkari og poppari poppari þó flestir hafi þeir gaman af ýmiskonar tónlist og allmargir vilji gjarnan fást við fleiri en eina gerð. Danstón- listarmenn hafa fundið leið út úr þessu – skipta bara um nafn fyrir hvert verkefni, en svo má líka bara taka slaginn eins og Leslie Feist gerir á nýrri skífu sinni og hefur reyndar gert í gegnum árin. Kemur af jaðrinum Leslie Feist kemur af jaðrinum í kanadískri tón- list, en þar hefur verið mikil gróska síðasta áratug eða svo. Hún er fædd og upp alin í Calgary og söng þar í kirkjukór áður en hún gekk í pönksveit fimmtán ára gömul, en um tvítugt flutti hún til Toronto og gerðist gítarleikari í rokksveit. Á næstu árum spilaði hún með ýmsum tónlistar- mönnum ýmsar gerðir tónlistar, lék til að mynda undir hjá Peaches og söng hjá öðrum listamönn- um. Hún tók líka upp sólóskífu sem litla athygli vakti, Monarch (Lay Down Your Jeweled Head). Ákveðinn vendipunktur á ferli hennar var þeg- ar hún gekk til liðs við fjöllistateymið Broken Social Scene eftir að hafa komið við sögu á þeirri fínu skífu Feel Good Lost 1999, en hún þekkti vel til leiðtoga sveitarinnar, Brendan Canning, eftir að hafa verið með honum í hljómsveit mörgum ár- um áður. Samhliða starfinu með Broken Social Scene, tónleikahaldi og tilheyrandi, hóf hún svo vinnu við aðra breiðskífu sína og segir svo frá að hún hafi séð fyrir sér að með skífunni gæfist henni kostur á að segja skilið við fortíðina. Nýjar leiðir Samstarfsmenn sína valdi Feist með það í hyggju að geta fundið nýjar leiðir, en þeir komu úr raf- eindatónlist á meðan hún var alin upp í óháðu rokki. Helsti liðsmaður hennar við vinnsluna var Jason Charles Beck, sem starfað hefur sem Chilly Gonzales, en hann beindi Feist á nýjar brautir meðal annars með því að spila fyrir hana Dusty Springfield. Þegar hún fór í hljóðver að taka upp skífuna vissi hún ekki hvernig platan yrði, vissi ekki einu sinni hvernig hún vildi að hún yrði. Hún kallaði á þá sem hana langaði að vinna með og þau byrjuðu á að taka upp lög eftir aðra, svona rétt til að hrista sig saman, en settust síðan niður til að setja sam- an frumsamin lög. Þó stóð aldrei beinlínis til að gera plötu, í það minnsta ekki fyrr en hún áttaði sig á að hún væri með nánast fullgerða breiðskífu í höndunum. Þriggja ára tónleikaferð Sólóskífan fékk heitið Let It Die og kom svo út 2004. Feist tók kynningu á skífunni föstum tökum því hún var tæp þrjú ár á ferðinni að kynna hana, 33 mánuði segir hún sjálf og grínaðist með það í viðtali við tímarit vestan hafs að hún hefði í hyggju að hefja framleiðslu á ferðatöskum, hún hefði orðið góða þekk- ingu á slíku eftir að hafa búið í einni slíkri á ferð um heiminn svo lengi. Öll vinnan skil- aði sér heldur betur, því Let It Die seldist vel um víða veröld, fór í nærfellt hálfri milljón eintaka og lag af henni rataði á smáskífulist- ann vestan hafs. Eftir stutt frí var svo kominn tími til að hefja vinnu við nýja skífu, en þá segist Feist ekki hafa vitað hvernig hún vildi að næsta plata yrði, en vissi þó hvernig hún vildi vinna hana. Plöt- una vann hún með Gonzales að nýju, lagði drög að henni í Berlín og tók svo upp í hljóð- veri í Frakklandi, eða réttara sagt í sama húsi og viðkomandi hljóðver vegna þess að hana langaði ekki að loka sig inni í hljóðveri enn og aftur – hún lét leggja snúrur milli hæða og tók skífuna svo upp í stofunni ofan við hljóðverið. Notalegt andrúmsloft Þetta skapaði svo notalegt andrúmsloft að nokkur laganna eru bara ein taka, enda vildi hún gera plötu þar sem allir væru að vinna saman og treystu hver á annan, en ekki á eftirvinnslu í Pro Tools, eins og kom fram í viðtali hennar við vefrit- ið Pitchfork fyrir skemmstu. Öll lög eftir aðra sem átti að taka upp fóru svo í glatkistuna, henni leið að sögn svo vel að vera að gera eigin lög að hana langaði ekki að stíga inn í heim annarra að þessu sinni. Að því sögðu þá er eitt lag á skífunni, Sea- lion, þar sem hún endurgerir gersamlega gamlan húsgang, See-Line Woman, sem hún hefur frá Ninu Simone. The Reminder kom svo út 1. maí síðastliðinn. Notalegt stofupopp Söngkonan Leslie Feist söðlaði um á annarri breiðskífu sinni, sneri baki við rokki og pönki og sté fram sem framúrskarandi fjölhæfur lista- maður í dægilegu framúrstefnulegu poppi – í stað hrárra gítara komu rafeindahljóð, strengir og á köflum ansi íburðarmiklar útsetningar. Fyrir vikið komst hún á allra varir, naut hylli víða um heim, og margir hafa beðið nýrrar breiðskífu með eftirvæntingu. Sú plata er svo loks komin, heitir The Reminder og hefur fengið fína dóma. Ákveðin Kanadíska söngkonan Leslie Feist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.