Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur hanna.bertrand@isl.is L istamenn og kenni- smiðir CoBrAhreyf- ingarinnar (1948- 1951) litu ekki ein- vörðungu til listar „frumstæðra“ þjóða í leit að fyrirmynd í listsköpun, heldur ekki síst til frumsköpunarkrafts manns- ins almennt og töldu sig finna hann m.a. í barnateikningum, í óbeislaðri sköpunar- þörf ungviðisins. Þá er ekki einungis átt við teikningar í anda barna af þekktum persónum úr ævintýrum eða óþekktum furðuverum sprottnum úr hugarfylgsn- um, áberandi í málverkum CoBrA á ár- unum 1948-1950 (Asger Jorn, Karel Appel, Constant, Corneille), heldur er at- hyglisvert að líta nánar á sambandið á milli hinnar eiginlegu listhugsunar hreyf- ingarinnar og bera saman við sköp- unarferli hjá börnum sem tjá sig í mynd- máli eða á annan skapandi hátt. Í málgagni hreyfingarinnar skrifar danski listamaðurinn og einn forsprakka CoBrA, Asger Jorn árið 1951:1 „Það er rétt að frumstæð list, alþýðu- list og list barna á sér sameiginlegan stíl sem aðgreinir hann frá stíl hinnar klass- ísku listar og er svipaður þeim stíl og þeirri nálgun sem listamenn í CoBrA hafa tileinkað sér. En er hægt að draga þá ályktun af því að list þeirra sé barna- leg?“ Oft má sjá einmitt þessu tvennu rugl- að saman; málverkum CoBrAlistamanna sem mörgum finnst líkjast barnalist, þar sem áhrifavaldur, einkum hjá hinum hol- lensku listamönnum Corneille og Con- stant, voru barnateikningar, svo aftur aðdraganda og sjálfu sköpunarferli og nálgun sem svipar til barna sem engan veginn hefur fengið nægilega athygli í skrifum um CoBrA. Í rauninni, ef reynt er að skilgreina nokkur hugtök til að nálgast helstu einkenni listsköpunar CoBrAlistamannanna, þá koma upp um leið frumhugtök, þau hin sömu og eru vel þekkt og hafa verið ítarlega rann- sökuð af sérfræðingum í teikningum barna. Þessi lykilhugtök eru hið ósjálf- ráða (spontant), óbælda og frjálsa, sköpunargleði, sem tengist þá hinu upp- runalega og ósvikna, efnið og áferðin, til- raunastarfsemi og leikurinn, hið frum- stæða, fjölbreytilegir listmiðlar og samvinna. Hið ósjálfráða, óbælda og frjálsa Kennismiðir CoBrAhreyfingarinnar, As- ger Jorn, Christian Dotremont og Con- stant, voru sannfærðir um það að í hverjum manni byggi sterk tjáningarþrá sem búið væri að bæla niður með ríkjandi listhugmyndum og stefnum; ef þessi ríkjandi norm hámenningar myndu hverfa, vaknaði ósjálfrátt frumþörf og þrá mannanna til að tjá sig óbeislað; við tæki alþýðulistsköpun sem næði til allra og allir tæku þátt í. Hinir fullorðnu gætu tileinkað sér hina ósjálfráðu tjáningu, sem er frá náttúrunnar hendi eðlislæg börnum og frumstæðari þjóðfélögum. Jorn skrifaði jafnframt:2 „Tilraunir okkar eru til þess gerðar að hin sjálfsprottna hugsun heyrist, án nokkurs eftirlits skynseminnar. Með þessari aðferð hins ósjálfráða og órök- rétta finnum við sjálfa lífsuppsprettu mannsins. Markmið okkar er að hverfa burt frá hinu rökrétta sem hingað til hef- ur verið og er enn ekkert annað en fegr- uð mynd af drottnun borgarastéttarinn- ar, sem leiðir til yfirráða yfir lífinu sjálfu.“ Í augum Corneille átti listin ekkert sameiginlegt með fegurðinni. Asger Jorn taldi „hvorki hið fagra né hið ljóta til».3 Það sama skrifar hollenski CoBrAlista- maðurinn Constant: „Fyrir okkur er hvorki til hið fagra né hið ljóta, við álít- um algjöra nauðsyn að eyða allri fag- urfræði, hugtakinu um fegurð, því hún takmarkar tjáningarleiðir.»4 Listamennirnir afneita allri forvinnu sem gæti heft frjálst flæði úr sköpunar- brunni, listamaðurinn skyldi tjá sig á beinskeyttan, ósjálfráðan hátt, án nokk- urra hömlunarþátta. Tjáningarmáti barna er einnig ósjálf- ráður, frjáls og óháður. Ekki þarf annað en fylgjast með barni sem teiknar: stundum gefur barnið myndefnið í skyn áður en það hefst handa en yfirleitt veit það ekki hvert teikningin mun leiða það; skyndilega, án þess að hika, dregur það fyrstu strikin. Nokkrar línur tengjast, án þess að hægt sé að átta sig á nokkurn hátt á því hvað þær eigi að tákna. Barnið dregur upp útlínumynd en smám saman birtist hjá því visst táknkerfi sem hægt er að ráða í eða jafnvel alls ekki, en myndin er engu að síður þrungin merk- ingu og opnar fyrir margvíslegar túlk- unarleiðir. Á öðru aldursári dregur barnið línur, slóð, klessur, doppur. Það sem heillar barnið einkum er varanleiki þessara merkja sem það dregur. Ef barnið fengi algjört frelsi til að teikna í leik, þá hefði það unun af því að handleika alls kyns möguleg og nærtæk efni skilja eftir sig ummerki, með vatni, sandi, mold, máln- ingu. Hjá svona ungu barni eru tengsl á milli þess t.d. að handleika mat og skilja eftir slóð. Þetta er listræn tjáning, oft misskilin af foreldrum! Þannig er þessi þörf barnsins, að skilja eftir sig «slóð», undanfari þeirrar grafísku virkni barnsins sem á eftir fylgir. Tengingin er augljós við barnastíl- inn þegar horft er á mikilvægi þessara sömu hugtaka í CoBrAhreyfingunni; slóð, klessa.5 Hjá barni, fyrir þriggja ára aldur, er þessi slóð eða merki upphaf fígúratífra teikninga en er því einnig eðlislægt og ómeðvitað. Þetta skeið í þroska barnsins og teikningu er kallað krot- eða kras- stímabil, teikningar sem barnið rissar upp með taktföstum hreyfingum, punkt- um og spíralformum þangað til allt í einu birtist vilji til að loka formunum, birtist þá fyrsti hringurinn, lokað hringform, fyrstu andlitin. Þetta mikilvæga skeið í þroska barnsins hefst þegar barnið áttar sig á því að það er fært um með vissum fjölda tákna að tjá nánast hvað sem er, eða hverfa algjörlega frá slíku ef það mistekst.6 En sé vel að gáð má merkja að þó svo að þetta forskeið í fígúratífri teikningu barna hefjist um þetta leyti, skjótast inn línur sem þurfa ekkert endilega að hafa neina merkingu fyrir barnið eða standa sem tákn fyrir ytri heim. Hægt er að segja að upphafið á vissri formvitund hjá barninu tengist smátt og smátt tákn- myndum.7 Barnið á þessum aldri reynir ekki að gera fallega mynd í samræmi við viðurkennda fagurfræði eða „rétta“ mynd af veruleikanum t.d. með notkun fjarvíddar. Á aldrinum 4ja til 11 ára hef- ur barnið komið sér upp formbirgðum sem það notar til að tákna ytri veruleika, hlutveruleika sem aðrir gætu þekkt í teikningum þess. En það virðist á engan hátt undirstöðuatriði í skynjun og sjón- rænu raunsæi þess. Ef litið er á fyrir- bæri sem kallast transparence eða gegnsæi, þá teiknar barnið t.d. hús sem er gegnsætt og bæði sést að utan sem innan; fyrir koma nokkur sjónarhorn í sömu teikningu en ekki bara eitt, fjar- vídd er ekki notuð og ofuráhersla er á smáatriði. Barnið reynir ekki að draga fram raunsæi í teikningum sínum, heldur reynir oftast (þó ekki alltaf) að tákna fjarlægan hlut sem ekki er til staðar, persónur eða aðrar fígúrur, aðstæður sem eru læsilegar og auðveldar. Líkt og listamenn CoBrAhreyfingar- innar, þá getum við staðsett barnið í teiknitilraunum sínum í algjörri and- stöðu við sjónrænt raunsæi endurreisn- artímabilsins í listum. Á sérhverju stigi þroskaferils þess tileinkar barnið sér vissan hóp tákna, en oftast eru þessi form til þess ætluð að skissa upp fram- setningu sem er í beinum tengslum við menningararfleifð okkar: myndir barns- ins sem það er vant a og á stóran þátt í sky leikanum.8 Sköpunargleðin Í augum CoBrAhrey CoBrA og barnalis Sköpunargleði og leikur Flautuleikarinn Verkið er eftir Constant (1920-2005) (De Fluitist, 1949 Gvass og teikning, 32, 5 x 24, 4 cm). Con fyrir áhrifum frá barnateikningum eins og sjá má glögglega í þessari teikningu hans. Þetta verk er á sýningunn NÚ stendur yfir sýningin CoBrA Reykjavík í Listasafni Íslands en á henni er sérstöku ljósi brugðið á samskipti danskra og íslenskra listamanna í CoBrA hópnum sem var stofnaður 1948 og hélt velli til ársins 1951. Í þessari grein er fjallað um lítt rannsak- aðan þátt í verkum hópsins, barnateikningar sem þó voru þeim mikil uppspretta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.