Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 9
að sjá allt um kring ynjun þess í veru- yfingarinnar eru hug- tökin frelsi og hið ósjálfráða eða sjálf- sprottna, hið alþýðlega og mannlega sett saman í eitt hugtak, sköpunargleði. CoBrA flöktir því á milli fagmennsk- unnar og samruna við listsköpun í anda alþýðulistar og sjálflærðra listamanna; markmið CoBrA var að ná til hinna al- mennu útbreiddu hæfileika hjá mann- fólkinu sem ekki höfðu verið að þeirra mati nýttir sem skyldi hingað til í sam- félaginu. Útópíska sýnin um almenna, frjálsa sköpunargleði manna er þó ólík alþýðu- listinni að því leyti að alþýðulist tengist oft einkum nytjagildi verka sem er fjar- lægt CoBrAmeðlimum og börnum. Hug- takið alþýðulist getur verið villandi og á við margvíslega list, ýtir oftar en ekki undir tilfinningu um vankunnáttu hand- verksmannanna en ef til vill felst megin- munurinn í fylgispekt listamannsins eða handverksmannsins þar sem ætlunin er að fá borgun fyrir verkið og svo aftur andstæðan, þar sem ríkir meiri andi fantasíu og hugmyndin að «leiknum» eins og þegar barnið skapar. Alþýðulistin fær í raun aðra merkingu hjá CoBrA sem útópísk sýn, þar sem allir skapa án hafta, og markmiðið er ekki annað en frjáls sköpunargleði. Það var einkum Jorn sem einbeitti sér að list fyrir fólkið, því að hans mati var alþýðulistin sú eina sem gat orðið alþjóðleg. Efnið, áferðin, leikurinn og tilraunastarfsemin Svokallaður materialismi eða efniskennd var mikilvægt hugtak fyrir CoBrAlista- mennina. Í listsköpun sinni láta þeir efn- ið leiða sig áfram og eiginleika þess, út- koman gat því orðið tilviljunum háð og óvænt. CoBrAmenn vísuðu hér oft í skrif franska heimspekingsins Gaston Bachel- ard um efnið og ímyndunaraflið.9 Asger Jorn skrifar í CoBrAblaðinu númer 2 (1949):10 „Hin efnislega list á […] að setja listina í fyrra horf, á grunni skilningar- vita. Við segjum setja aftur í fyrra horf því við álítum að uppruna listarinnar sé að finna í hinu sjálfsprottna og efnislega. Það var hinsvegar hin torráðna klassíska list sem setti listina í andlega vídd og vitsmunahyggju“. Auk mikilvægis efnisins, hins sjálf- ráða, var áhersla lögð á það að allur lík- aminn tæki þátt í sköpuninni, að mála og að skrifa væri líkamleg athöfn. Bæði Christian Dotremont og Jorn lögðu ríka áherslu á að listsköpun væri líkamleg at- höfn. Þegar CoBrAhreyfingin leið undir lok, hélt Dotremont áfram með þessa hugmynd sína, þróaði, og leiddi í þá gjörð að spinna ljóð, leika af fingrum fram hin svokölluðu textaverk (logog- ramme) nokkurs konar ljóð-myndir og orð-myndir, þar sem litið er á skrift sem efni, áferð og líkamlega athöfn en ekki vitsmunaleg. Í CoBrAblaðinu nr. 4 (1949) skrifar Dotremont:11 «Í þessu tilviki er stór og mikil litak- lessa sem öðlast gildi. Hún er eins og öskur úr hendi listmálarans, sem formal- isminn hafði múlbundið. Hún er eins og öskur efnisins sem formalisminn vill setja í ánauð í þrældómi hugans«. Sam- kvæmt Dotremont fólst í þessum formal- isma hinn gamli súrrealismi, natúralismi og abstraktlist; fagurfræði sem nú þurfti að hverfa frá að hans mati. Áherslan hjá Dotremont og Jorn á tjáningarfrelsi með ólíkum listmiðlum er í samræmi við nálgun barnsins sem leik- ur sér og tjáir sig á fjölbreytilegan hátt, jafnframt því sem það kannar umhverfi sitt með skynfærum sínum: barnið horf- ir, hlustar, snertir og finnur. Á sérhverju þroskaskeiði breytist og þróast næmi og hæfileiki barnsins, hreyfihæfni og skynjun og breytir þann- ig myndrænni tjáningu þess.13 Hjá barninu fæðast formin aldrei án þess að það finni fyrir ánægju einungis yfir forminu sjálfu. Margar rannsóknir á þroska barna hafa sýnt fram á mikilvægi þessa næmis gagnvart efni og hlutum. Teikningar barnsins eru því sjaldnast eftirmynd raunveruleikans að því leyti að barnið er ávallt virkt í skilningi og sköpun á „sínum“ veruleika. Leikurinn tengist aftur á móti ánægjunni í tilrauna- starfseminni, að uppgötva og prófa; með því að prófa sig áfram á þennan hátt í gegnum leikinn, þroskar barnið með sér greind og sankar að sér þekkingu.13 Því má segja að barnið, líkt og lista- menn CoBrAhreyfingarinnar, dragist einkum að hinu ósjálfráða, spuna og leik með því að prófa sig áfram í nokkurs konar rannsóknum og ferli, á mörgum sviðum listsköpunar, með margs konar efnum og miðlum, í því skyni að þroska sjálfan sig. Inngreypt minni og hið frumstæða Tjáning og sköpun í anda hins sjálf- sprottna er því mikilvæg hjá CoBrA. Fjöldi greina um mannfræði, þjóðlegar listir og fornleifafræði í CoBrAblöðunum undirstrikuðu þessa sýn listamannanna í hreyfingunni, sem leituðu á náðir barna- listar, náttúrunnar, alþýðulistar og for- sögu.14 Þetta hugtak um eðlislægar minning- ar, inngreyptar í vitund mannanna um forsögu og hefðir, gerði það að verkum að of mikil einföldun virðist að flokka list þeirra sem abstrakt eða figúratífa. Markmið listar þeirra var að búa til form sem í var líf, ábúendur. Líkt og í for- sögu, í fornlist, grunnur sem listsköpun byggist á og er inngreypt sem minni í vitund okkar, ef til vill rituð í líkama okkar, sem sýnir og sannar að ávallt er hægt að eiga samræður og samskipti við þá sögu sem er stór hluti af manninum. Hugtakið hið «frumstæða» kemur oft fyrir í skrifum CoBrAmanna. Þeir heill- uðust af afrískri list, naívisma, grímum Eyjaálfu, norrænni miðaldalist, þjóðlist og goðafræði. Það má segja að kenni- smiðir hreyfingarinnar leggi áherslu á þetta inngreypta minni, því til að halda til framtíðar, í átt að útópíu, þurftu þeir að vera meðvitaðir um sögu og menning- ararfleifð. Ímyndun og tákn Í fjölmörgum verka CoBrA sjást alls kyns verur, furðuverur sprottnar úr ímyndunaraflinu, líkt og sjá má í teikn- ingum barna, og þau form sem birtast í verkum CoBrAmanna og kvenna, líta út fyrir að vera gefið líf með tilstuðlan þessa minnis sem áður var fjallað um. En öll form, jafnvel hin geómetrísku, eru hlaðin merkingu; þau eru táknræn, tengjast hvoru í senn hlutveruleika sem við þekkjum og svo aftur hinu huglæga.15 Í stað draumsins og undirmeðvitundar, svo mikilvæg hjá súrrealistunum, er óbeislað hugmyndaflugið í forgrunni hjá CoBrAhreyfingunni, þaðan spruttu fíg- úrurnar. Um leið og barnið hefur aldur til og vill lýsa einhverju í teikningum sínum, fer það að sjást sem það heillast af, m.a. í myndskreytingum og sögum. Mynd- irnar verða ríkar af tilfinningum sem nokkuð auðvelt er að rýna í en teikningin er einnig skrift, myndmál, þar sem hægt er bókstaflega að lesa tjáningu barnsins, sérkenni teikninganna, en einnig rýna í hreyfingar barnsins við teikningar og at- höfnina eina og sér; hvernig skynjar það umhverfi sitt, hvernig sér það heiminn, hvernig kemur barnið þessu til skila í teikningum sínum ?16 Barnið notar þetta kerfi myndmáls til að tjá langanir sínar, ótta, og það endur- varpar þessum tilfinningum í form, að- stæður og persónur í teikningum sín- um.17 Barnið er þó með öllu vakandi en ekki í draumi þegar það veitir okkur þessa sýn, þessi teikning er afar ólík t.d. hinni ósjálfráðu skrift sem súrrealistum var svo hugleikin í listsköpun þeirra, því barnið hefur raunveruleikann með í för sem það skynjar sterkt og þekkingu þess á honum. Fjölbreytileg listform – samvinna Það sem er einnig afar mikilvægt í CoBrAhreyfingunni er viljinn til að rífa niður þau skilrúm sem aðgreindu mál- aralistina frá öðrum listmiðlum. Hóp- urinn, sýningar þeirra og CoBrAblöðin voru í anda þessarar fjölfaglegu hugs- unar. CoBrA boðaði samvinnu lista- manna, var á móti allri sérhæfingu þeirra, þannig áttu ljóðskáld að mála og listmálarar að yrkja (ljóð-málverk). Eitt þekktasta samvinnuverkefni í CoBrA átti sér stað í ágúst og september árið 1949 í sumarhúsi í Bregnerød í Danmörku. Hafði Jorn fengið húsið að láni með því skilyrði að myndskreyta beint á veggi, loft, hurðir og veggi hússins. CoBrA- meðlimir ásamt mökum og börnum tóku þátt í þessu verkefni þar sem kristallast hugsjónin um samvinnu, þátttöku allra og alþýðulist án sérhæfingar, sem var svo ofarlega í huga Asgers Jorn. Spurningunni um notkun nýrrar tækni var margsinnis varpað fram af Dotre- mont og einnig Constant, sem lagði ríka áherslu á «tímaskekkju þeirrar listrænu handverksiðju», málverksins, á tímum þegar nútímatækni bæði upp á aðra möguleika. Frjáls list framtíðarinnar væri list sú sem styddist við nýja tækni. Ljósmyndun var listmiðill sem féll vel að þeim hugmyndum og einnig kvikmynd- list. Nota skyldi þann listmiðil og listform sem hentaði listamanninum hverju sinni. Áhorfandinn eða listneytandinn átti að vera þátttakandi og ekki síst vilja eiga þessi samskipti við listamanninn í gegn- um verkið og skynja tjáningarmátt hans og frásögn í því, um það snerist hin nýja útópíska sýn CoBrA; miðlun og sam- skipti við áhorfanda og næmi áhorfand- ans til að lesa úr listafurðinni í hvaða formi sem sú listsköpun var. Barnið hegðar sér að sama skapi í beinum tengslum við þá miðla eða «verkfæri» til tjáningar sem eru því næstir: barnið endurskapar á sinn hátt þann raunveru- leika sem það skynjar, smáatriði sem að þess mati eru stórvægileg, rík tjáning- arþörf með efni og tilraunir með liti og form, mismunandi sjónarhorn. Aftur til upphafsins CoBrAhreyfingin var stofnuð árið 1948, ekki löngu eftir lok seinni heimsstyrjald- arinnar; rann þá upp tími framtíðarvona og annað tækifæri mannanna til að læra af reynslunni og láta slíkar stríðshörm- ungar ekki yfir sig ganga aftur. Að sama skapi taldi CoBrAhreyfingin hina klass- ísku fagurfræði vera fallna og leitaði í væntingum sínum til upprunans, hins ósvikna, eins og Asger Jorn skrifaði, „uppruna listarinnar í hinu ósjálfráða. Það mætti telja augljóst að vísun Jorn ætti við óbeislaða og ósjálfráða sköp- unargleði einkennandi hjá ungum börn- um, þar sem hugmyndaflugið og leik- urinn ráða ferðinni: þó svo hreyfingin sjálf líði undir lok árið 1951, halda marg- ir af CoBrAlistamönnum leiknum áfram, í anda CoBrA.  1 Asger Jorn, Lettres à plus jeune (Paris, 1998). Um er að ræða óbirtan texta frá 1951 sem átti á sín- um tíma að birtast í síðasta tölublaði CoBrAblaðsins. 2 Asger Jorn, « Discours aux pingouins », CoBrA, n° 1 (mars, 1949). 3 Ibidem. 4 Constant, « Manifeste », Reflex, n° 1 (septembre- octobre, 1948). 5 S. Decobert et P. D’Alfonso, Le dessin dans le trava- il psychanalytique avec l’enfant (Paris, 1995). 6 Christian Dotremont fjallar bæði um þetta krot- tímabil í CoBrAblaðinu og vísar einnig í TAT próf 7 B. Golse et C. Bursztejn, Penser, parler, représenter- émergence chez l’enfant (Paris, 1990). 8 D. Widlöcher, L’interprétation des dessins d’enfants (1977). 9 Franski heimspekingurinn Gaston Bachelard var mikill áhrifavaldur CoBrAmeðlima og þá einkum skrif hans um drauminn og efniskenndina, ímynd- unaraflið og efnið, sbr. La terre et les rêveries de la volonté (Paris 1947). 10 Asger Jorn, «Un art matérialiste», CoBrA, n° 2 (mars, 1949). 11 Christian Dotremont, « Le Grand Rendez-vous Naturel », CoBrA, n° 4 (novembre, 1949). 12 D. Widlöcher, L’interprétation des dessins d’en- fants (1977). 13 B. Golse, Le développement affectif et intellectuel de l’enfant (1992). 14Alls voru gerð tölublöð af aðalmálgagninu, Cobra, á árunum 1948-1951; númer 8-9 varð þó ekki prent- að. Einnig var prentað blaðið Litla Cobra (Petit Cobra) 4 tölublöð og svo Pínulitla Cobra (Tout Petit Cobra). Í Cobrablaðinu númer 4 (1949) eru birtar teikningar eftir börn og sýndar samhliða verkum og teikningum listamanna á boð við Appel, Constant, Corneille, Jorn og Carl-Henning Pedersen. 15 Jean-Clarence Lambert, CoBrA - un art libre (1983). 16 D. Widlöcher, L’interprétation des dessins d’enfant (1977). 17 D. W. Winnicott, Jeu et réalité, l’espace potentiel (Paris, 1975). st nstant var einn þeirra listamanna í CoBrA sem var hvað mest ni CoBrA Reykjavík, í Listasafni Íslands. Höfundur er listfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.