Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 15 Þetta konkretljóð er ort á Silver Reed EZ 21 ritvél. Það varð á sínum tíma útundan þegar ég fyrir rétt tíu árum birti 22 ljóð í sérriti Bjarts og frú Emilíu en þau voru öll gerð á fyrrnefnda ritvél. Önnur ljóðabók Tómasar Fagra veröld kom út haustið 1933. Hann á von á ritdómi um bókina. Ljóðskáldið | Óskar Árni Óskarsson fæddur í Reykjavík 1950 Morgunblaðið/Kristinn Ljóðabækur eftir Óskar Árna Óskarsson: Handklæði í gluggakistunni (1986), Einnar stjörnu nótt (1989), Tindátar háaloftanna (1991), Norðurleið (1993), Regnhlífarnar í New York (1993), Ljós til að mála nóttina (1996), Án orða: konkretljóð (1997), Vegurinn til Hólmavíkur (1997), Myrkrið kringum ljósastaurana (1999) og Loftskip (2006). Morgunblaðið/Ásdís Ármann Hann hefur nýlokið við skáldsöguna On Beauty eftir Zadie Smith sem hann segir hafa sterk tök á frásagnarlistinni og eiga brýnt erindi sem ég er enn að hugsa um. Lesarinn Í svefnherberginu mínu eru aðeins bækursem ég á enn ólesnar að hálfu eða fullu. Þær eru nú 41. Á hinn bóginn lauk ég nýlega við bók sem kom mér á óvart; hún var keypt sem félagi á einmanalegri ferð og er þykk en reyndast ekki erfið í lestri. Hún heitir On Beauty á frummálinu en höfundurinn er Zadie Smith. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hana en þær verða fleiri því að hún hefur sterk tök á frásagnarlistinni og á brýnt erindi sem ég er enn að hugsa um. Sagan greinir frá tveimur fjölskyldum í Nýja-Englandi og gamla Englandi sem minna nokkuð á fjöl- skyldurnar tvær í Hávarðsenda eftir E.M. Forster og það gera skipti þeirra einnig. Mik- ið hefur hins vegar breyst og í þessari sögu er fjallað um átök nýrra tíma, ekki síst stöðu afr- ískættaðra í gömlu nýlenduveldunum en líka um listina sjálfa og hvernig stundum fara saman göfug hugðarefni og ógöfugar hvatir. Seint í bókinni er lýst málverki sem ein per- sónan skoðar í tölvu sinni og þegar ég las þann kafla varð mér litið á vegginn heima en þar er eftirprentun af þeirri sömu mynd. Og þá þótti mér smástund sem Zadie væri töframaður. Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur. Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Svik og pretti kallaði maður það þegar beðiðvar um sögu og maður fékk ýmist söguna af kerlingunni rögu sem ég hef sagt ykkur, eða þessa hér. Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau áttu sér kálf. Nú er sagan hálf. Hann hljóp út um víðan völl, og nú er sagan öll. Oftast fengu nú góðar stelpur betri sögu en þessa. Og sú var tíðin að ekki var krakka svo sögð saga, að ekki fylgdu vegleg sögulok. Sögulokin fylgdu öllum sögum, hvort sem það var Bláskjár eða Búkolla. Það kom fyrir að sögulokin voru lengri en sagan sjálf, og jafn- vel skemmtilegri. Það skipti engu máli hvort þau sem „unnust“ voru Fóa og lambið, eða Þyrnirós og prinsinn – svona var þetta bara. Þetta kalla ég klassík. Unnust þau bæði vel og lengi, áttu börn og buru grófu rætur og muru, smjörið rann, roðið brann, sagan upp á hvern mann sem hlýða kann. Brenni þeim í kolli baun, sem ekki gjalda mér sögulaun fyrr í dag en á morgun. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri og úti er ævintýri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.