Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Síða 1
Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Kurr er lævíslegt nafn á fyrstu plötuhljómsveitarinnar Amiinu þvíhvernig ætti hljóðlát, fíngerð ogbrothætt tónlist hennar að geta valdið kurr meðal hlustenda? Orðið er reyndar líka notað yfir hljóðið sem æðarfugl og dúfa gefa frá sér en tónlist Amiinu er ekki kurr í þeim skilningi. Tónlist Amiinu er með stórt hjarta. Það er eins og hún sé samin til þess að hugga mann eða gæta manns. Hún nálgast hægt og yfirvegað. Fyrst í stað er eins og hún ætli ekki að hætta sér of nálægt en síð- an smámsaman umvefur hún mann og allt virðist í stakasta lagi um stund. Maður gæti verið staddur á lítilli kænu úti á rúmsjó um miðja sumarnótt. Það væri algjör stilla og maður lægi á bakinu, horfði upp í himininn þaðan sem tónarnir bærust og stöku fugl flygi yfir. En síðan eftir að hafa hlustað á dásemdir himinsins missir maður jafnvægið, rétt eins og úti á rúmsjó þegar allt er fljótandi í kringum mann og festan virðist lítil. Þá finn- ur maður að hjartað er ekki bara stórt held- ur líka þungt og reynt. Og getur jafnvel valdið kurr. Þá fyrst veit maður að maður er í réttum höndum. Stórt hjarta MENNINGARVITINN Laugardagur 30. 6. 2007 81. árg. SUMARBÓKIN Í ÁR! 17 skemmtilegar og spennandi sakamálaþrautir sem þú spreytir þig á. ÁGÆTU ÍSLENDINGAR! ÓBORGANLEGAR SÖGUR AF EYJAMÖNNUM ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞESSA! Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöð- um slær máli á látna – og lifandi, Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl, Ingi- björg Johnsen geymir jólaveltuna á óvenjulegum stað, Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri,, Binni í Gröf glímir við Landhelgisgæsluna og Bogi í Eyja- búð fær gos – og það stærri skammt en hann hugði. 2. sætið á Hand- og fræðibókalista Eymundsson, 30.05.07-05.06.07 lesbók GEORG GUÐNI SVARTIR SANDAR Í DUMBUNGI OG FJALL Í FJARSKA SEM VIRÐIST HAFA GLEYMST AÐ GEFA NAFN » 3 Einu sinni var prinsessa sem hét Díana ... » 2 Benedikt Erlingsson myndi veita þorrablóti Grímuna ef hann ætti að velja á milli þess og einhverrar sýn- ingar á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. „Mér finnst ég hafa upplifað á þorrablóti úti á landi meiri og sterkari leiklist en á stóra sviði Borgarleikhússins,“ segir Benedikt í viðtali við Hávar Sigurjónsson í Lesbók í dag. Í viðtalinu ræðir Benedikt meðal annars um gagnrýni; hann segir erfitt að skrifa hana af auðmýkt og væntumþykju en auðvelt að vera ill- gjarn og meinfýsin. Sjálfur var hann sagður leika eins og „vælandi pissudúkka“ í fyrsta hlutverki sínu, Galdra-Lofti í Borgarleikhúsinu 1994. » 4 Morgunblaðið/G.Rúnar Benedikt fellir grímuna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.