Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ! Í 19. aldar kirkjum má stund- um finna minningarskildi frá elskandi eiginmönnum um látn- ar konur sínar. Kona er sögð trygglynd, geðprúð, hreinlynd og hjartagóð. Önnur er trúlynd, viðkvæm, guðhrædd og þraut- góð. Dyggðirnar opinbera við- horf og væntingar til fyrri alda kvenna. Dyggðir kvenna voru ekki útrásar- gjarnar líkt og hugrekki og víðförli og kröfðust ekki menntunar líkt og viska og réttlæti. Dyggðir kvenna fólust fremur í þakklæti og birtust í trú, von og kær- leika, iðni og þrifnaði, siðsemi, hreinlæti og skírlífi, blygðun, ljúflyndi og auð- mýkt, virðingu, lítillæti og vinsældum. Dyggðir fyrri alda hverfa ekki átaka- laust heldur fylgja þær kynslóðum og ekki er heiglum hent að kveða þær nið- ur. Oft var um fallegar og nytsamlegar dyggðir að ræða en gallinn sá að konur áttu að tileinka sér þær en karlar ekki. Ástæðan fyrir því að viljaföst kona er oft sögð frek er falin í lofi á kvenlegum dyggðum fyrri alda s.s. lítillæti, auðmýkt og ljúflyndi. Þá áttu konur að sinna öldr- uðum, sjúkum og börnum af trú, von og kærleika og hljóta þakklæti fyrir. Fyrri alda tilætlunarsemi hefur haft þau áhrif að launakjör umönnunar- og uppeldis- stétta hafa aldrei verið góð. Djúpt í hug- skotum nútímans blundar sú úrelta hug- mynd að konur eigi að sinna hrjáðum í sjálfboðavinnu. Flestir segjast undrandi á því að ekki skuli enn hafa tekist að þurrka út launa- mun kynjanna, að konu séu boðin lægri laun en karli og að í kerfinu skuli líðast launaskekkja sem bitnar á konum. Margir segjast skelkaðir að heyra að jafnt konur sem karlar láti kyn ráða launatilboði, að karlar hafi óútskýrt for- skot á konur á vinnumarkaðinum. Þó voru þetta ekki nýjar fréttir því kenn- ingin um að kyn skipti máli hefur lengi verið við lýði. Áróðurinn um að kyn skipti ekki máli hefur þó óneitanlega beðið hnekki við þessar fréttir. Óútskýrður launamunur kynjanna er jarðvegur sem útópían um frjálsan markað framboðs og eftirspurnar festir ekki rætur í. Ástæða launamunarins er nefnilega grafin í félagslegum arfi sem verður ekki rifinn upp með rótum. Lík- legt er að kynbundnar dyggðir sem 19. aldar menn hömpuðu ákaft hafi áhrif á laun og frama karla og kvenna á 21. öld- inni. Stúlkum var kennd nægjusemi, að heiðra foreldra sína og að vera lítillátar en drengjum frumkvæði, hugrekki og að geta sér góðan orðstír með afrekum sín- um. Allt dyggðir sem kenna átti kynj- unum jafnt. Kynja- og félagsfræðingar hafa ára- tugum saman fært sönnur á að kyn er stórpólitísk breyta sem hefur áhrif á völd, virðingu og laun kynjanna. En hver vill hlusta ef það hentar illa? Óútskýrð snilligáfa einstaklinga er lofuð í hástert – en enginn vill kannast við áhrif hags- muna, vináttu, ætternis, kyns og klæð- skerasniðinna atvinnuauglýsinga sem skilja á milli feigs og ófeigs. Jafna mætti hlut kynjanna t.d. með tímabundnum kynjakvótum en flestir virðast alfarið á móti þeirri aðgerð því ekki má „hygla“ konum – það er í and- stöðu við lítillæti kvenna fyrri alda – auk þess kæmust færri karlar að! Er ekki hlálegt að hræðast það að hygla konum t.d. í stjórnum úrvalsvísitölufyrirtækj- anna þar sem hlutur þeirra er iðulega 2-6% eða konum í stjórnum 100 stærstu fyrirtækja Íslands þar sem hlutdeildin er 8%? Trúum ekki þeim sem segja að kyn skipti ekki máli heldur aðeins hæfi- leikar, framboð og eftirspurn. Laun og dyggðir kvenna UPPHRÓPUN Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is E inu sinni var prinsessa sem hét París. Hún var svona ókei, þokkalega sexí að margra mati í útliti en ákaflega dramblát og hégómagjörn. Faðir hennar átti í mestu vandræðum með hana. Einu sinni var prinsessa sem hét Díana. Hún var ákaflega dygðug og fögur. Giftist hún prinsi og var ákaflega vel liðin af þegnum sín- um. Einu sinni var ungur bóndasonur sem hét Paul Potts. Hann lifði venjulegu lífi þangað til hirðmaður konungs heyrði söng hans. Fjölmiðlar hafa á síðustu vikum keppst við að segja fréttir af henni Parísi Hilton sem var dæmd í fangelsi fyrir einhvern óskunda sem enginn man hver var. Þessar fregnir eru und- arlegur grautur af staðreyndum og skoðunum og tilbúningi. Maður veit svosem aldrei hvort þetta fólk, eins og París, er yfirhöfuð til, hvort það er ekki einfaldlega tilbúningur, tilraun til skáldskapar. Á Íslandi þekkjum við tilburði til svipaðs leiks þegar Silvía Nótt steig fram á sjónarsviðið. Uppskriftin lofaði góðu í byrjun en eftir að deigið er endalaust þynnt út til að eiga í fleiri pönnsur hefur bitið minnkað og leikþátturinn orðið óáhugaverðari og í raun sorglega hallærislegur á stundum. Fréttir skiptast í mörg hólf en alltaf eru nokkrar fréttir sem eru ævintýralegar. Þær fjalla á svipaðan hátt og gömlu ævintýrin um ótrúlegar öskubuskusögur, Grimms-bræður og HC Andersen skiptast á að skrifa handritin. Í ágúst eru liðin tíu ár frá því Díana prins- essa lét lífið í hræðilegu slysi. Hvar? Jú, auðvit- að í París. Díana hafði frá fyrstu fréttum af sambandi hennar og Karls Bretaprins notið gífurlegrar hylli. Ævintýrið um stúlkuna sem varð drottning í ríki sínu var að verða að veru- leika þegar örlögin tóku í taumana, ekki með því að senda óprúttnar galdranornir til leiks með snældur sínar og epli, heldur með því að kalla nútímann á svið með hjónabandserfið- leikana. Þessi fagurfræðilega flétta í samtím- anum var að fara út um þúfur: Díana að slá sér upp með Dodi og Karl með Kamillu. Strúktúr sögunnar var orðinn klessa, ævintýrið að leys- ast upp. Þá stígur til jarðar guð úr (mynda) vélinni og tekur þau af lífi. HC Andersen hafði tekið við handritsgerðinni, nú skyldi þetta enda illa. Við erum öll svag fyrir sögum. Okkur þyrstir í ævintýri, litlar sögur sem hægt er að draga lærdóm af. Heilu kynslóðirnar vita að þær eiga ekki að þvælast inn í skóg ef þær vilja ekki lenda í veseni með úlfum og nornum. Fjölmiðl- arnir hafa tekið við keflinu af sögumönnum for- tíðarinnar, þeir segja tíðindi og koma með mór- alskar sögur sem eiga, meðvitað eða ómeðvitað, að vísa okkur veginn í gildum sam- félagsins, nútímans í öllu sínu veldi. Öll idol heimsins og survivorar eru ævintýramaskínur, við eigum öll von um frægð, við getum öll orðið fræg. Í þessum ævintýraskógi er gildismatið grundvallað á andstæðunum fræg – óþekkt. Peningarnir skipta ekki öllu máli í byrjun, þeir fylgja með, bara ef við verðum nógu andskoti fræg. Ef við förum í inntökuprófið í keppnina þá eigum við von, ef við stöndum á sviðinu og syngjum, dönsum, gerum okkur að fífli, bara eitthvað sem vekur athygli þá er sigurinn í höfn. Það er sama hvað við erum smá, við get- um orðið stór. Svo eru það dramblátu prinsessurnar sem þarf að refsa. París litla Hilton grætur dramb- læti sitt. Hún biður góðan Guð að fyrirgefa sér hvernig hún hefur komið fram við sjálfa sig og aðra. Hún hefur setið inni í heila tuttuguogþrjá daga. Henni hefur verið hleypt heim, hún hefur verið send aftur í fangelsið, hún hefur grátið, hún hefur ekki getað borðað, hún hefur grátið grátið grátið. Og nú er hún laus úr prísundinni. Hún hefur verið hreinsuð. Upp rís hún ný og góð, mannvinurinn París Hilton er komin á teikniborðið. Walt Disney hefur þrifið pennann úr höndum HC. Burt með skandinavíska mel- ankólíu, segir Walt, nú skal skrifa ævintýri minn kæri, ég get endað þetta, segir Walt, ég get endað þetta eins og sönn ævintýri eiga að enda, segir Walt, ég get endað þetta vel. Parísi skotið á frest Reuters Díana mánuði fyrir andlátið „Ævintýrið um stúlkuna sem varð drottning í ríki sínu var að verða að veruleika þegar örlögin tóku í taumana, ekki með því að senda óprúttnar galdranornir til leiks með snældur sínar og epli, heldur með því að kalla nútímann á svið með hjónabandserfiðleikana.“ FJÖLMIÐLAR »Díana að slá sér upp með Dodi og Karl með Kamillu. Strúktúr sögunnar var orðinn klessa, ævintýrið að leysast upp. Þá stígur til jarðar guð úr (mynda)vélinni og tekur þau af lífi. HC Andersen hafði tekið við handritsgerðinni, nú skyldi þetta enda illa. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.