Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Talsverð eftirvænting ríkir fyrirfrumsýningu kvikmyndarinnar The Golden Age en sú er framhalds- mynd Elizabeth frá árinu 1998. Myndin verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto sem fram fer í 32. sinn dagana 6. til 15. sept- ember. Hátíðin í Toronto er í hópi stærstu og virtustu kvikmyndahátíða í heimi ásamt hátíðunum í Berlín, Fen- eyjum og í Can- nes. Meðal þeirra mynda sem voru í kastljósinu á há- tíðinni í fyrra var The Last King of Scotland. Það er sem fyrr leikkonan magnaða Cate Blanchett sem fer með hlutverk meydrottning- arinnar Elísabetar. Leikstjórinn Shekhar Kapur verður einnig við stjórnvölinn sem í fyrri myndinni og Geoffrey Rush fer líkt og áður með hlutverk Sir Francis Walsinghams, ráðgjafa drottningarinnar. Einnig má nefna þau Clive Owen og Samönthu Morton sem fara með hlutverk Sir Walters Raleighs og Maríu Skotadrottningar. The Golden Age fjallar um bar- áttu Elísabetar við Philip II Spán- arkonung og herskipaflota hans.    Leikarinn Laurence Fishburneætlar nú að koma sér fyrir hin- um megin við upptökuvélina og hyggst leikstýra mynd sem hann hefur sjálfur skrifað handrit að. Efniviður handritsins er heldur ekkert slor því það bygg- ist á skáldsög- unni þekktu Al- kemistanum eftir Paulo Coelho. Heimspekileg sagan segir frá ferðalagi ungs Spánverja um heiminn á tímum rannsóknarréttarins. Framleiðandi myndarinnar verð- ur Barrie Osborne (The Lord of the Rings).    David nokkur Ondaatje hyggsthefja feril sinn sem kvik- myndaleikstjóri og hann ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Frumraun hans á sviði leik- stjórnar verður að endurgera The Lodger sem Alfred Hitchcock gerði upprunalega. Myndin er gerð eftir sögu Marie Belloc Lowndes en sú greinir frá sönnum atburðum sem áttu sér stað í London 1888. Sagan lýsir þeirri móðursýki og tortryggni sem greip um sig í London á meðan fjölda- morðinginn Jack the Ripper lék lausum hala.    Endurgerðir kvikmynda eruhreint ekki nýjar af nálinni en sjaldgæfara er að sami leikari fari með sama hlutverk bæði í uppruna- legri gerð myndarinnar og endur- gerðinni. Það gæti þó gerst núna þar sem viðræður eru í gangi við Steve Martin um að taka að sér sama hlutverk og hann lék í gaman- myndinni All of Me frá árinu 1984. Endurgerðin ku vera samstarfs- verkefni þeirra Queen Latifah og leikstjórans Adams Shankmans (Hairspray). Queen Latifah og Martin hafa áður leikið saman í gamanmyndinni Bringing Down the House. Latifah sagði í viðtali á dögunum að sér hefði líkað samstarfið svo vel að hún vildi ólm fá að leika meira með Martin. KVIKMYNDIR Úr myndinni Elizabeth. Steve Martin Laurence Fishburne Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Menningarsögulegur áhugi á íslenskrikvikmyndagerð þarf ekki nema aðtakmörkuðu leyti að vera „fagur-fræðilegur“ – ágæt rök má færa fyrir því að einn áhugaverðasti flötur íslenskrar kvikmyndasögu sé einmitt félagslegur og menn- ingarlegur í víðum skilningi. Ávallt verður að taka tillit til þeirra ólíku samfélagslegu þátta og strengja sem móta og mynda umrædd verk og þess vegna getur oft verið gott, þegar litið er um öxl og kvikmyndaafurðir fortíðarinnar eru skoðaðar, að setja gleraugu sagnfræðingsins á nefbroddinn og líta vel í kringum sig. Rósemd og víðsýni eru það sem þarf. Ofantalin rök eru að mínu mati málefnaleg og ég er þeim að jafnaði sammála. Þó verð ég að viðurkenna að þeir hlutir eru til sem trufla mig þegar ég bregð mér í gervi nýsögufræðingsins og lít yfir íslenska kvikmyndasögu. Við getum byrjað víða en við skulum byrja hér: Hvers vegna eru það matvöruverslanir sem hafa sýnt kvikmyndarfi þjóðarinnar einna mest- an áhuga? Kannski getum við spurt eftirfarandi spurningar: Hvers konar sannindi opinberast þegar við sem keyptum pulsur í Bónus ekki alls fyrir löngu fengum Dalalíf eftir Þráin Bertels- son með, ókeypis, í kaupbæti? Margir muna vafalaust eftir þessu markaðsátaki þar sem ís- lenskar kvikmyndir fylgdu með í matvörupakk- anum í ákveðnum verslunum. Hér er ég ekki að gagnrýna framtak mat- vörubúðarinnar heldur vildi ég varpa fram þeirri spurningu hvort það sé íslenskum kvik- myndum sæmandi að þetta sé sá mesti sómi sem arfinum hefur almennt verið sýndur (mér er t.a.m. spurn hvort dreifingu íslenskra kvik- mynda, utan við sýningar í sjónvarpi, hafi nokkru sinni verið sinnt af viðlíka krafti og í þessu tilviki eftir að dvöl þeirra í kvikmynda- húsi lauk). En þegar við lítum á áðurnefnt framtak sjáum við að hvort sem kvikmyndin er söluaukandi eða sölulýjandi þá var hún í hálf- gerðu aukahlutverki í pakkanum. En kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski fólst einhver dýpri eða jákvæðari merking í þessu samræði sláturkersins hjá SS og þeirrar innlendu kvikmyndaframleiðslu sem var varpað á hvíta tjaldið hér áður fyrr. Kannski var bara verið að hjálpa neytandanum. Eitthvað þarf maður jú að gera meðan pulsurnar eru snædd- ar. Kannski maður gaumgæfi íslenska kvik- myndaarfinn, svona rétt á meðan kjamsað er á góðgætinu. Kannski er það að horfa á skepnuna deyja gott fyrir meltinguna. Og ef til vill segir þetta líka eitthvað um þann stall í menningar- samfélaginu sem kvikmyndum var lengi skipað á. En hér blasir við okkur spurning: hvert var þá næringargildi kvikmyndavorsins og þess sem fylgdi? Hér komum við aftur að Bónus og þeirri stórmerkilegu markaðsáætlun sem fólst í því að selja kvikmyndir með (eða kannski sem) matvöru, nokkuð sem skilgreinir kvikmyndaarf- inn á beinan hátt sem næringu andans. Og þar var pulsupakkinn í raun ekki svo galinn. Pulsur eru í eðli sínu fallískar, þetta eru mjúk reður- tákn sem bíða þess að vera étin, og kvikmynda- geirinn er vissulega karlmiðaður. Fleira kemur þó til sem grundar líkinguna. Pulsur eru af- rakstur eins konar „nefndastarfa“ þar sem öllu er blandað saman, góðu og vondu, í hakkavél- inni og kerinu, og sama á við um kvikmyndir vilja sumir meina. En er þetta sanngjarnt? Get- um við sagt svona hluti? Nei er sannarlega ekk- ert svar. Grillveislan þarf allt í einu að eiga sér stað í skugga hvíta hrafnsins. Kannski tók ein- hver auglýsingablók þessa ákvörðun, einhver ágætur einstaklingur (nema um nefnd hafi ver- ið að ræða), sem var þess fullviss að hún (eða hann) væri að prómótera íslenska kvikmynda- gerð. Menningunni væri greiði gerður samhliða því sem almennri og dagfarslegri neyslu á ódýrri matvöru væri léður ákveðinn menningar- legur bragur. Kannski er þetta rétt. Fullvíst er að fleiri hafa áhuga á pulsum en íslenskum bíó- myndum. Um það verður vart deilt. Það er allt- af biðröð á Bæjarins bestu. Bæjarins bestu SJÓNARHORN » Pulsur eru afrakstur eins konar „nefndastarfa“ þar sem öllu er blandað saman, góðu og vondu, í hakkavélinni og kerinu, og sama á við um kvikmyndir vilja sumir meina. En er þetta sanngjarnt? Get- um við sagt svona hluti? Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is A FI stendur fyrir American Film Institute eða Bandarísku kvik- myndastofnunina sem sett var á laggirnar árið 1967. Helstu mark- mið hennar eru að þjálfa og mennta kvikmyndagerðarmenn og halda á lofti kvikmyndaarfleifð Bandaríkjanna – bæði með varðveislu filmanna sjálfra og almennri kynningarstarfsemi. AFI hefur með það að leið- arljósi staðið fyrir margvíslegum sýningarröðum og útgáfu á efni tengdum kvikmyndum. Ber þar einna hæst svokallaða topp hundrað lista sem stofnunin hefur birt um margvíslega þætti kvik- myndanna – líkt og stjörnur, grínmyndir, tilvitn- anir, kvikmyndasöngva og -hrappa. Á toppi hundrað listanna trónir svo listinn yfir hundrað bestu myndir bandarískrar kvikmyndasögu. Tíu bestu Auðvitað ber ekki að taka of mikið mark á lista sem þessum. Bandaríska kvikmyndastofnunin veit sínu viti – Bandaríkjamenn hafa gaman af listum (líkt og reyndar Íslendingar) – og það er vandfundnari betri leið til að koma kvikmynda- sögunni að í almennum fjölmiðlum vestra en með lista sem þessum. Þessi listi – eins og aðrir sam- bærilegir – segir í raun lítið um gæði myndanna sem er að finna á honum (eða ekki að finna á hon- um), en hann er vitnisburður um hvaða kvikmynd- ir eru í hávegum hafðar á meðal bandarísku kvik- myndaelítunnar en hann er valinn af 1.500 einstaklingum úr geiranum – bæði kvikmynda- gerðarmönnum og -rýnum. Reyndar kemur fram á smáa letrinu að þeir hafi valið þær af lista fjögur hundruð mynda en ekki kemur fram á heimasíðu AFI hvaða heiðursmenn hafi valið úrtakið og hversu margir þeir hafi verið. En kíkjum á listann sjálfan – tíu efstu hið minnsta (heildarlistann má nálgast á heimasíðu AFI www.afi.com). Ég hef sett á eftir ártali myndanna sæti þeirra frá því að samskonar listi var settur saman fyrir áratug: 1. Citizen Kane (1941) – 1. 2. The Godfather (1972) – 3. 3. Casablanca (1942) – 2. 4. Raging Bull (1980) – 24. 5. Singin’ in the Rain (1952) – 10. 6. Gone with the Wind (1939) – 4. 7. Lawrence of Arabia (1962) – 5. 8. Schindler’s List (1993) – 9. 9. Vertigo (1957) – 63. 10. The Wizard of Oz (1939) – 5. Þrjár athugasemdir Hér er auðvitað margt athyglisvert, en teljum þrennt til sögunnar. 1) Á listanum eru fimm myndir gerðar á gullöld stúdíótímabilsins (1939 til 1952) sem allar voru einnig á topp tíu fyrir áratug. Það mætti því draga þá ályktun að þær hafi fest sig í sessi sem helstu úrvalsmyndir tímabilsins. Kannski mætti skella Lawrence of Arabia í þenn- an hóp þótt hún sé gerð undir lok þess – en hún situr svo að segja í stað líkt og hinar myndirnar. Manni dettur líka í hug að þessi litla hreyfing á myndum geti komið til af því að þóokkuð margir hafi haft eldri listann (og aðra sambærilega) til hliðsjónar þegar sá nýi var settur saman. 2) Tvær myndir taka þó há stökk inn á topp tíu. A) Raging Bull stekkur úr 24. alla leið í það fjórða. Kannski ekki mikið meira um það að segja en að leikstjóri hennar Martin Scorsese sé kominn á stall með helstu leikstjórum bandarískrar kvikmyndasögu, en það vekur þó athygli að Taxi Driver (1976) nær ekki nema 47. sæti og Goodfellas (1990) 93. sæti. B) Vertigo stekkur úr 61. í níunda, og er því sam- kvæmt listanum orðin besta mynd Alfred Hitch- cock, en Psycho (1960) sem var áður efst flyst úr 18. í 14. Virðist Kaninn því loks vera að taka Ver- tigo í sátt sem lengi hefur verið hampað í Evrópu sem helsta meistarastykki Hitchcock. Aðeins fjór- ar aðrar myndir eiga sam- bærileg hástökk á listanum, en líkt og Vertigo hafa þær lengi verið í hávegum hafðar utan Bandaríkjanna: City Lights (1931) úr 76. í ellefta, The Searchers (1956) úr 96. í tólfta, The General (1927) kemur ný inn á listann í 18. og Intolerance (1916) í 49. Kannski gætir hér nokkurra áhrifa af víðlesnum lista Sight & Sound frá 2002 þar sem gagnrýnendur víða að úr heiminum völdu 50 bestu myndirnar (20 þeirra banda- rískar) en þar rötuðu þessar myndirnar í eftirfarandi sæti: Vertigo 2., The Gene- ral 15., og Intolerance og City Lights deildu 45. sæt- inu ásamt nokkrum fjölda annarra mynda. 3) Hin slaka mynd Steven Spielberg Schindler’s List er enn á topp tíu. Þá á Spielberg fleiri myndir á listanum en nokkur annar eða fimm tals- ins. Spielberg á enga mynd á topp 50 lista Sight & So- und. Ósýnilegu myndirnar Þegar rýnt er í lista sem þennan má heldur ekki gleyma myndunum sem þar er hvergi að finna. Ber þar fyrst að nefna Birth of a Nation (1915) eftir D.W. Griffith, oft tal- in merkasta kvikmynd sögunnar. Það að mynd Griffith Intolerance skuli vera á listanum útilokar líklega að hér ráði vanþekking þátttakenda. Ætli hér sé því ekki um að ræða einhvers konar sál- ræna/samfélagslega ritskoðun, en kynþátta- hyggja myndarinnar hefur skiljanlega gert hana að æði vandmeðförnum texta vestra. Með hliðsjón af stöðu þeirra á Sight & Sound-listanum er það athyglisvert að Greed (1925) og The Magnificent Ambersons (1942) fái ekki náð fyrir augum Kan- ans og veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ástæðuna sé að finna í því að hvorug sé fáanleg á DVD-mynddisk (allar þrjár eru í 400 mynda úr- takinu). Þá vekur það einnig eftirtekt að þrátt fyr- ir að boðið hafi verið upp á 43 nýjar myndir sem gerðar voru eftir að listinn frá 1997 var settur saman, skiluðu aðeins fjórar þeirra sér á listann. Hæst þeirra fór The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring (2001) í það fimmtugasta. Líkt og áður segir er rétt að taka ekki of mikið mark á listum sem þessum, en það er vissulega áhugavert að glugga í þá og velta fyrir sér upp- röðun myndanna. Eins eru þeir ágætisupphafs- punktur fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér kvikmyndasöguna – góða skemmtun. Bestu bandarísku myndirnar Nýverið birti Bandaríska kvikmyndastofnunin lista yfir 100 bestu bandarísku myndir allra tíma. Hér er gluggað í listann og hann borinn saman við sambærilegan lista frá árinu 1998 auk lista kvikmyndatímaritsins Sight & Sound yfir 50 bestu myndir allra tíma. Citizen Kane er núm- er eitt sem fyrr. Á toppnum Líkt og fyrir áratug trónir Citizen Kane (1941) á toppi lista Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar yfir bestu myndirnar vestra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.