Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is H vert er hlutverk fréttaljósmyndara? Líklega kemst Michele McNally nærri því að fanga það í orðum sem hún notar til að lýsa vinn- ingsmynd World Press Photo í ár en hún var for- maður dómnefndar. Hún sagði: „Myndin fær þig til þess að sjá eitt- hvað annað og meira en hið augljósa.“ Að sjá eitthvað annað og meira en það sem er augljóslega verið að taka mynd af. Jú, það er einmitt hlutverk frétta- ljósmyndara þótt það kunni í fyrstu að hljóma svolítið undarlega. Sumir gætu spurt: Er það ekki hlutverk fréttaljósmyndara að sýna hið augljósa? Að sýna hlutinn eins og hann er? Og ekkert annað! Er ljósmyndarinn ekki kominn út á hálar brautir ef hann er farinn að sjá eitthvað annað en það sem hann á að mynda, lesa í aðstæður, túlka jafnvel? Hvað verður þá um hlutlægnina? Getum við treyst þannig ljósmyndara þegar upp er staðið? En hér er horft fram hjá því að ljósmynd er ekki hlutlægur miðill eða hlutlaus miðill. Ljósmyndarinn velur myndefnið. Hann velur sjónarhornið. Hann setur sinn karakter í myndina ef hann er góður á annað borð. Við þekkjum myndirnar hans eins og texta góðs rithöfundar. En góður ljósmyndari gætir þess að birta ekki neina falsmynd af hlut- unum. Hann tekur mynd af viðburðinum sem hann er að fjalla um á heið- arlegan hátt en ef myndin heppnast vel getum við séð eitthvað annað og meira en bara það sem gerðist, eitthvað meira en viðburðinn sjálfan. Helst ættu allar fréttaljósmyndir að segja margar sögur. Fréttamynd ársins 2006, að mati dómnefndar World Press Photo, er eft- ir bandaríska ljósmyndarann Spencer Platt hjá Getty Images. Myndin sýn- ir hóp líbanskra ungmenna keyra í rauðum sportbíl í gegnum hverfi í suð- urhluta Beirútborgar sem hafði orðið illa úti í sprengjuárásum Ísraela síðastliðið sumar. Myndin var tekin 15. ágúst í fyrra, sem var fyrsti dagur vopnahlés Ísraela og Hezbollah, en þá flykktust þúsundir Líbana heim til sín á ný. Myndin opnar glugga inn í ólíka heima. Heimur eyðileggingar og von- leysis blasir við í bakgrunninum en í forgrunni má sjá þennan heim spegl- ast í sólgleraugum og grettum þessara fimm forréttindakrakka í fægðum blæjubílnum. Reyndar er engu líkara en bíllinn og fólkið í honum hafi verið klippt inn á myndina, þau eru með einhverjum hætti óraunveruleg í þessu samhengi. Myndin æpir ekki síst á mann vegna þess að í henni virðast mæt- ast heimar sýndar og reyndar, heimar leiks og alvöru, veru og gervis. Þessa mynd og fleiri sem tóku þátt í keppninni er hægt að sjá á sýning- unni World Press Photo í Kringlunni. Eitthvað annað og meira e Mynd ársins Spencer Platt frá Bandaríkjunum. Náttúrumyndir 1. verðlaun. Michael Nichols frá Bandaríkjunum. Fréttamyndir 1. verðlaun. Akintunde Akinleye frá Nígeríu. Listir og dægurmál 2. verðlaun. Carolyn Cole frá Bandaríkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.