Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 1
Selma Guðmundsdóttir píanóleikarisagði mér að Kolbeinn Ketilsson værieinn af örfáum söngvurum í heim-inum sem réðu við hlutverk Eneasar í óperunni Trójumönnunum eftir Berlioz. Kol- beinn þagði samviskusamlega yfir þessu þegar ég tók hann tali í vikunni, en lumaði þó á þeirri stórfrétt að í haust færi hann með óperuflokki Arena di Verona til Ástralíu og syngi meðal annars í óperunni í Sydney sem stendur við höfnina eins og fley fyrir seglum og er fyrir löngu orðin kunnnasta tákn Eyjaálfu. Óperan Trójumennirnir sem Selma nefndi er byggð á Eneasarkviðum Virgils, eins og reyndar önnur þekkt ópera, Dídó og Eneas, eftir Purcell. Eneas þessi var Trójuprins og mikill sægarp- ur, og varð frægur að endemum fyrir að skilja mesta kvenkost þess tíma, Dídó Karþagó- drottningu, eftir í feigðarharmi eftir ástaræv- intýri þeirra. Pablo Neruda lék sama leik öldum síðar, er hann yfirgaf ástkonu sína Josie Bliss í Rangún og sigldi á haf út, meðan hún grét og lét öllum illum látum á hafnarbakkanum. En merkilegt er það hvaða kraftur býr í ástarharminum, ef marka má þessar tvær sögur, og aðra þá list sem af þeim spratt, en Ingi Vilhjálmsson rek- ur sögu Bliss og Neruda í Lesbók í dag. Við köllum hann „hundtyrkjann“ þann hóp manna sem heimsótti okkur af hafi árið 1627. Þeir sjógarpar fóru þveröfugt að, og í stað þess að skilja konur eftir í harmi og sigla brott sóttu þeir sér konur – og menn – og sigldu með í Barbaríið. Ungur sagnfræðingur og meistaranemi í þjóðfræði, Bryndís Björgvins- dóttir, ögrar viðteknum hugmyndum um Tyrkjaránin á miðopnu Lesbókar og rekur hvernig ímynd ránanna hefur breyst í tímans rás, og hvernig við endurnýjum hana og „betr- umbætum“ í huga okkar á hverjum tíma. Í niðurlagi greinar sinnar segir hún: „Þau „Tyrkjarán“ sem við höfum verið að minnast í gegnum aldirnar og minnumst í dag gerðust aldrei.“ Sægarpar og söng- hetjur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Reuters Sydneyjaróperan Segl í stormi. Laugardagur 21. 7. 2007 81. árg. lesbók TIL VARNAR TYRKJUM ÞJÓÐSAGNIR UM TYRKJARÁNIN LÝSA SÖGULEGUM ATBURÐUM EINS OG ÍSLENDINGAR KUSU SJÁLFIR AÐ MUNA ÞÁ >> 8 Josie var dökk á brún og brá og afar fríð og vann á skrifstofu í Rangún » 10 Trójuprinsinn Kolbeinn Ketilsson í hlutverki Eneasar á sviði óperunnar í München. Kolbeinn á mikilli velgengi að fagna í söngnum, en hann hefur starfað við óperuhús í Evrópu í á annan áratug. Hann er bókaður til 2010, en syngur í haust í Íslensku óperunni í Ariadne auf Naxos.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.