Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 8
átt að ránsmenn hafi einungis verið einsleitur hópur framandi manna, Tyrkja. Þjóðsagnir um Tyrkjaránin lýsa þannig sögulegum atburðum eins og Íslendingar kusu sjálfir að muna þá og handleika. Í íslenskum þjóðsagnasöfnum má finna marg- ar sagnir af átökum Tyrkja við íslenska galdra- menn. Þegar Tyrkirnir koma að landi magna göldróttir íslenskir menn upp hin mestu stór- veður þeim til handa svo bátar þeirra slitna upp og þá rekur undan landi.9 Ein slík sögn segir af Jóni bónda sem hittir fyrir Tyrki í Selvogi. Tyrkir afklæða Jón og ota að honum hnífum. Þá tekur að hvessa svo Tyrkir sleppa Jóni og halda í báta sína. Skip þeirra rekur frá landi og ná þeir ekki til þess á bátunum svo vitað sé. Jón, nú væntanlega búinn að tína á sig spjarirnar, hittir þá Eirík hinn rammgöldrótta frá Vogsósum, sem hafði fylgst með ofbeldi Tyrkjana, og ávítar hann Jón og seg- ir, „… og farðu ekki oftar á fund óþekktra út- lendra“.10 Annað sinn komu Tyrkir undir Krýsu- víkurberg og drápu þar matselju, á meðan Eiríkur prestur var að messa í kirkjunni. Gekk Eiríkur fram í kirkjudyrnar og mælti til Tyrkjanna að þeir skyldu drepa hver annan og drápust þeir þá allir.11 Í sögninni Ræningjarnir, bænirnar og nautið segir frá árás Tyrkja á kerl- ingu eina sem var ein síns liðs í koti á meðan fólk fór til messu. Tyrkir brytjuðu hana niður í stykki og ætluðu því næst að ráðast á aldraða móður prestsins en sú gamla sigaði á þá mannskæðu nauti sem smalaði Tyrkjunum ofan í síki þar sem þeir drukknuðu.12 Í Íslenskum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar kemur fram að Tyrkir hafi elst við vinnukonuna Álfheiði en hún hljóp undan og faldi sig í skúta sem engum var fær nema brattgengum mönnum. Tyrkirnir kom- ust allnærri skútanum en hrökk þá einn þeirra fram af og drapst svo hinir hörfuðu.13 Enginn gat náð til Álfheiðar enda varla við því að búast að Tyrkir séu jafn brattgengir og íslenskar vinnu- konur. Í sögnum þessum fá Tyrkir, sem Ólafur Egilsson lýsti sem hæglátum, ítrekað hlutverk aumingjalegra ribbalda sem hafa ekki roð í svona sniðuga Íslendinga. Atburðarás Tyrkjaránanna í sögulegum heimildum Ef litið er á sögulegar heimildir um Tyrkjaránin má glögglega sjá sambærilega þróun og þá sem þjóðsagnirnar gengu í gegnum. Kláus lög- réttumaður Eyjólfsson skráði niður atburðarás Tyrkjaránanna og er frásögn hans til í fjórum af- ritum, það elsta er frá sama mánuði og ránin áttu sér stað en það yngsta er frá árinu 1810. Þessi sama frásögn er svo ólík í hverju afriti fyrir sig að ljóst er að menn hafi verið ansi breytingaglaðir, aukið við, skerpt á andstæðum og ýkt.14 Sem dæmi má nefna píslarsögu séra Jóns Þorsteins- sonar í þessum afritum röktum til Kláusar. Þar segir að Þorsteinn nokkur hafi svikið Vestmann- eyinga og gengið til liðs við ránsmenn og að það sé meining sumra að hann hafi vegið séra Jón, en þeir hafi ræðst við og Þorsteinn hoggið Jón á milli setninga. Jón fól sig Jesús Kristi og enn heggur Þorsteinn uns Jón segir: „Það er nóg! Herra Jesú! meðtak þú minn anda!“,15 því næst deyr hann. Í yngra afritinu er talið öruggt að Þorsteinn hafi drepið Jón og er hann þar enn frekar sundursaxaður og smátt niður brytjaður.16 Ljóst er að eftir því sem tíminn líður verður þessi frásögn af dauða Jóns sífellt ýktari. Seinni tíma skrásetjarar juku ofbeldið, kristni verður vin- sælla umræðuefni morðingja og fórnarlambs þar sem annar er and-kristinn en hinn kristinn. Í af- ritum Kláusar má einnig finna frásögn af Guð- rúnu einni sem smám saman, eftir því sem heim- ildir verða yngri, verður svo trúuð að þegar ræningjarnir höggva hana segir hún þeim að skera og skera því hún muni allt í Jesú blessaða nafni þola.17 Tyrkir geta ekki sigrast á kristnum anda þótt þeir skeri okkur, sundursaxi og deyði. Síðasta þriðjudag var séra Jóns píslarvotts minnst með blessunarorðum í Vestmannaeyjum þar sem hann á að hafa verið niður brytjaður af Tyrkjaránsmönnum,18 en væntanlega ekki Þor- steini eyja-peyja. Þess má einnig geta að sýning sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum heitir, Sjóræningjar og kristnir þrælar – ferðir og örlög fórnarlamba Tyrkjaránsins,19 það virðist enn Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur bryndbj@hi.is I llviljaða Tyrkja þekktu Íslendingar fyrir Tyrkjaránin 1627. U.þ.b. hundrað árum fyrr var Tyrkjaveldi á hátindi frægðar sinnar og þoldi kristin Evrópa þennan nágranna sinn illa. Prestar kyrjuðu bölbænir Tyrkjum til handa og í gegnum slík- ar óskir kynntust Íslendingar fyrst Tyrkjum.2 Til að mynda gaf Guðbrandur biskup Vigfússon út bænabók árið 1607 þar sem líta má „Bæn á móti Tyrkjanum og öðrum týrönum“. Bænin kallar á hjálp og styrk „… á móti þeim grimma týranna og alls kristindóms höfuðóvin Tyrkjanum, og öðrum hans mökum; hindra hans ráð og illan ásetning …“.3 Fleiri dæmi eru til um sambærilegar bænir eða sálma. Þegar svo þessir illu Tyrkir loks komu til landsins tóku sumir þeim fegins hendi sem holdtekna helvítis og hins illa, sem skyndilega urðu áþreifanleg, á Íslandi einn sólríkan dag í júlí. Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? Víkjum nú til Norður-Afríku en flestir skjóta því réttilega inn í umræður um Tyrkjaránin að þaðan hafi ránsmenn siglt en ekki frá núverandi Tyrk- landi. Á ströndum N-Afríku 1627 gaf að líta fjög- ur smáríki: Túnis, Tripolí, Algeirsborg og Salé.4 Tyrkjaránsmenn sigldu annarsvegar frá Salé, í núverandi Marokkó, og hinsvegar Algeirsborg í Alsír. Salé tilheyrði ekki Tyrkjaveldi en Algeirs- borgarmenn mætti kalla Tyrki því ríkið var undir hælnum á Tyrkjasoldáni á þessum tíma en þá á sama hátt og kalla mætti Jón Sigurðsson Dana þar eð Ísland var undir hæli danska konungsins í tíð Jóns.5 Ef við færum okkur nær þessum borg- um má sjá að íbúar þeirra eru sundurleit sveit manna af ólíkum uppruna. Þar gefur að líta Mára, marga hrakta frá Spáni, gyðinga, þræla frá Evrópu og Súdan, svo og evrópska menn fædda í kristnum löndum. Þeir síðastnefndu fluttu margir til Norður-Afríku frá Vestur- Evrópu þegar opinber sjóræningjaleyfi þeirra, sem voru partur af stríðsrekstri þátttakenda 30 ára stríðsins, voru kölluð aftur. Margir þeirra tóku upp íslamskan sið í Norður-Afríku. Er talið að þessir menn hafi eflt siglingarlist í Norður- Afríku og þá sérstaklega við strendur Vestur- Evrópu þar sem þessir vestrænu menn þekktu til.6 Ræningjahópurinn samanstóð af þessum fjöl- menningarlega hópi, ef svo má segja. Séra Ólafur Egilsson, prestur í Vestmannaeyjum, var tekinn höndum af ránsmönnum og fluttur til N-Afríku. Hann komst ári síðar heim og lýsti hann í reisu- bók sinni ræningjahópnum svo: En það er þar um sannast að segja að það fólk sér misjafnt út, bæði af vexti og ásýnd, sem annað fólk, sumir litlir, sumir svart- ir … kristnir menn úr öðrum löndum, sem að eru engelskir, þýzkir, danskir, norskir, og þeir og nær því hafa sinn gamla klæðabúnað, sem að halda sinni trú, og ekki hafa af henni geng- ið … [bls. 63] … Tyrkjarnir [voru] allir svartir á hár og með rakaðan haus og skegg, utan á efri vörinni, og það fólk er ekki svo mjög illi- legt, heldur í viðmóti svo hæglynt fólk, ef svo mætti um þá tala. En það fólk, sem kristið hef- ir verið, og af trúnni gengið … það er nú það allra versta fólkið, sem að bæði drepur og lemstrar það kristna fólkið … þeir hinir sömu drápu fólkið hér, bundu og særðu; … 7 Það er athyglisvert að nánast ekkert af því sem Ólafur skrifar um þennan fjölskrúða hóp ráns- manna kemur heim og saman við seinni tíma lýs- ingar. Tyrkjaránsmenn í íslenskum þjóðsögnum Tyrkjaránin hafa haft umtalsverð áhrif á íslenska menningu. Íslenskar þjóðsagnir um Tyrkjaránin eru til dæmis um þau áhrif. Þekkt er að sögulegir atburðir hlaði á sig ákveðnum sagnaminnum, breytist við flutning og einfaldist. Tilhneigingin verður oft sú að skerpa á andstæðum og samlaga atburði og persónur stöðluðum ímyndum eins og til dæmis ímynd hetjunnar eða ímynd óvætt- arins.8 Þátttaka einhverra Tyrkja í ránunum 1627 gaf Íslendingum færi á að líta framhjá hlut vest- rænna manna í ránunum og beina frásögnum í þá Hvers er verið að min Íslendingar hafa verið iðnir við að halda minningu Tyrkjaránanna 1627 á lofti. Í þessum mánuði er ránanna minnst sérstaklega í Vestmannaeyjum þar sem 380 ár eru liðin frá árás erlendra ókristinna ofbeldismanna á hinn kyrrláta en glaðværa Vestmannaeyjabæ. Bæjarbúar standa nú fyrir ýmiskonar viðburðum til að minnast atburðarins og fórnarlamba þess sem bæjarstjórinn nefnir „hryðjuverk“.1 Af því tilefni er ráð að skoða Tyrkjaránin og hvernig þeirra hefur verið minnst á síðustu öldum. Hvers er verið að minnast? Til varnar „Tyrkjum“ Hryðjuverk Tyrkjaránin eru okkar eigin ímynd af hörmulegri atburðarás sem er sífellt endurmótuð 8 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.