Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 15 Dimmblár himinn veturlangrar nætur stráir stjörnum yfir kjarrið glitrandi perlur í líkhárum jarðar hvílir ein í köldum foldarfaðmi látin dóttir langholts og lyngmós í blárri kápu hverfur með trega sínum til lands hinna löngu drauma Hrafnabjörg hafa enn lagst til sunds vestur yfir vatnið vonir og þrár heillar þjóðar á veðurlúnu baki. Ljóðið varð til eftir stutta skemmtiferð snemma vetrar með erlenda vini um svokallaðan Gullinhring hér á suðvesturhorninu. Meðan við vorum á okkar glaðværu ferð stóð yfir á svæðinu leit að konu sem var saknað og við hittum leitarfólk þar sem við stönsuðum á leiðinni. Konan fannst látin þegar við vorum á heimleið. Dauði á Þingvöllum Morgunblaðið/Kristinn Ljóðabækur Sveinbjörns I. Baldvinssonar: Í skugga mannsins (1976), Ljóð handa hinum og þessum (1981), Lífdagatal (1984), Felu- staður tímans (1991), Stofa kraftaverkanna (1998). Ljóðskáldið | Sveinbjörn I. Baldvinsson fæddist í Reykjavík árið 1957 Morgunblaðið/Ásdís Arna Kristín „Fáir tónlistarmenn hafa verið jafn ötulir við að miðla tónlist og náð jafn al- mennum vinsældum og Jónas.“ LESARINN Síðustu ár hef ég lítið lesið annað en skóla-bækur. Eftir að náminu lauk hef ég farið að glugga í léttara efni. Um daginn renndi ég loks í gegnum ævisögu Jónasar Ingimund- arsonar, Á vængjum söngsins, sem ég hafði fengið að gjöf fyrir löngu. Ég hef mikinn áhuga á miðlun klassískrar tónlistar. Raunar fjallaði meistararannsókn mín um með hvaða hætti Sinfóníuhljómsveit Íslands geti stækkað áheyrendahóp sinn. Fáir tónlistarmenn hafa verið jafn ötulir við að miðla tónlist og náð jafn almennum vinsældum og Jónas. Jónas setti meðal annars á stofn verkefnið Tónlist fyrir alla þar sem haldnir eru klassískir tónleikar fyrir grunnskólabörn á skólatíma. Mér fannst sérstaklega athyglisvert að kveikjan að þeirri hugmynd Jónasar var lítil grein sem birtist í tónleikaskrá 31. október 1964, en þann dag hélt Sinfóníuhljómsveit Pittsburgh tónleika í Háskólabíói. Í greininni segir að árið1955 hafi Pittsburgh-hljómsveitin fyrst efnt til tónleika fyrir börn og unglinga sem hafi strax orðið að föstum lið hjá hljómsveitinni. Árið 1963, ári áður en hljómsveitin heimsótti Ísland, lék hún 43 tónleika fyrir um 120.000 börn! Í dag eru tónleikar sem þessir eitt helsta sóknarfæri sinfóníuhljómsveita um allan heim. Hljóm- sveitin í Pittsburgh hefur því greinilega verið frumkvöðull á þessu sviði – líkt og Jónas í ís- lensku tónlistarlífi. Arna Kristín Einarsdóttir útskrifaðist með meist- arapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bif- röst í febrúar síðastliðnum. Hún er nýráðin tónleika- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. HLUSTARINN Þessa dagana hef ég sveiflast alda á milli ítónlistarhlustun þar sem nú stendur yfir lokahlustun og frágangur texta fyrir nýjan geisladisk minn sem kemur út á vegum Naxos síðar á þessu ári. Á diskinum verða valin ein- leiks- og kammerverk eftir fyrsta tónskáld Ís- lendinga, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847- 1927) og eru flytjendur auk mín Auður Haf- steinsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson. Þótt mér sé bæði ljúft og skylt að hlusta á tónlist Sveinbjörns er nauðsynlegt að geta skipt yfir í aðra tónlist til hvíldar því „vinnuhlustun“ getur verið lýjandi fyrir tóneyrað. Þá finnst mér endurnærandi að hlusta á Kristin Hallsson og Árna Krist- jánsson flytja lag Árna Thorsteinssonar „Fög- ur sem forðum“ útg. 1907 við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Þetta frábæra lag er túlkað af miklum trega og innileik í hljóðritun lista- mannanna frá 1965 en útgefið 2002. Árni Thorsteinson heimsótti reyndar Sveinbjörn í Edinborg 1890 og söng í kór í Kaupmanna- höfn undir stjórn Grieg 1893, vafalítið eini Ís- lendingurinn með þá lífsreynslu undir beltinu. Fimm ára sonur minn tók svo að sér að kippa mér inn í nútímann með því að syngja dag- langt frekar flókna en grípandi strófu úr popplagi sem ég kannaðist ekki við, sem er nú ekki endilega saga til næsta bæjar. Ég fékk lagið samt á heilann og ákvað að grafast fyrir um uppruna þess og flytjendanna. Svo heppi- lega vildi til að í næstu innkaupaferð í hverf- isbúðinni var umrætt lag spilað í hátalarakerf- inu og vatt ég mér að ungum afgreiðslumanni sem virtist líklegur til að þekkja betur til nýj- ustu vinsældalistanna en ég og spurði hvort hann vissi eitthvað um lagið. Eins og við manninn mælt kom svar: „Patience með hljómsveitinni Take that.“ Klukkutíma síðar sátum við sonur minn og sungum hástöfum með þessu hugljúfa lagi á www.youtube.com. Nína Margrét Grímsdóttir er píanóleikari. Morgunblaðið/Ásdís Nína Margrét „Þá finnst mér endurnærandi að hlusta á Kristinn Hallsson og Árna Krist- jánsson flytja lag Árna Thorsteinsonar „Fögur sem forðum.“ “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.