Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Endurreisn Gunnars » 11 Laugardagur 4. 8. 2007 81. árg. lesbók ANNAÐ HÁSKÓLABÍÓ? SAMANBURÐUR Á HÁSKÓLABÍÓI OG NÝJA TÓNILSTAR- HÚSINU LEIÐIR Í LJÓS ÓÞÆGILEGA MIKIL LÍKINDI »12 Hvað er athugavert við að segja: „Það var lamið mig“ » 2 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Sumir myndu vafalaust halda því framað Móðurlaus Brooklyn eftir Jonat-han Lethem væri skáldsaga meðöllu, ógleymanlegri aðalpersónu, spennandi plotti, leit að einhverju óljósu, dauða, afskræmingu, hlátri, brimandi frá- sagnarhæfileikum og þannig mætti áfram telja. Lethem er einn af þeim bandarísku rithöf- undum af yngri kynslóðinni (fæddur 1964) sem hafa vaxið hvað hraðast og mest und- anfarin ár. Hann vakti mikla athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Gun, with Occasional Music (1994), en sló í gegn með Móðurlausri Brooklyn (1999) og staðfesti að hann er einn af bestu rit- höfundum Bandaríkjanna nú um stundir með sjálfs- ævisögulegu verki, The For- tress of Solitude (2003), en eins og í Móðurlausri Brook- lyn er þar að finna hinn taumlausa frumkraft sem ein- kennt hefur bandarískar skáldsögur í áratugi og evrópskar skáldsögur skortir oft svo tilfinnanlega. Móðurlaus Brooklyn er nú komin út í ís- lenskri þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl í Neon-klúbbi Bjarts. Þetta er 44. bók þessa áhugaverða bókaklúbbs sem gefur út þýddar samtímabókmenntir. Hingað til hefur mátt gagnrýna klúbbinn fyrir að veita bandaríska suðupottinum ekki nægilega mikla athygli en hann hefur áður gefið út aðeins eina bók sem komið hefur úr honum, Hina feigu skepnu eftir Philip Roth. Vonandi er þetta til merkis um að breyting verði þar á. Af nógu er að taka. Ein með öllu MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.