Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 5
„Já, í raun og veru allir. Þú ræður,“ segir Rotter og brosir. Hann segir að Desouza taki sér einfaldlega leikhlé í lífinu, til þess að íhuga stöðuna. „Ég held að hann sé hamingjusamur maður, hann elskar konuna sína og föður sinn. En hann er samt á leið inn í þögult, persónulegt panikk. Þessi maður er að reyna að skilja hring- rás eigin lífs. Ég reyni að tjá þessar spek- úlasjónir hans með aksjón, og mér finnst það vera það besta við þessa mynd. Annars væri þetta bara um mann sem sæti og hugsaði.“ Þetta mun þó seint kallast aksjón-mynd, takturinn er í mótsögn við það sem gengur og gerist í bíói og auglýsingum, þar sem þanþol áhorfenda er að styttast. Varstu aldrei hrædd- ur um að áhorfendum færi bókstaflega að leið- ast? „Já, heimurinn snýst sífellt hraðar eins og þú segir, og það er staðreynd. Ég er hins vegar ekki áhugasamur um þannig heim og ekki skyldugur til að laga mig að honum. Ég trúi því líka að ég sé ekki einn um þetta viðhorf. Sko, að fátt gerist sé í sjálfu sér fullt, bætir hann við og hlær: „Einhver verður að taka að sér að strekkja á þanþolinu aftur. “ Hann ítrekar að listamaður, sem hefur trú á verki sínu, geti ekki verið sífellt með það í huga hvað fólk muni segja, síst af öllu niðurrifsfólk og gjammarar. „Ég hef líka verið spurður hvort hæglætið í myndinni eigi að spegla argentínsku landsbyggðina,“ segir Rotter. „Ég hef að vísu búið í bæ þar sem gluggahlerarnir eru alltaf lokaðir, á daginn vegna hita og ryks, á kvöldin af öryggisástæðum, og það er mjög niðurdrep- andi. En nei, þessari mynd er ekki ætlað að segja neitt um Argentínu samtímans, hún er einungis um þennan mann eins og sést líka á því að allt gerist í hans manneskjulegu vídd. Utan hennar er ekkert, samhengið er ekki til.“ Ein vonlaus auglýsing Varstu alltaf ákveðinn í að bíóið yrði þinn miðill, þér flaug aldrei í hug að verða rithöfundur eða músíkant? „Ég ákvað árið 1990 að verða kvikmynda- gerðarmaður – það slær mig allt í einu núna að það var einmitt hér í Berlín. Ég var átján ára, á bakpokaferðalagi, og ætlaði að stoppa hér í tvo daga en þeir urðu þrír mánuðir. Ég vann í grennd við Zoo-lestarstöðina, seldi eyrnalokka á kirkjutröppum og fléttaði hárið á fólki.“ Hann brosir og túlkinum finnst þetta líka skemmtileg uppljóstrun. „Ég var með falsaðan pressupassa og sótti myndirnar hér á Berlinale. Svo sat ég eftir í salnum og starði á kreditlistann. Hvað gerir allt þetta fólk? hugsaði ég með mér.“ Næst tók Rotter á sig rögg, labbaði inn í kvik- myndaskóla og spurði hvort þeir veittu styrki. Já, var svarið, en þú þarft að tala þýsku. Það gerði Rotter ekki, þannig að hann fór aftur heim til Buenos Aires og innritaði sig í Uni- versidad del Cine, sem nú er orðinn virtur skóli. „Yfir helmingur argentínskra kvikmyndagerð- armanna á festivölum erlendis er útskrifaður úr þessum skóla,“ bendir hann á. „Ég komst inn af því ég uppfyllti skilyrði númer eitt: Ég talaði spænsku.“ Auk þess að gera kvikmyndir hefur hann unnið sem aðstoðartökumaður við auglýs- ingagerð, en aðeins einu sinni gert auglýsingu sjálfur – fyrir hið dáða, argentínska sælgæti Alfajor. „En enginn var ánægður með útkom- una, hvorki ég né fyrirtækið. Mér tekst ekki að gera kommersíal efni þótt mér sé borgað fyrir það.“ Mig langar að spyrja hvort þú vitir nokkuð um íslenskar kvikmyndir. En ég skil vel ef svo er ekki. „Mm, hér er best að ég segi ekki neitt, því ég er hræddur um að segja einhverja vitleysu. Því miður hef ég ekki haft tækifæri til að sjá mynd- ir frá mjög mörgum löndum, og í því kristallast alvarlegt vandamál. Við horfum upp á fáein, risastór kvikmyndaver og mikið peningalegt ójafnræði í bransanum. Að mínu mati þurfa stjórnvöld í hverju landi að vernda fjölbreytn- ina í sínu menningarlífi með aðgerðum, annars tekur markaðurinn – eða önnur öfl – stjórnina. Þá verður leikurinn enn hraðari og ójafnari með þeim afleiðingum að börnin okkar fara að halda að heimurinn sé eins Bandaríkjamenn sjá hann.“ Og hana nú. Túlkurinn er orðinn uppgefinn, og kannski fleiri. Fáeinum dögum síðar stendur Ariel Rot- ter á sviði Berlinale með tvo Silfurbirni og seg- ir: „Þessi mynd er meðal annars um minn eigin ótta, ég gerði hana til þess að mér sjálfum liði dálítið betur. Með þessum verðlaunum finnst mér bíóið, sem listgrein, hafa sigrað.“ dauða Ariel Rotter „Allt sem við lesum og sjáum, býr okkur til. Og allt sem gerist í lífi okkar á sama tíma og við lesum, mótar okkur líka,“ segir Rotter sem sést hér með Silfurbjörnin sem hann hlaut fyrir mynd sína á Kvikmyndahátíðinni í Berlín en aðalleikari myndarinnar fékk einnig Björninn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.