Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jökul Sævarsson Á rið 1874 varð faðir Friðriks VIII., Kristján IX., fyrstur danskra konunga til þess að sækja þegna sína á Íslandi heim. Tilefni heimsókn- arinnar var að færa Íslend- ingum stjórnarskrá og var konungur viðstaddur há- tíðahöld vegna þúsund ára afmælis Íslands- byggðar. Mönnum þótti stjórnarskráin mikilvæg réttarbót þó að sumir teldu hana meingallaða. Eftir mikla baráttu fengu Íslendingar svo heima- stjórn 1904 með innlendum ráðherra og þing- ræði. Kristján IX. lést árið 1906 og sonur hans tók við. Friðriki VIII. voru málefni Íslands kunnug og hann var Íslendingum velviljaður. Það sýndi sig í viðræðum hans og Hannesar Hafstein Ís- landsráðherra stuttu eftir að hann var krýndur. Báðum var kappsmál að koma á gagnkvæmum skilningi á milli þjóðanna tveggja. Konungur vildi veita Íslendingum meira formlegt sjálfstæði svo að þeir gætu til frambúðar unað sambandinu við Danmörku. Fyrsta skrefið steig Friðrik VIII. þegar hann ásamt ríkisstjórn og þingi bauð öllum alþingismönnum til Danmerkur sumarið 1906. Allir þingmenn, sem höfðu tök á, þáðu boðið eða 35 af 40. Í þingmannaförinni hófust óformlegar viðræður um samningagerð og umbætur á sam- bandi landanna. Konungur boðaði síðan komu sína og danskra ráðamanna til Íslands árið eftir. Alþingi endurgalt gestrisnina og bauð jafn- mörgum dönskum ríkisþingmönnum til landsins með konungi. Íslendingar bundu vonir við konungskomuna, fyrir hana var haldinn fjölmennur Þingvalla- fundur að gömlum sið þar sem samþykktar voru kröfur um uppsegjanlegt jafnréttissamband þjóðanna eða skilnað ella. Konungur kemur til Íslands Ferð konungs og ríkisþingmanna til Færeyja og Íslands hófst stundvíslega kl. 2 eftir hádegi sunnudaginn 21. júlí þegar Birma, með konungs- fánann við hún, og Atlanta, skip ríkisþingmanna, leystu landfestar við Kaupmannahöfn. Einnig lagði af stað beitiskipið Geysir sem fylgja skyldi konungsskipi. Annað beitiskip, Hekla, slóst í hóp- inn í Færeyjum. Í föruneyti konungs og Har- aldar prins voru eins og áður sagði 40 rík- isþingmenn (í þeirra hópi var forsætisráðherra Dana, J.C. Christensen), blaðamenn og ýmsir tignar- og frammámenn í dönsku þjóðlífi. Þriðjudaginn 30. júlí eða níu dögum eftir að lagt var af stað, með viðkomu Færeyjum, gekk konungur á land í Reykjavík. Allt var með hátíða- brag í bænum, hús voru skreytt og spariklætt fólk á ferli. Í fjöldanum mátti sjá konur í þjóðbún- ingi, einkennisklædda embættismenn, danska og franska sjóliðsforingja, ræðismenn erlendra ríkja í viðhafnarbúningi, bændur, sjómenn og fleiri. Friðrik VIII. gekk upp Steinbryggjuna eftir rauðum flosdregli en við enda hans reis hár heið- ursbogi, inngangur í bæinn. Hannes Hafstein ráðherra bauð konung velkominn og kynnti fyrir honum helstu embættismenn. Á bryggjunni voru meðal annars eftirtaldir meðlimir í móttöku- nefnd: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guð- mundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Síð- an fylgdi Hannes konungi og fylgdarliði um götur til búsetu í latínuskólanum sem breytt hafði verið í konungsbústað og var fljótlega nefndur kon- ungshöllin. Í latínuskólanum undirritaði konungur þrenn lagafyrirmæli handa Íslendingum, ein um að- flutningsgjöld en hin varðandi útvegsmál. Voru það fyrstu lög sem staðfest höfðu verið á íslenskri grund. Frá sama stað var ennfremur tilkynnt um að skipuð yrði nefnd ríkisþingmanna og alþing- ismanna til þess að gera ráðstafanir til nýrrar löggjafar varðandi stjórnskipunarlega stöðu Ís- lands í Danaveldi. Seinna um daginn var móttökuhátíð í Alþing- ishúsinu. Deginum lauk með stórri veislu sem Ís- landsráðherra og alþingisforsetar buðu til. Í ræðu konungs í veislunni fór hann nokkrum orð- um um nýju nefndaskipanina: Ég hefi erft ríkið sem einingu, og þá einingu skal varðveita frá kyni til kyns, en þann arf hefi ég og hlotið frá föður mínum, að Íslendingar skuli vera frjáls þjóð, er setji sér með konungi sínum þau lög, sem þeir eiga við að búa, og ofan á þá arf- leifð er vilji minn að byggja frekara. Fyrir því hefi ég í dag skipað nefnd nokkurra góðra manna ríkisins, til þess að þeir geti rætt um stjórn- skipulega stöðu Íslands í ríkinu, og fundið það fyrirkomulag, er frelsi Íslands megi við hlíta og viðhaldast, en eining ríkisins jafnframt í traust- um skorðum standa. Það er bæn mín til Guðs al- máttugs, að hann leggi blessun yfir það, sem er þann veg til framkvæmdar ráðið, og að hann veiti mönnum ríkisins spekinnar anda, svo að þeir finni leiðir, er þjóðir mínar geti fetað og haldizt í hendur, samlyndar bæði í meðlæti og mótlæti, ef Guð vill að það eigi einnig fyrir oss að liggja. Verði það, getum vér einnig hitzt jafnan glaðir að mannfagnaði. Frá Reykjavík til Þingvalla Miðað við þau frumstæðu skilyrði til ferðalaga sem voru á Íslandi á þessum tíma var enginn hægðarleikur að skipuleggja vikulanga ferð um 200 manna riddaraliðs með konung í fararbroddi. Það þurfti að útvega nokkur hundruð hesta til að flytja menn og farangur. Einnig kerrur fyrir tjöld og matföng, hnakka, klyfsöðla, beisli og ferðakoffort. Það voru Axel Tulinius, sýslumaður Suður-Múlasýslu, og móttökunefndin sem sáu að mestu um undirbúning ferðarinnar. Leið- sögumenn voru meðal annars þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra. Árla morguns fimmtudaginn 1. ágúst var lagt af stað. Konungur og Haraldur prins stigu á bak reiðskjótum sínum við latínuskólann. Konungur klæddist bláum búningi sjóliðsforingja, bar der- húfu á höfði og gekk í hnéháum reiðstígvélum. Á meðan gerðu ríkisþingmenn sig ferðbúna fyrir framan Hótel Reykjavík. Sérhver þeirra hafði fengið að gjöf frá alþingi svipu og ferðabikar til að hafa í ól um axlir. Ýmsir hinna eldri meðal þingmanna fengu sæti á léttivögnum á tveimur hjólum. Það voru ekki bara konungur og rík- isþingmenn og föruneyti þeirra sem lögðu af stað til Þingvalla þennan fimmtudagsmorgun, stór hluti bæjarbúa hugsaði sér til hreyfings. Þegar konungur reið um götur bæjarins í austurátt fylgdi í kjölfarið 3-4 þúsund manna hópur ásamt hestum, kerrum og trússi. Víða á leiðinni til Þing- valla slógust ríðandi hópar bænda með í kon- ungsfylgdina. Á hinn forna þingstað hafði aldrei haldið jafnstór fylking síðan á söguöld. Leiðin lá upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði en þar byrjaði hinn eiginlegi Þingvallavegur. Ýmsar vegabætur höfðu farið fram á fyrirhug- aðri leið konungs. Lagður hafði verið vagnfær vegur til Þingvalla og þaðan austur að Geysi og áfram í Þjórsártún. Menn höfðu búist við að kon- ungur myndi ferðast um í vagni en hann vildi miklu frekar fara ríðandi á hestbaki. Friðriki VIII. voru ætlaðir fjórir hvítir gæðingar, honum líkaði vel við tvo þeirra og reið þeim til skiptis. Við hlið hans var Hannes Hafstein, oftast á rauð- skjóttum hesti sínum, Glæsi. Þjóðhátíð á Þingvöllum Eftir átta stunda ferðalag um sjöleytið hinn 1. ágúst kom konungsfylgdin til Þingvalla sem skörtuðu sínu fegursta. Þegar konungur reið nið- ur Almannagjá höfðu fylkingar Dana og Íslend- inga skipað sér í óslitna röð hægra megin veg- arins. Síðan kallaði mannfjöldinn: „Lengi lifi konungur vor, Friðrik hinn áttundi!“ Og á eftir fylgdi nífalt húrra. Á Þingvöllum voru risnar tjaldborgir, við Val- höll mátti sjá stór tjöld til borðhalds og vistar fyr- ir marga tugi gesta en þar norður af voru tíu tjöld alveg eins í laginu og voru þau ætluð fyrir fólk úr fylgdarliði konungs. Þá var búið að reisa tvö timburhús, annað mun minna. Litla timburhúsið var konungsskáli, íbúðarhús konungs, en það stærra gildaskáli sem nota átti til veisluhalda og sem næturstað fyrir ríkisþingmenn og nánasta föruneyti konungs. Næsta morgun var farið að rigna en það aftr- aði konungi ekki frá því að ganga um Þingvelli í fylgd Björns M. Ólsens prófessors sem fræddi gestina um sögu staðarins. Að loknum hádegisverði var blásið til manns- afnaðar. Þá átti þingheimur, hátt á sjötta þúsund manns, að raða sér í eina fylkingu og fara í Lög- bergsgöngu í upphafi þjóðhátíðarhalda. Þegar konungur kom á Lögberg hófst þjóðhátíðin með ræðum og söng. Upphaf máls frá Lögbergi á þessari hátíðarstundu var konungsminni Hann- esar Hafsteins. Síðan flutti konungur ræðu. Á milli ræðuhalda söng kór ný kvæði eftir Matthías Jochumsson og Steingrím Thorsteinsson. Kapp- glíma helstu glímumanna landsins þótti hinum erlendu gestum afar skemmtilegt innskot í há- tíðahöldin. Um kvöldið var hátíðarverður í gilda- skálanum. Fyrir miðju borði sat konungur í há- sæti og hafði hann J.C. Christensen forsætisráðherra sér til hægri handar en Hannes Hafstein til vinstri. Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein var eina konan sem sat veisluna. Geysir og Gullfoss Snemma morguns 3. ágúst lagði konungsfylgdin, um tvö hundruð ríðandi menn, af stað frá Þing- völlum. Fjöldi lausra hesta fór á eftir hópnum enda þurfti oft að skipta um á langri leið. Tvær konur voru með í för, það voru Ragnheiður Haf- stein og ung dóttir Klemensar Jónssonar landrit- ara. Farangur hafði farið á undan um nóttina ásamt matarbirgðum. Það voru fleiri sem byrjuðu þennan morgun á því að tygja sig til brottferðar. Mannfjöldinn mikli sem sótti þjóðhátíðina á Þingvöllum hélt heim á leið til Reykjavíkur, ýmist fótgangandi eða á hestbaki. Nokkrir dönsku gestanna, sem treystu sér ekki til að sitja á hestbaki næstu daga, slógust í för með honum suður. Konungsfylgdin reið um Skógarkotsveg og Gjábakkastíg. Áð var á Laugarvatnsvöllum undir Kálfstindum. Við Geysi í Haukadal hafði stór skáli verið reistur handa ríkisþingmönnum inni á miðju hverasvæðinu. Aðeins ofar bjuggu konungur og Íslandsheimsókn Friðriks V Konungur á Þingvöllum Eftir átta stunda ferðalag um sjöleytið hinn 1. ágúst kom konungsfylgdin t megin vegarins. Síðan kallaði mannfjöldinn: „Lengi lifi konungur vor, Friðrik hinn áttundi!“ Og á ef Heimsókn Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands um sumarið 1907 er merkur atburður í Íslands- sögunni. Alþingismannaförin til Danmerkur árið áður og vel heppnuð Íslandsferð konungs og ríkisþingmanna jók gagnkvæm kynni ráðamanna og skýrði sameiginlega hagsmuni. Það má segja að með þessum tveimur heimsóknum hafi hafist samningaferli sem síðar átti eftir að leiða til fullveldis Íslands 1918. »Reykvíkingar tóku vel á móti konungi og föruneyti hans þegar hann kom aftur til bæj- arins miðvikudaginn 7. ágúst eftir viku ferðalag um landið. Sægur karla og kvenna á hest- baki slóst í för með konungs- fylgdinni síðasta spölinn. Það má segja að ferðamennirnir hafi litið út eins og flakkaralýður því sumir þeirra voru að nokkru leyti óþekkjanlegir af völdum ryks og óhreininda eftir langa reið. Daginn eftir komuna til Reykja- víkur fór konungur í skoð- unarferð í dómkirkjuna, ýmsa spítala bæjarins og hegning- arhúsið. Á síðastnefnda staðn- um náðaði hann unga stúlku, Jónu Ágústu Jónsdóttur, sem hafði fyrirfarið barni sínu og átti að fara að afplána 4 ára betrunarvist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.