Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 3 lesbók Eftir Pétur Grétarsson pegre@simnet.is Ég man ennþá hvernig ég efaðist þegar ég handlék Urlicht/Primal light – Mahler plötuna hans Uri Caine fyrst. Ég efaðist vegna þess að ég mundi í svipinn ekki eftir velheppnuðum at- rennum djassmanna að verkum sígildra tón- skálda. En það voru meðreiðarsveinar píanist- ans á plötunni sem sannfærðu mig, velflestir að góðu kunnir úr allt öðru en einhverjum með- almennskudjassi, og því nokkuð líklegt að hér væri á ferðinni annað og meira en þekkt sinfón- ísk stef í máttleysislegum svingtakti. Ég skellti mér á gripinn og ekki skemmdi fyrir þetta ótrúlega smarta pappakassaútlit Winter og Winter útgáfunnar. Það er skemmst frá því að segja að síðan hefur Uri Caine ( berist fram Úrí Kein ) sent frá sér hverja plötuna af annarri sem allar undirstrika að mismunandi straumar í tónlist spretta í raun allir úr sömu lindinni. Gunther Schuller kallaði það „þriðja straum- inn“ fyrir 50 árum þegar djasstónlistarmenn fóru að kompónera tónlist sína umfram lagstúf sem síðan var spunnið yfir. Ég veit ekki hvað Jóhann Sebastían kallaði það þegar hann imp- róvíseraði á hljómborðin sín yfir eigin tón- smíðar og annarra fyrir 300 árum. Kannski var eðlilegra að impróvísera fyrir 300 árum þegar svo miklu minna var búið að semja af tónlist? Í dag er það sérstaklega tekið fram ef hljóðfæra- leikarar spila sínar eigin kadensur í einleiks- konsertum. Peiffer fyrsti áhrifavaldurinn Djasspíanistinn Uri Caine var óskaplega forvit- inn um tónlist strax sem barn. Hann var svo heppinn að læra af starfandi hljómlist- armönnum sem miðluðu honum af djúpri reynslu. Franski píanistinn Bernard Peiffer var fyrsti áhrifavaldurinn í lífi hins 12 ára Uris. Peiffer starfaði í Fíladelfíu og var óþreytandi að hvetja skjólstæðing sinn til góðra verka með því að fara í saumana á nýsmíðum hans og benda honum á nýja möguleika í hljómsetningum. Þar fyrir utan var hann ákaflega strangur og gerði hinum unga Caine ljóst að hann yrði að spila verk klassísku meistaranna því að engin leið væri betri til að koma spilatækninni heim og saman. Það þurfti svo sem ekkert að selja Uri gagnsemi gömlu tónlistarinnar. Honum hugn- aðist hún vel. Fyrir utan að taka músíkina og nemendur sína alvarlega var Bernard Pfeiffer vel með á nótunum og þrátt fyrir að vera klassískur pían- isti sjálfur fylgdist hann vel með kollegum sín- um úr djassheiminum og kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir áhrifum píanista allt frá Art Tatum til Cecils Taylor. Hann kynnti Uri einnig tónlist nokkurra helstu meistara tuttugustu ald- arinnar eins og Oliviers Messiaen og Igors Stravinsky. Þar fyrir utan ók hann blóðrauðum Ford Mustang sem gerði sitt í því að ungling- urinn tók hann alvarlega. Næsti píanókennari Uris var Vladimir Sokolov, sem var píanóleikari Fíladelfíu hljómsveitarinnar auk þess að kenna kammermúsík við Curtis stofnunina. Þar var Uri Caine kominn að einum reynslubrunninum enn, því að auki stundaði hann nám í tónsmíðum hjá George Rochberg og Georger Crumb. Þrátt fyrir að hella sér af heilum hug í klass- íska tónlist daglangt má ekki gleyma kvöldskól- anum í tónlistaruppfræðslu Uris Caine. Þar voru prófessorarnir menn á borð við Miles Dav- is, trommarann Philly Joe Jones, tenórsaxófón- leikarann Hank Mobley og trommarann Mic- key Roker, sem einhverjir lesendur muna kannski eftir frá tónleikum Dizzy Gillespie í Háskólabíói fyrir 30 árum. Það er því óhætt að segja að tónlistin hafi tekið allan tíma Uris, sem stundaði hið klassíska nám í Penn háskólanum á daginn og í djassklúbbum Fíladelfíu á kvöldin, en þeir voru reyndar staðsettir í næsta ná- grenni skólans. Það kom hinum unga tónlistar- manni því á óvart þegar einhverjir prófess- oranna í Penn gerðu lítið úr djasshliðinni á tilverunni. „Mér fannst það ótrúlegt að þeir skyldu kalla djassinn tímaeyðslu fyrst ég stundaði af kappi það sem þeir settu fyrir mig. Aldrei sá ég þá á djassklúbbunum, sem var kannski ástæðan fyrir því hvernig vanþekk- ingin skein í gegn þegar þeir tjáðu sig um djassmúsíkina.“ Engin tónlist tilheyrir sjálfskipuðum gæslumönnum hennar En Uri lét ekki fordóma prófessorana eyði- leggja fyrir sér ánægjulega upplifun af alls konar tónlist. Hann hefur verið spurður um viðbrögð mismunandi áheyrenda við tónlist sinni, en fáir hafa jafn breiða reynslu af mis- munandi áheyrendum en hann: „Ég hef bæði verið oflofaður og skorinn niður við trog,“ svarar Uri, „… það er ekkert skrítið að fólk hafi skoðanir á því hvernig höndum er farið um tónlist sem því þykir vænt um og margir efast um gildi þess að spila hana á þann hátt sem ég geri. Aðrir halda vart vatni af hrifningu, svo maður verður að deila í öll þessi mismunandi viðbrögð og halda áfram af eigin sannfæringu. Eitt kvöldið erum við að spila Mahler- músíkina á Mahler tónlistarhátíð og við- brögðin geta einkennst af því að áheyrendur lesa of mikið í það sem við erum að gera. Sama hljómsveit vekur athygli á djassfestivali fyrir að vera með plötusnúð í hópnum á meðan gest- ir á nýtónlistarhátíð hrífast kannski helst af því hvernig við afbyggjum tónlistina. Maður verður að muna að einu skilaboð okkar eru að engin tónlist tilheyrir sjálfskipuðum gæslu- mönnum hennar.“ Uri Caine hefur gætt þess að koma fram við alla tónlist af virðingu og væntumþykju. Hann gerði sig fyrst gildandi í efri deild djassins þeg- ar hann var oftar en ekki hljómsveitarstjóri fyrir alþjóðlegar stjörnur sem heimsóttu Fíla- delfíu. Þessir gestir hvöttu hann til þess að flytja þessa hundrað kílómetra sem skildu hann frá höfuðborg djassins – New York, en þar hefur hann verið búsettur undanfarin ár. Eins og flestir kollega hans þar í borg byggist tilvera hans að miklu leyti á því að ferðast til fjarlægra staða og miðla af list sinni, en Evr- ópu hefur í augum bandarískra djasstónlist- armanna tekist að varðveita einhvern anga djassklúbbamenningarinnar, sem er nánast horfin vestanhafs. Fyrstu árin í New York fóru í að fóta sig á nýjum stað og stimpla sig inn, meðal annars með því að spila undir kring- umstæðum sem hann hafði sagt skilið við heima í Fíladelfíu. En fjölbreytt spila- mennskan skilaði sér í nýjum tengslum og Uri kynntist tónlistarfólki úr hinum framsækna hóp sem kenndur er við Knitting Factory auk þess að spila mikið af hefðbundnum djassi og elektróník. Þrátt fyrir allt vill Uri Caine ekki meina að New York sé endilega einhver há- borg framsækinnar spunninnar tónlistar og bendir á að hver stórborg búi yfir spennandi tónlistarumhverfi, hvort sem um er að ræða París, Berlín eða Chicago. Impróvíseruð tónlist spiluð á afslappaðan og spennandi máta Uri Caine er starfsamur með afbrigðum og heldur úti starfsemi með fjölmörgum mismun- andi hljómsveitum. Hann leggur meiri og meiri áherslu á eigin verkefni og tónlist en spilar þó áfram í hljómsveitum manna á borð við Dave Douglas og Don Byron, svo að einhverjir séu nefndir. Tríóið sem hann kemur með til Íslands og leikur á tónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur í Austurbæ miðvikudaginn 29. ágúst nk. varð einmitt til þegar þeir félagar voru farnir að hittast oftar og oftar í hljómsveitum annarra, sem leiddi til frekara samstarfs á eigin for- sendum, en þeir hafa spilað saman í næstum sjö ár. Það er óhætt að segja að þessi kunn- uglega hljómsveitargerð sé einmitt tilvalin sem fyrsta upplifun fólks af tónlist Uri Caine og af- stöðu hans til spunninnar tónlistar.“ Við njót- um frelsisins sem tríóið veitir okkur. Þó að við spilum standarda, eigin tónsmíðar og margt fleira þá má segja að allt það efni sé fyrst og fremst hvati að því að spila impróviseraða tón- list á afslappaðan og spennandi máta.“  Uri Caine – Transformation, Improvisation and Context – All about Jazz e. Paul Olson Meet Uri Caine – Vic Schermer Uri Caine. Uri Caine Tríóið sem hann kemur með til Íslands er auk hans skipað Dave Douglas og Don Byron. Þeir leika á Jazzhátíð Reykjavíkur í Austurbæ miðvikudaginn 29. ágúst nk. Maður margra laga Píanóleikarinn Uri Caine leikur á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágústlok. Hann er meðal ann- ars þekktur fyrir að djassa klassíska tónlist svo sem eftir Mahler. Hann hefur sent frá sér hverja plötuna af annarri sem allar undir- strika að mismunandi straumar í tónlist spretta í raun allir úr sömu lindinni. Höfundur er tónlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.