Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur A f hverju göngum við í fötum? Grunnástæðan fyrir klæðn- aði mannsins er ekki að skýla líkamanum fyrir veðrum og vindum og jafn- vel ekki að skýla honum fyrir sjónum annarra. Ef frumbyggjar Ástralíu eru teknir sem dæmi þá bera þeir sama klæðnað, lendaskýlur og hálsfestar, við -5 gráður á Cel- síus og við 47 gráða hita. Í raun gætum við líka öll verið nakin innanhúss hér á landi en kjósum að vera það ekki. Það sem þykir viðeigandi að sýna og fela af líkamanum er bundið menningu og tíma. Ef við tökum sem dæmi Suya-indjánana í Brasilíu þá skammast þeir sín ekkert fyrir nekt sína en ef einhver sér þá án varaskrauts (e. lip disks) verða þeir mjög vandræðalegir. Einnig má benda á að lítil börn skammast sín ekkert fyrir nekt sína, heldur lærist þeim það með aldrinum. Þetta bendir til þess að skömm vegna nektar sé ekki orsök fatnaðar heldur miklu frekar afleið- ing. Þá komum við að þeim þætti sem er einna mikilvægastur þegar kemur að tilgangi fatn- aðar. Við klæðum okkur til að tilheyra ákveðnum samfélagshópi eða til aðgreiningar frá öðrum samfélagshópum og öðru fólki, þann- ig sköpum við okkur sérstöðu. Með klæðnaði tjáum við persónuleika okkar, skoðanir og til- finningar bæði meðvitað og ómeðvitað. Föt segja fólkinu í kringum okkur hver við er- um, eða öllu heldur hver við viljum vera. Þannig geta föt virkað eins og tilkynningatafla sem á stendur: ég er virðulegur einstaklingur, ég er læknir, ég er geðveikur, ég er fatafella o.s.frv. Gott dæmi um þetta eru einkennisbúningar sem senda skýr skilaboð um hvort manneskja sé flugmaður eða ræstitæknir. Einkennisbúning- arnir geta líka innihaldið flóknari skilaboð, eins og hversu hátt sett manneskja er innan hers eða heilbrigðiskerfisins. Síðast en alls ekki síst klæðum við okkur til að vekja kynferðislegan áhuga annarra og kynferð- islegt sjálfstraust hjá okkur sjálfum. Þetta get- ur verið ómeðvitað, meðvitað eða hvort tveggja í senn. Fötin sem við förum í breyta útliti lík- amans, þau ráða til dæmis gjarnan útlínum hans. Einnig geta þau bætt við litum, áferð, munstrum, og svo framvegis sem allt saman getur virkað eins og auglýsingaskilti. Þessar breytingar eru spennandi fyrir augað og gera líkamann áhugaverðan og kynþokkafullan. Einnig sýna föt mismikið af líkamanum sem einnig er athyglisvert. Berir líkamspartar minna á aðra líkamsparta og nekt, en að- alspennan er samt falin í því sem er hulið. Kynþokki sem fatnaður skapar getur líka ver- ið nátengdur því að koma persónuleika okkar á framfæri. Eins og ég sagði áður koma föt alls konar skilaboðum á framfæri um einstaklinginn sem er í þeim. Þessi skilaboð geta valdið því að fólki þyki hann áhugaverður eða leiðinlegur. En ef hið fyrrnefnda á við þá gætu fötin orðið til þess að viðkomandi fái kynferðislegan áhuga á honum. Tíska Hvað er tíska? Tíska gengur út á sjónhverfingu nýjunga. Tíska greinir einstaklinginn frá heild- inni, gerir hann einstakari, svalari og frumlegri. Tíska er eitthvað sem ákveðinn hópur fólks til- einkar sér og hampar. Eðli tísku er að breytast stanslaust vegna þess að án breytinganna væri engin tíska. Ef innsniðnar buxur eru í tísku núna hlýtur næsta skref að vera að þær víkki út. Þetta er í raun breyting á útlínum og formi lík- amans og hann verður áhugaverðari og kyn- þokkafyllri fyrir vikið. Við fáum leiða á gamalli tísku, í orðsins fyllstu merkingu, tilbreytingin er mikilvæg. Klæðnaður hefur sem sagt það hlutverk að vekja kynferðislega athygli eða kynferðislegt sjálfstraust. Tíska og munalosti eiga það því sameiginlegt að tengja saman kynþokka og föt, en hversu skyld eru þá tíska og munalosti? Munalosti Munalosti og blæti eru íslensku þýðingarnar á enska orðinu fetish. Hér mun ég notast við orðið munalosta þegar það hentar en fetis þegar átt við munina og fetisistar þegar átt er við fólkið sem á í hlut. Fetis er hlutur eða líkamspartur, sem er ekki kynfæri, sem veldur því að ein- staklingur verður kynferðislega örvaður og/eða nær fullnægingu. Sumir „þurfa“ ekki á hlutnum að halda en aðrir geta ekki náð örvun án návist- ar við hann, eða án þess að handleika hann, sleikja, þefa af eða heyra í honum. Í þeim til- vikum kemur hluturinn í raun í stað bólfélaga. Það er vandkvæðum bundið að skýra hvað veldur munalosta. Ýmsar kenningar hafa komið fram síðan Freud setti fram sínar kenningar 1927. Hann hélt því fram að munalosti væri af- leiðing sálfræðilegs áfalls. Strákur leitar eftir tippi móður sinnar og þegar hann áttar sig á að hún hefur ekkert veldur það sjokki. Það hefur í för með sér hræðslu við geldingu og til að vinna bug á henni leitar strákurinn eftir fetisi í stað- inn. Þannig finnur hann sér staðgengil fyrir lim konunnar og dregur athygli sína frá raunveru- legum kynfærum hennar. Gallar eru á kenningu Freuds þar sem þetta útskýrir samt ekki muna- losta hjá konum. Einnig ættu allir karlmenn að vera haldnir munalosta samkvæmt þessari kenningu en svo er ekki. Freud hélt því einnig fram að munalosti hefði með samlíkingar að gera. Til dæmis getur dýrahár þýtt skapahár, undirföt það að afklæðast, silki vísað til mjúk- leika húðarinnar á meðan kápa, hattur og auð- vitað bindi eru reðurtákn. Samkvæmt Chris Gosselin er munalosti eitt- hvað sem er lært í æsku. Barnið nýtur þess að koma við ákveðin efni eða nýtur ákveðinna til- finninga eða aðstæðna. Þessi áreiti geta verið til dæmis hræðsla, kuldi, áferð eða tilviljun, þegar barnið tengir vellíðan sína „óvart“ ákveðnum hlut. Fyrst er þessi „góða tilfinning“ ekkert kynferðisleg en þróast smám saman út í það. Þegar barnið er milli tveggja og fimm ára ald- urs áttar það sig á því að það getur sjálft fram- kallað það ástand sem veitir því vellíðan. En munalostinn sem slíkur verður ekki til fyrr en kemur að kynþroskaskeiðinu. Ef allt gengur vel í ástarmálunum gleymir einstaklingurinn gömlu íkveikjunum og nýtur „venjulegra“ örvana. Ef illa gengur sækir hann aftur í minningar um efni, föt og skammir eða annað sem kveikti í honum áður. Úr þessu skapar hann fantasíu sem uppfyllir kynferðislegar þarfir hans. Hann áttar sig í flestum tilfellum fyrr eða síðar á því að hefðbundin sambönd og kynlíf skiptir hann máli, en sjaldan mun hann gleyma fantasíunni sem á vissan hátt var hans fyrsta ást. Það sem styður þessa kenningu er að margir fetisistar segjast hafa haft þessar langanir eins lengi og þeir muna eftir sér. Sumir þeirra geta líka tengt munalostann ákveðnu atviki. Kynþokki Þegar munalosti hefur verið skilgreindur er tímabært að ræða hvað þykir eðlilegt að finnast kynþokkafullt. Það forboðna er kynþokkafullt. Svo vitnað sé í Freud: „Við rót þess forboðna leynist ávallt þrá.“ Hið forboðna getur svo verið ýmislegt, en svo mikið er víst að það hefur áhrif á klæðnað. Bernard Rudovsky listamaður (1905-1988) og James Laver listrýnir (1899-1975) héldu því báðir fram að klæðnaður og/eða skreyting lík- amans væri nauðsynleg til að vekja og viðhalda kynferðislegum áhuga og þar af leiðandi óhjá- kvæmileg hjálpartæki til fjölgunar mannkyns- ins. Þá eiga þeir við að síbreytileg tíska og fatn- aður vekur athygli annarra. Mörg dæmi eru um að fólki finnist konur kyn- þokkafyllri klæddar en naktar. Nana, málverk Eduards Manet frá 1877 vakti mikla hneykslun, ekki beinlínis vegna nektar hennar heldur vegna fatnaðarins sem hún klæddist. Einnig þótti gífurlega óviðeigandi að hún væri sýnd á undirfötunum fyrir framan karlmann. Að sjá konu á undirfötunum gefur í skyn að hún sé að afklæðast sem heldur spennu áhorfandans sem veit að þessi athöfn fer oft fram á undan kynlífi. Undirföt eru oft úr efnum eins og silki og satíni, sem jú er þægilegt að hafa næst sér en minna einnig á nakta húð. Önnur ástæða fyrir þessari tilhneigingu til að þykja meira kynæsandi að sjá manneskju í undirfötunum en nakta er að nekt er ekki alltaf falleg. Nekt er það sem fólk sækist yfirleitt eftir í kynlífi, en ef nekt er skoðuð án blæju ástríðunnar og lostans þykir hún jafnan ekki falleg nema hún samsami sig tísku þess tíma og staðar. Eins þykja kynfæri allajafnan ekki beinlínis falleg á meðan annað gildir um aðra kynferðislega tengda hluta líkamans eins og brjóst og rass. Föt eru erótísk af því að þau draga athygli að líkamanum á sama tíma og þau hylja hann en Klæðnaður og Hvað er kynþokkafullt og af hverju? Hvaða áhrif hefur kynþokki á fólk? Í þessari grein er varpað ljósi á tilgang fatnaðar og tísku og skoðaðar tengingar milli munalosta og þess sem almennt er álitið kynþokkafullt. Hver er munurinn á kynjunum þegar kemur að klæðnaði og kynþokka og hefur það áhrif á völd þeirra? Geta konur notað kynþokka sinn til að verða valdameiri í samfélaginu eða ger- ir hann þær einungis að kynferðislegum við- föngum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.