Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Í rúm 60 ár hefur þýska þjóðinreynt að sættast við fortíðina – heimsstyrjöldina síðari og stríðs- glæpi nasista. Sár sumra ein- staklinga eru sárari en annarra og ekki treysta sér allir til að kynna sér fjölskyldu- sögu sína of náið. Katrin Himmler getur ekki leyft sér þann lúxus, því þeir fortíðar- draugar sem fylgja ættingjum SS-foringjans Heinrichs Himmlers hafa alltaf verið á allra vitorði. Í bókinni The Himmler Brothers: A German Family Hi- story tekst Katrin Himmler á við þessa drauga fortíðar. Hún beinir athygli sinni hins vegar ekki ein- göngu að Heinrich, heldur fjöl- skyldunni allri og þeirri mýtu að Heinrich frændi hafi verið fjöl- skyldufrávik og allir aðrir Himmler ættingjarnir saklausir. Náin skoð- un á fjölskyldupappírum leiddi hins vegar annan sannleika í ljós og þarf engum að koma á óvart að Himm- ler þurfti ítrekað að gera hlé á skrifum sínum.    Heimsstyrjöldin síðari er líkaviðfangsefni Robert Edric í skáldsögu hans The Kingdom of Ashes. Þar segir frá Alex Foster, ungum breskum herforingja, sem er ásamt her- sveit sinni stað- settur í tilbúna þýska bænum Rehstadt og starfar sem túlk- ur við að yfir- heyra „minni- háttar stríðs- glæpamenn.“ Hann nýtur þar hins vegar lítillar virðingar þeirra sem hann yfir- heyrir þar sem hann hefur aldrei tekið þátt í stríðsátökum og á sama tíma á hann erfitt með að sætta sig við þau margvíslegu hrossakaup sem yfirmenn hans standa í, í eigin hagnaðarskyni.    Stríðsátök koma líka við sögu íbók Marcus Luttrells, Lone Survivor, og átökin eru okkur mun nær í tíma, en Luttrell þjónaði ásamt bandaríska sjóhernum í Afg- anistan og hlaut orðu fyrir. Rétt rúmur mánuður leið frá því að hann hætti her- þjónustu og þar til bók hans, sem rekur átakasög- una frá Afganist- an, kom út nú á dögunum. Ólíkt Pat Tillman og Jessicu Lynch þá hefur lítið farið fyrir Luttrell í fjölmiðlum til þessa en þó virðist bók hans ætla að verða ein af metsölubókum sumars- ins í Bandaríkjunum. Er það ekki hvað síst meðal íhaldsmanna og hernaðaráhugafólks sem hún hefur vakið athygli, en saga Luttrell seg- ir frá misheppnuðum leiðangri, sem hann lifði einn af, til að fanga einn af leiðtogum talibana.    Átök í miðausturlöndum erueinnig viðfangsefni Daliu Sofer í bókinni The September of Shiraz, sem er jafnframt frumraun hennar á skáldsagnasviðinu og hlýtur bókin slíkt lof hjá gagnrýn- anda New York Times, að hann segir hana líklega til að verða fram- tíðarklassík. The September of Shiraz segir frá efnaðri gyðinga- fjölskyldu sem býr í Teheran stuttu eftir uppreisnina og fylgir bókin, sem er sögð í þriðju persónu, hverj- um og einum fjölskyldumeðlimi í gegnum erfiðasta ár í lífið þeirra, tímabilið frá september 1981 til september 1982. BÆKUR Heinrich Himmler Marcus Luttrell Robert Edric Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Þetta Net er nú alveg met. Fólk efnir þarvillt og galið til samkvæmisleikja, einsog það sé statt í einni endalausri af-mælisveislu með ókunnugu fólki og þurfi sífellt að finna upp á einhverju til að drepa tímann. Um daginn var það keppni um fallegasta orðið – og skömmu síðar auglýsti maður nokkur eftir ljótasta orði íslenskrar tungu. Það þótti mér ekkert sérstaklega fyndið fyrst, en skipti um skoðun þegar ég fór að skoða tilnefningarnar. Gyllinæð, slembiúrtak, Mururimi. Fólk fer nátt- úrlega á kostum í uppáfyndingarseminni. Keppni þessi var annars skammlíf, skömmu eftir að mótshaldari benti á að listinn gæti verið hráefni í ljótasta ljóð allra tíma, hvarf hann af skjánum. Kannski jafngott að ljóðið var aldrei ort. Hins vegar gæti maður vel – til þess að drepa tímann í afmælinu – dundað sér við að raða ljótu kandí- dötunum í eins og einn „orðljótan“ prósa: „Það ýrði úr lofti. Nei, það var beinlínis hragl- andi og krapinn varð að krími sem draup af ufs- um húsanna. Ég var með mar á sköflungnum. Sem dró þó ekki úr hnýsni minni, þennan hei- móttarlega pótintáta yrði ég að finna. Og koma fyrir kattarnef. Ég fékk súrrandi hugboð um að hann byggi í kumbalda. Hann hafði þreyð þorr- ann í hripleku hreysi. Óásættanlegt. Ég smokr- aði rassvasabókhaldinu í lungamjúka tuðruna og ákvað að taka ekki með mér neina aftaníhossa. Þeir gætu verið kjurrir í sinni ömurð. Ég slökkti á beininum og hlaðvarpinu en klófesti gamla mó- taldið. Aldrei að vita hvaða græjur kæmu að haldi í forgarði fjarskiptalausnanna. Ég gleymdi heldur ekki nýsigögnunum. Lamirnar á hurðinni lét ég æmta, eins og alltaf. Ég gágóndi út um gættina og spaðjarkaði svo út á plan. Það var marautt. Ég var enn þjakaður í sköflungnum. Það var orðið eins og leiðarhnoða í sögu minni, eilíft mar og martröð – hvar var nú lýðheilsan? Á götum úti var kraðak. Slabbdreglar voru til sölu í útstillingarglugga sem blasti við í tík- argjólunni, um þá slógust skolhærðar legrembu- rottur í mussum. Í öngstræti hnakkrifust tveir talgervlar um afgjaldskvaðarverðmæti og ég gat ekki annað en dáðst að framþróun þúsaldar- innar. Bráðum yrði mannskepnan eins og hvert annað graftarkýli á byggðu bóli. Eins og náriðill í þyrlu. Ég steig á tengifetil tvinnbílsins og fimb- ulfambaði við sjálfan mig, uppfullur af gorgeir. Ég gaut glyrnunum í baksýnisspegilinn. Í hum- átt á eftir mér kom fellihýsi, sem einhver hafði beitt litföróttri bikkju fyrir. Það er ekki að spyrja að múgsefjuninni, hugsaði ég. Vömb, keppur, laki og vinstur – ég hafði naumast áður verið eltur af fextri skepnu með vélindabakflæði. Það úði og grúði af mýi við aurhlífina og ég skrensaði í grúsi, kominn óraveg frá ljósleiðara- væddum þéttbýliskjarnanum. Ég fann fnyk af fóarni í pækli og heyrði leikið á páku. Bjakk, hugsaði ég með dögurðinn í kjöltunni en ákvað að spara köguryrðin, kannski væri hann einmitt ábúandi hér, ekkisens afturkreistingurinn. Ég glotti djöfullega. Nú skyldi ég skapa öngþveiti og illindi, nú skyldi ég skila nánösinni fúkkalyf- inu sem olli ótímabærri rotnun bjúgaldintrésins míns.“ Ehm… Er nema von maður klóri sér í koll- inum? Eða hvað gerir þessi orð verri en önnur? Eru einhver orð í sjálfu sér ljót? Furðuleg staf- setning, jú, ofstuðlun, önghljóð, klaufaleg ný- yrðasmíð, strítt hljómfall, merkingarleysur, lang- lokur; jú, jú, á þessu öllu má hafa skoðun. En að heilt (net)samfélag geti sammælst um að tiltekið orð sé ljótast allra? Ég veit það ekki. Þetta er nú meiri afmælisveislan. Án þess að blóta » Bráðum yrði mannskepnan eins og hvert annað graft- arkýli á byggðu bóli. Eins og náriðill í þyrlu. Ég steig á ten- gifetil tvinnbílsins og fimbul- fambaði við sjálfan mig, upp- fullur af gorgeir. Ég gaut glyrnunum í baksýnisspegilinn. Erindi Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is H eimur skipulagðrar glæpastarf- semi hefur verið framreiddur á ótal vegu í kvikmyndum, sjón- varpi og skáldsögum þar sem hann er ýmist upphafin, fegr- aður, ýktur, skrumskældur eða skopstældur. Veröld sem er eins fjarlæg hefð- bundnu gildismati og almennri siðferðisvitund eins og veröld mafíunnar býður nefnilega upp á afar fjölnýtilegan efnivið í skáldsögu. Fáránleiki ofbeldisins getur vakið óhug hjá lesandanum og eins er hægt að fara enn lengra með ofbeldið eða véla það í aðrar áttir þar til það verður hreinlega fyndið. Í skáldsögunni Hver er Lou Sciortino? bregður höfundurinn Ottavio Cappellani upp kómískri mynd af mafíuveldi í Sikiley og notast óskamm- feilinn við flestallar klisjur sem slík saga kallar á. Eins og við er að búast þá koma Godfather- myndirnar oft upp í hugann við lestur bókarinnar, sem og einhverjar Scorsese-myndir, Soprano’s- þættirnir, myndir Tarantinos og jafnvel myndir Guy Ritchie, Snatch og Lock Stock and Two Smoking Barrels. Bókin Hver er Lou Sciortino? kom fyrst út árið 2004 í Ítalíu og varð fljótt vinsæl um gervalla Evrópu. Hún kom nýlega út í Neon- ritröð Bjarts í íslenskri þýðingu Paolo M. Turchi. Daprir morðingjar Allt frá barnsaldri vissi Lou Scortino að hans biðu einhvers konar yfirráð og völd. Örlög hans eru ásköpuð og óhjákvæmileg enda barnabarn Don Lou, höfuðpaurs Sciortino-mafíunnar í New York. Hann er auk þess í sérlegu uppáhaldi afa síns sem hefur haft sig allan við í að ala barnabarn sitt upp sem góðan glæpaforingja. Hann kennir honum t.d. að vera leiður á svipinn ef hann þarf að myrða á almannafæri, að vælukjóar eru aumingjar og að kvikmyndaiðnaðurinn er kjörinn fyrir peninga- þvott. Fyrsta stóra verkefni sem afinn leggur fyr- ir Lou er einmitt að setja á laggirnar og starf- rækja kvikmyndafyrirtækið „Starship Product- ions“ sem ætlað er að þvo peninga fjölskyldunnar. Starfi hans þar lýkur hins vegar skyndilega þegar önnur og óvinveitt mafíu-fjölskylda sprengir upp skrifstofur fyrirtækisins. Þá sér af- inn ekki aðra kosti í stöðunni en að koma uppá- halds barnabarni sínu í skjól í gamla landinu, nán- ar tiltekið í Kataníu á Sikiley, þar sem Lou gæti í leiðinni fullnumið list mafíósans. Fljótlega eftir að hann er þangað lentur er lögreglustjóri staðarins myrtur í óþökk Sal frænda sem ræður lögum og lofum í bænum. Í kjölfarið kemst bæjarlífið í upp- nám og Lou er fenginn til að koma því aftur á rétt- an veg. Svo þegar að afinn, Don Lou, mætir á svæðið fer allt úr böndunum og drápin hefjast fyr- ir alvöru. Þorpssaga Hver er Lou Sciortino? er fyrsta bók Ottavio Cap- pellani en hann starfar meðal annars sem blaða- maður og dálkahöfundur fyrir nokkur ítölsk dag- blöð. Hann hefur auk þess keppt á ólympíuleikum og er tónlistarmaður og textahöfundur í eigin póst-pönkhljómsveit. Hann er fæddur og uppalinn í Kataníu á Sikiley þar sem sagan gerist að mestu leyti og ber texti bókarinnar þess skýr merki. Lýsingar á staðarháttum og mannlífi Kataníu eru sérlega lifandi og skemmtilegar og að vissu leyti mætti kalla verkið eins konar þorpssögu með ótal persónum sem allar leggja sinn lit í heildarmynd þorpsins og sögunnar. Og þó svo að nafn Lou Sci- ortino sé í titli bókarinnar er varla hægt að segja að hann sé aðalsöguhetja hennar. Það er í raun- inni engin persóna í bókinni sem kalla mæti að- alsöguhetju heldur sameinast allur aragrúi per- sónanna í að fleyta áfram atburðarrásinni. Þannig spilar t.d. grillveislur Tony í úthverfi bæjarins stóran þátt í framvindu sögunnar og eins samræð- ur þorpsbúa á krám og veitingahúsum Kataníu. Aftur á móti verður fjöldi karaktera á tímapunkti nánast of mikill þannig að erfitt er að henda reiður á þeim. Kærulaust ofbeldi Minnst var á leikstjórann Quentin Tarantino hér á undan en hans andi svífur óneitanlega yfir vötnum í bók Cappellanis. Einkum á það við um frásagn- arstílinn en frásögnin byggir að miklu leyti á sam- tölum sem gjarnan leiða lesandann inn í aukasög- ur sem tengjast meginfrásögninni mismikið. Glæponarnir eru flestir nokkuð hlægilegir og gætu auðveldlega átt heima í Tarantino-mynd og að sama skapi eru ýktar og í senn kærulausar of- beldislýsingarnar í svipuðum anda. Textinn líkist meira að segja á sumum stöðum kvikmynda- handriti með knöppum lýsingum á stöðum og fólki sem stundum er galli þegar lesandinn fær einfald- lega ekki nægar upplýsingar. Að öðru leyti virkar knappur og hraður frásagnarstíllinn vel og heldur lesandanum vel við efnið. Þá er eftirtektarvert stílbragð hversu mikið slangur er í textanum og enskan er mikið notuð, t.d. í setningum eins og „ass bandit löggu fíflin“ og „djöfulsins dickbrain“. Eins og þessi dæmi gefa til kynna inniheldur text- inn vænan skammt af blótsyrðum eins og vera ber í heimi skipulagðrar glæpastarfsemi samanber Sopranos-þættirnir. Endurunnar klisjur Þessi frumburður Ottavio Cappellani hefur sem fyrr segir hlotið mjög góð viðbrögð í Evrópu enda vissulega fyndin, klár og skemmtileg bók. Cap- pellani tekst jafnframt að gera nokkuð frumlega og ferska bók þó svo að efniviðurinn sé margnot- aður. Helstu klisjur mafíósa-myndanna eru not- aðar óspart, sem og klisjur um Ítala og ítalska Bandaríkjamenn, og persónurnar eru flestar kunnuglegar en klisjurnar allar eru engu að síður skemmtilega endurunnar í höndum Cappellani. Frásagnarstíllinn er knappur og hraður, stundum kannski um of, en sagan heldur þó lesandanum kátum og við efnið mestallan tímann. Gamansaga um glæpi Misvitrir glæponar, kvikmyndaiðnaðurinn og grillveislur er meðal þess sem fjallað er um í skáldsögu Ítalans Ottavio Cappellani Hver er Lou Sciortino? Hér er um að ræða mafíósa-farsa sem gerist í nútímanum og segir frá vandamál- um mafíu-fjölskyldu í bænum Kataníu á Sikiley. Bókin kom fyrst út árið 2004 í Ítalíu og varð fljótt vinsæl um gervalla Evrópu. Hún kom ný- lega út í Neon-ritröð Bjarts í íslenskri þýðingu Paolo M. Turchi. Nýtir klisjurnar Í bókinni Hver er Lou Sciortino? bregður höfundurinn Ottavio Cappellani upp kóm- ískri mynd af mafíuveldi í Sikiley og notast óskammfeilinn við flestar klisjur sem slík saga kallar á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.