Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Hersvein og Friðbjörgu Ingimarsdóttur gunnars@hi.is E inn góðan veðurdag á Miðjarðarhafs- hóteli í Antalya langaði okkur til að gera eitthvað annað en að vekja falsvonir afburðarsnjallra teppa- og leðursölumanna, skoða forn- minjar eða lesa bækur undir sólhlíf á ströndinni. Við sömdum því við Gökhan Tunç innfæddan ensku- mælandi leiðsögumann um að fara með okkur í óvissuferð á fólks- bílnum sínum upp í fjöllin því við vildum gjarna fá að sjá hvernig fólk lifði. Gökhan varð að óskum okkar. Við lögðum af stað norður á bóg- inn upp í fjöllin. Gökhan reyndist fróður og þuldi upplýsingar um stjórnmálasögu landsins, atvinnu- hætti, siði og venjur. Hann sagðist bera sérstaka virðingu fyrir hirð- ingjum og þeirra lífsmáta. Mig minnir að hann segði að um það bil tvær milljónir hirðingja byggju í landinu. Fatma – ung kona á fjöllum Hirðingjatjöld voru fyrsti áfanga- staðurinn okkar. Athygli okkar beindist fyrst að alifuglunum sem hlupu frjálsir og liðugir um fyrir utan tjöldin – minnug þess að Tyrkland varð illa úti vegna ómak- legra og stanslausra frétta af fuglaflensunni. Ferðamönnum fækkaði víst í landinu árið 2006 um 25% í kjölfar þessara frétta – en við ákváðum að taka ekki þátt í firringunni og stigum óhrædd út úr bílnum. Fatma tók á móti okkur en hún reyndist vera 23 ára gömul. Hún bauð okkur inn í tjald fjölskyld- unnar sem var rúmgott fjölskyldu- tjald, þar sem ofin vönduð teppi klæddu gólf og veggi og hitað var upp með kabyssu. Móðir hennar var í þorpinu að semja við sölu- menn en faðir hennar hafði látist nýlega í bílslysi. Þau höfðu reist tjöldin sín í nánd við þjóðveginn og lenti hann fyrir bíl. Utan við annað tjald – sátu tveir eldri karlar en inni sat ungur drengur á plaststól, aðrir voru ekki heima að þessu sinni. Heima- fólkið sagðist flytja sig um set ár- lega, stundum á sex mánaða fresti og virtist ástæðan m.a. tengjast beitilandi dýranna og vatnsbólum ásamt hefðinni. Skólaskylda er í landinu og gengu því börnin í skóla þótt búseta þeirra breytist (ört). Hægt var að kaupa af þeim ýmiss konar hannyrðir: teppi, sokka og pils. Fatma sat með okkur um stund í notalegu tjaldinu og bauð okkur upp á te og við spjölluðum um dag- inn og veginn með hjálp Gökhans. Hún sagði að unga fólkið í hirð- ingjafjölskyldum veldi núorðið heldur að búa í borgum í stað þess að vera á fjöllum, en hún sagðist kjósa hirðingalífið, því fylgi frjáls- ræði og hefðir sem henni líkuðu vel. Sérstaklega þætti henni gam- an að fara í sel að útbúa osta. Við héldum ferðinni áfram eftir að hafa keypt af henni skrautlega sokka úr geitaull til gjafa og glitr- andi pils og perlufestar. Næst námum við staðar í vegabúð upp í fjöllunum þar sem heimamenn og túristar áttu viðskipi. Nokkrir Asíubúar, ef til vill frá Japan eða Suður-Kóreu, munduðu myndavél- arnar á fullu en voru með hanska á höndum og grímur fyrir vitum sín- um fyrir framan fólkið. Þetta voru sennilega áhrif frá einhæfum fréttaflutningi um fuglaflensu. Ayse – ung kona í þorpi Næsti áfangastaður var þorp sem átti að vera dæmigert á lands- byggðinni. Þorpsgötur voru (ómal- bikaðar) leirugar og íburður eða viðhald húsa ekki framarlega í for- gangsröðinni. Reyndar þykir víst ekki siðlegt að berast mikið á því það getur vakið öfund annarra – en þeir sem efnast leggja gjarna fram fé til uppbyggingar mosku sem einnig eru eins konar félags- heimili og því hjarta hvers þorps. Í bakgörðum húsanna í þorpinu eru iðulega ali- og hænsnfuglar, geitur eða kýr en engir stórmark- aðir með innfluttum vörum heldur eru þorpsbúar meira gefnir fyrir heimagerðar afurðir. Kallað er til bæna í moskunni og karlarnir streyma að, flestir gamlir, sumir ganga aðrir hjóla – hinir eru að vinna. Við förum hins vegar í te til Ayse sem er ung kona. Hún var reyndar að störfum í söluskála við þjóðveginn en féllst á að skreppa heim og laga te handa okkur. Ayse reyndist vera tvítug, trú- lofuð og ólétt. Hún ætlar að gifta sig síðar á árinu. Væntanlegur eig- inmaður á hús og ætla foreldrar Ayse að gefa þeim búnað í tvö her- bergi í húsinu, meðal annars eld- hús. Ayse var full tilhlökkunar og sýnir okkur rómantískar brúð- kaupsljósmyndir. Aðdragandinn að giftingu á þessum slóðum er langur. For- eldrar væntanlegra hjóna hafa m.a. heimsótt hvort annað og rætt þennan ráðahag unga fólksins. Ef samningar ganga vel kemur von- biðillinn ásamt foreldrum í heim- sókn til heimilis stúlkunnar. For- eldarnir og jafnvel fulltrúar elstu kynslóðinnar spjalla saman um ráðahaginn og stúlkan lagar te eða kaffi á meðan eftir ákveðnum hefð- um. Ef hún hyggst neita þessum ráðahag þá hefur hún tedrykk von- biðilsins kaldan og saltan. Lítist henni vel á ráðahaginn þá verður drykkurinn heitur og sætur. Þann- ig getur hún tekið afstöðu án orða og sá með vonaraugun veit hana fyrstur. Ef samningar nást er þriggja daga veisla haldin ári síð- ar. Foreldrar leggja þeim til grunn að heimili en þau munu síðar sjá um þau þegar aldur færist yfir. Þannig styðja þau hvert annað. Ayse virðist bjartsýn á framtíð- ina og færði okkur heitt og sætt te ásamt eplum, poppkorni, og fræj- um. Við sitjum á gólfinu og hún segir okkur frá lífi sínu og vonum. Þorpið hennar var enn þá laust við vestræna neysluhyggju – en líf stórborgarinnar dregur unga fólk- ið að sér eins og segull, rétt eins og í öðrum löndum. Landbúnaður er þó ein grunnatvinnugrein Tyrkja. Leyla – ung kona í borg Gökhan vildi gjarna bjóða okkur heim til sín í mat. Á leiðinni sagði hann okkur frá því að Leyla konan hans væri úr þorpi eins og Ayse býr í og að hún dveldi þar árlega yfir heitasta tímann, því kaldara er á fjöllum en við ströndina. „Reynd- ar yfirgaf hún mig einu sinni alveg og við vorum eiginlega ákveðin í því að skilja,“ sagði Gökhan, „en fjölskyldur okkar tóku því ekki vel og héldu fundi með okkur þangað til leið fannst til að sætta okkur á ný og það skipti miklu máli,“ sagði hann. Leyla heldur heimili í borginni með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Þau búa í blokkaríbúð í úthverfi Antalya. Gökhan virðist vera fyrirvinnan, hann er með réttindi sem leiðsögumaður og fylgir oft erlendum leiðsögumönn- um á ferðum þeirra. Leyla hefur ekki fasta vinnu og segist sakna mjög lífsins í þorpinu. Átta ára dóttir þeirra er á magadansnám- skeiði og ákveður að fara í búning- inn og dansa fyrir okkur gestina undir danslagi frá tyrkneskri MTV sjónvarpsstöð. Fjölskyldan hefur nýlega fest kaup á vatnssalerni sem verða æ algengari í borginni. Aftur á móti bera hjónin kvíðboga fyrir því að dóttir þeirra þarf að fara í augn- aðgerð sem þau hafa tæplega ráð á að greiða fyrir. Hagur fjölskyld- unnar ætti þó að vænkast á næstu misserum, m.a. vegna þess að Tyrkland er vaxandi ferðamanna- land og fær vonandi að lokum inn- göngu í Evrópusambandið. Leyla ber fram hefðbundna heimilisrétti og fyllir borðið í stof- unni. Hátt uppi á veggjum eru litl- ar ljósmyndir af foreldrum þeirra og ættingjum og er það eina veggjaskrautið – augljóst er að myndir eiga ekki að vera í for- grunni á heimilinu. Eftir matinn lagar Leyla ekta tyrkneskt rót- sterkt kaffi sem hún sýður á elda- vélinni. Skiptar skoðanir eru á ágæti þessa kaffis en best er það heitt og sætt. Áður en Miðjarðarhafsstrendur Tyrklands urðu eftirsóttar af er- lendum túristum, áður en hótelin tóku að rísa hvert öðru stærra og glæsilegra í Antalya var landið undan ströndunum ekki eins verð- mætt og þar sem þorpin risu á há- lendinu. Skapaðist því sú venja að konur fengu land í arf við strendur en bræður þeirra inn í landi. Ástæðan var meðal annars sú að fólk flúði hitann við hafið yfir sumarmánuðina. Nú hefur þetta snúist við og land kvennanna er margfalt verðmætara en karla. Í tjaldi, þorpi og borg Ferðafélagar Gunnars og Frið- bjargar sömdu við tyrkneskan leið- sögumann um að fara í óvissuferð út úr hinni endalausu túristaborg Antalya við Miðjarðarhafið og keyra fremur á fólksbifreið upp í fjöllin og heimsækja hirðingja og þorpsbúa. Leyla Hún heldur heimili í borginni með eiginmanni sínum Gökhan og tveimur börnum, dóttir þeirra sést hér á myndinni. Ayse „Ayse virðist bjartsýn á framtíðina og færði okkur heitt og sætt te ásamt eplum, poppkorni, og fræjum.“ Gunnar er rithöfundur, Friðbjörg er MA nemi í menningarstjórnun. Þrjár ungar tyrkneskar konur sóttar heim Ljósmyndir/Gunnar Hersveinn Fatma „Hún sagði að unga fólkið í hirðingjafjölskyldum veldi núorðið heldur að búa í borgum í stað þess að vera á fjöllum, en hún sagðist kjósa hirðingalífið, því fylgi frjálsræði og hefðir sem henni líkuðu vel.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.