Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Barnabækur hljóta sjaldnastsömu athygli í fjölmiðlum og lesefni fyrir eldri bókaorma. Það er þó varla hægt að leggja nógu mikla áherslu á að örva lestraráhuga ungu kynslóðarinnar, sem margir þeir sem eldri eru eru duglegir að kvart- að yfir að lesi ekki nóg í dag heldur leiti þessi í stað frekar afþreyingar í ýmiskonar skjáskemmtan.    Hinar sígildu bækur sænskuskáldkonunnar Astridar Lind- gren falla þó væntanlega flestum börnum vel í geð, en hjá Máli og menningu komu nýlega út tvær af bókum Lindgren í kiljuformi. Ann- ars vegar bókin Rasmus fer á flakk í þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur og hins vegar Kalli á þakinu í þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur, en eftir nýlega uppsetningu Borgarleikhússins á sögunni um Kalla ætti að vera óþarfi að kynna hann fyrir íslenskum börnum í dag. Færri kannast þó líklega við Ras- mus, en í þeirri sögu segir frá mun- aðarleysingjanum Rasmusi sem er orðinn leiður á dvölinni mun- aðarleysingjaheimilinu og gerir sér því lítið fyrir og strýkur.    Önnur endurútgáfa, sem þeir semslitu barnsskónum við upphaf níunda áratugarins kannast efalítið vel við er saga Þorgríms Þráins- sonar, Tár, bros og takkaskór. Þessi bók hefur nú litið dagsins ljós hjá Vöku- Helgafelli í kilju- formi. Þar segir frá viðburðarríku hausti í lífi vin- anna Kidda og Tryggva sem eru nýsestir á skólabekk eftir fjörugt fótboltasumar.    Öllu nýrri unglingasaga er bókSifjar Sigmarsdóttur, Ég er ekki dramadrottning, sem Mál og menning sendi nýlega frá sér í kilju- formi. Þar segir frá Emblu sem er síður en svo sátt við þá ákvörðun móður sinnar að flytja til Lundúna ásamt unnustanum og tilraunir Emblu til að koma í veg fyrir að af flutningunum verði.    Leynilögreglumúsin GeronimoStilton getur þá skemmt ung- um spennusagnalesendum í bókinni Dalur risabeinagrindanna, sem Vaka-Helgafell sendi nýleg frá sér í þýðingu Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur. Þar segir Geronimo frá lygilegri fjársjóðsleit og æsilegum ævintýr- um sem hann lenti í ásamt Styrmi frænda sínum, Teu systur sinni og Benjamús litla í Góbí eyðimörkina.    Yngstu lesendurnir hafa þá efalít-ið margir hverjir gaman af að reyna á heilabúið með Talnapúk- anum og Tótu og Tímanum eftir Bergljótu Arn- alds sem JPV endurútgaf nú á dögunum. Í Talnapúkanum er fléttað saman sögu af Talna- púkanum, sem veit ekkert skemmtilegra en að telja, auk þess sem kynnt eru til sögunnar ýmis lönd og einkenni þeirra. Tóta og Tíminn er hins veg- ar ævintýri ætlað börnum sem vilja læra á klukku, en í bókinni hittir Tóta Tímann og klukkur verða að lif- andi persónum. BÆKUR Astrid Lindgren Bergljót Arnalds Þorgrímur Þráinsson Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ferðalög hafa ávallt verið vinsælt efni ísögu, hvort sem þær eru sannsögu-legar, ýktar eða hreinn skáldskapur.Sérhvert ferðalag er nefnilega saga í sjálfu sér – og sérhver saga ferðalag – sem inniheldur upphaf, miðju og endi. Þar fyrir ut- an er ferðalangurinn yfirleitt að upplifa eitt- hvað framandi sem er í frásögur færandi. Ferðalagið er ævafornt minni í sögum sem geta verið alla vega; allt frá Ódysseifskviðu til frá- sagnar af tjaldferðalagi. Mér barst nýlega í hendur mjög forvitnileg bók sem ber heitið Hornstrandaferð 1977. Út- gefandi er Steintún í Reykjavík og kom hún út í júlí síðastliðnum. Bókin er forvitnileg fyrir margar sakir en um er að ræða ferðadagbók sem Sæmundar Kr. Þorvaldssonar skráði er hann ferðaðist 21 árs gamall ásamt fjórum fé- lögum um Hornstrandir árið 1977. Dagbók þessi virðist koma nánast alveg óbreytt og órit- skoðuð frá skrifara í hendur lesandans sem slæst skilyrðislaust í för um Hornstrandir með Sæmundi og félögum, þrjátíu árum síðar. Bókin samanstendur af dagbókarfærslum sem spanna þetta rúmlega þriggja vikna ferða- lag í júlímánuði og við hverja færslu getur að líta brot af landakorti sem sýnir leiðina sem farin var þann daginn. Sæmundur er sem fyrr segir einungis 21 árs þegar hann heldur í ferðalagið en með honum ganga Ölver Guðna- son, 50 ára en hann er elstur ferðalanganna, Brynjólfur Jónsson og Valdimar I. Gunnarsson, báðir tvítugir og síðast Björn Ágúst Jónsson, nítján ára. Eins og gefur að skilja voru ferðalög á þess- um árum töluvert frábrugðin því sem þau eru í dag, bæði hvað útbúnað og tækni varðar og einnig voru óbyggðirnar mun fáfarnari þá. Ferð fimmmenninganna er vel undirbúin og ígrunduð en þeir hafa eingöngu með sér viku- forða af mat, að honum kláruðum er ætlunin að lifa á landsins gæðum. Í því skyni taka þeir með sér netstúf, veiðistöng og 22 cal. riffil. Ferðalagið telur að lokum 400 kílómetra og skrifar Sæmundur að „skemmtilegri ferð hefur enginn okkar farið fyrr eða síðar.“ Þar sem hér um ræðir dagbókarfærslur þá er sagan strípuð af hvers kyns ýkjum eða dra- matíseringu og veitir hún þess í stað afar ein- læga og látlausa mynd af ferðalaginu og þátt- takendum þess. Textinn er afar dagbókarlegur og upplýsingar um færð, veðurfar og veiði fylgja hverri færslu en slíkar skrásetningar eru nokkuð drjúgur hluti bókarinnar. Þá inniheldur bókin afar skemmtilegar lýsingar á því sem fyrir augu Sæmundar ber í hrjóstrugri náttúru Hornstranda. Á vegi þeirra verða t.d. ýmisleg vegsumerki „Kanans“. Þeir finna meira að segja dósamat á Straumnesfjalli, ónýtan því miður, í búrskála yfirgefinnar herstöðvar. Og vegsummerki hersins eru víða og falla þau skrifaranum ekki í geð „og þyrfti nauðsynlega að hreinsa fjallið af öllu þessu drasli,“ skrifar hann. Þeir finna auk þess leifar af bátnum „Fræg“ sem faðir Valdimars, eins ferðalangans, „missti“ í Fljótavík og rak í Rekavík. Það umhverfi sem fyrir augu Sæmundar ber er vissulega ævintýrakennt og er oft sem mað- ur sé að lesa dagbók landnema í framandi heimi. Alla vega yfirgefinni veröld þar sem get- ur að líta minjar og leifar af veröld sem var. Frásögnin er einföld og skorinorð og lýsingar eru allar heldur knappar, verða sjaldan tilfinn- ingasamar, nema kannski helst þegar sagt er frá vel heppnaðri matarveislu og félagarnir ná að borða sig sadda. Þá skín gleðin í gegnum textann. Eins þegar Sæmundur er að lýsa nátt- úrufegurð. Annars lýsir hann að mestu leyti grunnþáttum ferðalagsins og hugðarefnum sér- hvers Íslendings, þ.e.a.s. færð, veðurfari og afla. Sæmundur skrifar engu að síður textann á skemmtilegan hátt og hló ég oft við lesturinn. Að lestri loknum er lesandinn orðinn þessu Hornstrandarferðalagi ríkari. Lesandinn dregst með inn í ferðalagið, kynnist þolraunum ferðalanganna og dáist að sjálfsbjargarviðleitn- inni alveg þar til komið er á leiðarenda. Bókin heitir Hornstrandir 1977 og það er einmitt það sem bókin færir lesandandum, Hornstrandir árið 1977, með knappri frásögn undir dagsett- um færslum, yfir þriggja vikna tímabil. Óbyggðirnar kalla »Dagbók þessi virðist koma nánast alveg óbreytt og óritskoðuð frá skrifara í hend- ur lesandans sem slæst skil- yrðislaust í för um Horn- strandir með Sæmundi og félögum, þrjátíu árum síðar. ERINDI Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Þ egar Ólafur Kárason Ljósvíkingur gengur á jökulinn og þar með á vit örlaga sinna í lok Heimljóss Halldórs Laxness telur hann sig vera að ganga á vit hinnar hreinu fegurðar, inn í tilveru sem er að öllu leyti laus við hinn áþreifanlega veruleika – í tilveru þar sem „búa ekki framar neinar sorg- ir … þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Í upphafi sögunnar, þegar Ólafur er barn, er „lángt síðan hann byrjaði að þrá óskiljanlega huggun.“ Sagan fjallar um þær hremmingar sem verða á vegi Ólafs í leit hans að þessari huggun, og í lokin virðist hann finna hana með því að ganga inn í ríki fegurðarinnar. En til þess að komast þangað verður hann að yfirgefa veruleika hins áþreifanlega heims, því að allt í heimi hlutanna hefur reynst honum fjötur um fót og komið í veg fyrir að hann fyndi hugg- unina sem hann hafði leitað frá því hann var barn. Heimsljós felur þannig í sér ákveðna fag- urfræði, eða hugmynd um hvað fegurðin er, og kannski umfram allt hvað hún er ekki: Feg- urðina er aldrei hægt að öðlast í þessum heimi, hann er grófur og ruddalegur, miskunnarlaus og skilningslaus. Samkvæmt þessari fagurfræði er fegurðin einna líkust Guðsríki, og maður öðl- ast hana ekki fyrr en maður segir skilið við jarðlífið. Þetta er harkaleg fagurfræði; fegurðin gerir samkvæmt þessu ómannlegar kröfur. Líkindin við kenningar ómannúðlegustu af- brigða kristninnar eru auðvitað augljós, en það er önnur saga. Sú fagurfræði sem Schiller bar á borð í bréf- um sínum um fagurfræðilegt uppeldi mannsins er öllu hógværari og mannúðlegri, því að sam- kvæmt henni er fegurðin órofa tengd hinum áþreifanlega heimi sem maðurinn býr í, og ef hann afneitar þessum heimi fyrirgerir hann í rauninni möguleika sínum á að upplifa feg- urðina og öðlast skilning á henni. Samkvæmt Schiller hefði Ólafur Kárason skáld því end- anlega fyrirgert möguleikanum á að öðlast huggun fegurðarinnar með því að ganga á jök- ulinn og bera þar beinin. Samkvæmt hugmyndum Schillers er fegurðin einskonar sáttasemjari þeirra öfga sem bítast á í manninum, annarsvegar óyfirvegaðra nátt- úruhvata hans, sem leita aldrei eftir öðru en tafarlausri fullnægingu líkamlegra hvata ein- staklingsins; og hins vegar skilyrðislausra krafna hreinnar skynsemi, sem taka ekkert til- lit til mannlegra þarfa og hafna því að ein- staklingurinn skipti máli. Schiller, líkt og He- gel og fleiri þýskir hughyggjumenn, var ákaflega gagnrýninn á ofuráherslu Upplýsing- arinnar á einræði skynseminnar, og taldi ógn- arstjórnina sem fylgdi í kjölfar frönsku bylting- arinnar sýna hvernig það einræði birtist í raun. Fegurðin sameinar og skapar víxlverkun á milli efnis og forms. Upplifun fegurðar er hvorki fólgin í algjörlega óyfirvegaðri skynjun, án allrar mótunar af hálfu hugsunarinnar, né skilningi á hreinu formi sem hefur verið hreins- að af öllu innihaldi. „Við þurfum því ekki leng- ur að vera í vandræðum með að finna leið frá því ósjálfstæði sem fylgir okkur sem skynver- um til siðferðislegs frelsis, þegar fegurðin hef- ur sýnt að þetta tvennt getur farið fullkomlega saman, og að maðurinn þarf alls ekki að flýja frá efninu til þess að rækja hlutverk sitt sem andleg vera“ (bls. 231). Þessu hlutverki gegnir fegurðin ekki aðeins í listum og menningu. Hið fagurfræðilega upp- eldi mannsins nær til allra þátta mannlífsins, jafnt listsköpunar sem stjórnmála og afstöðu til náttúrunnar. Hugmyndir Schillers um það síð- astnefnda fela hvorki í sér að manninum beri að láta náttúruna með öllu ósnortna og ein- ungis tengjast henni með því að skynja hana, né að hann skuli takast á við hana og ekki tengjast henni nema að því marki sem hann nytjar hana. „Hinn siðmenntaði maður gerir náttúruna að vini sínum og virðir frelsi hennar um leið og hann hemur duttlunga hennar“ (bls. 83). Fagurfræðileg afstaða til náttúrunnar felur í sér að henni er sýnd virðing, en um leið er trúað á „vilja hennar til að hlýða … leiðsögn“ (bls. 255). Bréf Scillers um fagurfræði bera skýr merki um skyldleika við skrif annarra helstu postula þýsku hughyggjunnar, eins og til dæmis He- gels. Hér má sjá glöggt dæmi um hvernig día- lektísk orðræða mjakast áfram með rykkjum og skrykkjum í ýmsar áttir – virðist oft hafna því sem hún var nýbúin að fullyrða, svo að les- andinn verður dálítið ringlaður – en þarna er í rauninni um að ræða að sami hluturinn er skoðaður (sagður) frá öðru og þá kannski and- stæðu sjónarhorni til þess að leiða betur í ljós hvernig hann er í raun og sanni. Þannig fer Schiller á mikið og skáldlegt flug undir lok síðasta bréfsins í lýsingum á „hinu fagurfræðilega“ ríki þar sem manninum hefur verið beint inn í hugsjónaheiminn. En hann lýkur ekki máli sínu með því að segja að hann boði mönnunum þarna mikinn fögnuð og frels- un, heldur staldrar skyndilega við og spyr hvort þetta ríki sé í rauninni til einhvers stað- ar. Hvort þessi hugsjón geti virkilega orðið að áþreifanlegum raunveruleika. Svarið einkennist af varkárni: Þetta ríki er vissulega til sem þörf í sálum yfirvegaðra manna, en sem eiginlegur veruleiki má í mesta lagi ætla að það gæti verið að finna „hjá fáein- um útvöldum hópum“ (bls. 256). Með öðrum orðum, það er ekki mögulegt sem áþreifanlegur veruleiki alls mannkyns. Raunveruleiki hins fagurfræðilega ríkis er því ákaflega takmark- aður, en þar með er alls ekki sagt að við verð- um að hafna hugmyndinni og setjast við teikni- borðið á ný, eins og er gjarnan krafa síðari tíma heimspekinga ef hugmyndir ganga ekki fullkomlega upp. Slíkt væri blekkingarleikur. Það er einfaldlega hluti af sannleikanum um hið fagurfræðilega ríki að það er hugmynd en ekki framkvæmdaáætlun. Í ríki fegurðarinnar Fegurðin ríkir ekki ofar hverri kröfu heldur er órofa bundin lífinu sjálfu, samkvæmt fagurfræði þýska heimspekingsins Friedrichs Schillers, eins og hún birtist í bréfum hans um fagurfræðilegt uppeldi mannsins. Schiller Samkvæmt Schiller hefði Ólafur Kára- son skáld því endanlega fyrirgert möguleikanum á að öðlast huggun fegurðarinnar með því að ganga á jökulinn og bera þar beinin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.