Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is D iane Kruger er fædd í Þýska- landi og alin þar upp til ung- lingsaldurs. Síðan hefur hún búið bæði í London og París og talar bæði málin reiprenn- andi, auk þýskunnar. Og í seinni tíð dvelur hún töluvert í Los Angeles og New York vegna vinnu og til að heimsækja kærastann. „Ég veit að það hljómar klisju- kennt, en ég segist vera evrópsk, ef einhver spyr mig,“ segir Kruger og ypptir öxlum, í þægilegri setustofu Regent-hótelsins í Berlín. Vegna þess hve langt er síðan hún flutti frá Þýskalandi, finnst henni hún varla lengur vera þýsk – nema reyndar í París, þar sem hún býr. „Þá er ég svo helv… þýsk að það er óþolandi, alltaf alltof stundvís. Þegar ég sæki vini mína er ég mætt minnst tuttugu mínútum of snemma og þarf að bíta í vettlingana mína og helst ganga einn hring um hverfið áður en ég banka, svo ég passi inn í kúlheitin þeirra.“ Kruger vakti einna fyrst athygli sem Helena af Tróju í myndinni Troy, og við hlið Nikulás- ar Cage í spennumyndinni Þjóðargersemi (National Treasure), en nú fer hún með hlut- verk Gloriu Gregory í kvikmynd Bille Aug- usts, Bless, Bafana (Goodbye, Bafana), sem sýnd er á Bíódögum Græna ljóssins. Heims- frumsýning myndarinnar var á Kvik- myndahátíðinni í Berlín fyrr á árinu – þess vegna fer spjallið fram við mahóníborðið á Regent. Hún á mikið inni Sjálf segir Kruger að hlutverk Gloriu sé sitt verðugasta verkefni til þessa. „Loksins fékk ég að leika alvöru manneskju,“ segir hún, en fram að því hafði hún á víxl helst leikið hefð- arkonur og skrautmuni, enda fyrirsæta áður en kvikmyndaferillinn hófst og þótti því passa í slík ljómahlutverk. Síðar sama dag segir Bille August frá því að hann hafi valið hana í hlutverk Gloriu eftir að hafa haldið „litla Diane Kruger-kvikmyndahátíð“ heima hjá sér. „Ég horfði á allar myndir með henni, góð- ar og slæmar, og komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti mikið inni,“ sagði August. Í Bless, Bafana leikur Kruger, sem er 31 árs, eig- inkonu fangavarðarins James Gregory, Glo- riu, frá tvítugsaldri til 48 ára aldurs, en mynd- in segir sögu Gregory-hjónanna eftir að James fær vinnu sem sérlegur fangavörður Nelsons Mandelas á Robben-eyju í Suður- Afríku. Þau hjón tilheyra hvíta minnihlut- anum, sem álítur Mandela hryðjuverkamann, og James tekur starf sitt sem fangavörður mjög alvarlega. Með tímanum myndast hins vegar gagnkvæmt traust milli hans og Mandelas og saga þeirra verður vitnisburður um manneskjulegan jöfnuð. Handritið er byggt á sjálfsævisögu James Gregorys, sem lést fyrir fáeinum árum, en hann er leikinn af Joseph Fiennes. Styrkur Gloriu Kruger tók verkefninu fagnandi en segir að það hafi jafnframt verið siðferðilega snúið. Persónan sem hún leikur er sannfærð um ágæti aðskilnaðarstefnunnar og hún segist hafa átt í erfiðleikum með þó nokkrar setn- ingar sem henni er gert að segja í myndinni. „Til dæmis þar sem ég útskýri fyrir börn- unum mínum að það sé óeðlilegt að hvítir og svartir búi saman – að það sé ekki Guðs vilji. Þegar ég las handritið dæmdi ég Gloriu um- svifalaust og það kann ekki góðri lukku að stýra að eiga að leika persónu sem maður dæmir fyrir skoðanir,“ segir Kruger. Það breytti því öllu fyrir hana að hitta Gloriu Gregory, sem er nú 65 ára og býr í S-Afríku. „Ég hefði ekki getað gert þetta ef ég hefði ekki kynnst Gloriu. Hún er svo góð mann- eskja og lífsglöð og með því að umgangast hana fann ég smám saman nægan samhljóm með henni til þess að geta túlkað persónu hennar í myndinni.“ Hún segir að Gloria hafi eytt töluverðum tíma á tökustað og í raun sýnt mikið hugrekki, bæði með því að leyfa leikurunum að spyrja sig óþægilegra spurn- inga, og með því að horfa á líf sitt endurtekið fyrir framan sig – sér í lagi erfiðu stundirnar. Kruger bætir við að hún sé sjálf úr millistétt- arfjölskyldu eins og Gloria, og hafi að því leyti getað sett sig í hennar spor gagnvart lífsbar- áttu og heimssýn. Merkilegast af öllu sé samt hvernig tíðarandinn skilyrðir viðhorf fólks og sannfæringu. „Gloria gerði blökkumönnum aldrei neitt til miska, hvorki í mynd né veru- leika. Hún ólst bara upp á heimili þar sem þjónustufólkið var svart, þar sem öllu sam- félaginu var í raun skipt í tvennt. Sjálfri gekk henni ekkert annað til en að ala börnin sín upp í öryggi og hamingju. Það réttlætir ekki endilega viðhorf hennar til aðskilnaðarstefn- unnar, en skýrir þau kannski.“ Hún vonar að myndin varpi dálitlu ljósi á heimssýn hvíta minnihlutans – ekki stjórnvalda, heldur al- mennings. „Það þekkja allir Nelson Mandela og sögu hans, en vitum við nokkuð hvað herra og frú Allir voru að hugsa á þessum árum? Maður skilur það ekki alltaf í fyrstu atrennu.“ Sama eigi við um aðra heimssögulega við- burði. „Ég meina, afi minn tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni fyrir hönd Þýskalands. Eins mikið og mér þykir vænt um afa minn hlýt ég að spyrja – trúði hann virkilega á þetta?“ Kvikmyndir breyta ekki heiminum Eftir að kvikmyndaferill Kruger hljóp svo að segja af sjálfsdáðum af stokkunum hefur hún unnið hratt og mikið. Þegar tökum á Tróju lauk liðu til dæmis aðeins tveir sólarhringar þar til tökur á Þjóðargersemi hófust. „En núna heimtaði ég frí svo ég gæti undirbúið mig. Mér finnst ég skuldbundin áhorfendum, kollegunum og listgreininni að vita hvað ég er að gera, fyrst ég er komin þetta langt,“ segir Kruger. „Ég hafði reyndar áður komið til Suður-Afríku, gerði mína fyrstu mynd þar [Píanóleikarinn, 2002] en vissi samt ekki allt sem ég vildi vita um landið. Þannig að ég las mig til eins og ég gat og talaði við fólk.“ Eins og aðrir í áhöfn myndarinnar, talar Kruger mikið um Nelson Mandela og áhrif hans. Hún fullyrðir að hún gæti sjálf ekki setið í 27 ár í fangelsi, sama fyrir hvaða málstað, án þess að tapa sönsum. „Sú staðreynd ein, hvernig hann hélt allan tímann reisn og skýrri hugsun, sýn- ir stærð manneskjunnar Mandela. Í sam- anburði við svoleiðis fólk finnst manni eigið líf giska yfirborðslegt. En ég er samt ekki slík hræsnisugla að halda því fram að myndin hafi snarbreytt öllu og nú ætli ég að helga líf mitt friði í heiminum,“ segir Kruger alvarlega. „Vonandi hefur þátttakan í Bafana samt gert mig að pínulítið betri manneskju. Það er mín trú gagnvart kvikmyndum. Ég held að þær breyti ekki heiminum en þær geta verið okk- ur innblástur til breytinga.“ Þú mátt alls ekki tárast Á tökustað er það yfirleitt enn þannig að Kru- ger hefur minnsta reynslu, þótt hún sé ekki endilega yngst. Hún segir sína bestu leiklist- arkennara vera mótleikarana á hverjum tíma, Dennis Hopper hafi kennt sér mikið í fyrstu myndinni og enn komi ráð hans að gagni. Svo taki hún auðvitað tilsögn leikstjóra. „Í sen- unni þar sem Joe [í hlutverki James] brotnar niður í garðinum, var ég eiginlega farin að gráta sjálf, því hann lék af svo mikilli dýpt. Þá tók Bille mig afsíðis og sagði: „Diane, þú mátt alls ekki tárast í þessari senu. Skilurðu það ekki, þá verða þetta bara tvær skælandi manneskjur. Þú verður að sýna styrk.“ Eins gott að hann stoppaði mig, annars hefði ég klúðrað þessari senu fyrir okkur bæði.“ Hún kveðst líka hafa lært það af Bille August að það er í himnalagi að biðja um aðstoð. „Bille er mjög reyndur og virtur leikstjóri, en ef hann er tvístígandi er hann ófeiminn við að spyrja aðra. Það er mikill léttir, þegar maður getur hætt að þykjast kunna meira en maður kann.“ Gott nef fyrir sögum Nýlega framleiddi Kruger mynd sem hún lék aðalhlutverkið í, Frankie, en segist þó ekki dreyma um að leikstýra. „Nei, ég er ekki nógu stórbrotin manneskja í það … en ég hugsa að ég gæti orðið ágætur framleiðandi, ég hef gott nef fyrir sögum og finnst gaman að lesa handrit.“ Þegar hún er spurð hvort fyrirsætufegurðin hafi hindrað hana í starfi, hvort hún sé stundum talin „of falleg fyrir hlutverk“ svarar hún um hæl: „Já, stöðugt! Síður í Frakklandi reyndar, þeir eru kannski vanari að umgangast kvenlega fegurð …“ Hún hlær. „En í Bandaríkjunum er sífellt ver- ið að hólfa fólk niður. Charlize Theron er gott dæmi, um leið og hún fitnar og setur í sig falskar tennur hrópa allir: Snillingur, snill- ingur! En fólk sagði ekkert þegar hún lék í öllum hinum myndunum sínum – sem hún var líka frábær í.“ Sjálf vill Kruger helst gera myndir með skilaboð, eins og Bless, Bafana, en veit jafnframt hvernig kaupin gerast á Hollywood-eyrinni. Þátttaka í stórum kassa- myndum er nauðsynleg. „Það er bara þannig að ég gæti ekki gert „litlar“ myndir eins og Bafana ef ég gerði ekki líka National Treas- ure II, staðhæfir hún, en tökum er lokið á hinni síðastnefndu. Þar á eftir birtist hún í Bosníusögunni The Hunting Party, ásamt Richard Gere – sem verður hennar sextánda mynd á aðeins fimm árum. Bless, Bafana hefur ekki verið sýnd enn í Suður-Afríku, en af því mun víst senn verða. „Ég er kvíðin yfir því hvað þeim mun finn- ast,“ segir Kruger og verður eiginlega hrædd á svipinn. „Ég vona að við förum þangað öll til að fylgja myndinni eftir – en það yrði mikið áfall ef fólkinu í Suður-Afríku fyndist við ekki sýna það í réttu ljósi.“ Bless, Bafana „Gloria gerði blökkumönnum aldrei neitt til miska, hvorki í mynd né veruleika. Hún ólst bara upp á heimili þar sem þjónustufólkið var svart, þar sem öllu samfélaginu var í raun skipt í tvennt.“ Kruger í hlutverki Gloriu í kvikmynd Bille Augusts, Bless, Bafana (Goodbye, Bafana), sem sýnd er á Bíódögum Græna ljóssins. Oft of falleg Kvikmyndaleikkonan Diane Kruger er „prúð og frjálsleg í fasi“; horaðir handleggirnir eru notaðir til áhersluauka í frásögn, andlitið slétt og erfitt að giska á aldur, röddin þýð. Auðvelt væri að taka hana í misgripum fyrir aðstoðarkonu á setti, vegna þess hve fasið er hversdagslegt, en að sama skapi hefur hún alla kosti hugsanlegrar kvikmyndastjörnu, hún myndast vel, talar tungum, hefur skoð- anir – og getur leikið. » Vonandi hefur þátttakan í Bafana samt gert mig að pínulítið betri manneskju. Það er mín trú gagnvart kvikmynd- um. Ég held að þær breyti ekki heiminum en þær geta verið okkur innblástur til breytinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.