Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. 9. 2007 81. árg. lesbók BÓKMENNTAHÁTÍÐIN Í REYKJAVÍK Enginn virðist eiga heima í Bandaríkjunum» 2 Naphatson og Justé Sýningin Undrabörn á ljósmyndum Mary Ellen Mark af fötluðum nemendum í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag. Á myndinni eru tveir nemendanna í Safamýrarskóla. Ljósmynd/Mary Ellen Mark Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Bókmenntahátíðin í Reykjavíkverður sett í áttunda sinn ámorgun, sunnudag. Þetta erfjölmennasta hátíðin til þessa, að sögn forsvarsmanna hennar, og er sannarlega von á mörgum áhugaverðum gestum. Mesta eftirvæntingu vekur þó koma suður-afríska nóbelsverðlaunahaf- ans J.M. Coetzee en hann þykir einkar hlédrægur maður og lítt gefinn fyrir mannamót af þessu tagi. Verður að telj- ast afrek að hafa fengið hann til þess að koma og þar að auki halda opinberan fyr- irlestur á vegum hátíðarinnar. Ayan Hirsi Ali er einnig afar áhuga- verður gestur. Ali fæddist í Mogadishu í Sómalíu árið 1969 en leitaði hælis í Hol- landi árið 1992. Þar var hún kjörin á þing árið 2003 og varð fljótlega þekkt fyrir mannréttindabaráttu sína og gagnrýni á viðhorf til kvenna í íslömskum ríkjum; gerði hún meðal annars kvikmynd um það efni með Theo van Gogh, sem var myrtur árið 2004. Árið 2005 kaus tímarit- ið Time hana eina af 100 áhrifamestu persónum ársins í heiminum. Hirsi Ali hefur skrifað tvær ævisögulegar bækur og er önnur þeirra, Frjáls, væntanleg í haust á íslensku hjá Veröld. Hátíðin hefur hingað til notið gríð- arlegra vinsælda. Segja má að staðið hafi verið út úr dyrum á upplestrum. Þessi mikla aðsókn hefur komið á óvart en ástæðan fyrir vinsældum upplestrarins er einfaldlega sú að það er mjög for- vitnilegt að heyra höfunda lesa upp úr verkum sínum, auk þess sem tekist hefur að skapa mjög huggulega stemningu yfir þessum uppákomum. Gleðilega hátíð! Coetzee Hann þykir einkar hlédræg- ur maður og lítt gefinn fyrir manna- mót á borð við hátíðir. Gleðilega hátíð! MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.