Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur bryndbj@hi.is ! Enginn virðist eiga heima í Bandaríkjunum. „Ég er ekta Kaliforníumaður“ lýsir einn Bandaríkjamaður sér fyrir mér. „Treysti ekki Ameríkönum“ heldur hann áfram. „Ég er frá Chicago, ég er frá New York, ég er frá Kanada!“ segja Banda- ríkjamennirnir og hlæja, meðvitaðir um það algenga ráð að merkja bakpoka sína á ferðalögum með kanadíska fánanum. Eng- inn hefur neitt með Bandaríkin að gera og þrátt fyrir langar dvalir í Bandaríkjunum hef ég ekki hitt Bandaríkjamann. Þegar talið berst að pólitík gránar yfir þessu fólki sem kennir sig við bæi eða ríki, „ekki horfa á mig! Ég er þvottekta New Yorker og hef ekki einu sinni farið til miðríkjanna! Ég hef ekkert með þessa bandarísku rík- isstjórn að gera“. Forseti þessa lands, sem ég á nú heima í, virðist gera hitt og þetta í nafni Banda- ríkjamanna sem ég finn ekki. „Berkeley er bara sitt eigið land!“ segir konan sem leig- ir mér, ánægð með bæinn sinn, vin í vit- leysunni. Ég brosi, mér finnst þetta voða- lega sætt allt saman en loks renna á mig tvær grímur. Bandaríkjamenn eru á flótta undan sínu eigin heimalandi. Þeir flýja inn í ríki eða bæi líkt og „krúttin“ á Íslandi hafa verið sökuð um, þau flýja undan kap- ítalinu og „vitleysunni“ út á land og upp í vita. Nýverið var sýnd athyglisverð mynd í Tjarnarbíói sem heitir Viðfangið litla a og er eftir Önnu Björk Einarsdóttur. Myndin fjallar m.a. um mína kynslóð sem ólst upp undir Davíði Oddssyni og þekkir lítið ann- að en Sjálfstæðisflokk sem flokk hinna ráðandi og skynsömu. Hagræðingar og hagsældar. Aðrir flokkar eru lopapeysul- júflingar sem geta ekki starfað saman og stuðluðu að kreppu einhvern tímann fyrir mína meðvitund. Allir eru þó sammála um að þeir hafi voðalega fallegar hugsjónir, sem eiga ekki að virka í raun. Í þessari mynd sagði einn skeleggur viðmælandi að „krúttin“, lopapeysuljúflingarnir af minni kynslóð, væru engu skárri en ungir og upprennandi Heimdellingar þegar kemur að kapítali. Þau eru engu skárri af því að þau eru ekki síður að knýja hjólin áfram, bara „alveg óvart“ og ábyrgðarlaust. Þetta eru listamenn eða háskólanemar sem leika í auglýsingum fyrir stórfyrirtækin af því að „æ mig vantaði bara pening“. Þeir sinna listagyðjunni og spila síðan fyrir bankana, „eiginlega óvart!“ og verða síðan fræg „al- veg óvart!“. Í blöðunum biður þetta fólk um brúnköku og mjólk þegar frægðin og flassið skellur á. Ekki samt halda að þetta fólk sé eitthvað vitlaust, það er meðvitað að framkalla þessa týpu, brúnkökutýpu. Brúnkakan er þeirra flótti frá hinu „ljóta“, frá því að vera ekki „hnakkasveit“ sem biður um gellur og freyðivín. Þetta er sami flótti og Bandaríkjamenn standa í þegar þeir þykjast ekki vera undir forseta sínum komnir. „Ég hef ekkert með þetta að gera, ég er bara New Yorker/að borða brún- köku/að semja tónlist uppi í vita.“ Krúttlegir skólapiltar í myndarlegri kantinum, líklegast í bókmenntafræði eða Listaháskólanum, eru nú í skólabyrjun að auglýsa banka, bíla, kóka-kóla eða síma- fyrirtæki. Eins sýna Bandaríkjamenn mun frekar hina myndarlegu New York, til að draga upp mynd af Bandaríkjunum, heldur en krummaskuðin sem styðja Bandaríkjaforseta. Hugsandi myndarlegir skólapiltar og New York eru birting- armyndir banka og Bandaríkjanna. Það styður enginn beinlínis Bush, það styður enginn stríðið í Írak, rétt eins og krúttin heima ætla sér ekki í raun að stuðla að aukinni notkun bíla, aukinni neyslu, á sama tíma og þau eru á móti Kárahnjúkavirkjun. Niðurstaðan er glimr- andi góð fyrir kapítalið. Enginn tekur ábyrgð á því sem gerist, af því að allir eru búnir að fría sig, en samt taka allir þátt með því að vera jú bara víst Bandaríkja- menn, þeir Bandaríkjamenn sem Bush tal- ar fyrir. Bush: Enginn Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur anna.kristin.jonsdottir@gmail.com V ið viljum mörg ekki gangast við því að auglýsingar stjórni hegðun okkar. Við könnumst svo sem við það að þær flæði yfir og allt um kring en þær hafi nú frekar áhrif á fólk sem er veikara fyrir en maður er sjálfur. Vandinn er bara sá að allt í einu getur uppgötvast hjá manni óræð þörf fyrir eitthvað bráðnauðsyn- legt, þegar búið er að svala þeirri þörf, þá allt í einu fara að sjást auglýsingar sem læddu kannski að manni lönguninni. Auglýs- ingum er auðvitað ætlað að vekja athygli fólks og það hefur víst ábyggilega tekist með auglýsingum Símans þar sem snúið er upp á söguna um síðustu kvöldmáltíðina. Biskupi finnst auglýsingin smekklaus en hugmynda- smiðurinn segir að þarna sé bara verið að sýna trúna í nýju ljósi, þetta sé nútímatrúboð eins og væntanlega hæfir í auglýsingu fyrir nýjar aðferðir í samskiptum. Það er nú samt frekar óljóst hvað er verið að bjóða okkur í auglýsingunni og gott ef samtal Jesú og Júd- asar felur ekki sér hina sígildu upphafssetn- ingu, „hvar ert þú?“ Ég hefði haldið að myndsíminn gerði hana óþarfa – svarið blasti við á skjánum. Stóru orðin eru ekki spöruð í auglýsing- unni, þriðja kynslóð farsímans á hreinlega að breyta gangi sögunnar. En svolítið var fynd- ið að sjá í sama þættinum og rætt var um auglýsinguna, að þegar átti að útlista mögu- leikana sem í nýjunginni fælust, þá var helst tekið til þess hver notin væru við dagleg matarinnkaup. Mér finnst ég hafa heyrt af þriðju kynslóð símanna árum saman, án þess að ég hafi nokkurn tíma vitað hvaða kostir fylgja henni. Og hvað kom í ljós, það er nátt- úrulega bylting að geta hringt í ísskápinn og komist að því að heimilið sé orðið mjólk- urlítið áður en haldið er í matarinnkaupin. Allt annað og betra líf en hjá þeim sem kaupa bara venjulega þrjá potta af mjólk. Gera það bara í hvert sinn sem þeir eru í búðinni og eru þá vissir um að nóg sé til í morgunmatinn. Auglýsingum er eins og að ofan sagði ætl- að að vekja eftirtekt, auglýsingamenn vilja ekki alltaf kannast við þann gamalkunna frasa að illt umtal sé betra en ekkert umtal, né að vísvitandi sé reynt að ganga fram af fólki til að kalla fram umfjöllun og viðbrögð á borð við þá sem píslarsöguauglýsingin hef- ur fengið undanfarna daga. En það er að minnsta kosti alveg ljóst að það er búið að sýna auglýsinguna í fréttaþáttum beggja sjónvarpsfréttastofanna og segja rækilega frá því í öllum miðlum að hún hafi vakið um- tal og hneykslun. Var ekki leikurinn til þess gerður? Það er meira að segja búið að kalla til lög- spekinga sem telja líkur á því að auglýsingin varði við lög. Þrátt fyrir það var ekki að heyra á fulltrúa biskupsstofu í vikunni að von væri á kæru vegna símtals Jesú og Júdasar. Enda líklegast að kæra ýtti enn undir út- breiðslu og umfjöllun um málið, með tilheyr- andi birtingum. Það er stutt síðan meirihluti siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Öryggis- miðstöðvarinnar, sem sýndar voru í vor hefðu brotið gegn siðareglum sambandsins. Í auglýsingunum var Lalli Johns í aðal- hlutverki og í einni þeirra var bara mynd af honum og spurt „hver vaktar þitt heimili?“ Siðanefndin taldi að þar hefði verið brotið gegn almennu velsæmi, verið væri að nýta bágindi Lalla og í auglýsingunum alið á ástæðulausum ótta fólks. Stjórnendur Örygg- ismiðstöðvarinnar furðuðu sig á úrskurð- inum, en er það nú ekki útúrdúr að telja siðanefndina vega að atvinnufrelsi Lalla? Auglýsingar geta orðið hneykslunarhella, en þær eru líka oft bráðskemmtilegar, þó það sé misjafnt hversu margar endurtekn- ingar þær þola. Þær eru uppáhalds- sjónvarpsefni margra ungra barna. Þetta eru stutt myndskeið sýnd aftur og aftur, þar sem oftast er reynt að slá jákvæðan og kíminn tón. Margir gríðarlega flinkir ljósmyndarar starfa við auglýsingar og það er nostrað og pælt í þessu efni fram og aftur. Stundum er það líka bara harla gott, þó það sé ekki alltaf víst að auglýsingarnar skili því sem til er ætlast. Þær duga ekki alltaf til að rífa fólk af stað í kauphugleiðingum, jafnvel þó þær hafi vakið jákvæða athygli og eftirtekt. Til dæmis er frekar ólíklegt að ég eða níræð frænka mín stormum í líkamsrækt á næstunni. Við áttum samt ánægjulegt samtal nýlega og meðal þess sem við spjölluðum um var aug- lýsingaherferð Baðhússins. Ein af auglýs- ingum hennar skartar mynd af nakinni skautadrottningu á níræðisaldri. Þetta er fal- leg mynd og þó við frænka séum ekki farnar að sprikla með þá kætti hún okkur um stund. Hvar ertu? „Það er nú samt frekar óljóst hvað er verið að bjóða okkur í auglýsingunni og gott ef samtal Jesú og Júdasar felur ekki sér hina sígildu upphafssetningu, „hvar ert þú?“ Ég hefði haldið að myndsíminn gerði hana óþarfa – svarið blasti við á skjánum.“ FJÖLMIÐLAR »En það er að minnsta kosti alveg ljóst að það er búið að sýna auglýsinguna í fréttaþátt- um beggja sjónvarpsfrétta- stofanna og segja rækilega frá því í öllum miðlum að hún hafi vakið umtal og hneykslun. Var ekki leikurinn til þess gerður? Við erum hér, hvar ert þú? Sögulegt „Stóru orðin eru ekki spöruð í auglýsingunni, þriðja kynslóð farsímans á hreinlega að breyta gangi sögunnar.“ Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.