Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 4
Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@hi.is 1Veislustjórinn beinir nú augunum aðfremsta bekk:„Það er okkur mikil ánægja aðkynna David Lurie sem er kominn til okkar alla leið úr uppsveitum Suður-Afríku. Eins og þið vitið þá var hann lengi prófessor í bókmenntafræðum við Höfðaborgarháskóla, síðar Tækniháskólann í Höfðaborg, en hefur nú snúið sér að öðru, meðal annars dýravernd. Hann ætlar að fjalla um afkomendur föður okkar. Gjörðu svo vel, David.“ Upp stendur renglulegur maður sem hefur yfirbragð hvítra manna í heitum og sólríkum löndum. Annað augað er eitthvað skrýtið eftir að svertingjar kveiktu í honum á búgarði dótt- ur hans. Hann slökkti eldinn í klósettskálinni. „Ég þakka þann heiður að fá að taka til máls á ættarmóti niðja J.M. Coetzees, en þeir sem hafa lesið Vansæmd vita að menn hafa ekki alltaf viljað heyra það sem ég hef fram að færa. Reyndar má segja að svipað gildi um mörg ykkar, það hefur verið þaggað niður í ykkur eftir ýmsum leiðum, ykkur hefur verið ýtt út úr samfélaginu eða tungan jafnvel skor- in úr ykkur. Sum ykkar glíma við fötlun eins og blindu og skarð í vör sem hafa áhrif á þátt- töku ykkar í samfélagi mannanna. Eins og barbarastúlkan og náttúrlega þú Michael K sem ættir með réttu að vera dauður.“ Nú er hlegið kurteislega og allra augu bein- ast að Michael K sem situr úti í horni. Hann bærir varirnar en ef eitthvað kom út fyrir þær þá skildist það ekki. „Svo eru þeir sem hafa lent í öðrum hremm- ingum, eins og klaufinn hann Paul Rayment úr Slow Man sem tókst að verða fyrir bíl á hjólinu sínu og missa neðan af fæti svo hann hafði ekkert annað að gera en að taka hjúkkurnar á löpp.“ „Hann vill miklu frekar reiða sig á ungar að- stoðarkonur,“ kallar rithöfundurinn Elizabeth Costello úr samnefndri bók og hefur enn ekki látið deigan síga þótt komin sé á áttræð- isaldur. Hún nagar gulrót, lætur auðvitað ekki sláturdýr inn fyrir sínar varir enda líkir hún sláturhúsum við útrýmingarbúðir gyðinga. „Þú ættir að skilja það manna best, stelpus- natinn þinn!“ segir hún. Lurie lætur sér hvergi bregða, stekkur ekki einu sinni bros. 2„Ég veit ekki hvað sonurinn getur sagtykkur um föður sinn,“ heldur Davidáfram. „Ég hef aldrei hitt hann í hold-inu, enda dó hann af bókarförum eins og títt er. En eitthvað hlýtur sköpunarverkið að segja um skaparann.“ „Skrifin segja oft mest um höfundinn sjálf- an,“ gellur enn í Elizabeth Costello. „Þessar þurru fræðibækur þínar, David, sem hafa ekki svo mikið sem gárað vatnsflötinn …“ „Fyrsta verk ættföðurins hét Dusklands og kom út árið 1974. Það er samsett úr tveimur nóvellum sem tala saman. Sú fyrri fjallar um mann sem er að skrifa skýrslu um áróður í tengslum við Víetnamstríðið, sú síðari um fíla- veiðimann sem á í útistöðum við innfædda í Suður-Afríku. Þarna teflir faðir okkar saman heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á 20. öld og nýlendustefnu Hollendinga á 18. öld og í báð- um tilfellum opinberast gríðarleg mann- vonska. Hvað kom Eugene Dawn, sem átti að rannsaka áróður, eiginlega til þess að mæla með því að víðtæk eiturefnaárás yrði gerð á óvinalandið?“ „Ég hata stríð jafn mikið og hver annar,“ segir Eugene afsakandi. „Ég vildi binda enda á stríðið í Víetnam svo við gætum öll tekið gleði okkar.“ „Já, þú segir það í bókinni. Þetta er kannski skálkaskjól heimsvelda á öllum tím- um. Faðir okkar skoðar málið frá öðru sjón- arhorni í næstu bók, In the Heart of the Co- untry frá 1976. Þar kynnir karlinn til sögunnar piparjónku sem býr hjá föður sín- um. Hún verður vitni að ástarsambandi hans við litaða konu og kann því ekki vel. Sagan er í formi minnispunkta piparjónkunnar, þannig að hver efnisgrein er númeruð, og karlinn grefur undan trausti lesandans því fyrstu 35 efnisgreinarnar reynast vera hugarburður. Þannig sýnir þessi bók eins og margar af bókum föður okkar ást hans á form- tilraunum.“ „Er ég þá bara formtilraun,“ heyrist pip- arjónkan Magda tauta í barm sér. „Nei, kannski ekki bara, enda hefur formið merkingu hjá ættföðurnum,“ segir David. „Hér er líka rannsókn á eðli frásagnar og í einni útgáfu bókarinnar eru vensl tungumála skoðuð því þar eru samtölin á afríkans eða búamáli en frásögnin á ensku.“ 3„Það er ekki fyrr en með þriðju bók-inni, Waiting for the Barbarians frá1980, sem faðir vor fer að vekja veru-lega athygli. Þar er hann kominn að viðfangsefni sem hann hefur fjallað um í mörgum bókum: valdahlutföllum og þeim áhrifum sem þau hafa á einstaklinginn. Hann skoðar valdið í víðu samhengi, m.a. út frá sam- bandi herraþjóðar og nýlendu. Bókin er eins konar táknsaga um valdahlutföll og meðferð valds í ónefndu ríki. Hún gerist í bæ við landa- mæri ríkisins og bæjardómarinn er að- alpersónan. Hann hefur lifað rólegu lífi þang- að til spurnir berast af yfirvofandi innrás villimanna eða barbara. Sérsveitarmenn eru sendir yfir landamærin og handsama þá nokkra villimenn, þar á meðal unga blinda konu sem dómarinn gerir sér dælt við en ákveður þó á endanum að skila heim til sín aft- ur. Hér er mörg matarholan fyrir þá sem vilja skoða samskipti kúgara og hins kúgaða. Og titillinn vísar til annars helsta áhrifavalds föð- ur okkar, Becketts, og hans frægasta leikrits, Beðið eftir Godot.“ „Hefur einhver heyrt óperuna sem William Glass gerði við bókina?“ spyr Elizabeth Cos- tello. Þá bærir Paul Rayment á sér. „Ja, þetta mun vera ein af þessum fé- lagslegu og pólitísku óperum sem Glass hefur samið,“ segir Paul. „Mig minnir að hún hafi verið frumflutt í Þýskalandi fyrir nokkrum ár- um. Svo vil ég vekja athygli á því að til stendur að gera óperu eftir bókinni sem ég er í, Slow Man.“ „Hún hlýtur að hefjast með látum,“ segir Elizabeth. „Já, byrjunin er afar sterk og grípandi, eins og reyndar á við um fleiri bækur föður okkar.“ „Ég vil bara vekja athygli á því að það var ég sem skrifaði Slow Man,“ segir Elizabeth. 4Lurie kemur umræðunni aftur á réttankjöl. „Það dregur svo enn frekar tiltíðinda á ferli föður okkar árið 1983.Þá kemur út bókin Life & Times of Michael K og fyrir hana hreppir hann hin virtu Bookerverðlaun. Þarna stígur fram vin- ur okkar, hann Michael K, sem með fullri virðingu verður að teljast eitt sérstæðasta sköpunarverk hans. Hann er fátækur garð- yrkjumaður með skarð í vör, litaður. Skarðið og kannski litarhaftið líka hafa gert hann að utangarðsmanni auk þess að valda málerf- iðleikum, hann talar ekki skýrt og á því erfitt með að segja sögu sína. Að hans sögn er hún full af eyðum sem honum muni aldrei takast að fylla. Bókin hefst á því að móðir Michaels K veikist og biður hann að fara með sig burt frá byssum borgarinnar og á æskuslóðir sínar í uppsveitum. Michael leggur af stað með hana í óhrjálegri kerru en hún deyr á leiðinni og heldur hann þá áfram með ösku hennar. Borgarastríðið fylgir Michael og oftar en einu sinni er hann tekinn höndum og álitinn vera eitthvað annað en hann er, skæruliði til dæm- is. Honum tekst þó að smjúga gegnum möskva kerfisins og halda áfram lífi sínu á eigin forsendum. Það er auðvelt að sjá hér hliðstæðu við aðskilnaðarstefnuna þar sem sumir þegnanna voru í mesta lagi peð í valda- tafli ráðandi stéttar. K-ið í nafni söguhetj- unnar er yfirleitt talið vísa beint til Kafka sem hefur verið föður okkar hugleikinn eins og fleiri módernistar. Ekki skrýtið þótt sumir vilji frekar kenna föður okkar við módernisma en póstmódernisma þó að margt í frásagn- araðferðum hans minni óneitanlega á síð- arnefnda ismann.“ Nú hrekkur Dostojevskí upp af værum blundi og segir: „Ha, var hann skotinn?“ „Nei, þetta var bara einn af bolbítunum hennar Lucyar að gelta,“ segir Lurie. „Við er- um ekki komin að The Master of Petersburg ennþá.“ Allir hlæja í salnum, Frjádagur þó sýnu hæst. Coetzee og hans fólk Einn af áhugaverðustu gestum Bók- menntahátíðar í Reykjavík að þessu sinni er tvímælalaust suður-afríski nóbelsverðlauna- hafinn J.M. Coetzee. Tvær bækur eftir hann hafa komið út á íslensku og sá sem þýddi greinir hér frá allsérstakri veislu sem per- sónur úr bókum Coetzee sitja og að- alræðumaðurinn er David Lurie, bók- menntaprófessor í skáldsögunni Vansæmd. » Feimnislegur maður með tvö ör á hálsinum en ekkert andlit ræskir sig nú. „Ég er ís- lenski þýðandinn sem Coetzee vísar til í greininni „Speaking in Tongues“. Hann skrif- aði mér einu sinni tölvuskeyti þar sem hann sagði eitthvað í þá veru að fjölmiðlar hefðu dregið upp mynd af sér sem einfara. Hann væri hins vegar bara ofurvenjulegur maður.“ 4 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| bókmenntahátíð í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.