Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Íkvöld kemur í ljós hvaða myndhlýtur Gullna ljónið, fyrstu verð- laun kvikmyndahátíðarinnar í Fen- eyjum, sem hefur staðið yfir síðan 29. ágúst síðastliðinn. Það er í höndum sjö leikstjóra að velja eina mynd af þeim 22 sem í keppninni eru. Dómnefndina þetta árið skipa Zhang Yimou (Curse of the Gol- den Flower), Cat- herine Breillat (Une vieille maî- tresse), Jane Campion (The Piano), Emanuele Crialese, Alejandro González Iñ- árritu (Babel), Ferzan Ozpetek og Paul Verhoeven (Basic Instinct ). Mikið hefur verið spáð og spek- úlerað um hver komi til með að hljóta verðlaunin eftirsóttu og hefur nafn Ang Lee verið nefnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Reyndar eru ekki nema tvö ár síðan Lee hampaði verðlaununum góðu fyrir mynd sína Brokeback Mountain. Mynd hans, Lust, Caution, er byggð á skáldsögu Eileen Chang. Nektarsenur í myndinni vekja at- hygli en vegna þeirra er myndin bönnuð börnum undir 17 ára og Lee neyðist til að klippa stóran hluta at- riðanna úr myndinni eigi hann að fá að sýna hana í Kína.    Og enn af Feneyjahátíðinni. Leik-stjórinn Tim Burton er handhafi heiðursverðlauna hátíðarinnar að þessu sinni. „Hann er einn af hugrökkustu og óvenjulegustu kvikmyndagerð- armönnum Bandaríkjanna,“ var mat dóm- nefndarinnar. Viðeigandi þótti að leikarinn Jo- hnny Depp af- henti honum verðlaunin, en Depp hefur leikið aðalhlutverk í ófáum mynda Burtons. Leikstjórinn sagðist þakklátur virðingunni sem honum væri sýnd og sagði verðlaunagripinn, gullna ljónið, slá Óskarsverðlaununum við. „Ljónið er talsvert fallegra en nak- inn og sköllóttur maður,“ sagði Bur- ton um verðlaunagripina. Nýjasta mynd leikstjórans, Swee- ney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, verður einnig frumsýnd á hátíðinni en þar er Depp í aðal- hlutverki ásamt Helenu Bonham Carter, eiginkonu Burtons.    Finnskir kvikmyndagerðarmennhafa lagt niður vinnu til að mót- mæla því sem þeir segja vera svikin loforð stjórnvalda um auknar nið- urgreiðslur til kvikmyndagerðar í landinu. Í fjárlögum næsta árs sé upphæðin til kvikmyndagerðar sú sama og í fyrra þrátt fyrir loforð um að þær yrðu hækkaðar um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna. Tuttugu og þrír kvikmyndagerð- armenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki hefja störf á ný fyrr en frekari fjárveiting fáist. Menningarmálaráðherra Finn- lands, Stefan Wallin, sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörð- un um fjárveitingar til kvikmynda- gerðar. Kvikmyndagerð í Finnlandi er í mikilli uppsveiflu en samkvæmt upplýsingum finnsku kvikmynda- stofnunarinnar var um fjórðungur þeirra mynda sem sýndar voru í Finnlandi í fyrra innlend framleiðsla. Fyrir tíu árum var þetta hlutfall ein- ungis fjögur prósent. KVIKMYNDIR Ang Lee Tim Burton Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Nýjasta hefti bandaríska kvikmynda-tímaritsins Cineaste er athyglisvertfyrir margra hluta sakir. Sama mættireyndar segja um flest hefti tímarits- ins, en það sem gerir það nýjasta sérlega hnýsilegt er sú staðreynd að verið er að halda upp á 40 ára af- mæli blaðsins, heilmiklum áfanga hefur verið náð og slíkum tímamótum fylgir að sjálfsögðu fögn- uður. En þegar ritstjórar tímarits á borð við Ci- neaste líta um öxl og virða fyrir sér það sem í raun mætti líkja við heilt ævistarf er hætt við að heim- spekilegur andi færist yfir mannskapinn, að tíma- mótin reynist tilefni fyrir vangaveltur um stöðu og hlutverk þess listforms sem útgáfan hefur helgað kröftum sínum, og sú er einmitt raunin. Í anda þeirrar pólitísku róttækni sem hefur einkennt rit- stjórnarstefnu blaðsins frá upphafi þarf heldur ekki að koma á óvart að um afar áhugavert endurlit er að ræða, endurlit þar sem tekið er á ýmsum grund- vallarspurningum um tilgang og hlutverk kvik- myndamiðilsins og vöngum er velt yfir sambandi miðilsins við umheiminn, hvernig kvikmyndir geta gripið inn í samtíma sinn og haft áhrif á eða reynt að draga upp gagnrýna mynd af atburðum líðandi stundar. Í grein sem einn af ritstjórum blaðsins, kvik- mynda- og sagnfræðingurinn Robert Sklar, skrifar við þetta tækifæri um fyrstu tvo áratugi útgáfu- starfseminnar (1967-1987) er einmitt dregin upp af- ar forvitnileg mynd af þeim straumum og stefnum sem einkenndu skrif þeirra ummælenda og fræði- manna sem á sjöunda áratugnum vildu auka veg kvikmyndamiðilsins í samfélagi listanna, en höfðu á sama tíma gagnrýna sýn á hvernig áhrifamætti formsins skyldi beitt. Í framhaldinu bendir Sklar á hvernig hópamyndun átti sér stað og menn skiptust í fylkingar eftir hugmynda- og að- ferðalegum áherslum. Þarna er í raun verið að fjalla um tímabilið sem markaði skil í umfjöllun um kvikmyndir, kvikmyndafræði í nútímalegri mynd voru að festa sig í sessi en ákveðnar vígalínur sem enn gera vart við sig í fræðunum komu einnig upp á yfirborðið. En þótt Cineaste hafi tekið þátt í ákveðinni vakn- ingu hvað varðar róttæka kvikmyndagerð var tíma- ritið að sama skapi mótað af sögulegum kring- umstæðum. Útgáfa þess hefst á svipuðum tíma og félagslega sinnuð kvikmyndagerð tekur að ryðja sér til rúms, eða verða verulega áberandi, sem kvikmyndategund víða í heiminum (sem dæmi má nefna Listen, America! eftir Yves de Laurot frá 1968; Z eftir Costa-Gavras frá 1969; Le chagrin et la pitie eftir Ophuls, 1969 og Winter Soldier, 1972) og þótt blaðið sé vitanlega vitnisburður um slíkar hræringar er það ekki síður einkenni um víðtækari samfélagslegar umbyltingar sem áttu sér stað á þessum tíma, með öðrum orðum voru tímarit eins og Cineaste ekki föst í einhvers konar sjálfhverfu sníkjukenndu sambandi við kvikmyndirnar sem fjallað var um á blaðsíðum þess, heldur var hvort tveggja viðbrögð við byltingar- og frelsisanda sem þá sveif yfir vötnum. Cineaste markaði sér sérstöðu sem getur talist umdeilanleg þótt hún hafi einnig að mörgu leyti verið á undan sínum samtíma. Cineaste tók afar gagnrýna afstöðu gagnvart þeim kenningum sem í upphafi áttunda áratugarins voru í þann mund að umbreyta kvikmyndaumfjöllun beggja vegna Atl- antshafsins, kenningum sem tóku mið bæði af sál- könnun og strúktúralisma og myndu í dag senni- lega kallast póststrúktúralískar, en ræturnar voru í Frakklandi og skrif manna á borð við Christian Metz geta talist dæmigerð fyrir tegundina. Þetta er í raun andartakið þegar kvikmyndafræði verða há- skólastofnuninni „sæmandi“ sem fræðigrein en þarna fannst aðstandendum Cineaste kvikmynda- umfjöllunin fjarlægjast hinn almenna áhorfanda um of, og mótmæltu hástöfum: „Við höfum meiri áhuga á því að breikka hinn hugsanlega stuðnings- hóp við vinstri sinnaða menningargagnrýni al- mennt séð heldur en að taka þátt í esoterískum rök- ræðum um smáatriði við aðra vinstri-menn,“ sögðu ritstjórarnir á áttunda áratugnum og hafa svo sem staðið við það síðan. Enginn vafi leikur á því að höfnun ritstjóranna á „fræðilegri“ umfjöllun um kvikmyndir var byggð á misskilningi. En misskilningurinn var þó ekki al- slæmur þar sem áherslurnar sem komu fram í kjöl- farið hafa reynst ekki síður mikilvægar fyrir skiln- ing okkar á samtímakvikmyndagerð. Staðföst trú aðstandenda Cineaste hefur alltaf verið að pólitís- kasta kvikmyndagerðin fyrirfinnist í Bandaríkj- unum og sú áhrifamesta, í hugmyndafræðilegum skilningi, sé sú sem kemur frá Hollywood, en að mörgu leyti hefur þetta viðhorf einmitt leitt til þess að tímaritið varð brautryðjandi í gagnrýnni grein- ingu á meginstraumnum. Því mætti einnig halda fram að hugmyndirnar sem blaðið hélt á lofti um að boðskapurinn sem slíkur (hver sem hann svo sem er) næði aldrei markmiði sínu, væri í sjálfu sér ár- angurslaus ef dreifingin brygðist, hafi fundið sér kraftmikla sporgöngumenn í kvikmyndagerð- armönnum á borð við Robert Greenwald og Mich- ael Moore, svo tvö augljós dæmi séu nefnd. Mönn- um sem tala til hins almenna áhorfanda um málefni sem eru mikilvæg á máta sem er aðgengilegur. Allt er betra en að vera passífur SJÓNARHORN » Staðföst trú aðstandenda Cineaste hefur alltaf verið að pólitískasta kvikmyndagerðin fyrirfinnist í Bandaríkjunum og sú áhrifamesta, í hug- myndafræðilegum skilningi, sé sú sem kemur frá Hollywood… Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is K vikmyndahátíðir eru auðvitað í gangi árið um kring, en þær hafa heldur betur verið í sviðsljósinu þessa dagana. Telluride-hátíðin vakti glimrandi lukku, frábæru prógrammi í Feneyjum lýkur í dag, öngþveitið í Toronto er rétt nýhafið og það styttist óðum í Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Telluride Kvikmyndahátíðin í smábænum Telluride í Colo- rado kann vel að vera virtasta hátíðin vestanhafs í dag. Aðstandendur hennar leggja áherslu á að ekki séu veitt verðlaun þar sem allar myndirnar séu ígildi sigurvegara. Enda var prógrammið í ár geysiflott, en þar var að finna nýjar myndir eftir Wayne Wang, Kevin Macdonald, Werner Herzog og hinn vanmetna leikstjóra Sean Penn – ekki slæmur félagsskapur fyrir Baltasar Kormák sem sýndi á hátíðinni Mýrina. Að öðrum ólöstuðum virðist Todd Haynes vera ókrýndur sigurvergari Telluride en mynd hans I’m Not There hlaut feikilega góðar viðtökur, en hún mun taka Bob Dylan svipuðum tökum og Haynes tók David Bo- wie í Velvet Goldmine og Carpenters í Barbie- myndinni Superstar. Talandi um tónlistarfólk þá var líka sýnd á hátíðinni endurunnin filma af Bítlamyndinni Help!, auk þess sem þöglu stór- virkin Menschen am Sontag og The Big Parade voru sýnd við lifandi undirleik stórsveita. Feneyjar Ekki er annað að sjá en aðalkeppnin á Feneyjum sé í sérflokki í ár og flottari en bæði Cannes og Berlín. Þarna er að finna í keppni myndir m.a. Wes Anderson, Youssef Chahine, Peter Gree- naway, Ang Lee, Miike Takashi, og öldunginn Eric Rohmer. Mest hefur þó verið látið með myndina hans Todd Haynes líkt og á Telluride, auk Redacted eftir Brian De Palma sem sjálfur hefur farið mikinn í Feneyjum. Myndin sú lýsir á afar grafískan máta hópi bandarískra hermanna sem í mars í fyrra nauðguðu, myrtu og brenndu 14 ára íraska stúlku og drápu aðra í fjölskyldu hennar. Líkt og gefur að skilja mun myndin vera afar áhrifarík, og þótt enginn velkist í vafa um pólitískan tilgang myndarinnar veltir maður fyrir sér hvernig De Palma takist upp með svo við- kvæmt efni alræmdur sem hann er fyrir graf- ískar lýsingar á ofbeldi gagnvart konum. Báðar myndirnar hljóta að teljast líklegar til verðlauna þótt rétt sé að hafa í huga hvernig Still Life stóð uppi sem sigurvegari öllum að óvörum í fyrra. Sígildi þátturinn er ansi tilkomumikill sömu- leiðis. Það kemur kannski ekki á óvart að Miche- langelo Antonioni skuli gert hátt undir höfði, en það var óvænt útspil að sýndur skyldi fjöldi vestra eftir Budd Boetticher. Frumsýndar voru endurunnar filmur af myndum Bernardo Berto- lucci La Via del petrolio og Strategia del ragno (e. The Spider’s Stratagem), auk nýjustu útgáf- unnar af mynd Ridley Scott Blade Runner. Reykjavík Stóru bandarísku myndirnar frá Telluride og Feneyjum munu skila sér hingað til lands auk þess sem Græna ljósið er líklegt til að næla sér í einhverjar smærri myndanna (og hefur reyndar tryggt sér sýningarrétt á hinum eftirtektarverðu Persopolis og Terror’s Advocate og þegar sýnt Die Falscher en allar vöktu athygli á Telluride). Hérlendir kvikmyndaunnendur þurfa þó ekki að bíða lengi þar til þeir geta sjálfir farið að sækja úrvalsmyndir víða að úr heiminum en Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst 27. sept- ember og stendur til 7. október. Dagskráin er sem fyrr afar vönduð og ber þar fyrst að nefna rúmensku kvikmyndina 4 mánuðir, 3 vikur, 2 dagar sem vann Gullpálmann í Cannes í ár, auk nýrrar mynd eftir Fatih Akin sem sló í gegn þegar mynd hans Gegen die Wand hlaut gullbjörninn í Berlín fyrir þremur árum en sú nýja nefnist Auf der anderen Seite. Á meðal ann- arra áhugaverðra mynda í opna flokknum eru Fay Grim eftir Hal Hartley, Brand Upon the Brain! eftir Guy Maddin og Aleksandra eftir Aleksandr Sokurov – góðir og gegnir „Íslands- vinir“. Nöfn leikstjóra í keppnisflokknum eru minna þekkt enda um að ræða fyrstu eða aðra mynd leikstjóra – þó leynist á meðal þeirra hæfi- leikaríki myndbandasmiðurinn Anton Corbijn. Heimildamyndum er gert hátt undir höfði sem endranær og ólíkt hinum flokkunum eru þar bandarískar myndir í brennidepli – líkt og reynd- ar á nýafstöðnum bíódögum græna ljóssins. Crazy Love hefur verið mikið í umræðunni en þar segir frá hjónum sem giftust eftir að eig- inmaðurinn hafði setið inni í fjölda ára fyrir að skvetta sýru í andlit konunnar. Þá verður einnig sýnd mynd Barböru Kopple um hljómsveitina Dixie Chicks en Kopple hefur verið í fram- varðasveit bandarísku heimildamyndarinnar allt frá því að hún gerði hina sígildu Harlan County USA fyrir rúmum þremur áratugum. Þá gleym- ast sígildu myndirnar heldur ekki en þær tengj- ast í ár heiðursgestum hátíðarinnar sérstaklega en sýndar verða myndir eftir Rainer Werner Fassbinder sem skarta Hönnu Schygulla í aðal- hlutverk auk mynda Finnans rómaða Aki Kaur- ismäki. Það styttist því óðum í að íslenskir kvikmynda- unnendur geti farið að berja augum úrvals- myndafjöld rétt eins og kollegar þeirra vestan og austan hafs gera nú um þessar myndir. Telluride, Feneyjar og Reykjavík Margar af lykilhátíðum kvikmyndaársins fara fram um þessar mundir. Hér er rýnt í dagskrár þeirra og reynt að meta hvaða myndir séu mest spennandi með hliðsjón af umræðu á Netinu og víðar. Í Feneyjum Richard Gere, Todd Haynes og Heath Ledger á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en mik- ið var látið með mynd þeirra Ím not There á hátíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.