Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Meðlimir bresku rokksveit-arinnar Iron Maiden hafa ákveðið að verða við kröfum aðdá- enda sinna og ætla að leggjast í tón- leikaferðalag þar sem þeir félagar munu eingöngu leika tónlist frá miðjum níunda áratug síðustu aldar. Ferðalagið hefst strax í febr- úar á næsta ári og verður yfirskrift þess „Somewhere Back In Time“. Í fyrsta legg ferð- arinnar mun Iron Maiden heim- sækja 20 borgir í fimm heimsálfum á aðeins sjö vikum, en hún mun meðal annars koma fram á Indlandi, í Japan, Bandaríkj- unum og Mið- og Suður-Ameríku. Þá ætla þeir Bruce Dickinson og félagar að halda tónleika í Ástralíu, en þar hafa þeir ekki spilað í 15 ár. Annar leggur ferðarinnar hefst svo í maí, en þá ætlar sveitin að halda tónleika víðar í Bandaríkj- unum, en þriðji og síðasti leggurinn hefst í júlí og þá fær Evrópa að njóta nærveru Bretanna. Búist er við því að Iron Maiden spili fyrir rúmlega eina og hálfa milljón aðdáenda á tónleikaferðalag- inu, og ferðist um 160.000 kílómetra.    Dave Gahan, forsprakki breskuhljómsveitarinnar Depeche Mode, hefur nýverið lokið við upp- tökur á annarri sólóplötu sinni sem hlotið hefur nafnið Hourglass. Plat- an kemur út í Bretlandi hinn 22. október næst- komandi, en hún var tekin upp í hljóðveri í New York, þar sem Gahan býr um þessar mundir. „Litla hljóðverið mitt er við eina umferðarþyngstu götu New York- borgar þannig að maður fær borgina beint í æð á hverjum einasta degi, og reyndar allar nætur líka,“ segir Gahan í við- tali við breska tónlistartímaritið New Musical Express. „Í einu lagi plötunnar, „Endless“, má meira að segja heyra götuhljóð í bakgrunni,“ bætir söngvarinn við. Platan var tekin upp á aðeins átta vikum sem Gahan segir að hafi verið nákvæmlega sá tími sem þurfti. „Platan er full af orku og alls ekki unnin of mikið. Hún er bara það sem hún er.“ Í textum á plötunni kemur Gahan meðal annars inn á ellina, dauðann og fyllingu tímans. „Þetta eru atriði sem fá mig til að hugsa á hverjum degi,“ segir Gahan. „Það er líka eitthvað við það að búa í New York sem lætur tímann líða hraðar en venjulega. En ég er að eldast og það er allt í lagi. Ég vil ekki eyða meiri tíma í að hugsa um það. Ég vil miklu frekar halda áfram að vinna að skapandi hlutum.“    Meðlimir írsku hljómsveit-arinnar U2 eru fremur sorg- mæddir yfir því að til stendur að rífa hljóðver sveitarinnar við Hanover Quay í Dublin, en áætlað er að reisa lúxusíbúðir þar sem gamla bygg- ingin stendur. Þeir félagar stefna þó að því að reisa nýtt hljóðver á sama stað. „Það verður háhýsi þarna og við munum bara setja upp hljóð- ver á efstu hæð- inni,“ sagði The Edge, gítarleikari sveitarinnar í viðtali við breska blað- ið The Sun. „En þetta er samt sorg- legt, þetta var okkar annað heimili. Ég veit ekki hvernig það verður að taka upp í nýju hljóðveri, við vorum orðnir svo vanir gamla staðnum,“ bætti gítarleikarinn við. TÓNLIST Bruce Dickinson Dave Gahan The Edge og Bono. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ekki þarf að tala lengi við Phil Elvrumtil að átta sig á að þar fer sérvitr-ingur og ekki þarf að hlusta lengi áplötur með honum til að átta sig á að þar fer snillingur. Plöturnar sem hann gaf út undir listamannsnafninu Microphones eru hver fyrir sig snilldarskífa, þar helstar It Was Hot We Stayed in the Water sem kom út 2000, The Glow, Pt. 2, sem kom út 2001, og Mount Eerie, sem kom út 2003 (með þeirri skífu þarf eiginlega að telja tvær furðulegar útgáfur, Drums from Mt. Eerie, sem á eru trommurnar sem notaðar eru á Mount Eerie, og Singing from Mt. Eerie, sem á er söngurinn sem notaður er á Mount Eerie, en báðar þessar fylgiskífur komu út 2003). Elvrum á sér langa sögu sem upptökumaður og -stjóri í Washington og Olympia á vest- urströnd Bandaríkjanna. Hann lýsti því eitt sinn í spjalli að náttúran þar hefði haft mikil áhrif á hann og þá helst nábýli við sjóinn. Þannig talaði hann mikið um það að þokulúðrar skipa minntu hann mikið á dauðann og þess vegna vildi hann helst hafa þá á hverri plötu. Hvað sem því líður má til sanns vegar færa að náttúran, sjórinn, er nálægur á The Glow Pt. 2, því sumir kaflar á skífunni eru nánast eins og prógrammmúsík frekar en hefðbundin nýbylgja. Hryggjarstrykki It Was Hot, We Stayed in the Water, þriðju breiðskífunnar sem Elvrum sendi frá sér undir nafninu The Microphones, er lagið „The Glow“, ellefu mínútna lag, og nær- tækt að telja The Glow Pt. 2 einskonar framhald af því verki. Sú tenging er þó ekki augljós þegar hlustað er á plötuna, en við nánari skoðun má greina að þema breiðskífunnar rímar ágætlega við þá tilgátu að í laginu The Glow sé Elvrum að hverfa innávið, kafa í sjálfan sig, skoða æsku sína og uppruna meira en hann hafði gert fram að þessu. Sú naflaskoðun, sem var um leið glíma við hinstu rök tilverunnar, náði svo hámarki á Mount Eerie (á þeirri plötu deyr hann, er étinn af hræfuglum og kemst fyrir vikið á snoðir um leyndardóm alheimsins). Í titillagi skífunnar syngur hann þannig um dauðann: „Ég stóð aug- liti til auglits við dauðann / reiðubúinn til átaka / en heyrði andardrátt minn / og varð að sætta mig við / að ég lifi enn / ég er enn hold / upp- fullur af skelfilegum tilfinningum / ég er ekki dauður.“ It Was Hot, We Stayed in the Water var sam- starfsverkefni Elvrums og ýmissa tónlistar- manna, en The Glow Pt. 2 vann hann að mestu sjálfur, samdi lögin og textana, sem sumir eru sem þeir séu ortir jafnóðum, og lék á öll hljóð- færi, gítar, bassa, trommur, mikið af trommum reyndar, orgel, píanó, blásturshljóðfæri og svo má segja. Þótt sumt sé snúið á skífunni er hún merkilega aðgengileg og kemur ekki á óvart hve hún var vinsæl. Á næsta stórvirki tók Elvrum nýja stefnu og færri gátu fylgt honum þá slóð, en flestir ættu að gefa The Glow, Pt. 2 gaum. Sungið um dauðann POPPKLASSÍK Eftir Jóhann Ágúst Jóhannsson johann.agust.johannsson@gmail.com Ó hamingjusamasta fólkið sem ég þekki, þegar kemur að ástarsam- böndum, er fólkið sem fílar popp- tónlist hvað mest; ég veit ekki hvort popptónlist hefur orsakað þessa óhamingju, en hitt veit ég, og það er að þetta fólk hefur hlustað á sorgleg lög lengur en það hefur lifað sínu sorglega lífi,“ segir í bókinni High Fidelity eftir Nick Hornby (í þýðingu greinarhöfundar). Popptónlist á að snerta fólk. Í mínum huga veld- ur hið fullkomna popplag hughrifum hjá hlustand- anum, það vekur tilfinningar og þrár. Gleði, kynlíf, ást, brostnir draumar og eftirsjá eru þannig hin fullkomnu umfjöllunarefni þegar gott popplag er annars vegar, þá og þegar búið er að negla góða laglínu sem hrífur við fyrstu hlustun. Tími popptónlistar reis hæst á seinni hluta átt- unda áratugarins og langt fram á þann níunda með hljómsveitum og listamönnum á borð við Fleetwo- od Mac, Blondie, Elton John, Eurythmics, A-ha, Queen og Duran Duran. Síðan þá hefur allt orðið flóknara (eða einfaldara) í póstmódernískum heimi þegar kemur að skilgreiningum á popptónlist sem er oft á tíðum svo afar ómerkileg hvort sem er (allt í lagi, ég sagði það – fordómar!). Úr öllum þeim straumum og stefnum sem ríkt hafa í tónlistarlífi undanfarinna ára er ekki hægt að segja að mikil nýliðun hafi orðið í popptónlist- argeiranum. Hreinræktað popp hefur verið úti í kuldanum og hreinlega þótt púkalegt hjá yngri kynslóðinni. Þessir gömlu góðu heyrast á Bylgj- unni og Rás 2, þá aðallega þeirra gömlu gullmolar í bland við meðalgott nýrra efni. Um þessar mundir virðast þó vera miklar hræringar í þessum geira og ber þar helst að nefna listamenn á borð við Mika, Norah Jones, Sprengjuhöllina og banda- rísku hljómsveitina Rilo Kiley sem sendi frá sér í ágúst síðastliðnum hina stórgóðu skífu Under the Blacklight. Úr jaðrinum og yfir í poppið Under the Blacklight greip mig furðu fljótt, jafnvel of fljótt, og þegar svo gerist læðast oft að manni efasemdaraddir en í þetta skiptið þögnuðu þær hratt og örugglega. Það var ekki um að villast að hér var á ferðinni ósvikin poppsnilld. Ég hafði heyrt af Rilo Kiley og vissi að gagnrýnendur kepptust við að mæra þeirra nýjustu plötu en mig óraði ekki fyrir því að hér væri á ferðinni jafn svöl konfektveisla fyrir eyrun og átti eftir að koma í ljós. Rilo Kiley er sprottin úr kálgarði jaðarrokksins. Sveitin þykir töff í öllum sínum tilburðum, tísku og tónlistarsköpun. Rilo Kiley er einnig afar falleg hljómsveit sem getur samið dúndrandi popptónlist sem límir sig fasta við heilabörkinn. En það var bara nýlega sem Rilo Kiley sneri við blaðinu og helti sér út í poppið mörgum aðdáenda sinna til mikillar gremju, en byrjum á byrjuninni! Hvað á barnið að heita? Kjarnakonan og sporgöngumaður Rilo Kiley er Jenny Lewis (söngur, gítar, hljómborð og helsti lagahöfundur) en hún ásamt þeim Blake Sennett (gítar og söngur), Pierre de Reeder (bassi) og Dave Rock (trommur, seinna leystur frá störfum af Jason Boesel) stofnuðu hljómsveitina árið 1998 í Los Angeles. Forsprakkarnir Lewis og Sennett áttu það sameiginlegt að hafa verið barnastjörnur í Hollywood og leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum en það var tónlistin sem heillaði. Þremur árum eftir að sveitin tók til starfa sendi hún frá sér sína fyrstu plötu, Take-Offs, and Landing, sem kom út hjá óháðum útgefanda og þótti afar vel heppnuð. Næsta plata hét The Execution of All Things og kom út hjá Saddle Creek-útgáfunni árið eftir en árið 2004 sendi Rilo Kiley frá sér hina innblásnu skífu, More Adventurous. Þriðju skífuna gáfu þau út á eigin vegum en henni var dreift um heiminn af stórfyrirtækinu Warner Bros sem er einmitt orðið útgefandi þeirra í dag enda er sveitin ekkert minna en hvalreki á strendur risaútgefanda í stöðluðum tónlistarheimi. Liðsmenn sveitarinnar hafa verið virkir þátttak- endur bandarísku jaðarsenunnar og allir sem slíkir aukið vegsemd og virðingu Rilo Kiley. Til dæmis hafa þau brasað margt og mikið með ekki ómerk- ari sveitum en Death Cab for Cutie, The Postal Service og Bright Eyes. Af Jenny Lewis er það að auki að segja að hún hefur starfrækt hliðarverk- efnið Jenny Lewis and The Watson Twins sem hef- ur hlotið góða góma og gefur út hjá Rough Trade. Ekki hefur heldur spillt fyrir sveitinni að mikil eft- irspurn hefur verið meðal bandarískra sjónvarps- framleiðenda eftir lögunum þeirra en þau hafa heyrst í þáttum eins og Buffy The Vampire Slayer, The O.C., Dawson’s Creek og Grey’s Anatomy. Eflaust hugsa margir lesendur að nafnið kynni að vefjast fyrir fólki þar sem Rilo Kiley virkar sem hálfgerður tungubrjótur en svo er ekki. Nafnið þýðir hins vegar ekki neitt ef marka má svör hljómsveitarmeðlima en margir velta því fyrir sér. Ein besta útskýringin birtist þó eflaust nýlega í tónlistartímaritinu Q en þá útskýrði Blake Sennett nafnið á þessa leið: Rilo Kiley er nafn á manni sem hann dreymdi og sagði fyrir um dauða Jenny Lew- is. Undarlegt en satt! Púkó en töff Það sem mér þykir einkenna Rilo Kiley á þeirra nýjustu skífu er mikil sál og illkvittið sjálfstraust. Flest lögin eru undir fjórum mínútum, þau fjalla um vangoldnar ástir og kynlíf í englaborginni. Lögin virka í mínum eyrum eins og Blondie hafi ákveðið að slá sér upp með Lindsey Buckingham og Stevie Nicks úr Fleetwood Mac. Hér víkur allur rokkrembingur fyrir heiðarlegri og vel gerðri popptónlist sem þótti of púkaleg á tíunda áratug síðustu aldar. Lagið Moneymaker, sem er alveg hrikalega töff, er eflaust eitt besta dæmið um það á Under the Blacklight. Í langan tíma hefur mér þótt hreinræktuð popp- tónlist dauð að innan og nánast framandi í stílleysi sínu en nú hef ég tekið gleði mína á ný. Með Under the Blacklight er um vissa endurfæðingu tónlist- argreinar að ræða sem ætti að geta gripið athygli þeirra sem yngri eru sem og þeirra sem teljast til gömlutónlistaraðdáenda. Fullkomin popptónlist Um þessar mundir virðast vera miklar hrær- ingar í poppinu og ber þar helst að nefna lista- menn á borð við Mika, Norah Jones, Sprengju- höllina og bandarísku hljómsveitina Rilo Kiley sem sendi frá sér í ágúst síðastliðnum hina stór- góðu skífu Under the Blacklight. Illkvittið sjálfstraust Það sem einkennir nýja skífu Rilo Kiley er mikil sál og illkvittið sjálfstraust. TENGLAR ............................................................... www.rilokiley.com www.myspace.com/rilokiley

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.