Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 8
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is F agleg umönnun fatlaðra barna er einstök hér,“ sagði bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark síðasta vetur, þegar hún hafði tekið síðustu ljósmyndirnar í viðamiklu verkefni sem hlotið hefur heitið Undrabörn og birtist áhorfendum á umfangsmikilli sýn- ingu sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag. Á vegum safnsins kom Mary Ellen þrisvar til landsins og í sex vikur alls ljósmyndaði hún nemendur sérskólanna tveggja fyrir fötluð börn í Reykjavík, Öskjuhlíðarskóla og Safamýr- arskóla, og í Lyngási, þar sem annast er um mikið fötluð ungmenni. „Það er borin virðing fyrir börnunum en þau eru ekki of- vernduð þótt umhverfið sé öruggt. Þau fá tilfinningu fyrir frelsi og sjálfstæði í báðum skólum. En skólarnir eru mjög ólíkir og fötlunin margbreytileg.“ Samhliða því að Mary Ellen tók ljósmyndir sínar af skóla- lífinu vann eiginmaður hennar, Martin Bell, að áhrifamikilli kvikmynd um Alexander Viðar Pálsson, einn nemenda Öskjuhlíðarskóla, sem verður sýnd í fyrirlestrasal safnsins. Þá tók Ívar Brynjólfsson ljósmyndir af innviðum skólanna og er úrval þeirra á sýningunni, sem og myndverk sem börn- in hafa skapað í skólunum. Samhliða kemur á vegum safns- ins út vegleg bók með ljósmyndunum og skrifum um skólana og verkefnið. Með virðingu og mannúð Óhætt er að segja að þetta sé eitthvert viðamesta verkefni af þessu tagi sem íslenskt safn hefur ráðist í. Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður fékk Mary Ellen og Martin til verks- ins. Margrét segir ómetanlegt að hafa fengið einn þekktasta ljósmyndara samtímans til að vinna sýningu fyrir Þjóðminja- safnið. Hún sé þekkt fyrir verk þar sem hún lítur ekki undan heldur horfist í augu við raunveruleikann með virðingu og hlýju. „Með þessari sýningu leitast safnið við að gefa innsýn í líf fatlaðra barna á Íslandi. Það var leiðarljós okkar í verkefn- inu að nálgast viðfangsefnið á raunsannan hátt, af virðingu og mannúð sem öll börn eiga skilið,“ segir Margrét. Mörg af þekktari verkefnum Mary Ellen Mark hafa snúist um hópa fólks sem þarfnast sérstakrar umönnunar. Sem dæmi má nefna bókina Ward 81 með myndum sem hún tók árið 1976 á öryggisdeild á geðsjúkrahúsi í Oregonríki í Bandaríkjunum. Á þessari deild voru alvarlega sjúkar konur og fékk Mary Ellen leyfi til að dveljast með þeim í 36 daga. Síðla árs 1979 fór hún til Indlands fyrir LIFE-tímaritið, að fylgjast með líknarstarfi Móður Teresu. Eftir að hafa lokið greininni fannst Mary Ellen að hún þyrfti að endurspegla líknarstarfið á fyllri hátt og sneri því aftur árið 1981 og eyddi þá mun lengri tíma; myndaði í senn mannvininn og þá sem nutu aðstoðar hennar. Árið 1983 fór Mary Ellen til Seattle að mynda götubörn fyrir LIFE. Þar vann ljósmyndarinn traust hóps götubarna og eyddi með þeim drjúgum tíma. Hún lauk við myndafrásögnina og síðar þetta ár sneri hún aftur, ásamt Martin eiginmanni sínum, til að halda áfram að vinna með unglingunum. Afraksturinn var bókin Streetwise og sam- nefnd kvikmynd, sem útnefnd var til Óskarsverðlauna. Eru bara venjuleg börn Upphaf verkefnisins Undrabarna má rekja til haustsins 2005 en þá vann Mary Ellen að nokkrum myndafrásögnum hér á landi fyrir Morgunblaðið og Iceland Review. Hún lýsti þá yf- ir áhuga á að heimsækja Öskjuhlíðarskóla, þar sem eru börn með afar mismunandi fötlun. „Þessi skóli er dásamlegur,“ sagði hún að heimsókninni lokinni. „Ég upplifði sterkt að börnin fá að vera þau sjálf og það dylst engum að fólkið sem vinnur þarna elskar börnin. Kennurunum þykir vænt um nemendurna og persónuleika þeirra, þeir eru opnir fyrir hugmyndum þeirra og skammast sín ekki fyrir þá. Ég hef komið í stofnanir sem annast fatlaða, þar sem for- stöðufólkið skammast sín og vill helst ekki að maður hitti skjólstæðinga þess. Í Öskjuhlíðarskóla eru börnin virt fyrir það hver þau eru, allir eru fullir af ást og hlýju og þess vegna er umhverfið svo notalegt,“ sagði hún. Á ferli sínum hefur Mary Ellen tekið mikið af myndum af fólki sem glímir við einhvers konar fötlun. „Þessi börn eru tilgerðarlaus og heiðarleg. Ég hef alltaf dregist að slíkum hreinleika. Líf fatlaðra getur vissulega verið dapurlegt en einnig fullt af lífi og húmor. Þetta eru bara venjuleg börn en þau hafa fötlun sem heilbrigð börn hafa ekki. Stundum tekst mér að fanga áhugaverð augnablik í lífi þeirra. Ég myndi vilja koma aftur og eyða þá lengri tíma í skólanum.“ Myndafrásögn frá heimsókninni birtist í Morgunblaðinu og var einn nemandinn, Alexander Viðar Pálsson, sonur Steinunnar Sigurðardóttur og Páls Hjaltasonar, fyrir miðju frásagnarinnar. Steinunn og Mary Ellen héldu áfram að ræða saman og málin þróuðust þannig að haustið 2006 var Mary Ellen kom- in aftur til Íslands, í boði Þjóðminjasafns Íslands, með leyfi frá skólayfirvöldum og foreldrum til að mynda lífið innan veggja skólanna beggja og Lyngáss. Ráða ekki við hefðbundið menntaumhverfi Í fyrrahaust voru um eitt hundrað nemendur í Öskjuhlíð- arskóla, á aldrinum sex til sextán ára, í 1. til 10. bekk grunnskóla. Nemendurnir glíma við margbreytilega fötlun og þroskahömlun. Safamýrarskóli hefur verið starfræktur síðan 1982 og var reistur við hlið Lyngáss. Safamýrarskóli er grunnskóli og haustið 2006 voru þar 17 mikið fatlaðir einstaklingar. Eftir að skólatíma lýkur fara sumir þeirra í vistun á Lyng- ási en aðrir eru í skóladagvist skólans. Nemendur Safamýrarskóla glíma við mun meiri fötlun en börnin í Öskjuhlíðarskóla, til að mynda eru 14 nemendanna alveg bundnir við hjólastól. Margir þeirra eru illa færir um að tjá sig eða hafa stjórn á einföldum þáttum daglegs lífs. Fötlun nemenda Öskjuhlíðarskóla er margbreytilegri, frá nemendum sem glíma við ofvirkni og misþroska, yfir í aðra sem eru með mikla hreyfihömlun og eiga í örðugleikum með tjáskipti. Skólastjórar skólanna beggja benda á að nemendur stundi nám við þessa sérskóla vegna þess að það hefur ver- ið ákvörðun foreldranna. Grunnstefna skólanna í Reykja- vík er „skóli án aðgreiningar“. Lögin um grunnskóla segja að hinn almenni skóli eigi að geta mætt þörfum allra nem- enda, burtséð frá getu þeirra. Á síðustu árum hefur því færst í vöxt að foreldrar velji almenna skólann fram yfir sérskólann. Skólastjórar sérskólanna segja þá vera mik- ilvægan valkost fyrir foreldra barna með sérþarfir og und- ir það taka foreldrar sem ég ræddi við þegar ég vann að textanum í bókina Undrabörn. „Það er falleg hugsun að allir geti verið í sama skóla- umhverfi en raunveruleikinn er ekki þannig,“ sagði Páll, faðir Alexanders Viðars. „Sum börn ráða bara ekki við hefðbundið menntaumhverfi. Enginn veit hvað veldur fötl- un Alexanders eða hvort honum muni fara fram – hann er að skrifa sína eigin bók. En hann kemur okkur sífellt á óvart með því að geta eitthvað nýtt. Það þarf samt að kenna honum allt frá grunni og hann þarf algjörlega verndað umhverfi.“ „Þetta er spurning um að skapa börnunum þægilegt og jákvætt umhverfi þar sem þau geta komist til aukins þroska,“ segja Eiríkur Þorláksson og Margrét Þorkels- dóttir, foreldrar Ölmu, einhverfrar stúlku sem var í tíunda bekk í Öskjuhlíðarskóla en hóf námið í Safamýrarskóla, með sér fatlaðri börnum. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, einstæð móðir Hrafn- kels sem var að hefja nám í sjötta bekk í Safamýrarskóla, segir að í skólanum sé ekki til neitt sem heitir að vera ekki hægt. „Þess í stað búa kennararnir til leikföng og pró- gramm sem hentar börnunum; það er alltaf verið að finna lausnir.“ Hún segir að nú sé alltaf verið að tala um skóla án að- greiningar, en það verði að skoða vandlega hvernig starf eigi að vinna með þessum hópi barna. „Ég skil vel að foreldrar vilji helst hafa börnin sín í al- mennum skólum, en ég get ekki séð Hrafnkel fyrir mér í slíku kerfi, eins og það er í dag.“ Ekki auðvelt fyrir börnin Kvikmyndagerðarmaðurinn Martin Bell segir flesta óttast tilveru þessara barna og líti jafnvel undan. „En ég vonast til þess að kvikmyndin verði til þess að færa krakkana skrefi nær heimi annarra barna í huga fólks og auka skiln- ing á aðstæðum þeirra.“ „Vitaskuld er hræðilega erfitt að vera fatlaður,“ bætir Mary Ellen Mark við. „Ég vil ekki láta líta út fyrir að þetta sé auðvelt fyrir þessi börn. Hins vegar er þeim búið mjög sérstakt og hlýlegt umhverfi hér á Íslandi, í skólakerfi sem virðir börnin, þar sem þau fá að vera þau sjálf. Jafnframt er leitast við að örva þau til dáða og hjálpa þeim við að læra eins mikið og unnt er.“ Þegar sýningunni lýkur í Þjóðminjasafninu mun hún ferðast út fyrir landsteinana. Innsýn í líf fatlaðra „Ég vil ekki láta líta út fyrir að þetta sé auðvelt fyrir þessi börn,“ segir ljósmyndarinn Mary Ellen Mark, en sýningin Undrabörn, á ljósmyndum hennar af fötluðum nemendum í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla, verður opnuð í Þjóð- minjasafninu í dag. Jafnframt eru sýndar ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar, kvikmyndin Alexander, eftir Martin Bell, um dreng í Öskjuhlíðarskóla, og myndverk eftir nokkra nemendanna. 8 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Í vatninu Hrund heldur á Beintu í sundlauginni við Lyngás. Djúpt hugsi Blómey á leikvellinum við Safamýrarskóla. Morgunblaðið/RAX Í skólanum Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark með Birni vini sínum í Lyngási, þegar hún vann að verkefn- inu Undrabörnum síðastliðinn vetur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.