Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 10
Eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson asberg@dimma.is Jonas Hassen Khemiri Fyrir þremur árum var ég að grúska íbókaverslun í Stokkhólmi og rakst þará áhugaverða bók sem ég festi kaup á. Ett öga rött (Rautt auga) hét bókin sú og olli mér síst vonbrigðum. Um var að ræða frum- raun ungs höfundar, sem hafði hlotið byrj- endaverðlaun Borås tidning, og er skemmst frá því að segja að bókin varð metsölubók í Svíþjóð strax á útgáfuárinu 2003. Jonas Hassen Khem- iri heitir höfundurinn og fæddist í Stokkhólmi 1978. Þessi fyrsta skáldsaga hans sem rataði beint inn á metsölulista bókmenntanna er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Unglings- pilturinn Halim er sögumaður og frásögnin er oftast grátbrosleg. Sagan vekur mann til um- hugsunar um fjölmenningarsamfélagið og höf- undinum tekst frábærlega að gæða söguhetj- una frjóu ímyndunarafli og óvenjulegu málfari sem gerir leit Halims að sjálfum sér og sama- stað í tilverunni einkar trúverðuga. Halim hef- ur uppgötvað samruna-áformin í þjóðfélaginu. Hann hefur uppgötvað hvers vegna hinir gáf- uðu líkjast höltum kameldýrum. Því miður hef- ur hann líka séð í gegnum föður sinn, sem hefur yfirgefið Baráttuna og talar í staðinn aðeins um mikilvægi þess að tala góða sænsku. Rautt auga hefur selst í meira en 100.000 eintökum, verið þýdd og gefin út á nokkrum tungumálum, leikgerð verið sett á svið í Svíþjóð og kvikmynd er í undirbúningi. Jonas Hassen Khemiri hefur síðan fylgt byrjunarverkinu eftir af krafti, m.a. með leikritinu Innrás sem Borgarleikhúsið í Stokkhólmi sýndi í fyrra. Þá hlaut hann einnig hin eftirsóttu P.O. Enquist-verðlaun. Önnur skáldsaga hans, Montecore, sem kom út á síð- asta ári, var tilnefnd til August-verðlaunanna og hlaut skáldsagnaverðlaun Sænska rík- isútvarpsins 2007. Khemiri mun lesa upp í iðnó á laugardag kl. 20 og taka þátt í pallborðsumræðum um inn- flytjendabókmenntir í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 14. Kirsten Hammann Kirsten Hammann fæddist í Danmörku1965. Hún gaf út fyrstu ljóðabók sínaMilli tannanna 1992, en strax árið eftir sendi hún frá sér skáldsöguna Vera Winkelwir. Í þeirri sögu segir frá kvenpersónunni Veru, sem lifir í eigin veru-veröld, fullri af ljósrauðum kjólum, lakki og plasti. Andrúmsloft sögunnar er blanda af auðþekkjanlegu raunsæi og fárán- legum, súrrealískum myndum. Innri veröld Veru rennur saman við ytri veröldina, svo í raun verður ómögulegt að greina á milli sann- leika og lygi. Þannig greinir sagan frá konu sem örmagnast þegar hún reynir að lifa í sam- ræmi við kvenímyndina. Sagan er dæmigerð fyrir viðfangsefni höfundarins og í annarri skáldsögu sem kom út tíu árum síðar er Kirs- ten Hammann á svipuðum slóðum því að- alpersónan á ýmislegt sameiginlegt með Veru. Sú skáldsaga, sem kemur út á íslensku undir heitinu Frá gósenlandinu, hlaut einnig ein- staklega góðar viðtökur og var m.a. tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2005. Kirsten Hammann tilheyrir hópi ungra höf- unda sem eru uppteknir af lífskjörum nútíma- mannsins og leggja gjarna áherslu á að lýsa persónum sem eru á villigötum og með brengl- aða sjálfsmynd eða eiga við hegðunarvandamál að stríða og veitist erfitt að ná sambandi við aðra. Frá gósenlandinu er mikil átakasaga, en hún er sögð með einstökum húmor sem gerir hana um leið heillandi og skemmtilega. Hammann mun lesa upp í Iðnó á miðvikudag kl. 20 og taka þátt í pallborðsumræðum nor- rænna höfunda í Norræna húsinu á föstudag kl. 14. Morten Ramsland Frá Danmörku kemur einnig MortenRamsland, sem fæddist 1971 í smábæn-um Næsby við Óðinsvé. Hann sendi frá sér ljóðabók aðeins 22ja ára gamall, Når fug- lene driver bort (Þegar fuglarnir hrekjast burtu), og hóf á sama tíma nám í dönsku og listasögu við háskólann í Árósum. Sjálfur segist hann hafa búist við því að halda áfram að yrkja og gefa út ljóð, alveg fullt af ljóðabókum, en sú varð þó ekki raunin. Skýringin er einföld, því ljóðin voru einfaldlega ekki nógu góð svo útgef- andinn hafnaði hverju handritinu á eftir öðru á tíunda áratugnum eða allt þar til höfundurinn lét ljóðagerðina lönd og leið og skifaði hina ljóð- rænu skáldsögu Akasíudrauma, sem kom út 1998. Gagnrýnendur kunnu þó fæstir að meta hana. Að loknu háskólanámi lagði Morten upp í langferð til Indlands og velti því jafnframt fyrir sér hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur sem höfundur og eins hvernig hann ætti að vinna fyrir sér. Heimkominn hóf hann að skrifa ættarsöguna Hundshaus, sem hann vann síðan að næstu fimm árin, ásamt því að starfa með fötluðum. Í Hundshaus segir frá ungum mál- ara, sem snýr heim til Danmerkur eftir dvöl í Amsterdam. Þar sem hann situr við dánarbeð ömmu sinnar, sem átti sínar rætur í Bergen, rifja þau upp sögu fjölskyldunnar og úr verður ævintýraleg frásögn sem er í senn sorgleg og fyndin, en umfram allt fjörug og margræð. Hundshaus kom út 2005 og sló í gegn. Meðal verðlauna sem bókin hefur hlotið eru Gyllti lár- viðurinn, Bókaverðlaun lesenda og skáldsagna- verðlaun danska útvarpsins. Í kjölfarið hefur Hundshaus verið þýdd og gefin út á 13 tungu- málum og kemur um þessar mundir út í ís- lenskri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Morten Ramsland hefur að auki samið sex mynd- skreyttar bækur fyrir börn, en þær sögur segir hann sprottnar úr þeim sagnaheimi sem hann lifði og hrærðist í meðan hann var að semja Hundshaus. Ramsland mun lesa upp í Iðnó á fimmtudag kl. 20 og taka þátt í pallborðsumræðum nor- rænna höfunda í Norræna húsinu á föstudag kl. 14. Tapio Koivukari Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukarier einkum þekktur hér á landi fyrir frá-bærar þýðingar sínar á íslenskum skáldverkum, en hann hefur einnig sent frá sér frumsamdar skáldsögur og smásögur. Sögusvið Tapios er oftar en ekki finnski skerjagarðurinn á fyrri hluta síðustu aldar en þar lifði fólk við sárustu fátækt fram yfir síðari heimsstyrjöld. Um verk Tapios hefur verið sagt að þau sverji sig í ætt við íslensku hefðina þegar skrifað er um sjóinn, fiskinn og lífshamingju fólksins. Samúð með sögupersónunum er ekki þvingað upp á lesandann. Fágaður stíllinn er undir sterkum áhrifum sérstakrar mállýsku, en gam- ansemi og frjálsleg trú á að allar skáldsagna- persónur séu jafn áhugaverðar veita lesand- anum aukið svigrúm til að draga eigin ályktanir. Tapio Koivukari fæddist 1959 og var búsettur á Íslandi frá 1989 til 1993. Hann er menntaður guðfræðingur og kenndi guðfræði um tíma. Á síðustu árum hefur hann verið af- kastamikill þýðandi íslenskra skáldsagna, m.a. eftir Vigdísi Grímsdóttur, Guðberg Bergsson, Þórarin Eldjárn og Einar Kárason. Tapio Koi- vukari hlaut verðskuldaða athygli fyrir skáld- sögu sína Luodetuulen maa (Land norðvest- anvindsins) sem kom út 2002, en í henni sækir hann einmitt efnivið í finnska skerjagarðinn. Koivukari mun lesa upp í Iðnó á miðvikudag kl. 20 og taka þátt í pallborðsumræðum nor- rænna höfunda í Norræna húsinu á föstudag kl. 14. Hanne Ørstavik Frá Noregi kemur skáldsagnahöfund-urinn Hanne Ørstavik sem fædd ernorður í Finnmörk 1969. Fyrsta skáld- saga hennar kom út 1994, en síðan hefur hún sent frá sér sjö aðrar skáldsögur, eina þýðingu og fyrr á þessu ári bók með leiktexta sem nefn- ist Á morgun á að vera opið fyrir alla. Hún hef- ur á ferli sínum hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar, m.a. tvenn verðlaun fyrir höf- undarverk sitt í heild. Allt frá fyrstu skáldsög- unni, Hakk (Skarð), hefur Hanne Ørstavik fengið lofsamlega dóma fyrir verk sín og verið í stöðugri framþróun. Sú skáldsaga sem hefur borið hróður hennar hvað víðast er Presturinn sem kom út 2004. Í þeirri sögu segir frá Liv, 35 ára gamalli konu, sem er starfandi prestur í litlu byggðarlagi nyrst í Noregi og er jafnframt að skrifa doktorsritgerð um Sama-uppreisnina 1852, en þá hafði Biblían verið þýdd á samísku og var aðgengileg öllum. Skyndilega var til sameiginlegt tungumál. En var það í raun og veru sameiginlegt, það sem stóð um að dæma, fyrirgefa og að vera jafn mikils virði? Í Prest- inum, eins og reyndar í öðrum verkum sínum, fæst Hanne Ørstavik við tilvistarlegar spurn- ingar og ferst það vel úr hendi. Gagnrýnendur hafa borið einróma lof á Prestinn og verið sam- mála um að Ørstavik sé höfundur sem aldrei einfaldi hlutina, hvorki fyrir sjálfa sig né les- endur, þegar hún fjallar um tilvistarleg vanda- mál. Fyrir Prestinn hlaut Hanne Ørstavik hin virtu Brage-verðlaun fyrir bestu norsku skáld- söguna 2004. Ørstavik mun lesa upp í Iðnó á sunnudag kl. 20 og taka þátt í pallborðsumræðum norrænna höfunda í Norræna húsinu á föstudag kl. 14. Carl Jóhan Jensen Fulltrúi Fæeyinga hlýtur að teljast sjálf-kjörinn á bókmenntahátíðina í ár. CarlJóhan Jensen er í framvarðasveit fær- eyskra samtímahöfunda og nýjasta verk hans, skáldsagan Ó – sögur um djöfulskap, var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Þegar þessi viðamikla skáldsaga kom út árið 2005 lét Carl Jóhan hafa það eftir sér að verkið væri mikilvægasta prósaverk færeyskra bókmennta síðustu 30-40 árin og þótti mörgum fullsterkt til orða tekið. Ó – sögur um djöf- ulskap er magnað verk, nær 800 síðna doðr- antur, þar sem fléttast saman margir sögu- þræðir og mynda eina heild. Frásögnin spannar stórt svið þar sem Færeyjar eru í miðju sög- unnar, en beint og óbeint tengist hún síðan evr- ópskum bókmenntum. Málfar sögunnar er all- sérstakt þar sem höfundurinn gerir sér far um að forðast dönskuskotna færeysku og nýtir sér fremur íslenskukunnáttu sína til nýyrðasköp- unar, enda hefur hann þýtt nokkur íslensk skáldverk, m.a. eftir Einar Kárason og Kristínu Steinsdóttur. Carl Jóhan Jensen fæddist 1957 í Þórshöfn og ólst þar upp. Eftir nám í grunnskóla og framhaldsskóla hélt hann til Danmerkur til frekara náms, en sneri aftur til Færeyja og vann sem blaðamaður áður en hann hóf nám í færeysku og bókmenntum við Fróðskap- arsetrið. Þaðan lauk hann prófi 1981 og hélt í framhaldi af því til Íslands til frekara náms í al- mennri bókmenntafræði og íslensku næstu sex árin. Fyrstu bók sína, ljóðasafn í eigin útgáfu, sendi Carl Jóhan frá sér árið 1977 og tveimur árum síðar gaf hann út skáldsöguna Seinnipart. Á níunda áratugunum komu frá hans hendi fjórar ljóðabækur, þ.á m. Hvørkiskyn árið 1990, sem var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs og kom reyndar út í íslenskri þýð- ingu, Hvoruskyn, 1995. Árið 1997 kom svo ljóðabókin Tímar og rek, sem einnig var til- nefnd til Norðurlandaverðlaunanna. Ljóð Carls Jóhans hafa hlotið nokkuð blendnar viðtökur og heima fyrir er ljóðskáldið umdeilt, ljóðin þykja torskilin og of „póstmódernísk“. Því var fagnað þegar skáldið sneri af hinni torskildu ljóðabraut og sendi frá sér eftir nokkurt útgáfuhlé epíska og stórbrotna skáldsögu, Ó – sögur um djöf- ulskap. Jensen mun lesa upp í Iðnó á þriðjudag kl. 20 og taka þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 12. Um rautt auga, rómaðan prest, hundshaus og djöfulskap Sex norrænir höfundar koma á Bók- menntahátíð. Allir hafa þeir vakið mikla at- hygli í heimalöndum sínum og víðar. Höfundur er rithöfundur. Tapio KoivukariMorten Ramsland Carl Jóhan JensenHanne Ørstavik Kirsten HammannJonas Hassen Khemiri 10 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| bókmenntahátíð í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.