Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 11
Crowther Löngunin til að skrifa gerði fyrst vart við sig hjá henni á barnsaldri. Skrifin fóru þó ekki almennilega af stað fyrr en fyrir fjórum árum. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is B ókin er fyrsta og eina útgefna bók Crowther og segir frá íranskri fjölskyldu, búsettri í Bretlandi, og fjallar að miklu leyti um þá menn- ingarlegu togstreitu sem fylgir því að tilheyra tveimur gjörólíkum menningarheimum. Sagan hefst á því að fjöl- skyldumóðirin Maryam verður óbeint völd að fósturmissi Söru dóttur sinnar. Hún fyllist sam- viskubiti og ákveður að snúa aftur til ættjarðar- innar, Írans, eftir áratuga fjarveru þar sem hún stefnir á uppgjör við fortíðardrauga sína. Brúar gjánna Umfjöllunarefnið liggur höfundi mjög nærri en bókin byggist að miklu leyti á hennar eigin reynslu og lífi sem breskum ríkisborgara af írönskum ættum. Crowther hefur sjálf sagt að henni finnist hún tilheyra tveim heimum, þeim ír- anska og þeim breska, en aldrei verið fullkomlega skilin af hvorugum. Með bókinni er hún að vissu leyti að tjá þá erfiðleika sem fylgja því að reyna að brúa gjánna þar á milli. Líkt og Maryam, móðir söguhetjunnar í bók- inni, ólst móðir Crowther upp í þorpinu Mashhad í Íran og varði hún yfirleitt sumrunum í þorpi nokkru sem að þorpið í bókinni er byggt á. Og eins og Maryam flutti móðir Crowther til Bret- lands um tvítugt. Að öðru leyti vill Crowther meina að mæðgurnar í bókinni séu að mestu ólík- ar sér og móður sinni og áréttir að Saffraneld- húsið sé fyrst og fremst skáldsaga. Á yngri árum ferðaðist hún reglulega til Íran með foreldrum sínum eða þar til byltingin braust þar út árið 1978, en byltingin spilar einmitt veiga- mikið hlutverk skáldsögu hennar. Þegar Crowt- her byrjaði að vinna að Saffraneldhúsinu heim- sótti hún Íran aftur og dvaldi að miklu leyti í Mashhad og sömuleiðis í þorpinu sem hún notaði sem fyrirmynd af þorpinu í sögunni, hinu af- skekkta fjallaþorpi Mazareh. Í læri hjá Kureishi Crowther stundaði nám við Oxford-háskóla og býr nú í London. Fyrir utan að stunda ritstörf vinnur hún sem ráðgjafi hjá hugveitunni Sustain- Ability. Sem fyrr segir er Saffraneldhúsið fyrsta bók Yasmin Crowther en hún segir að löngunin til að skrifa hafi fyrst gert vart við sig hjá henni á barnsaldri. Skrifin fóru þó ekki almennilega af stað fyrr en fyrir fjórum árum. Þá ákvað hún að skrá sig á rithöfundanámskeið hjá breska og pak- istanska höfundinum Hanif Kureishi sem skrifaði meðal annars hina verðlaunuðu skáldsögu The Buddha of Suburbia (1990). Þó er hann eflaust þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að myndinni My Beautiful Laundrette (1985) sem Stephen Frears leikstýrði. Kureishi hafði mikil áhrif á Crowther sem segir að skáldsagan Saffr- aneldhúsið hafi fyrst byrjað að mótast á þessu ör- lagaríka námskeiði. Saffraneldhúsið hefur verið þýdd á sextán tungumál og hefur komið Yasmin Crowther inn á kortið sem einn af nýjum og áhugaverðari rithöf- undum samtímans. Crowther vinnur nú að ann- arri bók sinni. Á milli tveggja heima Á meðal erlendra rithöfunda sem sækja Bók- menntahátíð í Reykjavík í ár er hin hálf-íranska og hálf-breska Yasmin Crowther, en fyrsta bók hennar, Saffraneldhúsið, hefur vakið athygli og lof víða um heim. Bókin kom upphaflega út í fyrra og í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur fyrr á þessu ári hjá JPV forlagi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 11 lesbók Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það eru gömul sannindi að oft seg-ir mynd meira en mörg orð og víst er að náttúrunni verður líklega alltaf betur lýst með sjónrænum hætti en texta. Ljósmyndarinn Sig- urgeir Sigurjónsson sendi nýlega frá sér ljósmyndabókina Made in Ice- land/ Innan lands, sem líkt og fyrri bækur höfundar geymir landslags- myndir úr öllum landshlutum ásamt eftirminnilegum mannlífsmyndum. Inngangsorð bókarinnar, sem For- lagið gefur út, eru rituð af Dorritt Mousaieff forsetafrú og kemur bókin út á íslensku, frönsku, ensku og þýsku. Þær eru þó fleiri ljós- myndabækurnar um Ísland sem litið hafa dagsins ljós nú í sumar og má þar nefna bók Gunnars Sverrissonar Árstíðir – Seasons, sem kom út hjá Nennu útgáfunni. Bókin er í smáu broti, ólíkt því sem svo algengt er með ljósmyndabækur og þannig hugsuð sem handhæg gjöf fyrir vini og ættingja heima sem erlendis.    Það er margvíslegan fróðleik aðfinna í Almanaki Háskóla Ís- lands, en nýlega kom almanakið fyrir árið 2008 út hjá Háskólaútgáfunni og er það dr. Þor- steinn Sæmunds- son stjörnufræð- ingur hjá Raunvís- indastofnun Há- skólans sem reiknað hefur almanakið út og búið það til prent- unar. Auk daga- tals flytur alman- akið margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang himintungla og í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins, svo fátt eitt sé nefnt.    Íslensk tunga er nokkuð sem marg-ir hafa skoðun á og þá jafnt á þró- un hennar og varðveislu sem og dag- legu talmáli. 4. árgangur af tímaritinu Hrafnaþing, sem er tíma- rit um íslenskar bókmenntir, mál- fræði og kennslu kom nýlega út og er ritið að þessu sinni helgað Jón- asi Hallgrímssyni. Fjallar Baldur Hafstað þar um Jónas og þýsku rómantíkina og Loftur Guttorms- son um Jónas og Íslandslýsingu Bókmennta- félagsins svo að fátt eitt sé nefnt. Hrafnaþing er gefið út af Kenn- araháskóla Íslands og eru ritstjórar þau Anna S. Þráinsdóttir, Baldur Hafstað og Baldur Sigurðsson. Jónas er þó ekki eini fornfrægi Íslending- urinn sem athygli beinist að um þess- ar mundir því að nýlega var gefið út rit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Náttúrufræði. Jón var ritari Árna Magnússonar handritasafnara, en hann var auk þess fjölfræðingur og lét sér fátt óviðkomandi. Eftir hann liggja óprentuð rit og ritgerðir um margvíslegustu efni , m.a. ritgerð- irnar Fiskafræði og Steinafræði sem nú eru gefnar út í fyrsta sinn. Góðvin- ir Gunnavíkur-Jóns standa að útgáf- unni, sem þær Þóra Björk Hjartar- dóttir og Guðrún Kvaran unnu að, en Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur ritar inngang að Fiskafræðinni og Sigurður Steinþórsson jarðfræð- ingur að Steinafræðinni. BÆKUR Úr bók Gunnars Sverrissonar Árstíðir. Jónas Hallgrímsson Þorsteinn Sæmundsson Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Þegar maður situr í bíl sínum á rauðu ljósiþar sem Hafnarstrætið æðir upp íHverfisgötu, blasir við áletrun á húsi:ENSKA ÓPERAN. Svona er Reykjavík orðin mikil heimsborg. Ekki nóg með að kjúkling- ar fáist hér frá Kentucky og kaffi frá bæði Roma og Copenhagen, heldur hefur Enska óperan opn- að hér útibú. Jafnvel höfuðstöðvar. Ekki gott að segja. Við nánari eftirgrennslan er þetta náttúrlega hús Íslensku óperunnar, nánar tiltekið bakhliðin, og hliðarbygging skyggir bara svona á fremstu stafina – samt svo hárnákvæmt að furðu sætir. Ekki spillir upplifuninni að á vinstri hönd, sitji maður enn í sama bíl á sama rauða ljósi, rís nú brátt tónlistarhús sem mun að sögn skyggja á sjálft Óperuhúsið í Sydney, a.m.k. í smekklegum skilningi, ekki endilega landfræðilegum. Maður veit þó aldrei. Já, þau eru oft sérkennileg, and- artökin í umferðinni í Reykjavík. Einu sinni var ég að koma út úr húsi við Suð- urgötu og beygði annars hugar inn í Vonarstrætið meðan ég rifjaði upp hvar ég hafði lagt. Þá blasti við vegavinnuflokkur og appelsínugult aðvör- unarskilti sem á stóð: Skeiðarvogur lokaður. Mér krossbrá, ég horfði á skiltið sem bar við Ráðhús Reykjavíkur og Lækjargötu og Þingholtin og reyndi að ímynda mér hvernig ég hefði undir venjulegum kringumstæðum mögulega getað beygt beint inn í Skeiðarvog. Á þessu var náttúrlega hin hundleiðinlega skýr- ing að þetta var bakhliðin á skiltinu, framhliðin sem blasti við akandi vegfarendum sagði eitthvað um Suðurgötu, vegavinnustrákarnir eru svo snjallir að þeir margnýta skiltin. En augnablikið – stutta augnablikið þegar mér fannst borgin öll hafa skroppið saman – var svo ævintýralegt og dýrmætt að ég gleymi því aldrei. Þetta leiðir hugann að eftirfarandi: Af hverju trúum við alltaf því sem stendur skrifað, en ekki því sem blasir við? Eða gerum við það kannski ekki? Jú, þegar upplýsingar í texta stangast á við áþreifanlegt umhverfi, þá ruglumst við a.m.k. tímabundið í ríminu. Við trúum því jafnvel um stund að umhverfið sé falsað – en ekki textinn – því við erum vön því að leggja allt okkar traust á texta. Við það hefur íslensk þjóð nefnilega vaxið upp. Að allt sé rétt sem standi í bókum. Lengi vel höfðu menn til dæmis, sökum tækjaskorts, engar vísindalegar sannanir fyrir sögulegum, íslenskum skógum. Ekkert nema eina línu í bók. „Í þann tíð var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru.“ Og þeir sannfærðust, þótt ekkert blasti við berum augum nema örfoka sandar og melar. Því ef eitthvað stendur eins og stafur á bók er á það að treysta. Umhverfið er í besta falli sjónhverfing. Þetta getur verið falleg tilhneiging. Hún skapar svo margt skemmtilegt. Mér finnst til dæmis að það ætti að setja upp götuskiltið Bayswater Road þvert á einhvern ljósastaurinn við Lækjargötu – af virðingu við ljóð Braga Ólafssonar, Blue Hawai. Því „það er á horni Bayswater Road og Lækjargötu /sem tveimur skeggjuðum mönnum /gengur illa að finna orð /sem hæfa tíðarandanum“. Slík áletrun – götu- skilti sem gerði Bayswater Road að textalegum veruleika hér – myndi sem snöggvast skapa skemmtilega konfúsjón hjá vegfarendum. Lítið ævintýri í hversdeginum. Ég bíð líka eftir því að körfubíll skyggi ein- hvern daginn á Bob í skilti Nevada Bob utan á höll húsgagnanna við Höfðabakka. Þá gæti ég, horf- andi á sjálfvirku bensínstöðina, stóra bílastæðið og nærliggjandi vélaverkstæði undir breiðum himni, trúað því sem snöggvast að ég væri komin til Nevada. Það væri gaman. Ég hef aldrei komið til Nevada. Þú ert hér » Jú, þegar upplýsingar í texta stangast á við áþreifanlegt umhverfi, þá ruglumst við a.m.k. tímabundið í ríminu. Við trúum því jafnvel um stund að umhverf- ið sé falsað – en ekki textinn – því við erum vön því að leggja allt okkar traust á texta. ERINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.