Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| bókmenntahátíð í Reykjavík Nicola Lecca Orðið „Íslandsvinur“ er stund- um notað í hálfkæringi um það (fræga) erlenda fólk sem stígur fæti á íslenska grund. Sé orðið notað á ögn einlægari hátt fækkar nokkuð í hópi þeirra sem verðskulda merkimiðann, en ítalski rithöfundurinn Nicola Lecca myndi eftir sem áður geta borið hann með sóma. Lecca heillaðist af landi og þjóð, norðurljósunum, sól- arlausu dögunum, villtri nátt- úrunni og „öllum spöku máv- unum sem spásséra innan um aðra vegfarendur eftir götum höfuðborgarinnar.“ Lecca fæddist á eynni Sard- iníu og ól manninn þar til fjór- tán ára aldurs. Svo lagðist hann í ferðalög og hefur nú komið til fjölmargra landa. Eftir Lecca liggja fimm skáldsögur. Sú fjórða, Hótel Borg, gerist á Ís- landi. Í bókinni er sagt frá fimm manneskjum sem tengjast á óræðan og óvenjulegan hátt. Nýjasta bók Lecca, Ghiaccia- fuoco, er samvinnuverkefni hans og Lauru Pariani. Þau skrifuðu bókina hvort í sínu landi, Pariani í Argentínu og Lecca á Íslandi. Lecca les upp í Iðnó á þriðju- dag kl. 20 og tekur þátt í há- degisspjalli í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 12.30. Claudio Pozzani Rætur ítalska ljóðskáldsins Claudio Pozzani liggja í heimi tónlistarinnar. Hann stofnaði rokkhljómsveitina Cinano árið 1986 og hávaðasinfóníusveit- ina Eczema (Exem) árið 1990. List hans felst ekki síður í flutninginum sjálfum en orð- unum sem flutt eru fram. Pozzani hefur staðið fyrir og tekið þátt í ljóðahátíðum í fjölmörgum löndum. Pozzani kemur frá Genóva, borginni sem fóstraði land- könnuðinn Kristófer Kólumb- us og nóbelsverðlaunarithöf- undinn Eugenio Montale. Árið 2001 sendi hann frá sér bók- ina Saudade & Spleen, safn texta á frönsku og ítölsku, þar sem hugleiðingar um heimþrá og útþrá eru uppi á teningnum: „Sá er sem er staddur langt að heiman upp- lifir „saudade“, tilhlökkunina að komast aftur heim, en sá sem er staddur heima upplifir eintóm leiðindi og langar mest að komast burt. Pend- úlhreyfingin frá öðru hugar- ástandinu til hins er hið dæmigerða, genóska nöldur.“ Af öðrum bókum Pozzanis má nefna skáldsöguna Kate ed io (1991). Pozzani les upp í Iðnó á sunnudag kl. 20. Claudio Pozzani Tveir ítalskir höfundar Nicola Lecca Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com E inhver lífseigasta og jafn- framt leiðinlegasta tuggan sem jórtrað er á þegar Þýskaland og þýska menn- ingu ber á góma er húmors- leysið. Að sönnu verður því ekki móti mælt að margt gengur stirðar fyr- ir sig milli Rín og Oder en hjá okkur í hinu meinta landi léttleikans, en þá ber að minn- ast að almennt álíta meginlandsbúar okkur þunglynt, lokað og innhverft fólk. Við erum ekki það sem aðrir halda okkur vera. Aðrir halda okkur vera það sem við höldum ekki. Hvergi er þessi misskilningur meinlegri en þegar talið berst að þýskum sam- tímabókmenntum. Eitt helsta einkenni þeirra er léttleiki, rífandi húmor og hug- myndaauðgi. Gestum bókmenntahátíðar í ár gefst gullið tækifæri á að hlýða á tvo þýska höfunda sem báðir hafa kómík að leiðarljósi í skrifum sínum, sækja sér efni til fortíðar og hafa notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Þeir eru líka nýrra tíma tákn í þýsku bókmenntalífi. Eftir ár og áratugi áhuga- leysis útlendinga á þýskum bókum (með ör- fáum undantekningum þó) sér höfundakyn- slóðin sem fæddist á áttunda áratug síðustu aldar nú verk sín birtast á ótal erlendum tungum og forlög í menningarlöndum bítast um útgáfuréttinn. Þetta er algerlega ný staða. Einmitt vegna þess hve heimabruggið hefur verið bragðdauft hafa Þjóðverjar flutt inn meira af erlendum bókmenntum en nokkur önnur þjóð heims. Hvergi er jafn mikið þýtt og í Þýskalandi. Þótt engin teikn virðist á lofti um að áhugi Þjóðverja á bók- menntum annarra sé í rénun er fyrirferð þýskra höfunda á þýskum metsölulistum nú meiri en fyrir tíu, fimmtán árum. Það er meira að segja komin upp þýsk krimma- bylgja og sumir þessara krimma eru þýddir á önnur tungumál. Það kemur kannski ein- hverjum á óvart sem gert hefur Þjóðverjum upp húmorsleysi að ein þekktasta krimma- afurð Þjóðverja á undanförnum árum er sakamálasaga sem segir frá kindahjörð sem kemur að hirði sínum gegnumstungnum með heygafli og tekst á hendur að upplýsa málið. Á meðan eru íslenskir krimmar í Þýskalandi markaðssettir sem mögnuð dæmi um myrkur, þunglyndi og djöfulgang norðursins. Málband fyrir heiminn Þjóðverjar birtast heiminum á vorum dög- um oftar en ekki sem túristar. Skáldsaga Daniels Kehlmann um mælingu tímans, Die Vermessung der Welt, segir frá eflaust mesta þýska túrista allra tíma, sjálfum Al- exander von Humboldt (1769-1859) sem tókst á hendur einstaka rannsóknarferð um Suður-Ameríku um aldamótin 1800. Hann sigldi upp Orinoco og sannaði að hún og Amasón eru sömu rótar, hann drakk eitur til að vita hvort það væri banvænt og hann komst hærra frá jörðu en nokkur maður fyrir hans tíma. Hún segir líka frá andstæðu hans, stærðfræðingnum Carl Friedrich Gauß (1777-1855), sem hélt sig alla ævi heima hjá sér í Braunschweig og fór nánast aldrei út úr héraðinu. Hann tókst á hendur að mæla heimajörð sína í Neðra-Saxlandi og endurbætti í leiðinni aðferðir við landmæl- ingar og lagði kortagerðarmönnum til ná- kvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður fengið í hendur. Báðir lögðu þessir menn skerf til þróunar landafræðinnar sem alvöru vísindagreinar og þaðan er titillinn ættaður: Mæling heimsins. Kehlmann er um þessar mundir helsta Lauflétt, fyndið, fágað – Þýsku rithöfundarnir Daniel Khelmann og Ro- bert Löhr eru meðal gesta á bókmenntahátíð- inni en þeir eru á meðal þeirra ungu höfunda í Þýskalandi sem fært hafa nýtt líf í þarlendar bókmenntir. Þeir virðast meðal annars hafa komið goðsögninni um þýska húmorsleysið fyrir kattarnef með frábærri fyndni. Kehlmann „Hann er um þessar mundir helsta stjarna þýskra bókmennta, helsti metsöluhöfundur landsins og sérstök gælurófa gagnrýnenda sem luku upp einum munni um að Mæling heimsins sé snilldarverk.“ Löhr „Skáktyrkinn er frábærlega skemmtileg lesning og sýnir að höfundurinn hefur næmt auga fyrir smáatriðum, kómískum uppá- komum og skemmtilegri blöndu veruleika og skáldskapar.“ Árið sem seinni heimsstyrjöldinni lauk kom út skáldsagan Brúin á Drínu eftir júgóslavneska rithöfundinn Ivo Andric. Í henni er rakin fjögurra alda saga brúarinnar í Visegrad sem var byggð seint á 16. öld. Brúin má kallast „aðalpersóna“ bókarinnar, hún er vettvangurinn sem tengir saman margra alda átök réttrúaðra Serba við múslima. Andric leitaðist við að endurspegla órólegan samtíma sinn í frásögum um fornar erjur. En mannkynssögunni er ekki lokið, hvað sem öllum heimsend- aspám líður. Nýtt stríð braust út í Bosníu vorið 1992 og voru þús- undir manna tekin af lífi í Visegrad. Hinn fjórtán ára gamli Sasa Stanisic flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni og flutti til Þýska- lands. Stríðið er til umfjöllunar í Hermaður gerir við grammó- fón, fyrstu skáldsögu Stanisic sem kom út í fyrra. Aðalpersónan, drengurinn Alexander, er hálfur Serbi og hálfur múslimi: „Ég er Júgóslavía – og ég klofna í tvennt.“ Alexander flýr Bosníu og sest að í Þýskalandi. Frásaga hans er sagan um átökin við að skapa sjálfan sig í nýju landi og nýju tungumáli, en varðveita þó gamla landið í sjálfum sér. Stanisic les upp í Iðnó á föstudag kl. 20 og tekur þátt í pall- borðsumræðum um innflytjendabókmenntir í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 14. Sasa Stanisic

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.