Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 15
Eftir Hjalta Snæ Ægisson hsae@hi.is Það þótti jaðra við guðlast þegarRoddy Doyle, þekktasti sam-tímahöfundur Íra, lýsti því yfir snemma árs 2004 að Ódysseifur eftir James Joyce væri „ofmetin og allt of löng“. Þessi hryssingslega yfirlýsing er mjög í takt við stíl Doyles sem rit- höfundar, hann segir hlutina umbúða- laust og án þess að vera með tepru- skap. Sögur Doyles eru almennt „raunsæislega“ skrifaðar, einkennast af samtölum fremur en sálarlífslýs- ingum og slangri fremur en fag- urgala. Fyrsta skáldsaga Doyles var The Commitments (1987), stutt gam- ansaga um ungmenni í Dublin sem stofna sálarhljómsveit. Tvær fram- haldssögur fylgdu í kjölfarið þar sem sagt er frá tengdum persónum: The Snapper (1990) og The Van (1991). Saman mynda þessar bækur hinn svonefnda Barrytown-þríleik. Þær gagnrýnisraddir heyrðust snemma að Doyle væri skemmtikraftur fremur en alvöru rithöfundur, mörgum þóttu bækur hans sérsaumaðar til end- ursköpunar í kvikmyndaformi og hafa meira gildi sem góð markaðssetning en góðar bókmenntir. Víst var um að kvikmyndaaðlaganir eftir öllum þremur Barrytown- bókunum litu dagsins ljós. En segja má að Doyle hafi fyrst stimplað sig inn sem „alvöru“ rithöfundur árið 1993 með skáldsögunni Paddy Clarke Ha Ha Ha. Bókin naut fádæma vin- sælda og fyrir hana hreppti Doyle Booker-verðlaunin, fyrstur írskra rit- höfunda. Sagan er safn laustengdra atriða úr lífi tíu ára drengs, listilega skrifuð með barnslegu tungutaki. Þremur árum síðar kom Konan sem gekk á hurðir (1996). Þar er frásögn- in lögð í munn hálffimmtugri skúr- ingakonu sem lýsir sínu óhamingju- sama lífi. Verkið vakti athygli fyrir nærgöngular lýsingar á heimilis- ofbeldi. Nýjasta bók Doyles, Paula Spencer (2006), er óbeint framhald sögunnar. Dyggir lesendur Doyles bíða nú spenntir eftir lokabindinu í Last Ro- undup-þríleiknum. Fyrsta bókin af þremur, Ég heiti Henry Smart (1999), gerist í upphafi 20. aldar og fjallar um uppvöxt óknyttapiltsins Henry Smart. Sagan er öðrum þræði tilurðarsaga írska lýðveldisins; Henry tekur þátt í páskauppreisninni 1916 og berst við breska dáta undir merki Michaels Collins. Annað bindið, Oh, Play That Thing! (2004), gerist í Am- eríku og rekur ævintýraför Henrys Smarts um undirheima New York og Chicago. Doyle les upp í Iðnó á miðvikudag kl. 20 og tekur þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu sama dag kl. 12.30. Roddy Doyle MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 15 lesbók| bókmenntahátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Már „Í bílnum er ég alltaf með safndiskinn Working Class Hero með John Lennon. Mindgames er mín mantra.“ Hlustarinn Sumarið hefur aðallegabaðað sig í þremur plöt- um, ef svo má segja. Fyrst vil ég nefna Patti Smith twelve. Þar flytur Patti lög eftir aðra, mörg sem hafa fylgt mér. Ég hreifst strax af því að hún flytti Changing of the Guards af Street Leg- al með Bob Dylan. Það er ein af perlunum, en jafn- framt lag sem ekki er oft spilað. Smekkvísi Pattiar var því viðbrugðið og flutning- urinn góður, má segja að hún setji ljóðið í forgrunn. Þarna eru einnig aðrar perl- ur, White Rabbit, Gimme Shelter, Smells like teen spi- rits, Helpless, en frumleg- asta valið hjá henni á plöt- unni er líklega Within you without you, lag Georgs Harrison af Sgt. Peppers- plötu Bítlanna. Þetta val er stöngin inn, þetta hefði eng- um dottið í öðrum en Patti Smith. Svo er það Megas- arplatan, sem er mjög góð, en hefur fengið mig til að rifja upp tvær eldri Megas- arplötur, Til hamingju með fallið og Svanasöng á leiði. Þær eru ekki síðri þó ekki séu þær eins mikið inni í umræðunni og eldri plöt- urnar. Ég mæli með degi hjólbarðasalans af þeirri fyrrnefndu. Í bílnum er ég svo alltaf með safndiskinn Working Class Hero með John Lennon. Mindgames er mín mantra. Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Lesarinn Ég er í þannig fasaþessar vikurnar að ég les lítið sem ekkert og alls ekki skáldsögur. Smágrúsk leiddi mig reyndar að gömlum spánskum kveðskap fyr- ir nokkrum dögum og ég hef verið að strjúka ein- hverja kili í þeirri deild síðan, barrokkmeist- arinn Góngora er alltaf jafn yndislega myrkur til að byrja með en gef- ur leiftrandi skammt af ljósi ef maður hefur þol- inmæði til að vinna sig fram úr honum. Og nú í gærkvöldi og fyrrakvöld var ég allt í einu kominn með í hendurnar fyrstu ljóðabók Césars Vallejo frá Perú, sem er nú ekki auðveldur viðfangs held- ur, en grípur mann helj- artökum. Þar áður rakst ég í tiltekt á gamalt um- slag með nokkrum ljóð- um Braga Ólafssonar frá því að hann var að skrifa Dragsúg, fyrsta ljóðakverið sitt. Þá frá- bæru bók þarf nú að endurútgefa sem fyrst, helst með aukaefni eins og gert er við geisla- diska. Ef skáldið er búið að týna eða fleygja handritunum sínum á ég fleiri svona umslög frá þessum tíma og margt í þeim hefur aldrei komið á bók. Jón Hallur Stefánsson, rithöfundur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Jón Hallur „Ef skáldið er búið að týna eða fleygja handritunum sínum á ég fleiri svona umslög frá þessum tíma og margt í þeim hefur aldrei komið á bók.“ Þótt Tracy Chevalierhafi ávallt haldiðsig við eina og sömu bókmenntagrein- ina, þar sem er sögulega skáldsagan, er höfund- arverk hennar síður en svo einsleitt. Frásagn- armátinn í skáldsögunum fimm sem Chevalier hef- ur skrifað er breytilegur frá einni bók til þeirrar næstu, sjónarhornið margvíslegt og stíllinn aldrei alveg sá sami. Tracy Chevalier leggst jafnan í mikla rannsókn- arvinnu fyrir bækur sínar, en kýs þó að líta á ritferlið sem óvissuferð fremur en nákvæma skjalfestingu. Chevalier sagði eitt sinn í viðtali: „Sumir segja að maður eigi að skrifa um það sem maður þekkir, en ég er alveg ósammála því. Ég skrifa um það sem vekur áhuga minn og ég vil kynnast betur.“ Þannig má segja að sögulega skáldsagan verði í meðförum Tracy Chevalier tæki til að fylla upp í eyður mannkynssög- unnar. Þekktasta bók hennar, Stúlka með perlueyrnalokk (Girl with a Pearl Earring; 1999), fjallar t.a.m. um hollenska mál- arann Jan Vermeer, en um ævi hans er fátt vitað með vissu. Frægasta málverk Vermeers var kveikjan að bókinni. Cheval- ier spinnur sögu út frá málverkinu og ímyndar sér að stúlkan á myndinni hafi verið vinnukona Vermeers. Fyrsta bók Chevalier, Virgin Blue (1997), er saga tveggja kvenna sem eru uppi á mismunandi tímum, önnur á sextándu öld og hin á tuttugustu. Tengslin á milli þeirra eru meiri en virðist við fyrstu sýn. Skáldsagan Falling Angels (2001) gerist í London á fyrsta áratug 20. aldar. Sagan fjallar um tvær fjöl- skyldur sem hittast í kirkjugarði og minnast látinna ástvina. Afhelgun trúarbragðanna er í brennidepli í sögunni og breytt viðhorf til dauðans þegar Viktoríutímabilið er liðið undir lok. Chevalier sótti sér aftur innblástur til myndlistarinnar í The Lady and the Unicorn (2003) sem er skrifuð út frá vegg- teppum í miðaldasafninu í Cluny í Frakklandi. Sagan gerist seint á fimmtándu öld og rekur aðdraganda þess að teppin voru ofin. Í nýjustu skáldsögu Chevalier, Neistaflugi (Burning Bright; 2007), er fjallað um enska ljóðskáldið William Blake, en sagan er sögð frá sjónarhóli tveggja barna sem búa í næsta húsi við skáldið. Þekktasta ljóðabók Blakes, Songs of Innocence and Experience, er sínálæg í sögu Chevalier, enda gerist hún árið 1792 þegar Blake vinnur að ritun ljóðanna í bókinni. Efnistök Chevalier í þessari nýju bók eru nýstárleg að því leyti að sögu- efnið er vel þekkt. Segja má að höfundurinn leysi það með því að nálgast Blake frá hlið, sagan er ekki sögð út frá honum sjálfum heldur er hann skoðaður úr fjarlægð. Chevalier les upp í Iðnó á mánudag kl. 20 og tekur þátt í pallborðsumræðum um sögulegar skáldsögur í Norræna hús- inu sama dag kl. 14. Tracy Chevalier

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.